Morgunblaðið - 03.08.1934, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
Matskorfur i Þýskalandi.
MatsparnaSur: Darré landbúnaðarráðherra, Hitler kanslari og Göbbels útbreiðsluráðherra við
:matspárnaðarborðið. Engin máltíð mátti kosta meira en 50 pfennig. En menn borguðu sama verð og
fyrir venjulegar máltíðir. Mismuninum var varið til hjálpar fátækum og á þann hátt söfnuðust í
fyrravetnr um 400 miljónir marka.
í byrjun fyrra mánaðar sá
’þýska stjórnin fram á það, að mat-
væíaskortur mtuidi verða í land-
inu í vetur, ef ekkert væri aðhafst.
1 Gaf hún því út ný lög, sem gera
viðskiftamálaráðherrann, dr.
. Schmidt að hinum fyrsta viðskifta-
einvaklsherra í Þýskalandi. Hon-
um er gefið vald til þess að taka
hverjar þær ákvarðanir, sem hon-
um sýnist, án þess að leita sam-
þykkis stjórnarinnar. Ratlienau,
sem var matvælaráðherra í stríð-
inu hafði ekki eins mikið vald.
Að vísu var dr. Schmidt. ekki
veitt þetta vald nema fram til 1-
: sept., eða í tæpa tvo mánuði. En
það er sýnilegt að hann á að
skipuieggja skömtun matvæla og
vefnaðarvöru. Og nú lætur hann
vinna að því af kappi að rann-
: saka allar þær takmarkanir, sem
gerðar voru í stríðinu, og áhrif
þeirra.
Mestu vandræðin í viðskiftalífi
Þjóðverja stafa af því, að þá skort
ír algerlega erlendan gjaldeyri.
En á erlendum gjaldeyri þurfa
’þeir að halda, jafnvel til þess að
:geta fengið brauð. Brauð úr inn-
iendum korntegundum er ekki
-gott, nema í það sje haft hveiti
frá Kanada. Uppskerubrestur er
í Þýskalandi eins og víðar vegna
hitanna, og þess vegna þyrfti Þjóð
verjar nú á meiri erlendum
kornmat að halda, en venjulega.
'Sem stendur er enginn hörgull
■ á kjöti, en veg'na þurkanna er
hörgull á fóðurtegundum. f ýms-
um hlutum Prússlands hafa bænd-
ur ekki aflað nema helming þess j
fóðurs, sem þeir þurfa handa grip-1
tim sínum. Bændur geta ékki feng ;
ið erlenda mynt til þess að kaupa j
fóður frá útlöndum, og þess vegna I
verða þeir að slátra meiru en þeir j
■ ætluðu sjer. En niðurskurður naut-'
gripa hlýtur að hafa áhrif á smjör-
framleiðsluna. Smjörverð hefir
þegar hækkað stórkostlega í
Þýskalandi. Og á hverju ári flytja
Þjóðverjar inn geisimikið af
smjöri. En þeim innflutningi haml
ar g'jaldeyrisskorturinn nú. Smjör-
líki notar fátæka fólkið í staðinn
fjrrir smjör, en til þess að fram-
leiða smjörlíki þarf að flytja inn
kopra og hvalsmjör. Birg-ðir af
'þessum efnum eru nú mjög tak-
markaðar í landinu, því að það
’hefir jafnan verið látið sitja fyr-
ir að kaupa hrávörur til iðnaðar.
Nú fyrir skömmu var orðinn
liörgull á, kartöflum í Berlín. Hinn
9. julí fekk enginn keypt meira
en 1 kg. Vegna þess að kartöfíur
er aðalfæða fátæka fólksins, varð
að vinda bráðan bug' að því að
flytja inn kartöflur frá Belgíu og
Hollandi.Annars kaupa Þjóðverjar
venjulega kartöflur frá ítalíu og
Malta, en nú gátu þeir ekki feng-
ið kartöflur þaðan vegna gjaldeyr-
isskorts. Pyrsta kartöfluuppsker-
an í Þýskalandi er þeg'ar uppetin.
Stjórnin hefir reynt að bæta úr
þessu með'þyí að hita fólk fá hrís-
grjón og maccaroni yið vægu
verði. Miklar birgðir eru í landinu
af hrísgrjónum.
Matskömtun er þegar byrjuð.
Verslanir hafa fengið að kerina á
þ.ví, ef þær ætluðu sjer að nota
vöruskorttil þessað sprengja upp
verð, og einstakir menn, fyrir það
að ætla að birgja sig upp. Víða
má sjá í búðargluggum: Verslun-
in lokuð vegna okurs.
Þýska stjórnin byrjaði mat-
sparnað í öllu ríkinu í fyrrahaust,
með því að fá menn til þess að
spara við sig' mat af sjálfsdáðum
einn dag í viku, og með því að
láta matsölustaði ekki framreiða
annað þá, en óbrotinn og ódýran
mat.
