Morgunblaðið - 28.03.1934, Síða 3

Morgunblaðið - 28.03.1934, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Innflutningshöft í Englandi. Innflutningur á kældu og frystu kjöti tak- markaður mjög. London 27. mars F. Ú. Landbúnaðarráðherrann breski g£rði í dag grein fyrir stefnu komandi árs í landbúnaðarmálum. Kvað hann stjórnina mundu gera ráðstafanir til að efla mjög kartöfluræktina, og mundu ríki þau, er áður hefðu flutt út kart- öflur til Bnglands, verða beðin þess, að halda útflutningi sínum innan takmarka síðastliðins árs. Að því er snertir nautgripi til slátrunar, kvað hann innflutning þeirra mundu verða takmarkaðan um einn fjórða hluta, miðað við síðastliðið ár, en innflutningsleyfi írska Fríríkisins mundu verða færð niður um 50%. Freðkjöts innflutningurinn verð ur minkaður um 35%, að því er snertir utanveldislönd; sömuleið- is mun innflutningur á kældu kjöti verða minkaðar, og það nokkru meira. Vopnabirgðir í París % sem áttu að fara til þýskra kommúnista. LRP. 27. mars. F. Ú. Lögreglan í París fann í morg- un leynilegar vopnabirgðir á tveimur stöðum og var í hvoru- tveggja staðnum allmikið af vopnum og skotfærum. Þar á með al sprengjum og vjelbyssum. Hef- ir lögreg'lan gert 3 atrennur að því að leita þessara vopnabirgða og annara er finnast kynnu, og fann auk vopnanna, leynilega prentsmiðju og mikið af prent- uðu máli. Voru það allskonar bæklingar á þýsku mjög róttækir í skoðunum, og er talið, að bæði vopnunum og bæklingunum hafi átt að koma til Þýskalands, þrátt fyrir alla þá aðgæslu, sem við er höfð til þe'ss að koma í veg fyrir slíkt. Fundir útvarpsnotenda. Kommúnistar teknir af lífi. LRP. 27. mars'F, U. Þrír kommúnistar voru teknir af lífi í dag í Þýskalandi. Höfðu þeir verið dæmdir til dauða fyr- ii að hafa drepið stormsveitar- mann 6. júní fyrra árs, er komm- únistar rjeðust á höfuðstöðvar stormsveitai'manna í Erkrath. Göring breyt.ti í æfliangt fang'- elsi dauðadómum, sem kveðnir höfðu verið upp yfir 7 öðrum kommúnistum fyrir að vera sam- sekir um þetta verk. Sjálfstæði Austurríkis. Berlín 27. mars. F. Ú. Lögreglustjórinn í Wien hefir nppleyst alþýska sambandið „Þýskaland-Austurríki“. f; grein- argerð fyrir ráðstöfun þessari er sagt, að markmið fjelagsskapar- ins, samkvæmt lögúm hans, sje að vinna að innlimun Austurríkis í Þýskaland, en slíka starfsemi verði að telja hættulega fyrir sjálfstæði Austurríkis. Nálægt miðjum febriiar síðast- liðnum mátti sjá stÖrar auglýsing- ar í dagblöðunum um að „Útvarps- notendaf jelag Reykjavíkur“( ?) ætlaði að halda fund í Varðar- húsinu, fimtudaginn 22. febr. kl. 81/2 síðd. Fundarefni átti að vera þetta: 1. Umræður um sambandslög og sambandsþing' í vor. 2- Helgi Hjörvar flytur erindi: Samvinna útvarpsráðs og út- varpsnotenda. í byrjun •desembermánaðar hafði jeg eignast viðtökutæki. Það var ekki langt um liðið, þegar mjer fóru að finnast ýmsir smá-agnúar á dagskrá TTtvarpsins og undrað- ist jeg þó einna mest tilbreyting- arleysið; en jafnframt varð mjer þá þegar ljóst, að áhugasöm starf- semi öflugs útvarpsnotendaf je- lags mundi þó nokkru geta hjer um þokað, ef rjett væri á haldið. Mjer ljek því forvitni á að heyra hvað formaður Útvarpsráðsins, hr. Helg'i Hjörvar, legði til þeirra mála. Ljet innrita mig í „Fjelag útvarpsnotenda", hugsaði