Morgunblaðið - 28.09.1934, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rttstjórar: J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Rttstjðrn og afgreiSsla:
Austurstrætl 8. — Slml 1600.
Auglýstngastjórt: E. Hafberg.
Auglýslngaskrifstof a:
Austurstræti 17. — Slmi 8700.
Helmaslmar:
J6n KJartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánutii.
Utanlands kr. 2.50 á mánubi
1 lausasölu 10 aura eintakitS.
20 aura meti Eesbök.
i Lýðræði
ranðliða.
í stjórnarskrám allra lýð-
frjálsra landa eru ákvæði, sem
miða að því að vernda skoðana-
og athafnafrelsi embættismanna
gagnvart ríkjandi stjórnum.
I>etta ákvæði þótti sjálfsagt
að stjórnarskrárnar geymdu,
því á einveldistímunum var það
svo, að embættismenn urðu að
sitja og standa eins og einvalds-
herrarnir vildu vera láta og þeir
máttu enga aðra skoðun hafa,
en yfirboðarar þeirra.
I stjórnarskrá vorri er einnig
ákvæði, sem miðar að þessu
sama. í 43. gr. segir m. a. svo:
„Embættismenrí þeir, sem
kosnir verða til Alþingis, þurfa
ekki leyfi stjórnarinnar til þess
að þiggja kosninguna, en skyld-
ir eru þeir til, án kostnaðar fyr-
ir ríkissjóð, að annast um, að
embættisstörfum þeirra verði
gegnt á þann hátt, sem stjórnin
telur nægja‘‘.
Á þetta stjórnarskrárákvæði
er vert að minna nú, í sam-
bandi við þau tíðindi sem gerst
hafa vestur á Isafirði.
Jón A. Jónsson er kjörinn
þingmaður Norður-ísafjarðar-
sýslu. En hann er bæjarstjóri
á ísafirði, þar sem rauðu flokk-
arnir hafa þó meiri hluta; hann
komst í þá stöðu á hlutkesti.
Nú er að því komið, að Al-
þingi komi saman. J. A. J. fór
því fram á það við bæjar3tjórn
fsafjarðar, að hún leyfði full-
trúa hans að gegna störfum
bæjarstjóra um þingtímann og
á ábyrgð J. A. J.
En rauðliðar í bæjarstjórn
neituðu þessu.
Fór þá J. A. J. fram á, að
bæjarstjórn benti á einhvern
þann mann, er hún gæti fallist
á til starfans.
Þessu neituðu einnig rauðlið-
ar í bæjarstjórn ísafjarðar!
Var því einn kostur fyrir J.
A. J. að segja lausri bæjar-
stjórastöðunni, því að öðrum
kosti var honum gert ókleift að
sitja á þingi.
- Er. hvað skeðurþá? Nú höfðu
rauðliðar ekkert við það að at-
huga, að sá maður yrði settur
bæjarstjóri, sem J. A. J. hafði
stungið upp á!
Þessi atburður er svo fáheyrð
ur að furðu gegnir, að ríkis-
stjórnin skuli ekki grípa í taum
ana.
Eða er ætlun rauðliða sú, að
innleiða, þá reglu, að gera em-
bættismönnum í andstæðinga-
flokki ókleift að sitja á þingi?
Það væri eftir öðru framferði
þeirra.
Rauði ranosðknarrietturinn
Leikvaogur RevXiaufkur.
á að fá vald til þess að „heimta skýrslur
munnlegar eða brjeflegar, bði af embætt-
ismönnum og einstökum mönnum, stjórn-
endum fjelaga og stofnana, um þau at-
riði, sem hún telur þörf á í starfi sínu.
Fyrir þingið verðu rlagt stjórnarfrum-
varp um þetta rannsóknarvald.
. v- . -gr,---------------------—------------------
Meðal þeirra stjórnarfrumvarpa,
sem lögð verða fyrir Alþingi,
ber eitt eftirfarandi heiti: „Frum-
varp til laga um heimild handa
skipulagsnefnd atvinnumála til
þess að krefjast skýrslna o. fl.“.
