Morgunblaðið - 17.08.1934, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.08.1934, Qupperneq 6
6 MORGbNBLAÐlÐ Paul v. Hindenburg. Ör Iífi Hindenburgs. Til vinstri: Hindenburg í herbúðun um í Spa 1918, sýnir Vilhjálmi keisara hernaðaruppdrátt. í miðjunni: Hindenburg sem liðsforingi í ófriðnum milli Frakka og Þjóðverja. 1871. Til hægri. Hindenburg heilsar Hitler kanslará. Tannenberg-minnismerkiS, þar sem útför Hindenburgs fór fram. ViS dánarbeS Hindenburgs hjeldu liðsforingjar prússneskir heiðursvörð. Paul von Hindenburg, hinn ný- ^ Þannig litu Þjóðverjar á hann, látni forseti, mun ávalt vera skoð- j er hann í hallargarðinum í Spa í aður sem eitt af mikilmennum Belgíu, gekk fyrir Vilhjálm keis- þjóðar sinnar. — Hversvegna, j ara og sagði við hann eins og var, spyrja mennfFyrst og fremstjað Þjóðverjar hefðu beðið algerð- vegna þess að hanu átti í svo rík-1 an ósigur, en hann, Hindenburg um mæli bin próssnesku sjerkeuni, I skyidi taka það að sjer að stjórna skyldurækni/ staðfestu, ’Ögliiýoni ! heimferð hersveitanna. og föðurlandsást- 1 Þetta var í nóvember 1918. Þá mun Vilhjálmur keisari helst hafa óskað þess, að Hindenburg hlypi írá öllu sanman, og.legði á flótta með sjer til Holiands. En það var ekki eftir Hindenburgs skapferli. Hann horfði kaldur og staðfastur í augu við veruleikann. Þjóðverjar voru gersigraðir. Einhver mesta þrekraun hans var að koma leifum hersveitanna heim. í sigrinum var Hindenburg hið ósveigjanlega prússneska karl- menni. En mestan manndóm sýndi hann í ósigrinum, manndóm er gaf honum það álit, að hann var kos- inn forseti Þýskalands 1925. Skyldurækni og starfselska voru aðal þættir í fari hans. Æfi hans á ófriðarárunum var óslitin röð stórviðburða, þar sem hver ein- stakur gæfi tilefni í langt mál. Mesta eftirtekt og umtal vakti samband hans og samstarf við Ludendorff. Ludendorff bar altaf kala til Hindenburgs, af því að Hinden- burg var af aðalsættum, en Luden- dorff sjálfur af lægri stigum. Vafalaust var nokkur rígur milli þessara tveggja hershöfð- ingja. Og vafalaust hefir rígur þessi haft einhver áhrif á her- stjórn þeirra. Aður en lauk varð úr þeim kala fullur f jandskapur. Er Ludendorff hafði tekið þátt í uppreisnartil- j aun Ilitlers í Múnchen 1923, fjell Ludendorff alveg í gleymsku. Svo mismunandi urðu forlög þess- ara tveggja starfsbræðra. Annar gleymdur, áhrifalaus, lítilsvirtur, Iunn íorseti, hyltur. Þegar Hindenburg var kosinn forseti Þýskalands 1925, urðu Bandamenn, er átt hefðu í ófriði við Þjóðverja skelkaðir við,- svo nærri lá að þeir sendu her inn yfir Þýskaland. En vestanmeg'in Bínar, :.óku menn þó þann kost að bíða átekta; og merkilega mikið breyttist álit nágrannaþjóðanna á hinum aldna forseta. , Aður hafði enginn þýskur mað- ur verið jafn mikið hataður í Frakkþandi, Belgíu, ítalíu og^Rúss landi, eins og' Hindenburg. En er Iiann var orðinn forseti gat ekki hjá því farið að þjóðir þessar kæmu auga á skyldurækni hans, löghlýðni og stálféstu og yrðu að meta þá eiginleika hans að verð- leikum. Þó ellin færðist yfir hann, svo hann varð lotinn í herðum, grá- hærður og þungur til gangs, var yfir honum sami svipur mikil- mennisins, er Þjóðverjar höfðu litið upp til á dögum sigranna, sem á dögum ósig'rd og niðurlæg- ingar, er hann hafði framar öll- um öðrum áhrifavald og mátt til að sameina þýsku þjóðina. Á