Morgunblaðið - 16.11.1934, Síða 4

Morgunblaðið - 16.11.1934, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Vinnumiðlunar> frumvarpið á Alþingi Um§ögn Ounnars E. Bene- diktssonar. Þegar Gunnar E. Benediktsson kom heim úr utanför sinni, óskaði bæjarráðið eftir því, að hann gæfi því um- sögn sína um frumvarp það til laga um vinnumiðlun, er liggur fyrir Alþingi. Umsögn sína sendi hann síðan bæjarráði, og birtist hún hjer. Er það álit Gunnars, að mjög sje varhugavert að leggja út í lagasetningu um þessi mál, á meðan hjer- lend reynsla er ófengin. Því sje það í alla staði eðlilegast, að rjettir aðilar, sem sje bæjarstjómir kaupstaðanna fái ráðrúm til þess að koma þeirri skipun á þau mál, sem þær óska hver um sig. Þá bendir hann og á, hve óhentugt það væri, að ætla sjer að setja á stofn jafn mannmarga stjórn yfir þessi mál, eins og frumvarpið ætlast til. En einkum varhugavert, að leiða slík málefni inn í flokkadeilur og togstreitu, þar sem nágrannaþjóðir vorar, sem reynslu hafa í þeim efnum, Samkvæmt 2. gr. nefndra laga í Danmörku eru ráðninga- skrifstofur utan Kaupmanna- hafnar starfandi undir yfirum- sjón þriggja manna nefndar Og er einn þeiara formaður hennar. Hinir tveir skulu, vera verka- maður og vinnuveitandi. Um formanninn er það tilskilið að hann má hvorki vera verkamað- Ux, í þrengri merkingu þessa orðs, eða vinnuveitandi, hann má heldur ekki vera forustu- maður í stjettafjelögum verka- manna eða vinnuveitenda. For- maðurinn er kosinn af hlutað- eigandi þæjarstjóm og nær því aðeins kosningu að hann hafi hlotið yfir helming atkvæða allra þeirra fulltrúa er sæti eiga í þæjarstjórninni. Fjelagsmála- ráðherrann skal samþykkja kosningu formanns. Hafi for- maður ekki náð lögmæltu at kvæðamagni, eða samþykki fje- lagsmálaráðherra ekki kosn- inguna, tilnefnir hann formann- inn. — kappkosta um að þar sje leysis. í samþandi við frumvarp til laga um vinnumiðlun, er lagt hefir verið fyrir Alþingi það sem nú er starfandi vil jeg taka eftirfarandi fram. Það af Norðurlandaríkjunum, sem haft hefir forustuna um át- vinnuráðningaskrifstofur, stofn- un þeirra og starfshætti, er Dan mörk. Þar í landi hefir verið til löggjöf um þau efni síðan 1914. Frá þeim tíma hefir hún tekið framförum og þróun eftir lands- háttum þar og lifnaðarháttum og nú nýlega, 20. maí 1933, hefir verið sett endurbætt fög- gjöf um þessi efni. Er því eðli- legt og sjálfsagt að þaftgað sje litið, þegar hjer á landi er rætt um að lögbjóða ráðningaskrif- stofur. gætt hins fylsta pólitíska hlut Frá því fyrst að lög voru samin í Danmörku um þessi efni var lögð höfuðáherslan á það tvent: 1) að grundvalla ráðn- ingarstarfsemina þannig að hún kæmi að sem bestum notum fyrir vinnuveitendur og atvinnu leitandi menn og 2) að tryggja það að hún jafnan væri hlutlaus og haldin gjörsamlega utan við Stjórnmáladeilur og tortrygni. í hinni nýju löggjöf Dana, eru því, með það fyrir augum, settar nokkuð ýtarlegar reglur um stjóm og starfsháttu þess- ara stofnana, en að sjálfsögðu má um það deila, hvort þær reglur ná tilgangi sínum, svo og hvort þær eftir íslenskum stað- háttum, fólksfjölda og efnahag geta átt hjer við eða ekki. Hina tvo nefndarmennina svo og varamenn þeirra kýs hlutað- eigandi bæjarstjórn eftir þeim reglum, að stjettarf jelögum verkamanna og vinnuveitenda á staðnum, ef til eru, er gefið tækifæri til að benda á helm- ingi fleiri kjörgenga menn en kjósa á, og kýs svo bæjarstjórn- in aðalmenn og varamenn úr hópi hinna tilnefndu. Stjórnarnefnd þessi er ólaun- uS, en þó getur bæjarstjórn á- kveðið henni dagpeninga, fyrir þá daga er hún heldur fundi. Bæjarstjórn velur starfslið á ráðningarskrifstofuna að fengn- um tillögum nefndarinnar, þó skal fjelagsmálaráðherra sam- þykkja val forstöðumanns ráðn- ingarskrifstofunnar. í Kaupmannahöfn, sem hefir íbúatölu kringum % miljón, er tala nefndarmanna 7 og fer val þeirra fram eftir sömu lög- málum. Yfir alla Danmörk nær sam- felt kerfi af ráðningarskrifstof- um og er