mjer gott til glóðarinnar og sótti fund- inn. Það er fljótsagt, að fyrir meiri vonbrigðum af fundarhaldi hefi jeg sjaldan orðið um dagana, — og er þá mikið sagt, því 30 ára reynslu hefi jeg að baki mjer í þeim efnum. Hr. Helgi Hjörvar flutti aldrei erindi sitt, — til þess vanst ekki tími fyrir „lagasetning'u". Það kann að vera að heppileg- ast væri að tala sem minst um fundinn 22. febrúar, svo liann sem fyrst fjelli í gleymskunnar djúp, en þó er jeg ekki alveg viss um að rjett sje að þegja. Jeg hefði sennilega heldur aldrei gert hann að umtalsefni ef mig hefði ekki rekið í „roga-stans“ þegar jeg sá frásögnina um hann í Morgun- blaðinu, 25. f. m. Jeg g'eri ráð fyrir að frásögn þessi hafi borist Morgunblaðinu frá stjórn „Fjelags útvarpsnot- enda“, — öðrum er vart til að dreifa. En þá er mjer spurn, — hvern er verið að blekkja? Er stjórnin að blekkja sjálfa sig eða aðra? Af áðurnefndri frásögn geta ókunnugir vel lialdið, að hjer hafi verið um einhvern heljar-fund að ræða, þar sem fundarmenn nærri hafi verið komnir að því að rifna af áhuga fyrir útvarpsmálefnum. Já, maður lifahdi! Ekki vantar stóru orðin, —■ og ekki vantar hið fyrirhugaða „Samband ís- lenskra útvarpsnotenda“ verkefni: ,,Að koma óskum og kröfum út- vai-psnotenda á framfæri við út- varppstgórn, ríkisstjórn og AI- þingi, — útgáfa málgagús, út- nefningu í Útvarpsráð o. s. frv.‘ ‘ En hvað á" eiginlega þessi skrípaleikur að þýðaf Hvers- vegna má almenningur ekki alveg eins fá að vita þann sorglega sannleika, að fyrir stofnun „Sam- bands ísl. útvarpsnotenda“ virðist í augnablikinu als enginn áhugi vera til, — a. m. k. ekki hjer í Reykjavík. Eftir ítrekaðar tilraunir til að fá sambandslögin samþykt, tekst loks að koma á fundi með eitt- livað 20 mönnum, og‘ þar er hinn mikli lagabálkur samþyktur með sárafáum atkvæðum (ekki nærri allir fundarmenn greiddu at- kvæði). Það má nú segja sem svo, að samþykt þessara laga á fundinum 22. febr. geri hvorki til nje frá að svo stöddu, því eftir áhuganum að dæma virðist stofnun „Sam- bandsins“ eiga nokkuð langt í land. Ohugsandi er þó ekki að einhverjum áhugamönnum, t. d. hinni nýkosnu bráðabirgðastjórn (kosin á fundinum 22. febr.), takist að blása nýju lífi í fje- lagsskapinn og að alt blossi nú upp þegar minst varir. Yæri ósk- andi að þau undur skeðu — og það sém fyrst. En hrædd er jeg' um að vel skipulegt „Samband“ verði tæplega komið á laggirnar fyrir 1. júlí, eða þann tíma, sem útnefning í Utvarpsráðið á fram að fara, nema því að eins að Ut- varpsráðið bregðist nú vel við og leyfi bráðabirgðastjórninni mál- frelsi nokkrum sinnum í útvarp- inu til þess að tala við hlustendur. Lögin sjálf ætla jeg ekki að gera að umtalsefni, Þeir menn hafa um þau fjallað, að þau munu vafalaust reynast hin ákjósanleg- ustu, — þegar þau eru orðin ann- að og meira en það, sem þau eru nú, þ. e. nokkrar vjelritaðar pappírsarkir! En svo er annað atriði, sem fyr- ir kom á fundinum 22. febriiar, sem mig lang’ar til að minnast of- urlítið á. Það er tillaga, sem kom frá fulltrúa fitvarpsnotenda í Út- varpsráðinu, hr. veðurfr. Jóni Eyþórssyni og samþykt var í fundarbyrjun, nær itmræðulaust. Jeg sje að það hefir gleymst að geta um þá samþykt í Morg'un- blaðsfrásögnittni, 25. f. m. Eða máske stjórnin hafi kvnokifð sjer við