í 1. gr. frv. segir:
„Nefnd sú, sem ríkisstjómin
skipaði 29. ágúst 1934, til þess að
rannsaka fjármál ríkis og þjóðar
og hverskonar atvinnurekstur í
landinu, og til þess að gera tillög-
ur um hagskipulag þjóðarbúsins
o. fl., sljal hafa heimild til þess
að heimta skýrslur munnlegar eða
brjeflegar, bæði af embættismönn-
um og einstökum mönnum, stjóm-
eridum fjelaga ög stofnana, um
þau atriði, sem hún telur þörf á
í starfi sínu“.
Nefnd sú, sem hjer um ræðir er
skipulagsnefndin svonefnda. Henni
er m. a. ætlað það verkefni, að
gera tillögur um „nýtt skipulag“
á grundvelli þjóðnýtingar sósíal-
ismans. Þetta heitir nú „hagskipu-
íág' þ jóðarbúsins“!!
í nefndinni eiga sem kunnugt
er sæti 5 menn, þrír hreinræktaðir
og tveir grímuklæddir sósíalistar.
Formaður nefndarinnar er Hjeð-
inn Valdimarsson og með honum
Lindsay
leiðangudnn
kominn til Patreksf jarðar.
Patreksfirði, 27. sept. FÚ.
Hingað til Patreksfjarðar
kom í gær línuveiðaskipið Jac-
inth frá Aberdeen, til þess að
fá sjer vistir. — Með skipinu
voru 3 Englendingar, leiðang-
ursmenn frá Grænlandi sem
teknir voru í Angmagsalik, þeir
Lindsay, Godfray og Croft.
Lindsay, sem var fararstjóri, og
Godfrey, höfðu tekið sjer far
með Gertrud Rask frá Kaup-
mannahöfn, en Croft, sem hafði
verið í Jakobshavn síðastliðinn
vetur, slóst þar í förina. —
Lagt var upp frá Jakobshavn
við Diskoflóa 17. .ýíní síðastlið-
inn á þremur hundasleðum, og
haldið þvert yfir Grænlandsjök-
ul á 70. breiddarstigi, og komið
niður að austanverðu fyrir
botni Scoresbysunds. Þaðan
hjelt Ieiðangurinn til suðurs, alt
af uppi á jöklinum, alla leið til
Angmagsalik. Þangað kom hann
5. þ. m. eftir að hafa farið 1150
mílur á jöklinum.
Leiðangursmenn kortlögðu
fjöllin milli Scoresbysunds og
Angmagsalik.
Þeir fengu verstu veður á
ferðalaginu en alt gekk þó slysa
laust.
éru í nefndinni: Jónas' Jónsson
frá Hriflu, Emil Jónsson bæjarstj.
Hafnarfirði, Steingrímur Stcin-
þórsson Hólum og Asgeir G.
Stefánsson Hafnarfirði. ,
Þessi rherrar skipa Rauða rann-
sóknarrjettinn, sem settur er til
höfuðs einstaklingsframtaki og
einstaklingsrekstri.
Þessir herrar eiga að fá vald til
þess,. að heimta skýrslur munn-
legar eða brjeflegar af einstökum
mönnum, stjórnendum fjelaga og
stofnana, um öll þau atriði, gem
þeim þóknast.
í 3- gr. frv. segir, að sá sem
vanrækir eða þrjóskast við að
gefa Rauða rannsóknarrjettin-
um umbeðnar skýrslur, skuli
sæta 10 til 100 kr. dagsektum, uns
fullnægt er valdboði „rjettarins“.
Og ef nokkur dirfist að gefa
Rauða rannsóknarrjettinum ranga
skýrslu, varðar það sektum eða
fangelsi!
