Morgunblaðið - 17.10.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1934, Blaðsíða 4
4 M (> R n H N B T, A Ð I Ð Uppreisnin á Spáni. Stjórnarliðar taka ráðhús í spanskri borg og draga niður rauða fánann, sem uppreisnarmenn höfðu dregið þar á stöng. Engum getur dulist að Spán- ver.jar standa nú á alvarlegum tímamótum. — Allsherjarverkfall stendur yfir og blóðugir bardag- ar eru háðir víðsvegar í landinu þegar þetta er ritað. Bylting'a- stefna verkamanna stofnar hinni borgaralegu þjóðfjelagsskipun á Spáni í mesta voða. Þingræðinu þar í Jandi er alvarleg liætta bú- in. — Eins og kunnugt er, er spánska lýðveldið ekki nema 3*4 árs gam- alt. Eftir sigur lýðveldismanna við bæjarstjórnarkosningarnar í ap- ríl 1931 fiýði Aifons konungur úr landi, og iýðveldi var sett á stofn. Við fyrstu þingkosningarn- ar eftir byltinguna fengu frjáls- lyndir og jafnaðarmenn mikinn meiri hluta þingsæta. Þeir stjórn- uðu svo landinn í sameiningu um tveggja ára bil- Á þessum stutta tíma urðu stórfeldar breytingar á stjórnarháttum Spánverja. Lýð- veldi tók við af konungdæminu. \Tíðtækar ráðstafanir voru gerð- ar til þess að hnekkja valdi ka- þólsku kirkjunnar. Ákvæði voru sett um skilnað ríkis og kirkju, prestunum var bannað að kenna, Jesúítaf jeiögin voru bönnuð og eignir þeirra gerðar upptækar.1 En allar þessar mörgu og stór- feldu breytingar á örstuttum tíma voru jafnaðarmönnum ekki nóg. Þeir urðn stöðugt kröfu- harðari. í fyrra sumar heimtaði Cabarello foringi jafnaðarmanna þjóðnýtingu iðnaðarfyrirtækja. — Hann sagði þá m. a.: ..Við viljum framkvæma þjóðnýtinguna á lög- logan liátt, ef það er mögulegt, en annars hikum við ekki við að grípa til annara en löglegra úr- ræða. til þess að fá völdin í okk- 1 ar liendur". Eftir þetta sleit „radikali" flokkurinn samvinnu við jafnaðarmenn, sem nú urðu að fara úr stjórninni. Skömmu seinna var þingið rofið. Hinar mörgu og róttæku breyt- ingar, ásamt þjóðnýtingarkröfum og einræðisliótunum jafnaðar- manna ollu sem vænta mátti aft- urkipp meðal þjóðarinnar. Við þingkosningarnar í nóv. og des. í fyrra unnu hægrimenn mikið á, en þingsætatala jafnaðarmanna minkaði ,um helming. Hægriflokk- arnir fengu til samans 207 af 473 þingsætum, miðflokkarnir rúm- lega 150 og vinstri flokkarnir h. u. b. 100. Hægri flokkarnir eru þannig fjölmennastir, en hafa þó j ekki meiri hluta. Aðalmenn liægri- jmanna eru þeir Gil Robles foringi j kaþólska flokksins og Martinez de Velasco foringi stórbændanna. Eftir kosningarnar í fyrra myndaði Lerroux, foringi radi- kala flokksins, stjórn. • Radikali flokkurinn er stærsti miðflokkur- inn í spanska þinginu. Við kosn- ingarnar í fyrra fekk bann 104 þingsæti. Nokkrir af þingmönn- um flokksins hafa seinna gengið í lið með vinstri mönnum á móti Lerroux. En radikali flokkurinn og hægrimenn hafa þó til samans álitlegan meirihluta í þinginu. í aprílmánuði fell stjórn Lerr- oux- Flokksbróðir hans, Rieardo Samper myndaði þá stjórn. Báð- ar þessar stjórnir voru minni- hlutastjórnir. Þær gátu ekki bú- ist við hjálp af hálfu jafnaðar- manna og urðu því að tryggja sjer stuðning hægrimanna- Lerr- oux og Samper urðu því að taka tillit til vilja hægrimanna, á ýms- um sviðum. T. d. hafa margir hægrimenn, sem sátu í fang’elsi, verið látnir lausir. Og vald ka- þólsku kirkjunnar hefir smátt og smátt aukist að nýju. En mörgum hægrimönnum hef- ir vafalaust þótt afturkippurinn vera of hægfara. Við þetta bætt- ist óttinn við byltingaáform jafn- aðarmanna. Hvað eftir annað hafa þeir stofnað til alvarlegra óeirða og’ verkfalla- í lok sept. komst stjórnin að því, að social- istar og kommúnistar höfðu afl- að sjer mikilla vopnabirgða í þeim tilgangi að gera byltingu. Þetta hefir gefið kröfum hægri- manna um sterka stjórn byr í seglin. Og loks voru hægrimenn óánægðir með eftirlátsemi spönsku stjórnarinnar gagnvart vaxandi sjálfstjórnarkröfum í Kataloníu og Baskahjeruðunum. A,r þessum ástæðum lýsti Gi'. Robles fyrir skömmu yfir í spanska þinginu, að flokkur hans gæti ekki lengur stutt stjórn Sampers. Samper beiddist því lausnar og Lerroux myndaði stjórn, sem er skipuð bæði mönn- um iir radikala flókknum og hægrimönnum, þ. á m. 3 úr flokki Gil Robles. Socialistar og kommúnistar svöruðu strax>með allsherjarverk- falli og uppreisn gegn nýju stjórninni. Gil Robles er svar- inn fjandmaður Marxista, Nýja stjórnin er því í augum þeirra facistastjórn. Því skal ekki neitað, að mörg- um finst stefna Gil Robles hafa keim af faseisma. Eþ ness ber að gæta, að meira en helmingur ráð- herranna í spönsku stjórninni eru menn úr ,,radikala‘‘ flokknum, en hann er þjóðræðisflokkur. 