Morgunblaðið - 28.09.1934, Síða 4

Morgunblaðið - 28.09.1934, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ a 4 K Asgeir Signrð§son sjölugnr Fyrir 40 árum fluttist Ásgeir Sigurðsson konsúll hingað til Reykjavíkur, þ(i um þrítugt. I dag á þessi merkismaður sjötugsafmæli. I fjörutíu ár hefir hann stjórnað einu því mesta verslun- arfyrirtæki á landinu, Edinborg, er hann stofnaði 1895, ásamt Skotunum tveim Copland og Berrie. En nokkru fyrir ófrið varð Ásgeir einn eigandi þessa mikla verslunarfyrirtækis. Alt fram til þessa tíma hefir hann haft alla stjórnartauma Edinborgar í sinni hendi. Með sömu varkárni og fyrirhyggju hefi^ sú stjórn hans verið alt frá upphafi. Sem forgöngumaður íslenskr- ar verslunar utan lands og inn- an verður hans lengi minst. Sem hins varfærna, sann- gjarna og diplomatíska ræðis- manns Breta hjer á lanai verð- ur hans ekki síður minst. En minnisstæðastur verður hann þeim, er haft hafa per- sónuleg kynni af rjettsýni hans, drenglyndi og höfðingsskap. Sá er þetta ritar heimsótti Ásgeir Sigurðsson hjer á dög- unum á hinu vistlega heimili hans í Suðurgötu. Þó aldur sje tekinn að færast yfir hann er fyrirmannsbragur- inn og hin höfðinglega fram- koma hin sama, er einkent hef- ir manninn alla tíð. Á borðinu fyrir framan hann voru tvær þykkar bækur, úr- klippubækur; þar sem hann hef- ir safnað blaðaúrklippum, mynd um og ýmsum skjölum er snerta æfi hans og starf. Þar eru t. d. einkunnablöð frá barnaskóla þeim 1 Edinborg, þar sem hann fjekk sína fyrstu kenslu. Því 10 ára fór hann af ísafirði til frænda síns Jóns A. Hjaltalín, er þá var bókavörð- ur í Edinborg. Þarna eru stílar frá þessum skólaárum, með sviphreínni skrift, sem er svo sjerkennilega samsvarandi manninum sjálf- um, skaplyndi hans og æfiferli. Og síðar koma ýmsar minn- ingar. Frá Möðruvöllum í Hörg- árdal, þar sem hann var skóla- sveinn tvö fyrstu ár skólans, undir handleiðslu Hjaltalíns. Það var ísavorið 1882 er hann útskrifaðist þaðan. Þá tók hann að sjer verslunarstörf við Gránufjelagsverslun á Oddeyri, er J. V. Havsteen veitti for- stöðu. Þar gekkst hann fyrir stofnun Goodtemplarareglunn, ar, gaf út Bindindistíðindi — og ,,Jón rauða“, svo útgáfu- starfsemin sje nefnd. En ,,Jón rauði“ er einn allra íslenskra blaða prentaður á rauðan papp- ír. Og sagði Ásgeir svo frá, hvernig sú útgáfa kom til. í' Gránuf jelagsverslun var pappír, sem lengi hafði þar leg- ið, rauður að lit, of góður fyrir umbúðapappír, en seldist ekki. Og þegar gerð var vörutalning eitt sinn kom Ásgeir að máli við húsbónda sinn og bað hann að selja sjer pappírinn til að prenta á hann blað. Þegar komin voru þrjú tölu- blöð var pappírinn búinn og út- gáfunni hætt. En hjer komu fram í smáum stíl tvö einkenni Ásgeirs, hugkvæmni og nýtni á öll verðmæti. Frá Oddeyri fór Ásgeir á vegum Tryggva Gunnarssonar til Hafnar. En þar festi hann ekki yndi. Hann vildi hið breska andrúmsloft. Fór til Leith og vann hjá Steenberg ræðismanni þar. En Steenberg hafði nokkur viðskifti við ísland. Þau jukust, meðan Ásgeir var þar. En árið 1894 kom Ásgeir Sig- urðsson hingað til Reykjavíkur og stofnaði Edinborg ári síðar, er fyr segir. Starfssaga Ásgeirs Sigurðs- sonar síðan hann stofnaði Edin- borgarverslun er bæjarbúum kunn. Því hefir áður verir lýst hjer í blaðinu hvernig sú versl- un óx og tók hamskiftum lyer í bænum, hvernig stakkur henn- ar fór eftir vexti bæjarins, þar sem hún byrjaði í gömlu risháu húsi, með veggjum er voru rúm- lega mannhæð. Síðan timbur- húsið Edinborg er brann, og síð- ast hið reisulega steinhús í Hafn arstræti. En lífið og sálin í öllu því fyrirtæki hefir Ásgeir verið, for- göngumaður í verslun utan lands og innan, í utanlands- verslun, þar sem hann byrjaði saltfisksendingar beint til Mið- jarðarhafslanda, og má nærri geta hve verslun sú hefir verið erfið frá símalausu landi. En í annari utanlandsverslun hefir Ásgeir fært okkur nær aðalleiðum heimsverslunarinnar með því jafnan að beina við- skiftunum til Bretlands. Svo enn sje vikið að blaða- bókunum, er geyma myndir úr lífi hans. Þar er sægur af ensk- um blaðagreinum. Við komum að greinunum um togaramálin. — Þau hafa víst stundum verið erfið? — Já, það hafa oft verið Ieið- inleg mál, segir Ásgeir. Hann vill ekki fjölyrða um þau. En margra atburða hefir hann að minnast, er