Morgunblaðið - 24.10.1934, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.10.1934, Qupperneq 7
7 I matinn: Nýslátrað dilkakjðt, Verðið lægst. Lifur, hjörtu. Gulrófur. fifýtt gróðrarsmjör. Soðinn og súr hvalur og margt fleira. Vcrslan Sveins Jóhannssonar Bergstaðastræti 15. — Simi 2091 Feriiriir: Nýkomið stórt úrval af nýtísku ódýrum Dömutöskum og Samk væmisk j ólum, Naglaáhöld, Burstasett, Peningabuddur, Seðlaveski, Púðurdósir, Ilmsprautur og; Spönsk ilmvötn. Verslunin Goðafoss, Laugaveg 5. Sími 3436. Aixderson klæðskera í Reykjavík og Guðrún ^dáin 1926), gift Kristjáni Benediktssyni trjesmið í Reykjavík. Við, sem kunnugir erum, þökk- um Jóhönnu starf hennar; við ▼itum að trúin á Guð veitti henni þrek á þrautastundum, bjarta tyú á framtíðina og festu til að fylgja fram starfi sínu, og’ þótt margt hafi breyst á umliðnum ár- nm, þá eru þessar dygðir enn máttarviðir hvers einstaklings. Það ©r óskandi að þjóðin eignist marg- •*r þrekkonur, sem Jóhönnu Zoega. P. Z. 11 ■ !«nj JBTm ■ n i Sóknarnefnda- og og prestafundur. Eins og undanfarin haust verður trúmálafundur haldinn hjer í hæn- um í lok októbermánaðar. Hann hefst í þetta sinn á þirðju- daginn kemur (30. október) með guðsjónustu í dómkirkjunni, þar sem sr. Þorsteinn L. Jónsson á Kolbeinsstöðum prjedikar. Fundahöldin verða í húsi K. F. U. M. og verða úti á fimtudags- kvöld. Ýms mikilvæg mál verða rædd. I dómkirkjunni fiytja erindi Oddfríður Hákonardóttir díakon- íssa um díakonissastarfið, og síra Sigurjón Arnason í Yestmannaeyj- um um Barthstefnuna. Á fundinum flytja auk þess ýms- ir rnenn erindi, eða hefja umræður, ng má þar nefna: Ásmundur Guðmundsson pró- fessor: Oxfordhreyfingin nýja. Gísli Sveinssón sýslumaður: Sálmah ók.arrrut lið. Jón Jónsson læknir: Kirkjusöng- ur hjerlendis i kaþólskum sið. Sigurhjörn Á. Gíslason: Hvert stefnir % trúar- og siðferðismálum þjóðar vorrarf Allir eru velkomnir að sækja þessa fundi meðan húsrúm leyfir, en atkvæðisrjett hafa prestar, safn- aðarfulltrúar, sóknarnefndir og full trúar kirkjulegra fjelaga, svo sem Hallgrímsnefnda, K. F. U. M. og K., kristniboðsfjelaga, kvenfjelaga, er styðja kirkju sína o. fl. svip- aðra fjelaga. S. Á. Gislason. Togarasekt. Norðfirði, þriðjudag. (Einkaskeyti til Morgunbl.). Dómur var kveðinn upp í dag yfir John Axelsson, skipstjóra á enska togaranum „Okino“, sem Ægir tók hjá Þistilfirði. Var hann dæmdur til að greiða 24000 króna sekt. Veiðarfæri voru gerð upptæk, en afli var enginn, því að skipið var nýbú- ið að kasta vörpu í fyrsta sinn í þessari ferð, þegar þáð var tekið. Eínkasölarnar. Framhald af 2. síðu. hjer á fót aukinni innlendri fóður- efnagerð, og var honúm bent á það, að í frumvarpinu væri lítið sem ekkert um þetta, heldur væri málið borið fram af hreinræktaðri einok- unarást. Andmæli hófu þeir Jón A. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Jónsson. 1 Málið fór til 2. umræðu og land- búnaðarnefndar, og fylgdu því þær óskir, að ef landbn. vildi nokkuð sinna því, þá ætti hún að færa það í hann btining, sem væri í samræmi við ræður flutningsmanns. þá kynni að verða lítandi á það. Frv. um einkasölu á eldspýtum og vindlingapappír var til 3. umr. í Nd. og afgr. til Ed. Frv. stjórnarinnar um vinnu- miðlun var til 2. umr. í Nd. í gær. Stóðu umr. að heita má óslitið til kl. rúml. 7. í gærkvöldi og þó ekki lokið. Nokkrar veigamiklar brtt. liggja fyrir. M. a. frá Jóh. Jós. um það, að vinnumiðlunarskrifstofa skuli því aðeins sett á stofn, í kaupstöð- um, að bæjarstjórn samþykki það. Önnur veigamikil brtt. er frá Ásg. Ásg. um það, að stjórn vinnu- uiiðlunarskrifstofu skuli skipuð 3 