Morgunblaðið - 05.10.1934, Síða 2

Morgunblaðið - 05.10.1934, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Rltatjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stef&nsson. Ritstjðrn og afgreiiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjðrl: E. Hafberg. Auglýslngaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slml 6700. Helmasimar: Jðn Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Ární Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 6. mánuiii Utanlands kr. 2.50 á mánutii í lausasölu 10 aura eintakiS. i 20 aura aaeC Lesbðk. Hjeðinn Valdimarsson. Hjeðinn Valdimarsson gerir í Alþýðublaðinu í gær klunna- lega tilraun fil þess að breiða yfir þann blett, sem Jón Bald- vinsson setti á virðingu Aiþing- ís, vegna frumhlaups Hjeðins og að áeggjan hans, með hinum fræga og illræmda úrskurði. Það er að vísu virðingarvert að Hjeðinn skuli finna til þess að hann hefir orðið valdur að þinghneyksli. Hitt er ámælis- vert, að iðrunin skuli lýsa sjer í gjörsamlega tilhæfulausum ' söguburði, um að andstaða Bændaflokksins gegn því að íeggja efri deild mann, hafi . verið að undirlagi eða í sam- ráði við Sjálfstæðisflokkinn. — Þetta er jafn ósatt og hitt, að við Þorsteinn Briem höfum átt um þetta langt tal, því við höf- um alls ekki um það rætt. Aftúr á móti *hafði jeg sagt : í áheyrn formanna Alþýðu- og Framsóknarflokksins, að Hjeðni og fleiri viðstöddum, að Sjálf- . stæðisflokkurinn vildi engan þátt eiga í þessari deilu, og óskaði að hún leystist á þing- legan hátt, þarmig, að stjórnar- liðar yrðu 9, en stjórnarandstæð ingar 7, í efri deild. Af þessu mega menn marka að stóryrði Hjeðins eru ekki aðeins tilefnislaus og ósönn heldrn* og vísvitandi ósönn, svona rjett viðlíka og frjetta- burður dagblaðs Tímamanna um að jeg hafi átt að fá ráðn- ingu á flokksfundi út af þessu máli. Að jeg, og ýmsir aðrir þing- menn svo þyktust við úrskurð forseta, er þessu alveg óskylt, og stafar af því, að okkur þótti Alþingi misboðið með ofríki hans og augljósri rangsleitni, þar sem forseti fyrst kveður upp rangan úrskurð, sviftir þingmenn síðan málfrelsi og peitar loks að gefa Alþingi færi á að sína vilja sinn með at- kvæðagreiðslu um úrskurðinn. Hefir forseta sjálfum skilist að hann hafði gengið full-langt og ^eynt að bæta þá yfirsjón að nokkru, með því að leyfa í gær lapgar umræður um málið, enda þótt hann hefði áður „úrskurð- að“ að engar umræður skyldu fara fram um það. Framkoma Jóns Baldvinsson- ar í þessu máli er ekki til fyrir- myndar, en þó skárri en Hjeð- ins Valdimarssonar. ólafur Thors. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Frá Hallgrímsnefnd Blönduós- sóknar samskot kr. 123.21. Kærar þakkir. Ól- B. Björnsson. ibemi rauðllði rætt l samelnuða Hlngl. v:J porir ekfei »f$ '":y* wúrskurðIontf undir atkvæði' rþings- ins. Bændallokknrlnn ©g Sjálfstæðisflokkurinn nnótmæla offoeldinni. Fundur var boðaður í sam- einuðu þingi klukkan 1 í gær, til þess að kjósa fjárveitinga- nefnd, utanríkismálanefnd og þrjá yfirskoðunarmenn lands- reikningsins 1933. En áður en gengið var til dagskrár, urðu all-miklar um- ræður utan dagskrár út af hin- um furðulega „úrskurði‘‘ for- seta Sameinaðs þings frá deg- inum áður. Mótmæli Bændaflokksins. Þorsteinn Briem kvaddi sjer fyrstur, hljóðs og mælti á þessa leið: Jeg vil nota fyrsta tækifæri sem gefst til að mótmæla úr- skurði hv. forseta í gær, sem snet'tir niig sjerstaklega. Jeg fæ ekki annað sjeðPfeh; að það sje bein"”og tvímælaláus skylda forseta samkv. 