Morgunblaðið - 17.08.1934, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
inilgrskiiuii
Magnús Guðmundsson, fyrv. dómsmálaráðherra
fól Einari Arnórssyni, Hæstarjettardómara að und-
irbúa endurskoðun rjettarfarslöggjafarinnar.
Síðastliðin vetur vann Einar að þessu verki,
meðan hann dvaldi erlendis.
Hefir hann samið uppkast að lagagrumvarpi í
20 köflum og 220 greinum, og afhent landsstjórn-
inni.
Morgunblaðið hefir beðið Einar um frásögn af
þessu stsft-fi hans og hefir hann ritað eftirfarandi
grein.
Aðdragandi og upphaf.
í Tímariti lögfræðinga og hag-
íræðinga, II. árg. (1924) bls.
116;—123, lýsti jeg nokkrum aðal-
göllunun^ á meðferð einkamála
fyrir dómstólum í lijeraði og benti
á eina af hugsanlegumleiðumtilað
bæta úr þeim. Höfuðg'allarnir voru
og eru enn þessir tveir: Hin litla
t rygging fvrir því, að hið sanna
cg r.jetta komi fram, og hinn mikli
og oftast óþarfi dráttur á málun-
nm. Og er einsætt, að þetta eru
svo miklir annmarkar, að óverj-
andi er að reyna ekki til að bæta
úr þeim. Meðan lög og dómvenjur
um meðferð einkamála, sem nú er
eftir farið, standa óbfevtt, mun
mjög erfitt verða að bæta úr þeim
ti! nokkurrar hlítar, þótt nokkuð
mætti sjálfsagt gera, ef bæði dóm-
arar og málflytjendur yrðu sam-
taka um fulla viðleitni í þá átt.
En þess hefir ekki orðið kostur
enn sem komið er.
Athug'asemdir mínar í Tímariti
lögfræðinga og hagfræðinga hafa,
að því er virðist, að litlu verið
hafðar. Svo líða allmörg ár, að lít-
ið sem ekkert er gert til endur-
bóta. Ríkisstjórnirnar hófust ekki
handa um endurskoðun rjettarfars'
löggjafarinnar, og dómarar, mála-
flutningsmenn og stjórnmálamenn
þögðu við málinu árum saman.
Eftir því, sem mjer er kuiínugt,
var ekkert gert í málinu alment
fyr en 1932. Þá mun Málflutnings-
mannafjelag íslands hafa gert á-
iyktun um að skora á stjórnina
að gangast fyrir því, að endur-
skíiðun rjettarfarslöggjafarinnar
yrði hafin. Og sú áskorun bar
þann árangur, að stjórnin lagði
það til í fjárlagafrumvarpi sínu
íyrir árið 1934, að kr. 3000.00 yrði
á því ári varið til slíkrar endur-
skoðunar. Þessi tillaga hlaut sam-
þykki Alþingis 1933, og er fjár-
veiting þessi f 16. tölulið A í 11. !
gr. fjárlaga fyrir 1934.
Síðastliðið sumar fól þáverandi
dómsmálaráðherra, Magnús Guð-
mundsson, mjer að hefja undir-
búning undir endurskoðun rjettar-
farslöggjafarinnar. Þetta er verk, |
sem annars staðar hefir tekið lang-
an tíma og fjölskipaðar nefndir |
hafa starfað að árui*i saman. Jeg j
hóf undirbúning þenna þegar síð-
astliðið haust, meðan jeg dvaldist
í Kaupmannahöfn. Og áður en jeg _
fór þaðan í marsmánuði síðast- (
liðnum liafði jeg lokið uppkasti (
að frumvarpi til laga um meðferð
einkamála í hjeraði, og uppkast
þetta afhénti jeg þáverandi dóms-
málaráðherra, þegar eftir heim-
korau mína.
Frumvarps-uppkast þetta ,er í
XX köflum og 220 greinum. At-
hugasemdir hefi jeg ekki samið
við það, sakir þess, að jeg vissi
ekki og veit ekki enn, hverjar
breytingar við það kunna að verða
gerðar. Má auðvitað við því búast,
að þær verði margar, því að ekki
er þess að vænta, að slík frum-
smíð eins manns verði lögð fyrir
Alþingi, þó að til þess kæmi, án
breytinga, sumra ef til vill venju-
legra.
Nokkur atriði uppkastsins.
Svo sem kunnugt er, þá er
það nú aðalregla, að einkamál
verði að leggja til sátta áður en
dóm megi leggja á þau að efni til,
Sáttatilraun fer oftast fram fyrir
sáttanefnd; en stundum skal dóm-
ari leita sátta. Ef sáttatilraun
þykir ekki fullnægjandi, þá skal
nú vísa máli frá dómi. Reglur um
þetta eru bráðum 140 ára gamlar.