hann hefir staðið sem fulltrúi enskra skipstjóra, með skýlausan skilning á ís- lenskum hagsmunum og rjetti. Mest verk vann hann þó sem ræðismaður á ófriðarárunum. Árum saman annaðist hann kauþ á íslenskum afurðum. Um hendur hans runnu miljónir inn í landið. Alt var í reglu. Hvergi skeikaði. Öllu stjórnaði hann með óskeikulli lipurð og stjóm- semi. Fyrir það verk f jekk hann traust sem aldrei bilar, það álit, sem ekki gleymist. Alla tíð hefir Ás^eir Sigurðs- son verið sönn fyrirmynd í versl unarstjett fyrir sakir ráðdeildar, varkárni og drengskapar í öll- um viðskiftum. Slíkir öndvegismenn eiga skil- ið margfaldar þakkir fyrir Iangt og heillaríkt starf. Kirkiuliliömleikar. Kirkjunefnd kvenna dóm- kirkjusafnaðarins hefir miklu komið til leiðar þau fáu ár, sem liðin eru síðan hún tók til starfa. Þess sjást ótvíræð merki bæði inni í kirkjunni og líka fyrir utan ; blómagarðurinn fyr- ir sunnan kirkjuna er bæjar- prýði,- sem hefir vakið fögnuð þeirra, er fram hjá honum ganga. Allmiklu fje hefir nefndin þurft að verja til þess, sem hún hefir unnið og látið vinna, og mestu af því hefir hún aflað sjer með samkomum, sem haldn ar hafa verið í kirkjunni. Þær samkomur hafa ekki aðeins orð- ið til þess, að afla nefndinni fjár, heldur hafa þær tekist svo vel, að þær hafa veitt mörgum unaðslegar stundir ánægju og uppbyggingar, eins og þeir Ijúka allir upp einum munni um, sem þær hafa sótt. Nú efnir nefndin aftur til samkomu í kvöld, og hefir ver- ið vandað sem best til hennar. Þar flytur erindi síra Sigurður Ólafsson frá Árborg í Manitoba. Einsöng syngur Einar Sigurðs- Þið þekkið öll §ól§kin§§ápuna. II ii ii er heimsfræg. Nú kostar pakkinn kr. 1.50 og stöngin 50 aura. Nýjar bírgðír. Verslunln Vfslr. Símar 3555 og 2555. i Ný hárgreið§ln§(ofa Á laugardaginn, 29. þ. m.. opna jeg hárgreiðslu- stofu á Ásvallagötu 52 (Samvinnufjelagshúsun- um nýju). Allskonar hárliðun — hárþvottur — klippingar — andlitsböð og nudd — hár- og augnabrúna-litun — handsnyrting (mani- cure) — fótsnyrting (pedicure) o. s. frv. Alt unnið af útlærðum stúlkum. Lína Jónsdótfir. son. Einnig syngur þar hin á- gæta söngsveit kirkjunnar. Og loks gefst mönnum tækifæri til að heyra í fyrsta sinn hljóm- leika á hið nýja og vandaða orgel kirkjunnar, og leikur á það Sigfús Einarsson, dóm- kirkjuorganisti. Þetta tækifæri ættu þeir að nota, sem vilja gera tvent í senn, njóta góðrar kvöldskemt- unar og styðja gott málefni. Og þeir, sem er ant um starf safn- aðarins, ættu að stuðla að því, að hvert sæti í kirkjunni verði skipað, með því að segja vinum sínum frá þessari samkomu og hvetja þá til að koma. F. Hallgrímsson. Arnold Földesy Það hlýtur að vera eitthvað bogið við hljómlistaráhugann hjer í Reykjavík, þegar manni eins og Arnold Földesy, er tekið nieð fá- læti. Hann er einn af þeini örfáu núlifandi cellóleikurum, sem hafa orðið heimskunnir, hann er ipaður, sem heillar ekki að eins þá, sem dást að leikni og' töfrabrögðum, heldur einnig þá, sem finna full- nægingu í að hlýða á túlkun þroskaðs og gáfaðs listamanns á góðum tónverkum. Það ætti auð- vitað að taka á móti slíkum manni sem fursta hjer á hala veraldar, á stað, þar sem öll tónlist ber enn á sjer merki vanmáttar ■ og kunn- áttuleysis. Á sama tíma er undir yfirskyni tónlistar verið að inn- leiða hjer ameríska loddarháttu, með rjómakökukasti og fléiru góð- gæti; ætlar íslenskur almenningur að gleypa við slíku, en skella skollaeyrum við góðri list. J Fiiklesy, mun halda lijer síðustu hljómleika sína í kvöld. Það trúir því enginn að óreyndu. að ékki finnist svo margir sannir Hlkomlð: Handa börnum: Nærföt. Sokkar. Peysur. Buxur. Regnkápur. Frakkar. Húfur, margar teg. Treflar o. m. fl. Handa dömum: Nærföt ur silg'i, ull og- ísg'arni. Sokkabandabelti. Corselett og Lífstykki sjerlega g'óð peysu- fatalífstykki að ó- R'leymdum borgarinn- ar bestu silkisokkum. Handa herrum: Manchettskyrtur, einl. og- misl. Vinnuskyrtur, margar teg. Stakar buxur margir, litir. Enskar húfur, fallegt úrval. Peysur og vesti fjöldi feg. Allsk. trefl- ar og' m. fl. Laug'avegi 42. Lifur og lijörtu. Klein. Baklursgötu 14. Sími 3073. tónlistarvinir hjer í Reykjavík, að þeir fylli ekki lmsið. til þess að kveðja þennan sjaldgæfa gest. Emil Thoroddsen..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.