þann hátt gerði hann þjóð sinni mest gagn. - Og Bandamenn, Frakkar og aðrir sættu sig smátt og smátt við það þó þeir þyrftu að ganga til §amninga, við þennan fyrver- andi erkióvin sinn. Það greri aldrei um heilt milli keisarans og' Hindenburgs síðan í Spa 1918, er Hindenburg var ber- orður við keisara, og Vilhjálmur hinn lítt hugprúði flýði yfir til Hollands. Þjóðverjar hafa ef til vill gleymt, að keisarinn lagði á flótta, þegar mest á reið. En þeir gleyma því aldrei, að Hindenburg stóð þá í stöðu sinni, sem hin mesta hetja. Og enn stóð hann sem hetja, alt fram á grafarbakkann, hvaða hörmungar sem á dundu í Þýska- landi. Menn geta sjer þess til, að við- burðirnir 30. júní hafi fengið mikið á hann, enda þótt hann, sem hershöfðingi hvað eftir ann-,. að hafi orðið méð einni bendingU að senda þúsundir manna í opinn dauðann. Síðustu mánuðina sem hann lifði gat hann naumast gengið. Það olli honum sýnilega hinna mestu erfið- leika þó ekki væri annað en að stíga út úr bíl og leggja blóm- sveig á gröf hins þýska hcrmanns við „Unter den Linden“ í Berlín. En í sársauka sýndi þessi hetja undraverðan þrótt. í framtíðinni stendur Paul vl Hindenburg, sem merkisberi þjóð- ar sinnar, merkisberi þeirrar kyn- slóðar, se mlifað hefir hinar hræði legustu hörmungar, en treystir þó- á bjarta framtíð sína. Bismarck var kallaður „járn- kanslarinn". Hann átti það héití á pappírnum. Hindenburg var, hinn sanni kanslari jáms og stáls. Þannig minnast Þjóðverjar þessa forystumanns. , (Lausl. þýtt). Matvæli nr trjávið. Athygli þýskra og enskra vís- indamanna beinist nú að lítilli verksmiðju, sem nýlega liefir ver- ið sett á stofn með aðstoð þýsku stjórnarninar í Mannheim-Rhenen í Þýskalandi. 1 verksmiðju þessari er nú bverju vagnhlassinu af öðru breytt með sjerstakri sýrublöndu meðferð í sykurkvoðu (Glucose). En eins og menn vita, er Glucose undir. staða allra fæðutegunda. Því má breyta í ölfroðu, ger, ýmiskonar matvörur, hreinsaðan vínanda, viðarkvoðu, glycerin og ótal aðr- ar vörutegundir. Maðurinn, sem aðalleg'a hefir fundið þetta upp er þýskur nátt- íirufræðingur, sem heitir Dr. Frie- drich Bergius. Hefir hann í sam- fleytt 15 ár unnið að þessari upp- götvun, en honum til aðstoðar í síðustu 10 árin hefir verið enski prófessorinn Dr. W. R. Ormandjr frá Wigan, Lancashire, og munu ýms ensk verslunarhús hafa hjálp- að þeim fjelögum með fje til til- rauna þessara. Yerksmiðja þessi getur nú þeg- ar framleitt á ári um 6.000 smá- lestir af efni þessu. Það er fullyrt af efnafræðingum a? 2 matskeiðar af kvoðu þessari sje jafngildar fæðu venjulegrar máltíðar. Hugmynd Dr. Bergius að upp- g'ötvun þessari varð til á hinum erfiðu stríðsárum, þegar þjóðirnar og þá sjerstaklega Þjóðverjar urðu að taka á öllu sínu til þess að verjast hungurdauða. Nú er með þessari uppgötvun þessi hætta ekki lengur til, enda segir Hitler nú, að þýskir vísindamenn munu rneð þýskum vörum gera Þýska- land að sjálfstæðri og óháðri þjóð- (Sunday Express). Æskulýðssamkoma verður hald- ín í K. F. U. M. í kvöld kl. 8i/2- Kæðumenn: síra Fr. Friðrikssojs. og' Jóhann Hannesson, kristni- boðsstúdent, Ræðuefni: Kristur,. Æskan, Kristniboðið. Sjerstaklega alt ungt fólk velkomið, annars allir meðan húsrúm leyfir. Garden-party verður haldið í Hressingarskálanum í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.