Mjer hefir ekki þótt rjett að
leggja til, að þetta skipulag yrði
afnumið, því að reynslan hefir
sýnt, að sáttatilraunir hafa af-
sfýft málaferlum að mun. £)g' þar
við bætist nú, að aðili getur feng-
ið úrskurð sáttanefnda, á skuld^-
mál, er ekki fara fram úr kr.
500.09. Reglur gildandi laga um
sáttaumleitan sáttanefnda og dóm-
ara, þar sem það þykir hentugra,
er því lagt, til, að haldist í megin-
atriðum. Þeim málum, er dómari
skal leita sátta í, er þó fjölgað að
rniklum mun, einkum til þess að
komast hjá drætti á málum, er
sáttaumleitum sáttanefnda hlýt-
ur að valda. Því er ætlast tll, að
dómari leiti sátta í málum til
slaðfestingar kyrsetningar eða lög
banns, í gagnsökum og í málum
um rjett manna til atvinnurekstr-
ar, um firma, vörumerki o. s. frv.
Reynslan sýnir það ennfremur, að
sum mál eru þess eðlis, að sátta-
tilraun fyrir sáttanefnd hljóti að
verða árangurslaus. Ef báðir að-
iljar lýsa því vfir skriflega fyr-
ir dómara, að þeir telji mál svö
vaxið, þá skal hann leita sátta
að vísu eftir uppkasti mínu, en
þá verður málinu ekki heldur vís-
að frá, þó að það hafi ekki komið
lyrir sáttanefnd.
Hin stranga regla núfgildandi
laga um frávísun máls vegna
galla á sáttatilraun sáttanefndar
er mikils til of hörð. Þegar sæk.j-
anda máls vei'ður ekki um gallana
kent, þá virðist ekki vera rjett að
láta þá varða frávísun, og'baka
honum þar með fyrirhöfn, kostn-
að og drátt á málinu. Þegar sækj-
anda verður ekki uín g'allana
kent, er því lagt til, að hann geti
krafist þess, að dómari leiti sátta,
og málinu verður þá ekki vísað
frá, þrátt fyrir galla þá, sem á
kunna að vera frá hendi sátta-
nefndar.
1 uppkastinu á víð og dreif eru
allmörg nýmæli sem eigi er tími
ti! að fara hjer út í, svo sem um
einkarjett löglærðra málflutninga-
manna til málflutnings, það sem
og að svo miklu leyti sem það
þykir hentugt og því þykir verða
við komið. Það er og nýmæli, sem
vert þykir að nefna, að aldréi skal
vísa máli frá dómi, þó að gallar
sjeu á stefnu eða óstefnt sje, ef
stefndur eða stefndir koma allir
íyrir dóm í máli sínu. En nú geta
menn krafist frávísunar vegna
galla á stefnu, enda þótt þeir
hafi ekki verið meiri en svo, að
aðili fekk vitneskju um stað og
stund fyrsta þinghalds í málinu.
I{afa þrætugjarnir menn ósjaldan
notað heimild gildandi rjettar til
þess að heimta frávísun af þeim
ástæðum, að stefna hafi ekki ver-
ið í lagi, og tafið þar með mál
fyrir andstæðingi sínum og bak-
að honum fyrirhöfn og kostnað.
í IX. kafla eru almennar reglur
um málsmeðferð, og- verða nýmæli
þcirra aðalleg'a hjer rakin í höf-
uðdráttum. Eins og kunnugt er,
eru einkamál í hjeraði almennt
skriflega flutt. Dómarinn er venju
lega lítt kunnur málavöxtum eða
því, sem fram kemur í málum, fyr
on flutningi þeirra er lokið. Hann
á því erfitt með að gera sjer
fulla grein fyrir því, hvort mál-
flutningi er hraðað, eins og vera
skyldi, enda ráða málflytjendur
því. Dómara er og ókunnugt um
það, hvort málflytjendur hafa
flutt það fram, sem nauðsynlegt.
er og fáanlegt til skýring'ar mál-
unum. Dómarinn er svo að segja
afskiftalaus um öll þessi atriði. Að
alreglan ei' sú, að málflytjendur
skuli sjálfir gæta alls þessa. Af-
leiðingin verður í reyndinni sú, að
málin dragast oft og einatt úr
hófi fram og ‘eru þó illa upplýst.