mönnum, þar sem einn sje tilnefnd- ur af bæjarstjórn (formaður), einn af verklýðsfjelagi og einn af f je- lagi atvinnurekenda. Báðar þessar till. miða að því, að tryggja ákvörðunarrjett bæjar- stjórna í þessum málum og eru þær því sjálfsagðar. En sósíalistar hamast sem óðir menn gegn till. þessum, enda er sá einn tilgangur þeirra með frv., að svifta ákvörðunarrjett Rvíkurbæjar í þessum málum. Svo langt gengur frekja og ein- ræði Hjeðins Yaldimarssonar í þessu máli, að hann hefir sent þau boð til samherjanna í Framsókn, að það kosti fall stjórnarinnar ef þessar brtt. fái fram að ganga. Sennilega verður gengið til atkv. um þetta mál í dag og kemur þá í ljós, hvort Framsóknarmenn fá að fylgja. sannfæringu sinni — eða þeir verða kúgaðir undir einræðis- herrann, IJjeðinn Valdimarsson. Dr. Will, sendikennari, heldur Háskólafyrirlestur í kvöld kl. 8. MOKCI’N RLADIÐ DaabóÞ.. Veðrið (þriðjudag kl. 17): Stilt og bjart veður um alt land nema á NA-landi eru dálítil snjójel ennþá, og N-kaldi. Víðast er 1—2 st. frost við sjávarsíðuna, en 4—6 st. frost í innsveitum. Lægð yfir V-Grænl. hreyfist austur eftir og mun þykna upp með V-átt á V- landi á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: V-gola. Skýjað og mildara, Úrkomulítið. Heimdallur heldur fund kl. 8V2 í kvöld í Varðarhúsinu. Umræðu- efni: Er lýðræðisstjórn í landinu? Bjarni Benediktsson hefur um- ræður. Leikfjelag Reykjavíkur hefir tekið upp þá nýbreytni, að selja árskort, sem gilda fyrir öll ný leikrit, sem fjelagið sýnir, , og veita aðgang að sýningunum eftir ákveðnum reglum. Fastir leikhús- gestir geta, með því að kaupa árs- kort, fengið mun ódýrari aðgang að sýningunum á þenna liátt. Erlendis er það mjög tíðkað, að leikhúsin veiti föstulh gestum slík hlunnindi. Sala árskorta fer fram á skrifstofu fjelagsins í Lækjar- orgi 1 hvern virkan dag, nema úugardága, frá kl. 6—7 síðd. Dettifoss fer kl. 10 í kvöld vest- ur og norður* um land á leið til Hull og Hamhorgát■. Kemur við í Dýrafirði, Bolungavík, IIúnaflóa: höfnum og Austfjörðum. Gullfoss fer á föstudagskvöldið +il Leith, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. i Samkvæpit "auglýsingu í blaðinu í dag, heldur Verslunarmannafje- lag Revkjavíkur fund á morgun í Oddfjelagahiisinu, til þess ræða um verslunarmálin á Ál- þingi. Þingmenn Reykvíking'a úr Sjálfstæðisflökknum mæta á fund- inum og stjórnum ýmsra fjelaga innan verslunarstjettarinnar er boðið á fundinn. Dr Rögnvaldur Pjetursson og kona hans komu til Winnipeg 2. október úr ferð sinni til íslands og annara Evrópulanda. ísfisksölur. Gulltoppur hefir selt í Hull, 2240 vættir, fyrir 2007 Stpd. 0g Sviði 1005 vættir fyrir 1000 Stpd., Max Pemberton í Grimsby fyrir 1042 Stpd. og Otur 816 vættir, fyrir 1229 Stpd. Ver hefir selt 83.7 smálestir í Weser- miinde fyrir 15.300 ríkismörk. Sendiherra Svía í Kaupmanna- höfn, Oscar Ewerlöf, er látinn eft- ir uppskurð, 58 ára að aldri. Hann hafði verið sendiherra í Kaupmannahöfn síðan 1929. Áheit til þjóðkirkju Hafnar- fjarðar, frá Margrjeti í Dverga- steini 10 kr., frá Gísla Jónssyni 50 kr., frá Margrieti 5 kr., frá ó- nefndum Hafnfirðing 50 kr_ Kær- ar þakkir. Magnús Guðjónsson. Leiðrjetting. Tveir bifreiða- stjórar, sem heita Arthur, starfa hjá Strætisvagnafjelaginu. Rugl- uðust nöfn þeirra í gær, þar sem sagt var frá slýsinu hjá Hrauns- holtsbrú. Það var ekki Arthur Jónatansson, sem stýrir almenn- ingsbílnum í Skerjafiörð, heldur Arthur Tómasson, sem stýrir al- menningsbíl til Hafnarfjarðar, sem varð fyrir því óhappi að aka á kýrnar. Kristín Sölvadóttir, sem er ný- komin heim frá Ameríku, eftir 4 ára dvöl