þeim dreift þar í hvert amt og hafa þær aðsetur í hin- um stærri bæjum ríkisins. Er það nauðsynlegt þar, sjerstak- lega með tilliti til þess styrks sem atvinnulausir menn njóta þar eftir lögmæltum reglum. Hafa þær samvinnu við hina lögboðnu styrktarsjóði atvinnu- stjettanna, sem einnig vinna að ráðningarstörfum. Hverri skrif- stofu er ákveðið starfssvæði. í umræddum lögum er ráðn- ingarskrifstofunum ákveðið starfssvið, og starfshættir, en jafnframt er gjört ráð fyrir að hlutaðeigandi bæjarstjóm á- kveði starfsemi skrifstofunnar í nánari reglugerð og semji for- stöðumanni erindisbrjef að fengnum tillögum stjórnar- nefndarinnar. í nefndum lögum í Danmörku er ófrávíkjanleg regla um það að hafi ráðningarskrifstofa fengið um það skriflega til- kynningu frá stjettarf jelagi vinnusala eða vinnuveitanda að verkbann eða verkfall hafi ver- ið gert á einni eða fleirum vinnustöðvum, þá skuli ráðn- ingarskrifstofan ekki ráða vinnukraft á þá eða»þær vinnu- stöðvar fyr en verkbanninu eða verkfallinu er afljett. Þess er rjett að geta, að í framkvæmd þessara laga er lögð á það rík áhersla, að ráðningarskrifstof- ur blandi sjer ekki inn í kaup- kröfur verkamannsins eða kaup greiðslur vinnuveitenda, en haldi sjer gjörsamlega hlutlaus- um í kaupgreiðslumálum nefndra aðilja. Aðeins gjörir skrifstofan fyrirspurnir til að- ilja í þessar áttir og flytur síð- an svarið á jnilh, en lætnr að- iljana sjálfa um endanlega nið- urstöðu kaupgjaldsins. Yfirumsjón og eftirlit með öllu ráðningarskrifstofukerfi ríkisins, hefir konunglegur em- bættismaður (Arbejdsdirektör- en) en við hlið hans starfa 4 vinnuveitendur og 4 verkamenn er mynda eina allsherjarnefnd, eru þeir skipaðir af fjelags- málaráðherra eftir tillögum landssambands verkamanna og vinnuveitenda. Jeg hefi vikið að þessum at- riðum til þess meðal annars að gjöra það Ijóst, að frumvarp það um vinnumiðlun, sem hjer liggur fyrir, nær nokkuð skamt um það efni er það fjallar um og fer óþarfan útúrkrók, er það kveður á uin stjórn þessarar stofnunar. Hjer í fámenninu leiðir það af sjálfu sjer, að utan Reykja- víkur þarf að líkindum ekki fleiri en einn fastan mann til að annast störf ráðningarskrif- stofu og í Reykjavík er útlit fyrir að 3 fastir menn geti að öllum jafnaði afkastað þeim störfum sem henni er ætlað að leysa af hendi. 'Með hliðsjón af því er vert að athuga að í 3. gr. vinnumiðl- unarfrumvarpsins er gert ráð fyrir að 5 manna stjórn skuli skipuð til að hafa umsjón með vinnumiðlunarskrifstofunni á hverjum stað. Verður ekki betur sjeð en að slíkur mannfjöldi, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sje ger- samlega óþarfur til að stjórna stofnun, er ekki þarf meiri vinnukraft, en hjer er gert ráð fyrir. Stjórnin er óeðlilega þung í vöfum og of kostnaðarsöm. í frumv. er gert ráð fyrir því að stjórnanefndin sje launuð og enginn varanagli fyrir. því, sleginn að þau geti orðið of há, Uíðsjá ITIargunbleðsins 15. ndu 1934- tiuigi PirandEllo. Eftir Þorhall ÞnrgilssDn, Hjer birtist grein nm hið heimsfræga ítalska leik- ritaskáld, Luigi Pirandello, * er nýlega hlaut bókmenta- verðlaun Nobels. Það er sagt, að við veitingu Nobelsverðlaunanna í bókment- um 8. þ. m. hafi eftirtaldir rit- höfundar aðallega komið til greina: Ortega y Gasset, spænskur, Paul Valéry og André Gide, báðir franskir, G. K. Chesterton, enskur, og Gabrieíe d’Annunzio (sem allir vita hverrar þjóðar er). En það var enginn þeirra, sem hlaut hinn stóra vinning. Og tilkynningin um það, að ítalska skáldið Luigi Pirandello hefði hlotið verðlaunin, kom mörgum á óvart, þótt það nafn væri engu óþektara en hin. — Meira að segja er óhætt að full- yrða, að þeir, sem þekkja til ítalskra bókmenta nú á tímum, myndu tæpléga í þessu sam- bandi láta sjer detta í hug aðra rithöfunda þar í landi en Piran- dello eða Papini. Luigi Pirandello fæddist 28. júní 1867 á landsetri nálægt Girgenti á Sikiley. Nítján ára gamall fór hann til Róm og dvaldi þar við nám til ársins 1891, en þá