Málflytjendurnir skrifa vörn og
sókn á víxl og endurtaka það,
sém þeir hafa áður sagt. Gagna í
málum er oft ekki leitað fyr en seint
og síðar meir, enda þótt þeirra
hafi verið kostur þegar frá upp-
hafi, Þess eru mörg dæmi, að smá-
má], sem Irika héfði mátt á nokkr-
um vikum, ef þau hefðu verið vel
og skjótlega sótt og varin, drag-
ast hátt á annað ár og sum leng-
ur. Getur dráttnr þessi valdið
aðiljum baga og tjóni.
í uppkastinu eru ýmsar tillög-
ur, sem ætlað er að ráða bót á
þessu ástandi. Þegar má fullyrða
það, að um þetta efni skifti
hæfileikar dómaranna afarmiklu
máli. Veltur það auðvitað ekki
lítið á verkhygni og aíúð þeirra,
hvernig takast meg'i að ráða bót á
göllum þeim, sem nefndir hafa
yérið .
Helstu atriðin, er varða gang
mála og ppplýsingar um mála-
vöxtu eru þessi:
a) Sækjandi máls skal þegar
eftir þingfestingu þess leggja fram
í dónji þau skjöl, er hann byggir
kröfur sínar á, svo og leg'gja fram
shriflegar kröfur sínar og skrif-
lega greinargerð um þau atvik, er
Iiann byggir þær á. Með sama
hætti ber verjanda að láta í ljós
álit sitt um kröfur og málsástæður
sækjanda, leggja fram skjöl, 'er
hann styður mál sitt við og gera
kröfur sínar. Dómara ber að sjá
um það eftir föngum, að allar
slíkar aðgerðir fari sem fyrst
fram og að yfirlýsingar allar sjeu
skýrar og ótvíræðar. Það er því
ætlast til þess, að skýrar kröfur
og skýr grundvöllur fáist undir
málsmeðferðina svo fljótt sem
kostur er á.
b) Þegar er ltröfur aðilja og
málsástæður eru komnar fram,
skal dómari kveða á um það,
hvort mál skuli flytja skriflega
eða munnlega, en breytt getur
hann þó síðar þeirri ákvörðun eft-
ir að gagna hefir vei’ið aflað, ef
honum þykir heppileg't. Ef dómara
virðist, málið einfalt og óbrotið,
skal hann ákveða skriflegan flutn-
ing þess. Sem dærni mætti nefna
víxilmál, einföld skuldamál pnn-
ur, þar sem ein aðalkrafa er í máli
og bygð á einu ákveðnu málsatviki,
o. s. frv. Ennfremur ákveður dóm-
,ari munnlegan málfhxtning, ef
löggiltir málflutningsmenn flytja
mál af beggja hendi eða ef aðilj-
ar koma sjér saman um munn-
legan málflutning. Þó ákveður
dómari jafnan skriflegan flutning'
máls, ef telja má hættu á því, að
það skýrist ekki nægilega með
munn 1 egum málflutningi.
Eins og sjá má, er hugsunin sú,
að koma munnlégum málflutningi
á sem aðalreglu, líkt og nú ér við
hæstarjetf. En það þykir var-
hugavert að ákveða, þá aðalreglu
þegar í stað, með ■]>ví að margir
þeir málflutningsmenn, sem í
bjeraði flytja mál, eru munnlég-
um málflutningi óvanir, og dóm-
arar í hjeraði þurfa líka tíma til
að venjast honum. Það mun reyn-
ast svo hjer, að þegar menn taka
að venjast munnlegum flxxtningi
mála, þá munu þeir kunna honum
vel, bæði dómendur og xnálflytj-
endur. Svo liefir það reynst við
hæstarjett, ,enda þótt þáverandi
reyndustu dómendur landsins, dóm
arar landsyfirrjettarins, væru
hræddir við munnlegan _ mál-
flutning árið 1919, þegar hæsta-
rjettarlögin voru sett.
c) Eftir núverandi skipulagi á
meðferð einkamála á Ýijeraðsdóm-
ari þess alment ekki kost að yfir-
heyra aðilja, máls. Málflytjend-
urnir, sem venjulega eru aði'ir en
aðiljar, leggja fram hvert sóknar-
og varnarskjalið á fætnr öðru.