þar, auglýsir að hún kenni ensku_ Hún hefir stundað enskunám við skóla vestra. Mannalát. Nýlegá er látinn vest anhafs Baldvin Halldórsson, 71 árs að aldri. Hann var ættaður úr Skagafirði, greindur maður ou prýðilega hagorður. — Ennfremur er látinn Guðmundur Finnboga- son, rúmlega 92 ára. Hanii var fséddur að Víðirlæk í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Hann var kvænt ur Guðlaugu Eiríksdóttur frá Þor grímsstöðum í Breiðdal. Eftir það bjuggu þau nokkur ár á Sfefáns- stöðum í Skriðdal og Þorgríms- stöðum í Breiðdal, en flutfust vestur um haf 1887. Dánarfregn. Hinn 1. októher ljest í Winnipeg frú Sigríður kona Ásmundar P. Jóhannssonar byggingameistara. Hún var fædd á Húki í Miðfirði í Húnavatns- sýslu og voru foreldrar hennar Jónas Guðmundsson og Helga Stefánsdóttir, er þar bjuggu. Rúmlega* tvítug giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum og fluttust þau vestur um haf árið 1900 og áttu síðan heima í Winni- peg. Þrjú systkini Sigríðar eru á lífi hjer heima, Jónas í Reykjavík, Stefán á Húki og Arndís gift Jónasi Þorsteinssyni þónda á Odds stöðum í Hrútafirði_ Eimskip. Gullfoss kom til ísa- fjarðar kl. 5 í gær. Goðafoss er væntanlegur til Hull í dag. Detti- foss fer í kvöld vestur og norð- ur og til útlanda. Brúarfoss var í London í gær. Lagarfoss fór frá Osló í gær. Selfoss var í Kaup- mannahöfn í gær. Stjóm Elliheimilisins Grund ætlar ekki af ýmsum ástæðum að ráða neinn fastan forstjóra fyrir Elliheimili^ Meðal annars þurf- "m vjer fyrst að fá mann í sæti Haralds sál. Sigurðssonar í stjórn arnefndinni, góðan mann, sem ann Elliheimilinu og vill vinna kauplaust með oss hinum að mál- um úess. Fyrst um sinn hefir nefndin falið Gísla syni mínum að hafa umsjón með öllum fjármál- •im heimilisins og hafa aðra um- ión með því ásamt nefndarmönn- um. S. Á. Gíslason. Dronning Alexandrine fór frá Færeyjum kl. 12% í gær. Vænt- anleg á fimtudag. Útvarpið: Miðvikudagur 24. október. 10,00 Veðurfregnir. 12.05 Þingfrjettir. . 12,20 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,25 Þingfrjettir. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Stanley Jones (síra Árni Sigurðsson). 21,00 Tónleikar: a) Fiðluleikur (Þórarinn Guðmundsson); b) Grammófónn: Dvorák: Sym- phonia No- 5 í G-moll, Op. 95 . Gulrúlur 5 krónur pokinn. Versl. Jóhannes Jóhannsson. Grundarstíg 2. — Sím? 4131. Alt sent heim samstundis. Reiðhfóla- lugtir, margar tegundir fyrirliggjandi verðið er afar lágt. F. & M. lugtir aðeins kr. 5,50. Dynamoar 6 volta 2 ára ábyrgð. Dínamúlugtir kr. 3,75. Alar stærðír af Hellasens batt- eríum, sem eru heimsins bestu batterí, fáið þjer ódýrast í [ Örninn, Laugav. 8 & 20. Símar 4661—4161 Hán*. bíeri altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss, Laugaveg 5. Sími 3436. Samningur milli Pólverja og Ungverja. Pólski forsætisráðherrann hjelt Gömbös forsætisráðherra Ungverjalands veislu í gær í Varsjá. í ræðu, sem Gömbös hjelt þar, sagði hann, að frá‘ fornu fari hefði verið vinátta milli Póllands og Ungverja- lands, sökum þess hve þeir hefðu svipaðra hagsmuna að gæta gagnvart hinum Evrópu- ríkjunum. Á þessum grundvelli, sagði Gömbös, mundu báðar þjóðirnar byggja framvegis. Á morgun mun í Varsjá verða undirritaður samningur um ýms menningarmál milli Póllands og Ungverjalands. Standlampar — Lestrarlampar — Borðlampar — Vegglampar — Trje — Járn — Bronce —■ Leir. Nýjasta tíska — Vandaðar vörur — Sanngjarnt verð. — SKERMABÚÐIN Laugaveg 15. Þegar. eitthvað út af ber, aðeins nafnið þarft að muna, kannske þú getir keypt af mjer, kúlulegu í skiftinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.