1 2. gr. frv. ér næsta hlálegt
ákvæði. Þar segir, að „meðlimum“
nefndarinnar og' „starfsmönnum“
hennar sje bannað, að „viðlagðri
ábyrgð eftir ákyæðum almennra
hegningarlaga um embættis-, og
sýslunarmenn“, að skýra „óvið-
komandi mönnum“ frá því, sem
þeir verða áskynja! Þess er ekki
getiðj hverjir hinir „viðkomandi“
menn eru, sem nefndarmenn og
starfsmenn mega lepja í. Auðvitað
heyra þar undir ráðherrarnir og
þeir mega svo vafalaust koma boð-
skapnum til stjórnarblaðanna-
Eða dettur nokkrum manni í
hug, að Jónas frá Hriflu eða
Hermann Jónasson, svo nefnd sjeu
að eins tvö nöfn hinna heiðarleg-
ustu(!) • stjórnmálamanna í flokki
Tímasósíalista, fari að þeg'ja yfir
því, sem þeir verða „áskynja“ í
sambandi við yfirheyrslur Rauða
rannsóknarrjettarins ?
Stjórnarskrárbrot.
Alþingi kemur saman innan
fárra daga og fæst þá úr því
skorið, hvort það lætur Rauða
rannsóknarrjettinum í t.je hið um-
beðna vald.
Ótrúlegt þykir, að Alþingi fáist
til að leyfa nokkuð slíkt, því þaxS
yrði alveg tvímælalaust stjórnar-
skrárbrot.
1 stjórnarskránni er til ein
grein, sem leyfir undir sjerstokum
kringumstæðum að skipa nefndir
með rannsóknarvaldi. Er það 34.
gr. stjórnarskrárinnar, sem fjallar
urn þetta- Hún er svohljóðandi:
„Hvor þingdeild getur skipað
nefndir innandeildarþingmönnum,
til að rannsaka mikilvæg mál, erá
menning varðar. Þingdeildin getur
veitt nefndum þessum rjett til að
heimta skýrslur, munnlegar og
brjeflegar, bæði af embættismönn-
Hcntngasfi sfaðurinn
fundinn.
Mesta framtíðarmál fyrir
æskulýð bæjarins.
Sameiginlegt áhugamál allra
íþróttamanna bæjarins, og íþrótta-
vina, er það, að upp komist sem
fullkomnastur leikvangur fyrir
allar íþróttaiðkanir. Hafa mis-
munandi staðir verið tilnefndir,
fyrir framtíðar leikvang. Nú hefir
Jón Þorláksson bent á hentug-
asta staðinn, sem er fyrir sunnan
skemtigarðinn við Tjörnina.
Viðtal við borgarstjóra.
Er blaðið hitti Jón Þorláksson
borgarstjóra í gær, og spurði hann
um Leikvangsmálið, sagði hann
m. a.:
— Jeg hefi komist; að þeirri
niðurstöðu, að íþróttasvæði bæjar-
ins eiga að vera á svæðinu sunnan
Hringbrautar, sunnan við skemti-
garðinn við Tjörnina, norðan
Njarðargötu, og austan við fyrir-
hugaða Háskólalóð-
Yestan við íþróttasvæðið verð-
ur lögð gata, sem á að vera aðal
samgönguæð milli Skerjafjarðar
og miðbæjarins. Yerður sú gata
lögð svo austarlega, að hún sje
á takmörkum þess svæðis að aust-
an, sem hægt er að nota fyrir
byggingarlóðir.. En austan við þá
götu, er landið svo lágt, að ekki
verður hægt að leggja um það
holræsi, er frárensli fái til sjávar.
Svæði þetta er alveg miðsvæðis
í bænum, nokkurnveginn jafn-
langt þangað úr öllum lielstu
bæjarlilútum.
Og svæðið er svo víðlent, að þar
verður nægilegt rúm fyrir íþrótta-
velli, æfingavelli og' alt sem þar
þarf með.
Fyrst er að ræsa landið fram
fullkomlega. Er hægt að byrja á
því fljótlega.
Og svo er það íþróttamannanna,
að segja til um það, hvernig fyrir-
komulag þeir óska sjer að hafa á
hinu fyrirhugaða íþróttasvæði-
um og einstökum mönnum“.
Eins og sjest af þessari grein,
er mikill munur á þeim nefndum,
sem stjórnarskráin. léyfir að fái
rannsóknarvald og nefnd þeirri,
sem stjórnin hefir skipað.