Dómara er enginn kostur veittur
á því, að sannprófá, hvað er sat.t
og hváð er ekki satt af því, sem
fram ér fært af hendi aðilja. Eft-
ix uppkastinu er dónxara fj'rst og
fremst skylt að taka við skýrslu
aðilja sjálfs fyrir dómi, er slíka
skýrslu óskar að gefa, nema hxin
sje sýnilega þarflaus eða þýðing-
arlaus. Einnig getur aðili krafist
þess, að andstæðingur hans sje
krafinn skýrslu fyrir dómi xim
ínálavöxtu. Með þessari tilhögxxn
þykir nxega vænta þess hjer á
landi, sem annar staðar, að auð-
veldara verði að upplýsa málsat-
vik en það er eftir núverandi til-
högun og að málsineðferðin taki
stórum skenxri tíma. Það er reynsla
íyrir því, að aðiljar kynoka sjer
fremur við að segja ósatt um rnáls-
atvik augliti til auglitis við dóm-
ara fyrir rjetti en fyrir xnálflutn-
ingsmanni sínum. Og svo verður
auðveldara^. að leiðrjetta margan
misskilning með þessum hætti en
nú er. Annars staðar reynist það
einatt svo, að skýrslur aðilja fyr-
ir dómi stytta málflutninginn að
\
nxjög verulégum mun, og einatt
ier svo eftir að aðili hefir gefið
skýrslu, að dómari sættir aðilja,
enda getur dómari eftir uppkast-
inu leitað sátta á hvaða stigi máls-
meðferðar sem er. Og' stundum fell
ur mál alveg niður eftir að aðili
liefir gefið skýrslu, af því að auð-
sjeð er, að vonlaust er að halda
því áfram.
d) Eins og áður var sagt, draga
menn það nú mjög að afla sönn-
unargagna, svo sem vitnaskýrslna
og skjala, um þau málsatvik, sein
aðiljar eru ekki sammála um. Þeir
skrifa fyrst sókn og vörn hvað
eftir annað, oft og einatt mjög iit
: bláinn, svo að mikill eða meiri
hluti þessara skrifa verður alls-
kostar ónýtt, af því að síðar koma
nýjar upplýsingar um atvik þau,
er þeir bygg'ja mál sitt á. Mál-
fiytjendiir fá frest á frest ofan til
að skrifa sókn og vörn og til að
afla sönnunargagna. Eftir frum-
varpinu ér liugsað að ráða bót á
þessu með því, að dómari ákveði
aðiljum fyrst frest til að afla
gagna um málsatvik, sem ekki er
samkomulag um, og eftir að hann
liefir samkvæmt áðursögðu stað-
reynt, hverjar kröfur eru gerðar
og um hxmða málsatvik er ósam-
komulag'. Þeg'ar svo þeirra gagna
hefir verið aflað, sem fáanleg má
telja, hefst málflutningurinn. Ef
hann er skriflegur, er ætlast til
þess ,að livor um sig geti lagt
tvisvar fram sókn og vörn, eins
og nú er í hæstai’jetti, þegar mál
ex'u þar skriflega flutt og báðir
aðiljar sækja dómþing. Þegar yf-
irlýsing'ar aðilja og önnur gögn
liggja fyrir, mun ekki þörf á
því, að aðiljar skiftist oftar á sókn
og vörn. Fleiri sóknar- eða varn-
arskjöl mundu að eins lxafa að
geyma exiclurtekningar á því, sem
áður hefir verið .sagt. Verk dóm-
arans, er hann skal leggja dóxn á
málið, verður stórum auðveldara
xr.eð þessari tilhögun en þeii’ri,
sem nxx er höfð. Einn höfuðerfið-
leiki dómara er nú að tína, það úr
sóknar og vai’nai’skjölum málflytj-
enda, er að hans áliti skiftir máli
um atvik máls og dómsniðurstöðu.
En eftir nýja skipulaginu liggja
gögnin fyrir áður en málflutningur
hefst ,og á liann því að geta orð-
ið bæði styttri og glöggvari en nú
er. Það verk, sem lagt er á herðar
dómaranum um sjálfa málsmeð-
fei’ðina fram yfir það, sem nxx er,
en það ætti því að vinna sig upp
xneð því, að minna verk verður að
semja dóminn, minna að ganga í
g'egnum af skjölnm og greinilegri
málflutningur.
Þegar munnlegur málflutningur
er hafður, skal og fyrst afla sönn-
unargagna nxeð sama hætti sexn
áður segir, þar á méðal ský*slna
aðilja, ef því er að skifta. Að því
loknu ákveður dómari stað og
stund til málflutningsins. Má
tvisvar tala af liendi hvors að-
ilja, eins og nú er fyrir hæsta-
’rjetti.
e) I sambandi við málsmeðfei’ð
einkamála í hjeraði eru þau ný-
ixiæli,, að frávísunardóma skal
kveða xxpp, eftir því sem hægt er,
áður en farið er út í efni máls-
ins, hvort sexn frávísa skal máli
eftir eða án kröfu varnaraðilja. Er
þetta éinnig' til hægðarauka. Úr-
skurði, sem kveðnir verða upp um
meðferð máls, t. d. úrskurði um
frest, um vitnaskyldu o. s. frv., má
venjulega skjóta þegar til æðra