1 öðru lag'i er nýja stjórnin þingræðis- „Viljum ekki stríð“. f fyrra ljet stjórnin í Kataloníu setja flugvjelarlíkan á hús nokk- urt í Barcelona og stendur letrað á það: „No volem guerra“ „Við viljum ekki stríð“. stjórn, Hún hefir meiri hluta þingsins að baki sjer. Þessi stjórn- armyndun er því í fullu samræmi við vilja kjósendanna, eins og hann kom í ljós við síðustu kosn- ingar. Og loks er þess síst að vænta, að spánskir jafnaðarmenn verndi þjóðræðið, ef þeir kæm- ust til valda. Markmið þeirra er „einræði öreiganna“. Jafnvel blöð, sem annars eru hlynt jafnaðar- mönnum (t. d. danska blaðið „Politiken") viðurkenna að svo sje. Uppreisn jafnaðarmanna leiddi til blóðugra bardaga víða á Spáni. í sumum borgum virtust upp- reisnarmenn hafa yfirtökin um eitt skeið. Jafnhliða jafnaðarmannaupp- reisninni gerðu sjálfstæðismenn í Kataloníu uppreisn og lýstu því yfir, að Katalonía sje sjálfstætt spánskt sambandsríki. Þetta var að kvöldi h. 6- þ. m. Herlið Lerr- ouxstjórnarinnar hóf nú skothríð á stjórnarbygginguna í Barce- lona, og' að morgni h. 7. gafst katalónska stjórnin upp. Það lítur út fyrir, að LerroUx stjórninni hafi tekist að bæla bæði katalónsku uppreisnina og verkamannauppreisnina annars staðar á Spáni niður. En hvað Lifur og hförtu| altaf nýtt. Klein. Baldursgötu 14. Sími 3073. Veggjalús upp (svelt um 1880. Gömul heiðurskona, sem las grein mína um veggjalús, skrifar mjer, að veggjalús hafi flutst á heimili hennar, langt uppi í sveit á Norðurlandi fyrir eitthvað 50 árum. Sú saga var í fáum orðum þannig: Þau hjónin þurftu að fá sjer góðan legubékk, sem nota mætti í viðlög'um til þess að láta gesti sofa í. Þau fengu hann frá Kaup- mannahöfn. Hann sýndist að öllu hinn vandaðasti, en var þó ekki nýr. Hafði verið keyptur á upp- boði. Skömmu eftir að legubekkur- inn kom, bar góðan gest að garði: móður búsbóndans, og var hún látin sofa í legubekknum. Þetta fór þannig, að „um miðja nótt kemur hún á nærfötunum inn í svefnherbergi hjónanna og segir með töluverðum gusti, að hún „hafi alt í einu vaknað við óþolandi kláða og sje rúmið fult af ein- hverjum kvikindum, sem líklega sjeu flær“. Húsmóðirinni fell allur ketill í eld, því hún var þrifin mjög og hin mesta myndar- kona- Var nú farið að rannsaka málið, og kom þá í ljós að kvik- indi þessi voru veggjalús. Hafðr gesturinn handsamað nokkrar og sett þær í vatnsskál, sem var á borðinu hjá legubekknum. „Það gladdi mig mest að þessi ófagnað- ur var þó af dönskum ættum!“ segir í brjefinu, „og ekki að kenna vanhirðu frá minni hálfu“. Veggjalýsnar höfðu þá lifað góðu lífi í legubekknum, sennilega í fleiri mánuði, þolað sult og kulda á sjó og landi. Hjónin tóku það ráð, að setja legubekkinn í tómt herbergi og var þar sett ílát undir hann með brennisteini. Var svo kveikt í brennisteininum og lagði brenni- steinssvæluna bæði undir legubekk inn og rím hann allan. Við og við var brennisteini bætt við í skálina og kveikt í honum. Var legubekk- urinn svældur þannig í 2—3 vikur. iSíðan varð aldrei vart við þessi kvikindi. Það er gamalt ráð að drepa veggjalús o. fl- kvikindi með brennisteinssvælu, en ekki er það eins örugt og blásýra. í þetta sinn var svælt svo óvenjulega lengi, að það var ekki furða þó veggjalúsin þyldi ekki mátið. Þetta er ágætt dæmi þess hversu veggjalýs flytjast allajafnan úr einu húsi í annað, með gömlum húsmunum og' öðrum farangri. G. H. hafa uppreisnarmenn svo haft upp úr þessu ? Katalóníumenn eiga á hættu að sjálfstjórn Kataloníu verði afnumin, eða að minsta kosti takmörkuð. Og ekki er ólíklegt að jafnaðarmannauppreisnin gefi einræðishreyfingunni meðal hægri manna byr í seglin. K.höfn í okt. 1934. P. Herlið í Madrid sent gegn upphlaupsmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.