48. grein þingskapa, að láta fara fram kosningu um alla þá lista, sem fram koima sbr. og 46. grein þingskapanna. •Jeg geri því kröfu um að hv. forseti beri úrskurð sinn undir atkvæði þingsins. Veit jeg enga heimild í þing- sköpum fyrir forseta til þess að vísa lista, sem honum hefir verið afhentur, frá kosningu, enda virtist hv. forseti e-kki líta svo á í fyrradag, að sjer væri það heimilt. Forseti og einstakir þing- flokkar geta auðvitað litið svo á lögin sem annað, að þau ættu að vera á annan veg. En það er þó jafnán skylt að fara eftir lögum, ekki síst þar sem um jafnskýr og ótví- ræð ákvæði er *að ræða sem hjer er. Aðferð hv. íorseta í gær, er þess eðlis, að ætla mætti að Alþingi hiki við að samþykk.ja. Mótmæli Sj álf stæðisf Iokksiná. Ólafur Thors kvaddi sjer næst hljóðs og sagði: Út af úrskurði forseta í gær, um kosningu þingmanna til efri deildar vill S.jálfstæðisflokkur- inn taka þetta fram: í fyrsta lagi: Samkvæmt þing sköpum ber Sameinuðu Alþingi að k.jósa með hlutfallskosningu ákveðna tölu þingmanna til efri deildar, sbr. 6. grein þingskapa. I öðru lagi: Þar sem stung- ið hafði verið upp á fleiri þing- mönnum en kjósa átti, sbr. 48. grein þingskapa, þá bar-að láta kosningu fara fram. Sjálfstæðisflokkurinn mót- mælir því þessum úrskurði for- seta sem ólöglegum og heinir þeirri eindregnu kröfu til for- seta, að hann láti atkvæði þings ins ganga um úrskurðinn. Forseti neitar að bera úrskurS- inn undir þingið. Forseti (Jón Baldvinsson) sagði, að á fundinum í gær hefði komið fram krafa um, að úrskurðurinn yrði borinn undir atkvæði þingsins. Hann kvaðst ekki hafa sjeð ástæðu til þess þá, að verða við þeirri kröfu og eins væri nú. Það væri og ekki venja að bera forsetaúr- skurði undir atkvæði þing- manna. Jakoh ■ MöSIer sagði, að sú staðhsafing' forséta, að ekki va+ri vorí.TH að bera forsetaúr- skurði -undir atkvæði, væri al- röng. HaÁua kvaðst skilja neit- (m forseta þanrlig, að forseti væri sjer þess meðvitandi, að úrskurðurinn vesri rangur, og því þyrði hann ekki að bera hann undir atkvæði. Hann kvaðst ekkert hliðstætt dæmi þekkja úr þingsögunni, þar sem neitað hefði verið um atkvæði, er eins stóð á. Ásg. Ásg. kvaðst vera sam- mála því' höfuðatriði í úrskurði forseta, að skylda Bændaflokk- inn að setja mann til efri deild- ar. Um hitt mætti deila, með hvaða hætti þetta skyldi gert og hvort aðferð forseta hefði verið sú rjetta. Lýsti svo ræðu- maður hvaða aðferðum hefði mátt beita. — Að lokum stakk Ásgeir Ásgeirsson upp á því, að Bændaflokknum yrði leyft að skifta um mann í efri deild ef hann óskaði þess. Jónas Jónsson kvaðst vilja bæta nokkrum orðum við ræðu Ásgeirs Ásgeirssonar.Hjer hefði þingflokkur neitað að( gera skyldu sína og því hefði meiri hluti orðið að finna einhver úr- ræði. Formenn stjórnarflokk- anna væru samþykkir úrskurði forseta. Hvort atkvæðagreiðsla færi nú fram, því rjeði forseti, en væri óþarfi, því meirihluti þings væri úrskurðinum sam- þykkur. En framferði Þorsteins Briem væri óþolandi! Magnús GuSmundsson lagði fyrirspurn fyrir forseta. Forseti hefði vísað frá, sem ólöglegum, lista frá formanni Bændaflokks ins (Þorsteini Breim), með flokksmanni á, en tekið gildan lista frá Hjeðni Valdimarssyni með bændaflokksmanni á. — ■WWWM1WW»MIWW3WWÍ.IPWII>I>II HIIHIBIHI—we Þetta kvaðst ræðumaður ekki skilja og óskaði skýringar á því, hversvegna forseti hefði úrskurðað að listi Þorsteins Briem væri ekki fram borinn af Bændaflokknum. Forseti (J. Bald.) kvaðst ekki hafa vitað að Þorsteinn Briem væri formaður Bænda- flokksins. (Fyrirspurninni svar- aði hann ekki). Hjeðinn Valdimarsson: Al- þýðuflokkurinn stendur óskiftur að úrskurði forseta. Tel umræð- ur óþarfar. Ólafur Thors: I 48. gr. þing- skapa segir: „Þeir þingmenn er komið hafa sjer saman um að kjósa alla sömu menn í sömu röð, afhenda forseta þeg- ar til kosninga kemur, lista yfir þá í þeirri röð.