að birta tillöguna þegar hún fór að átta sig betur á henni? Tillöguna man jeg ekki orðrjetta, og leiði því hjá mjer að skýra nánar frá henni hjer. En sem bet- ur fer, mun samþykt þessi ekki hafa neinar illar afleiðingar í för með sjer fyrir „Fjelag' útvarps- notenda“, því vitanlega fær stjórn þess ekki annað í svar en eitt stórt ,,nei“ þegar liún býr sig á fund ríkisstjórnarinnar með til- löguna í fórum sínum. Það kem- ur ekki til nokkurra mála, að ríkisstjórnin fari að brjóta. lands- lög fyrir tillögu, sem samþykt er með sárafáum atkvæðum á fá- mennui^ fundi, — og þar með kippa eirini aðalstoðinni undan stárfsemi útvarpsnotendafjelag- anna og bera fyrir borð þau rjett- iudi, sem þeim eru veitt með lög- um frá 19. maí 1930. Einkennilegt þótti mjer að eng- inn skyldi verða til að andmæla tillögu þessari eða hafa vit á að biðja hr. Jón Eyþórsson að taka hana aftur; sjálf kunni jeg' ekki við að gera það, enda ekki vel máli farin; jeg ljet mjer því nægja að greiða atkvæði á móti tillögunni í þeirri von að hún yrði feld, — en sú varð ekki raunin á. Viljandi greini jeg ekki nánar frá tillögu þessari hjer, en benda vil jeg á, að áhugasömum mönn- um um útvarpsmálefni er vissara að vera á varðbergi og sækja fundi „Fjelags útvarpsnotenda“, því þar virðist vera hægðarleikur að fá samþyktar vanhvtgsaðar eða Ljómandi góðar verða páskakökurnar því aðeins, að í þær sje notað: Ljóma-vitamín smjörlíki Ljóma-gerduft Ljóma-eggjaduft Ljóma-Kardemommur og Ljóma-bökunardropar (6 tegundir). Húsmæður: Raupmenn og Kawpljelcg Þegar þjer kaupið í bakst- urinn þá takið það fram, að þjer viljið fá Ljómavörur. •' •: : • ? í'í.útj ' Hringið í síma 2Ö93, þar fæst alt á einum og sama stað, sem til bökunar þarf, og jeg kem með það í sprettinum. lítt hug'saðar tillögur, sem á svip- stundu mundu kollvarpa allri heilbrigðri starfsemi útvarpsnot- endafjelaga, ef þeim ;vrði ansað á hærri stöðum. Annan fund hjelt F. Ú. 7 þ. m.1 — Þar flutti hr. Helgi Hjörvar fyrnefnt erindi. Ekki var jeg á þeim fundi og get því fátt af i honum sagt. En heyrt hefi jeg því flevgt, að lielsta þrekvirkið ; sem þar hafi verið umiið, liafi verið að fella ágæta tillögu frá: prófessor Ágúst H. Bjarnason > sem einmitt miðaði að því, að raunverulegt samstarf gæti hafist milli útvarpsráðs og iitvarpsnot- enda. Enn á að lialda fund í kvöld kl. 8i/2 — og það aðalfund. Þar á að kjósa stjórn í F. Ú., til- nefna 6 fulltrúaefni í útvarps- ráð af liálfu fjelagsins o. s. frv. Utvarpsnotendaf jelagar! Þykir ykkur vansalaust að láta 20—30 menn ráða öllu um svo mikilvæg málefni? Er áhuginn énginn fyrir þessúm málum? Sjáið þið ekki nauðsynina á að efla sem mest fjelagsskapinn, til þess á komandi tíðum, sinátt og smátt, að fá einhverju áorltað til bóta? Okkur þykir öllum vænt um Útvarpið, — þó held jeg það verði okkur en:i kærara, þegar við (þ. e. lilustendur) erum búnir að móta það eftir okkar eigin geðþótta, — setja fangamark okkar á það. En það tekst aldrei nema með öflugri, sívakandi starfsemi. Jeg skora á ykkur að f jölmenna á aðalfundinn! 26. mars 1934. Guðmunda Nielsen. Hðnoikiöt Gr. baunir. Smjör Ostar Harðfiskur Lúða Sardínur. ymriGUL Dronning Alexandrine fór HMunið A. S. I. Kaupmannaliofn kl. 10.45 1 gær- morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.