í stjórnarskrárgreininni segir,
að slíkar nefndir skuli skipaðar
„innandeildarþingmönnum“, og
ætlast stjórnarskráin til, að „mál-
ið“, sem rannsaka á, sje fast-
ákveðið, en ekki eitthvað óákveðið
út í loftið.
Rauði rannsóknarrjetturinn er
hinsvegar skipaður sumpart þing-
mönnum og sumpart mönnum utan
þings. Rannsóknarsvið hans er
alveg óákveðið; hann má rann-
saka alt sem honum dettur í hug!
Slíka rannsókn er óheimilt að
fyrirskipa, nema geg'n glæpamönn-
upi, eða mönnum, sem grunur
leikur á að framið hafi glæp.
Af þessu er ljóst, að Alþingi
myndi fremja stórkostlegt stjórn-
arskrárbrot, ef það samþykti að
veita Rauða rannsóknarrjettinum
hið umbeðna vald. Vonandi þarf
ekki að gera ráð fyrir, að Alþingi
ljái sig til þessa.
Að lokum sagði borgarstjóri,
að hann hugsaði sjer, að flug-
vellir yrði í Vatnsmýrinni suður
af íþróttasvæðinu- En ef til þess
kæmi, að hjer yrði réist járn-
brautarstöð, þá teldi hann hæfi-
legan stað fvrir hana á hryggnum
sunnan við mýrina, norðvestur af
Öskjulilíðinni.
Yiðta! við forseta í. S. í.
Benedikt Waage.
Blaðið lagði það fyrir forseta
íþróttasambands íslands í gær
hvernig honum litist á staðinn
fyrir Leikvang Reykjavíkur.
Hann komst svo að orði:
— Jeg hefi lengi haft auga-
stað einmitt á þessum stað fyrir
íþrótatsvæði.
Er staðurinn m. a. vel valinn
vegna þess hve hann er mið-
svæðis í bænum. Og þarna verð-
ur- tiltölulega auðvelt að hafa
grasigróna velli, en það tel jeg
alveg bráðnauðsynlegt.
Þarna verður hægt að hafa
íþróttasvæði fyrir alla skóla
bæjarins.
Skólafólk getur iðkað þar
íþróttir að afloknum kenslu-
stundum. En síðar geta komist
þar að þeir menn, sem eru
bundnir við atvinnu sína fram
undir kvöld.
Ryklaus völlur.
Með því að hafa grasvelli,
verður íþróttasvæðið ryklaust.
Er það mjög þýðingarmikið bæri
fyrir íþróttamenn og áhorfend-
ur. —
Þarna þarf að vera fullkom-
inn knattspyrnuvöllur, þar sem
landsmót og milliríkjakepni
geta farið fram.
Þarna þurfa menn að geta
iðkað allskonar knattleika,
tennis, hockey o. fl.
Völlur þarf að vera fyrir
allar einmenningsíþróttir, — en
hlaupabraut umhverfis hann,
sem yrði a. m. k. 400 metrar á
lengd.
Áhorfendapallar yrðu þannig
útbúnir, að undir þeim yrðu
búningsklefar fyrir íþrótta-
menn, böð og ræstingarklefar.
Áhorfendasvæðin þurfa að
vera vistleg, með sæmilega góð-
um sætum og pallstæðum alt í
kring.
Undirbúningur undir
Olympsleika.
Mjög væri það æskilegt, að
hægt væri að ræsa landið fram
sem fyrst, svo íþróttamenn gætu
fengið not af því næsta sumar
fyrir æfingar sínar. Því ef við
eigum að senda menn á Olymps
leikana í Berlín 1936, verða þeir
sem þangað fara að geta æft sig
á góðri hlaupabraut og knatt-
spyrnumenn á grasigrónum leik
velli. Samþyktu íþróttamenn í
vetur áskorun til bæjarstjórnar
um þetta.
Jeg er í engum efa um, að
hjer er um að ræða eitt hið
mesta framtíðarmál fyrir æsku-
lýð Reykjavíkurbæjar.