Morgunblaðið - 16.11.1934, Síða 3
FjölgaS í atuinnubotauinnu
upp í 4DD manns
samkuæmt tillögu Bmjarráðs.
Fyrir bæjarstjórnarfundi í
geer lá tillaga frá bæjarráði um
að hækka framlag til atvinnu-
bótavinnunnar, svo hægt verði
að taka 400 manns í vinnuna
fram til áramóta.
Til þess að þetta geti kom-
M í kring þarf framlagið að
bækka um 75 þús. kr.
Hefir ríkisstjórnin gefið
idrátt um að leggja fram til-
lag sitt til þess framlags, 25
þúsund krónur.
En bæjarstjórnarfundur í gær
heimilaði bæjarráði að taka að
láni 50 þús. kr. til viðbótar þeim
lánum sem áður hefir verið
leyft að taka til atvinnubóta-
vinnunnar.
Að fengnum þessum lánum
verður fjölgað í atvinnubóta-
vinnunni, sem fyr segir.
Atvinnuleysi er nú óvenju-
lega mikið hjer í bænum, mun
vart nokkru sinni hafa verið
meira.
100 kílowatta útvarpsstöð
er nauðsynleg.
Tillögur Gunnlaugs Briems
verkfræðings.
Endurvarpsstöð á Austurlandi.
Gunnlaugur Briem síma- og
átvarpsverkfræðingur hefir nú
usi nokkurt 'skeið verið að rann-
»aka á hvern hátt væri hag-
kvæmast að endurbæta útvarp-
iö hjer, svo að allir landsmenn
gsetu haft af því full not.
Hann hefir komist að þeirri
niðurstöðu, að hagkvæmasta
leiðin sje sú, að stækka útvarps-
stöðina hjer í Reykjavík úr 16
t£w. og upp í 100 kw., og reisa
ondurvarpsstöð við Lagarfljót á
Fljótsdalshjeraði.
Með því að stækka útvarps-
stöðina hjer í Reykjavík, myndi
kraftsvið hennar vaxa sem svar-
ar 21/2—falt um alt land og
við það myndu skilyrðin til við-
töku útvarpsins batna mjög alls
•taðar á landinu; truflanir
myndu stórum minka og menn
kæmust af með ódýrari tæki og
íoftnet en nú.
Með því að reisa aðra útvarps
»töð á Austurlandi, sem endur-
varpaði dagskránni frá Reykja-
▼ik, myndu útvarpsnotin stór-
batna á Austfjörðum, en þar
hafa truflanir verið mestar að
•ndanförnu.
Gunnlaúgur Briem hefir gert
lauslega áætlun um kostnað við
wmbætur þessar (stækkun út-
▼arpsstöðvarinnar í Reykjavík
og bygging endui-varpsstöðvar
á Austurlandi), og býst hann
við að kostnaðurinn muni vera
«m 580 þúsund krónur. Einhver
aiikinn starfrækslukostnaður
íttyndi af þessu leiða og áætlar
G. Briem hann lauslega um 60
þús. kr.
Útvarpsstjóri hefir nú farið
fram á það við ríkisstjórnina,
að hún hlutist til um, að Al-
þingi það er nú situr veiti Rík-
iíútvarpinu heimild til þess að
gera þær endurbætur á útvarp-
iau, er að framan greinir. Hvað
rikisstjórnin hefir gert í þessu
máli, veit blaðið ekki, en fram
er komin svohljóðandi þings-
ályktunartillaga, er 7 þingmenn
Hytja í sameinuðu þingi:
„Alþingi ályktar að heimila
ríkisstjórninni að gera þegar
ráðstafanii; til þess að láta auka
og endurbæta senditæki Ríkis-
útvarpsins, svo að þau fullnægi
þorfum landsmanna. Skulu þær
endurbætur fara eftir nánari á-
kvörðunum stjórnarinnar, enda
beri Ríkisútvarpið sjálft kostn-
að allan af framkvæmdinni.“
Ráðnin garskrif sí of an
á bæjarstjórnarfundi.
