Morgunblaðið - 28.06.1934, Síða 7
Spreng'ingarnar i Austurrikl.
Mynd þessi er tekin eftir eina árásina á járnbrautirnar í Austurríki. Sjest hjer Semmering-
l»miin, og eru verkamenn að gera við spjöll þau, sem orðið liafa á henni við sprengingu. 1
MORGUNBLAÐIÐ
Brúarsteinar seldiri
sem minjagripir.
London, 27. júní. FÚ.
Það er ef til vill í fyrsta skifti
í sögunni, að opinber brú er
boðin til sölu. En nú eru gran-
ítsteinarnir úr grindum Water-
loo-brúarinnar í London, seldir
sem minjagripir, skartgripir
eða þess háttar á £1 hver steinn,
en kaupendur verða sjálfir að
koiha steininunum burtu. (Það
«r ini verið að rífa brúna).
>/ •fi7>
Tilræði
við MacDonald lenti
á Baldwin.
Árásarmaðurinn iðrast.
London, 27. júní. FÚ.
í morgun var ungur maður
að slangra um Dawning Street
og þegar hann kom á móts við:
húsið nr. 10, henti hann steini
upp í glugga og braut hann*
en það þótti honum verst, þeg-
ar hann komst að því, að stein-
inn hefði lent í herbergi Mr.
Baldwins, í stað þess að lenda
inn til forsætisráðherrans og í
höfuðið á honum. Pilturinn var
tekinn fastur, og læknir er að
rannsaka andlegt heilsufar
háns.
Þrjú utanríkismál.
London, 27. júní. FÚ.
Þrjú alþjóðamál draga að
sjer'athygli í dag.
Hinir nýju verslunarsamn-
ingar Breta og Frakka voru
undirskrifaðir í dag.
Samningar Breta og Þjóð-
verja, um skuldagreiðslufrest-
inn, hófust í London í dag.
Boð’skapur Bretastjórnar til
Bandaríkjanna um skuldamál-
in var sendur Sir RonaH
Lindsay í dag.
...----------------
Húsbruni í Súðavik.
ísafirði, 27. júní. FÚ.
I gærniorgun brann til kaldra
kola á skammri stundu liús Gríms
Jónssonar kaupmanns í Súðavík.
Húsið var úr trje. Nokkuð bjarg-
aðist af innanstokksmunum á
neðri hæð og' úr kjallara, en ekk-
ert af efstu hæð. Mikið brann af
fatnaði. Logn var,1 ðg’h’tlfði það
næstu húsum. Annars eru taldar
líkur til að þau hefðu brunnið,
því engin síökkvit'æki eru í þorp-
inu, Okunnugt er um eldsupptÖk.
1 » bu 'ÚXÍ .JjtfSKl Ú? t> * - * * * •
Ibi za.
Eyjan Ibiza er hin stærsta í
spönskum eyjaklasa í Miðjarðar-
hafi, sem einu nafni nefnast
Balaer-eyjar. Ibiza er 80 km. suð-
vestur a.f Mallorea. Allar eyjarnar
eru um 597 ferkílómetrar að stærð
og eru þar 2000 íbúar. Ibiza er
fjöllótt. Fjöllin eru þakin skógi
upp á tinda, en milli þeirra eru
frjósamir dalir, þar sem ræktað
er hveiti, bómull, olíuviður og
suðrænir ávextir. En kunnust, er
Ibiza. að minsta kosti hjer á landi,
fyrir saltframleiðslu sína. Þar er
sjónum dælt upp í stór trog og
hann látinn gufa upp og verður
þá saltið eftir á botninum. Til
þe'ss að dæla sjónum eru notaðar
vindmyllur, og sjest hjer ein
þeirra.
□agbófc.
Veðrið í gær: Vindstaða er
breytileg hjer á landi og vindur
hæður. Á N- og A-landi er NA-
og' A-átt, víða þoka en lítil úr-
koma. Suðvestanlandá er vindur
S-lægur og sumstaðar skúrir. Hiti
er 8—11 st. á N- >og A-landi en
mestur 15—17 st. á SV-landi. Suð-
ur af Grænlandi er ný lægð á
hreyfingu NA- eða A-eftir. Má
búast við, að hún hafi SA-átt í
för með sjer á morgun.
Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg-
viðri fyrst en gengur í SA-átt
með kvöldinu. Úrkomulaust.
Vígsluhátíð Markarfljótsbrúar
fer fram sunnudaginn 1. júlí n. k.
og byrjar kl. 1 e. h. með guðs-
þjónustu. Síra Jón Guðjónsson
hinn nýskipaði prestur að Holti
undir Eyjafjöllum prjedikar. —
Ræður flytja m. a. þeir Þorst.
Briem atvinnumálaráðherra, dr.
Guðmundur Finnbogason og Ragn
ar Kvaran. Lúðrasveit Reykjavík-
ur undir stjórn Páls ísólfssonar
leikur á hiðra. Síðdegis verða
frjáls ræðuhöld og dans. Aðg'öngu-
miðar kosta 1 kr. og fylgir atriða-
skrá (program) með þeim ókeyp-
is. Forstöðunefndin hefir ákveðið
að allur nettóágóði dagsins renni
í samskotasjóðinn til jarðskjálfta-
hjeraðanna. Búast má við að mik-
ill mannfjöldi sæki vígsluhátíðina
til að sjá þetta mesta brúarmann-
virki sem framkvæmt hefir verið
lijer á landi.
Aðalfundur í. S. í. verður hald-
inn í kvöld kl. 9 í Iðnó (uppi).
Fulltrúar eru beðnir að mæta
stundvíslega, og með kjörbrjef.
Stjernegutterne ætla að svng.ja
upp við Mentaskólaníi áður en
þeir fara um borð kl. 5:)4- í kvöld.
Söngmót íslenskra karlakóra
hefst í kvöld kl. 7 í Gamla Bíó.
Þar svngja: Karlakórinn Geysir
ái Akureyri, Karlakór Reykjavík-
ur, Karlakórinn Vísir í Siglufirði
og Landskórinn. Allir aðgöngu-
miðar að fyrsta söngnum sekl-
ust á svipstundu.
Betanía. Saumafundurinn Aærð-
ur í dag, fimtudag kl. 4 síðt^egis
í Betaníu. TJtanfjelagskonur einn-
ig velkomnar.
Eimskip. Gullfoss var á Tsafirði
í gærmorg'un. Goðafðss fór til
Hull og Ilamborgar í gærkvöld
id. 10. Brúarfoss er í Kaupmanna-
höfn. Dettifoss er á leið til Vest-
T
Iriirlll hlithafi.
Á aðalfundi Eimskipafjelags íslands, sem haldinn var
þann 23. þ. m. var samþykt að greiða hluthöfum fjelagsins
4% — f jóra af hundraði í arð af hlutaf jenu fyrir árið 1933.
Arðmiðar verða innleystar á aðalskrifstofu fjelagsins
í Reykjavík svo og á afgreiðslum f jelagsins um land alt.
H. F. Eimskipafjelag íslands.
er vjelbáturinu „NjáII£< til flutninga, í lengri eðá! skemri fei’ðir.
Upplýsingar í síma 9264, Hafnarfirði.
r>„
| Magnús Guðjónsson.
m*.'' aii»i'Mwa——tnwai—M»MHWHgawwn—M—Ba—B——aaB—
mannaeyja frá Hull. Lagarfoss er
á leið til útlanda frá Fáskrúðs-
firði. Selfoss kom til Færeyja í
fyrradag.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 13.00
Synodusguðsþjónusta í Dómkirkj-
unni (síra Ófeigur Vigfússon).
Prestvígsla. 15.00 Veðurfregnir.
19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregn-
ir. 19.20 Lesin dagskrá næstu
viku. 19.30 Grammófóntónleikar:
Grieg': Ballade í G-molI (Leopold
Godowsky). 19.50 Tónleikar. 20.00
Kluklcusláttur Frjettir. 20.30 Syno
duserindi í Dómkirkjunni: Kirkju
líf í Uppsölum (síra- Sigurður
Pálsson). 21.15 Tónleikar: a) Út-
varpshljómsveitin. b) Einsöngur
(Þorbjörg Ingólfsdóttir). c) Dans-
lög. —
Næturvörður verður í nótt í
Ingólfs Apóteki og Laugavegs
Apóteki.
Mæðrastyrksnefndin hefir upp-
lýsing'askrifstofu sína opna á
mánndags og fimtudagskvöldum
kl. 8—10 í Þingholtsstræti 18,
niðri.