fór harni til Þýska- Iands og tók magisterpróf í heimspeki við háskólann í Bonn. Því næst sneri hann aft- ur til Rómaborgar og var þá þegar skipaður prófessor í fag- urfræði við kvennaskólann þar. Því embætti gegndi hann í rúm þrjátíu ár, uns hann sagði því lausu 1923. Fyrsta bók hans kom út 1889 ; það voru kvæði. ( Seinna tók hann að rita skáldsögur, og kom sú fyrsta út 1894. Það var I’Esclusa (= hin útskúfaða), þar sem þegar verður vart hinna dapurlegu og raunsæju lífsskoð ,ana skáldsins. Sú saga hans, sem mesta hylli hefir hlotið, j kom út tíu árum seinna og heit- ir II fu Mattia Pascal (Matthías heitinn PascSl). Það er saga af manni, sem talinn var að hafa farist af slysförum, og datt þá í hug að segja skilið við sitt fyrra líf og byrja nýtt í alt öðru umhverfi undir öðru nafni. — Hann lendir í ótal furðulegum æfintýrum, ipistekst hrapállega og snýr að lokum heim aftur, örþreyttur á þessu stefnulausa flakki. Saga þessi er með því skemtilegasta, sem Pirandello hefir skrifað. En list hans kynnast menn einna best með því að lesa smá- sögur hans, sem taldar eru með því merkilegasta, er eftir hann liggur. Eins og það er nauðsyn- legt að lesa hinar 100 smásögur í Tídægru til þess að kynnast siðum 14. aldar á Ítalíu, eins munu komandi kynslóðir þurfa að fletta upp í Novelle per un anno eftir Plrandello til þess að kynnast ýmsum hliðum nútíma- lífs hinnar ítölsku þjóðar, en þó jafnan, að vísu, í gegn um hin dökku litgler lífsskoðana höf- uhdarins. Hjer er ekki um það að ræða, að líkja á nokkurn hátt þeim sögusöfnum saman, en því verður ekki neitað, að þau hafa svipaða þýðingu í ít- ölskum bókmentum, hvort fyrir sinn tíma, hversu ólík se’m þau annars eru að efni og búningi. Þessar ,,sögur fyrir hvern dag í árinu“ — ef svo mætti kalla þær, — eru eins og nafnið bend ir til 365 að tölu, og komu þær út hjá Bemporad í Flórens í 24 bindum. Margar þeirra eru guljfalleg- ár myndir úr hversdagslífinu færðar í látlausan búning af ó- viðjafnanlegri list og smekkvísi, þær sýna viðkvæma lund skálds ins, sívakandi samúð með oln- bogabörnum tilverunnar, sár- beitta kýmni hans og bölsýni í skoðunum hans á mannlífinu, er hann tekur undir með Balzac og kallar „la comédie humaine“ — skrípaleik og vonlaust fálm. Sjálfur lýsir hann lífsskoðun sinni best með þessum orðum: „Jeg lít svo á, að lífið sje ákaflega dapur skrípaleikur, því að vjer höfum fólgna í oss, án þess að getp, vitað af hverju eða til hvers, þörfina til þess að blekkja oss sjálf án afláts með því að skapa veruleika (sinn fyrir hvern einstakling og aldrei þann sama fyrir alla), sem menn svo uppgötva annað veifið að sje haldlaus og villandi. . . Rit mín eru full beiskrar sam- úðar með öllum þeim, sem blekkja sjálfa sig; en þessari samuð hlýtur óumflýjanlega að vera samfara tilfinningin um hina harðneskjulegu kaldhæðni örlaganna, sem dæma menn til að gefa upp allar vonir“. í innganginum að einni smá- sögunni sinni gefur Pirandello nokkuð sjerstæða lýsingu á starfsháttum sínum og „við- kynningu“ sinni við þær persónur, sem hann skapar í ritum sínum, og er auðvelt að sjá skyldleikann milli þess kafla og eins af hans þektustu leikritum, er hann síðar samdi. Kaflinn er á þessa leið (laus- lega þýddur) : „Jeg hefir lengi haft það fyr- ir sið á hverjum sunnudags- morgni að veita persónunum í þeim sögum, sem jeg hefi í und- irbúningi, áheyrn. f fimm tíma, frá klukkan átta til eitt. Það fer nærri undantekning- arlaust svo, að jeg lendi í leið- inlegum fjelagsskap. Jeg veit ekki, hvernig á því stendur, en venjulegast eru það óánægðustu verurnar í' heimin- um, sem koma á fund minn við þessi tækifæri, annað hvort líð- andi af undarlegum sjúkdómum eða flæktar í sjerkennilegustu kringumstæður, svo að það er hreinasta kvöl að umgangast þær. Jeg hlusta á þær allar með þolinmæði; jeg spyr þær út úr góðlátlega,; skrifa hjá mjer nafn og stöðu hverrar um sig og geri mjer grein fyrir tilfinn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.