Á bæjarstjórnarfundi í gær-
kvöldi rjeðist samíylking rauða,
liðsins harðlega á Ráðningaskrif-
stofu bæjarins. Yar gaman að
hlusta á þær umræður, því að þar
sögðu hverjir öðrum til syndanna
jafnaðarmenn og kommúnistar.
Fanst það á að þeir voru síst
sammála um annað en skamma
hvorir aðra, og þegar þeir ætluðu
loksins að tala um málefnið er
fyrir lá, kappkostuðu þeir hver
um annan þveran að afsaka Gnnn-
ar Benediktsson, af ákærunni, sem
borin var fram á hann, og sagði
Jón Axel Pjetursson,
að fulitrúmn Alþýðuflokks-
ins í bæjarstjórn dytti ekki í
hug að láta uppi nöfn þeirra
manna, sem hefðu rægt Gunn-
ar Benediktsson og Ráðninga-
skrifstofuna.
Tók þá Bjarni Benediktsson
bæjarfulltrúi til máls og inælti á
þessa leið:
,,Það er hart að Jón Axel
Pjetursson skuli koma fram hjer
í bæjarstjórn með þungar ásakanir
á Ráðningarskrifstofu bæjarins,
segja að hann hafi þær frá öðrum
mönnum, en þora svo ekki að
nefna nöfn þeirra.
Jeg tel þetta tilefnislausar á-
rásir, aðeins gerðar af hálfu sósí-
alista til þess að spilla fyrir starfi
þessarar nytsömu stofnunar“.
Rauðka. Umræðum frá Alþingi
um hína svonefndu „skipulags-
nefnd“ verður lítrarpað í kvöld-
M 0 R GUNBLAÐIÐ
EDÍNBORG
Matar§tell
6 manna, NÝKOMIN.
Gyjt, skínandi falleg og ódýrari en áður
hefir þekst.
KAFFIS^TELL, 6 manna í miklu úrvali
c. 10.90.
SMÁRA-BOLLAPÖRIN komin aftur.
Gulu fötin, Leirkrukkur, Riðfrí hnífapör
1,25, — Kolakörfur 4.50.
EDINBORG
Knallspyrna lirela
og Itala.
Kínverjar útrýma
eiturlyfjum.
• LRP 15. nóv. FÚ
vekur alheims umtal.
Itali slasaðist á vellinum og kenna
þeir ósigur sinn því slysi.
London, 15. nóv. FÚ
ítalski knattspyrnuflokkurinn j
sem kept hefir í Englandi og
beðið ósigur fyrir heimamönn- j
um, hjelt heimleiðis í dag.
Einn knattspyrnumaður, af j
hálfu Italanna, meiddist í upp-.
hafi leiks og var fluttur á járn-
brautarstöðina í sjúkrabörum. I
Foringi f lokksins benti á , hinn
Særða mann um leið og lagt
var af stað og sagði: ,,þarna
sjáið þið orsökina til ósigurs
okkar, en ef þjer bjóðið oss
aítur, þá munum' vjer með á-
nægju koma.“
Blöð á meginlandinu ræða
mjög um leik þenna. Blöðin í
Austsrríki og Ungverjalandi
halda því fram, að Bretinn
verði ekki sigraður í knatt-
spyrnu, þegar hann sje sóttur
heim. Enska loftslagið, og hin
sterka samhugð hins mikla
enska múgs með sínum mönn-
um við slík tækifæri, verði út-
lendingum ofurefli.
Þýsk blöð ræða einnig mikið
um þenna knattleik, og telja
einróma, að leikur Bretanna
hafi verið með afbrigðum góð-
ur. Þau saka ítalinp um .rudda-
legan leik, einkum í síðari hluta
kappleiksins.