“ Þetta er skilyrðið fyrir því, að listi geti talist gildur. Nú er það vitan- legt af yfirlýsingu forseta sjálfs að Iljeðinn Valdimarsson ætl- aði að kjósa sameiginlegan lista Alþýðu- og Framsóknarflokks- ins, þar með er sannað, að hann ætlaði ekki að kjósa lista þann, er hann bar fram og á var nafn Þorsteins Briem. Sá listi fullnægir því ekki tilgreindum skilyrðum og er því ógildur. Þennan lista úrskurðaði þó fofseti gsldan, en ógilti samtím- is tvo aðra lista. Þetta er svo augíjós órj ettur að jeg leyfi mjer að skora á forseta að bera úrskurðinn und- ir Alþingi. Það er einasta leiðin til þess að Alþingi megi afmá þann blett sem úrskurður for- seta hefir sett á virðingu þess. Neiti forseti að verða við þeirri ósk, verður það skoðað sem vottur þess, að hann bresti þor til að eiga gildi úrskurðar- ins undir áliti þess þingmeiri- hluta, sem kosið hefir forset- ann. Hannes Jónsson sagði að for- seti hefði neitað sjer um orðið, er hann kvað upp úrskurð sinn. Þenna úrskurð hefði forseti bygt á því, að ekki mætti setja á lista mann úr öðrum flokki. En úrskurðurinn hefði þó geng- ið í þveröfuga átt. Það hefði legið opið fyrii? hver listanna hefði verið frá Bændaflokkn- um; en einmitt þann lista hefði forseti úrskurðað frá. Því væri haldið fram,að neitun hefði leg- ið fyrir um það, að listi Þorst. Briem væri frá Bændaflokkn- um. Þetta væri al-rangt. Þor- steinn Briem hefði aðeins svar- að Hjeðni Valdimarssyni eins og við átti. — Annars væri furðulegt, að Jónas Jónsson skyldi vera með hnútur til Þorst. Briem, fyrir það, að bera fram lista með flokksmanni á. Þegar mönnum með svona hugs unarhætti slæi saman, væri ekki furða þótt óskapnaður yrði úr. Orskurður forseta væri þing- glapræði; en Bændaflokkurinn yrði að þola ofbeldið. Jakob Möller kvaðst hafa af- hent, fofs,eta sk.jal, undirskrifað af öllum þingmönnum Sjálfstæð isflokksins (20 taisins), þar sem skorað væri á forseta sam- kvæmt þingsköpum, að leggja úrskurðinn undir atkvæði þings- ins. Forseti (J. Bald.) kvað þessa áskorun ekki breyta neinu í ákvörðun sinni og leyfði ekki frekari umræður. Kosning fjárveitinganéfndar. 1 Sú breyting var gerð með nýju stjórnarskránni, að fjár- veitinganefnd skal nú kosin í sameinuðu þingi og fjárlögin rædd og afgreidd þar. Skal fjárveitinganefnd vera skipuð 9 mönnum og voru- þessir kosn- ir í nefndina: Pjetur Otfesen, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Magnús Guð- mundsson, Jónas Jónsson, Jónas Guðmundsson, Bjarni Bjarnason, Sigurður Einarsson og Þorbergur Þorleifsson. Utanríkssmálanefnd. Þá skyldi kjósa sjö menn í utanríkismálanefnd og komu fram 4 listar með samtals 9 mönnum, eða tveimur fleira en kjósa átti. Á lista Sjálfstæðis- flokksins voru 3 nöfn, rauðliða (stjórnarfylkingunnar) 4 nöfn, Bændaflokksins 1 og Ásgeir Ásgeirsson lagði fram lista með sínu nafni á. Vandaðist nú málið fyrir for- seta. Stakk einhver upp á því, að hann ,úrskurðaði“, en Hjeð- inn kom með úrlausn, að f jölga í nefndina um 2 menn. Var það samþykt. Þessir hlutu kosn- ingu í nefndina: Ólafur Thors, Magnús Jónsson, Pjetur Magn- ússon, Ásgeir Ásgeirsson, Magn- ús Torfason, Jónas Jóns^son, Hjeðinn Valdimarsson, Bjarni Ásgeirsson og Stefán Jóhann Stéfánsson. Y firskoðunarmenn landsreikningsins. Þá fór fram kosning þriggja yfirskoðunarmanna landsreikn- insins 1933. Hlutu kosningu Magnús Jónsson (S), Hannes Jónsson dýralæknir og Sigfús Sigurhjartarson (rauðliðar í sameiningu.) * Kosningar í neðri deild. Loks kom að því, að kosning- ar gátu farið fram í neðri deild. Forseti var kjörinn Jörundur Bryrtjóífsson með 17 atkvæðum, Gísli Sveinsson hlaut 14 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Fyrsti varaforseti var kosinn Stefán Jóh. Stefánsson og ann- ar varaforseti Páll Zophonías- son. Skrifarar voru kosnir Guð- brandur Isberg og Jónas Guð- mundsson. Kosning fastanefnda í efri deild. Á fundi í efri deild í gær fór fram kosning í fastanefndir deildarinnar. Kosningin fór þannig: Fjárhagsnefnd: MagnÚS Jóns son, Jón Baldvinsson, Bern- harð Stefánsson. Samgöngtómálanefnd: Jón A. Jónsson, Sigurjón Ólafsson, Páll Hermannsson. Landbúnaðarnef nd: Pj etur Magnússon, Þorsteinn Briem, Páll Hermannsson, Jón Bald- vinsson, Jónas Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Jón A. Jónsson, Ingvar Pálmason, Sig- urjón Ólafsson. Iðnaðarnefnd: Guðrún Lárus-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.