Atvinnuleysi minkar.
Framleiðsla eykst. — Utflutn-
ingur minkar.
í „Daily Mail“ er grein hinn 9.
júlí um ástandið í Þýskalandi, sem
blaðið kallar óskiljanlegt. Það
bendir fyrst á það, að iðnfram-
leiðslan hafi aukist mjög 1933 og
Stórkpstlega fyrstu 6 mánuði þessa
árs. En jafnframt hafi útflutn-
ingur minkað. Og þrátt fyrir hin-
ar miklu framkvæmdir þýsku
stjórnarinnar sje ólíklegt að heima
markaðurinn hafi þörf fyrir alla
þá miklu aukningu, sem orðið hef-
ir í járn, stál og vjelaframleiðslu.
í þessum iðngTeinum starfa nú 15
milj. manna, eða 4 miljónum fleira
heldur en 1932. 1 Þýskalandi voru
4.058.000 atvinnuleysingjar 1. des-
ember í fyrra, en 31. maí s. I. voru
þeir ekki nema 2.525.000.
„Fagranes((.
Nýr flóabátur, sem
hefir áætlunarferðir
milli Reykjavíkur
og Akraness.
í gærmorgun kom hingað nýr
flóabátur, sem ætlað er að fara
daglegar ferðir milli Akraness
og Reykjavíkur. Hann heitir
,,Fagranes“ og er smíðaður hjá
Bolsöens Værft í Molde í Nor-
egi, en eigendur eru Leifur
Böðvarsson frá Akranesi og Ár-
mann Halldórsson skipstjóri.
Verður Ármann skipstjóri á
bátnum, en Leifur framkvæmda
stjóri fyrirtækisins.
Skipið er um 70 fet á lengd
og afar sterklega bygt, líkt og
íshafsskútur. Er hvergi meira
en þrír þumlungar milli banda
í því. Það er út búið bæði fyrir
farþega og vöruflutning o'g
hefir verið mikið lagt í það að
hafa farþegarúmin sem allra
snyrtilegust og viðkunnanleg-
ust. Er þar bæði fyrsta og ann-
að farrými og kostar farið milli
Akraness og Reykjavíkur kr.
2.50 á fyrsta farrými og kr.
1.50 á öðru farrými. Getur skip-
ið flutt alt að 150 farþegum í
hverri ferð, hefir ágæta björg-
unarbáta og björgunarbelti og
hringa. Um alt skipið eru raf-
magnsljós og hitaleiðsla alls-
staðar.
I því er 150 hestafla Scandia-
vjel, fjögurra cylindra og getur
hún knúið skipið um 10 sjóm;l-
ur á klukkustund, og er það.því
ekki nema klukkustund á leið-
inni milli Akraneess og Reykja-
víkur.
Skipið hefir tekið að sjer alla
mjólkurflutninga frá Hvalfjarð-
arströnd, Skilmannahreppi, Leir
ár- og Melasveit hingað til
Reykjavíkur, og fer áætlunar-
ferðir þess vegna til Akraness,
þangað sem mjólkin er flutt,
annan hvorn dag. En búist er
við því að það fari daglegar
ferðir þegar fram í sækir.
Nýtt dilkakjðl,
Nautakjöt af ungu, og alikálfakjöt.
Gjörið svo vel að panta tímanlega.
Munið búðarlokunina kl. 4 á laugardögum.
Maíarbúðln Matardeildin
Laugaveg 42. Hafnarstræti 5.
Rjötbúðin Kjötbúð Austurbæjar
Týsgötu 1. Hverfisgötu 74.
Kjötbúð Sólvalla
Ljósvallagötu 10.
IRMA
er besti staðurinn til innkaupa fyrir húsmæðurnar og er,
eins og vant er
ODÝRUST
Athugið verðin:
Amk. hveiti pr. y2 kg. 22 aura
Dsk. hveiti — — — 19 —
Rismjöl — — — 22 —
Kartöflumjöl — — — 26 —
Haframjöl — — — 27 —
Risgrjón — — — 35
Sjerstakur kaupbætir
meðan endist, fagurlega skreytt kaffimál 5 aura.
Hafnarstræti 22.
Vörur sendar heim.
ÁFRAM.
Gefið unglingunum góða bók, sem hvetur
þá tii dáða. Áfram eftir O. S. Marden, sem Ólafur
heitinn Björnsson ritstjóri íslenskaði, er besta
unglingabókin.
Kostar í fallegu bandi kr. 3.50.
EIMSKIPAFJELAGIÐ ÍSAFOLD H.F.
E.s. „EddaM
fer væntanlega frá Barcelona um 14. þ. m. — Tekur vor-
ur til flutnings til Reykjavíkur. —
Umboðsmaður í Barcelona er:
H. ENBERG,
símnefni „Enberg BarceIona“.
Allar frekari upplýsingar gefur:
Gunnar Guðjónsson
skipamiðlari,
sími 2201.