,Le Matin“ lætur í ljósi, að
ef leikurinn yrði endurtekinn,
þá mundu ítalir vinna, og að
þeir myndu hafa unnið, ef einn
besti maður þeirra hefði ekki
gengið úr leik í upphafi, vegna
slyss. Eru þess varla dæmi, að
fylgst hafi verið með knatt-
spyrnukappleik með jafnmikilli
athygli út um allan heim.
Með nýjum lögum hygst kín-
verska stjórnin að útrýma allri
ópíumsöiu í Kína á næstu 6
árum.
Einstaka mönnum, aðallega
gömlu fólki, sem orðið er her-
fang ópíum-nautnarinnai-, mun
þó verða heimilað að kaupa af
því smá skamta, en aðeins und-
ir ströngu fftirliti. Stjórnin
hefir með lögum þessum. hafið
mikla baráttu gegn nolkun eit-
urlyf ja, en svo er litið á, ;að við--
leytni hennar muni ekki koma
að fullu haldi, nema samvinna
annara þjóða komi til.
Dauðarefsing er algengasta
refsingin, sem lögð er við, í hin-
um nýju lögum, að smygla eit-
urlyfjum inn í landið, og versla
með þau án' heimildar fpá
völdunum. Sömuleiðis pr dRpða-
refsing lögð við því, ef njaðpr
gefur öðrum manni mprfín,
nema í lækningaskyni sje: gprf>
Albaiiitr amast
við Grikkfum.
Æfi Bretakonungs
kvikmynduð.
London, 15. nóv. FÚ
Winston Churchill er nú að
ritá textann í stói'kostlega kvik-
mynd um stjórnartíð núverandi
George Bretakonungur
og Mary drotning-.
könunÉs, og. er ætlað að sýna
alla helstu merkis atburði, sem
orðið hafa í sögu Englendinga
á þessu árabili.
Anthony Asquith sjer um
sjálfa myndatökuna. — Kvik-
myndin á að vera tilbúin á 25
ára stjórnarafmæli konungs, en
það verður haldið hátíðlegt á
næsta vori.
Nýir bátar
til Seyðisfjarðar.
Seyðisfirði, 15. nóv. FÚ
í dag komu hingað til Seyð-
isfjarðar 4 nýir vjelbátar, sem
Seyðisfjarðai'kaupstaður hefir
keypt af June Muntell í Jön-
köbing í Svíþjóð. — Bátamir
eru allir eins, 17,6 smálestir að
stærð, smíðaðir í Nyköbing á
Jótlandi. Siglu þeif þaðan beina
leið um Shetlandseyjar og Fær-
eyjar á 158 stundum, auk 10
stundadvalar í Færeyjum. Leiði
var gott.
Bátamir verða leigðir Sam-
vinnufjelagi sjómanna hjer á
Seyðisfirði.
London, 15. nóv. FÚ
Nýlega hefir gengið mikill
orðrómur um það, að stjórnin
í Albaníu beiti gríska minni-
hlutann harðneskju, í því skyni
að eyða grísku þjóðerni í Al-
baníu, og hafi látið loka grísk-
um skólum, bannað kennurum
að kenna og jafnvel látið hand-
taka foreldra, sem ekki vildu
hlýðnast þeim fyrirmælum.
Hefir þetta valdið miklum
æsingum og óánægju í Grikk-
landi, og hafa veinð haldnir
fjölmennir fundir í mótmæla-
skyni, þar sem skorað er á
grísku stjórnina, að gera ráð-
'stafanir til þess«,ð vernda rjett
hinna 200 þúsund Grikkja, sem
búa í Albaníu.
Svo mikið kveður að þessari
óánægju, að gríska stjómin
hefir fundið sig knúða til þess
að lýsa yfir afstöðu sinni og
skora á þjóðina að taka í málið
með ró og stillingu.
Hreinn Pálsson syngur í Gr.-T.-
húsinu í Hafnarfirði í kvöld kl.
»y2.