E.s. Lyra fer í kvöld kl. 6
áleiðis t.il Bergen.
E.s. Katla var í Oporto í fyrra-
kvöld.
Skip sameinaða. fsland er á
leið til Kaupmannahafnar, en
Ðrotningin á leið hingað frá
Höfn, væntanleg í kvöld. Bomía
fer hjeðan áleiðis til Leitk næst-
komandi laugardag.
Til Hallgrlmskirkju í Saurbæ:
Áheit frá Marlcúsi 2 kr., Áheit frá
Fr. 6 kr. Kærar þakkir. Ól. B.
Björnsson.
Heimatrúboð leikmanna, Vatns-
stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8.
Allir velkomnir.
Knattspyrna á Akranesi. 1 fyrra
dag keptu á Akranesi Knatt-
spyrnfjelagið Ilaukur frá Hafnar-
firði, við samsett lið úr knatt-
spyrnuf jelögunum á Akranesi.
Akranesingar unnu, með 6 á móti
2. (FÚ.).
Hekla er væntanleg hingað í
dag, utan af landi.
Timburskipið Lóm, kom með
timburfarm til Völundar í gær.
Líkleg'a um kl. 5% síðd.
Bifreiðaslys, Á kosningadaginn
mættust t\ ær bifreiðir á gatna-
mótum Bragagötu og Laufásvegar.
Varð sú, sem var að koma
Laufásveginn hrædd um árekst-
ur og ætlaði að víkja fyrir hinni,
en þá voru liemlurnar ekki í lagi.
Sveigði bifreiðin þá til hægri inn
á Bragagötuna og lenti þar á
tveimur konum, sem voru á gangi.
og meiddi báðar mikið. Önnur
þeirra heitir Áathildur Þórðar-
dóttir og á heima á Njálsgötu 15,
en hiu Margrjet, Guðmundsdóttir
á Berg'þórugötu ;31l Kouurnar voru
ekki fluttar í spítfila, heldur heim
til sín, og liggja báðar.
Kvennadeild Slys avar naf j elags
íslands hefir áfoi'mað að fara til
Þingvalla næstþomandi föstudag
og er vonast eftir að f jelagskonur
fjölmenni. Listi til áskriftar ligg-
ur frammi í skr'ífstofu fjelagsins
í Austurstræti Í7, uppi, og ættu
f jelag'skonur að ’láta skrifa sig þar
liið fyrsta til hægðarauka fyrir
þær konur, sem hafa umsjón með
ferðinni. ,
Kosningarnar. Búist er við því,
að atkv:eðatala komi í dag úr
S.-Þingeyjarsýslp, Barðastrandar-
sýslu og Eyjaíjjarðarsýslu. Er þá
ekki ófrjett nema úr Norður-ísa-
fjarðarsýslu, en þaðan mun frjett-
ast á morgun.
Farþegar með „Goðafossi“ frá
Rvík í gær til Hull og Hamborg-
ar: Frú Borghildúf Björnsson og
dóttir, ungfrú Magna Einarsdótt-
ir, Otto Wathne, Dagbjört Bjorns-
dóttir og margir útlendingar.
t i(U
Skemtisamkoma
í Grindavík.
Grindavík, 24 júní. FÚ.
Skemtísamkoma var haldin
hjer í Grindavík, til ágóða fyrir
landsskjálftasjóðinn. Inn komu
kr. 261.75.
Söfnunarlisti gengur um
hreppinn.
Gullforði Þjóðverja
minkar'fenn.
Berlín. FB. 27. júní.
Gullforði Ríkisbahkans hefir enn
minkað að mun óg er minni nú
en nokkuru sinni háfa verið dæmi
til fvr, eða 2.3%. (United Press).
Ejnar Mickelsen heiðraður.
Enslca landfræðisf jelagið The
Royal Geographical Society hefir
ákveðið að heiðra Ejnar Mickel-
sen fyrir rannsóknir hans í Græn-
landi, með því að veita honum
bina stóru gullmedalíu sína. Verð-
ur hún afhent í þessum mánuði.
Mickelsen hefir nú skrifað stóra
bók um Austur-Grænland og er
byrjað að prenta liana hjá Gvld-
endal.