Morgunblaðið - 16.11.1934, Page 7

Morgunblaðið - 16.11.1934, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Sjálfstæði Irlands og de Ualera. London, 14. nóv. FÚ De Valera sagði í ræðu í dag, að hann myndi aldrei telja íra sem þjóð, fyr en fullkomlega sameinað írland væri komið í tölu sjálfstæðra ríkja. Enskur lögfræðingur, er hefir tekið sjer bólfestu í írlandi, sagði í ræðu á fundi írskra Royalista í dag, að innan fárra mánaða myndi de Valera geta lýst fullkomnu sjálfstæði írska lýðveldsins. Samningarnir frá 1921 væru nú að heita mætti úr sögunni, því De Valera væri buinn að ógilda hvem lið þeirra á fætur öðrum. Spænskir uppreisnarmenn hafast við á fjöllum. ► Berlín, 15. nóv. FÚ Heíforingi stjómarliðsins í Asturia segir í skýrslu, sem hann hefir sent stjórninni í Madrid, að flokkur uppreisnar- manna hafist enn við á fjöll- unt- Hann kveðst hafa sent her- fylícingar í þá staði, þar sem enh sjé vitað um uppreisn- armenn — 200 manna lið — á hvern stað. Lýðræðissfjérn á Saai* undír vernd Þjóðafoandalagsíns? f Genf, 15. nóv. FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- H ildum er Saar-nefndin saman kom- in á fund í Rómaborg, til þess, að því er fullyrt er, að mæla með því við ráð Þjóðabandalagsins, að Saar hjerað fái lýðræðissjálfstjóm, und ir vemd Þjóðabandalagsins, ef úr- slit þjóðaratkvæðisins verða þau, að æskja engra breytinga á nú- verandi fyrirkomulagi. Af sumum er þó talið, að það sje fyrir utan verkahring nefndar- innar, að taka þetta atriði til með- ferðar, því að hlutverk hennar er aðallega að íhuga og koma frám með tillögur viðvíkjandi Saar, fjárhags og viðskiftalegs eðlis. Furðuflugujelin er með 4 gluggum. Samkvæmt blaðinu Aftenposten hefir dularfulla flugvjelin sjest aftur, bæði í gærkvöldi og í nótt sem leið, í nánd við Berlevaag. Olufsen ríkislögreg'lumaður hef- ir haft athuganir á liendi í sam- bandi við ferðir flugvjelar þessar- ar. Hefir margt áreiðanlegra og nannsögulla manna sjeð flugvjel- ína. Er því m. a. haldið fram, að hún hafi flogið yfir Skaansviker- fjall í 100 metra liæð og stefndi þá til hafs. Flugvjelin er stór og á skrokkn- um voru fjórir gluggar og flaug híin með öllum Ijósum, að því er virtist- , 1 nótt heyrðist og enn á ný, að verið var að senda loftskeyti, sem menn vita ekki deili á. Leyndarmál Rasputins. Hvemig hann læknaði keisarasoninn. Rasputin, f læknafjelagi í Yín hjelt læknir einn fyrirlestur nýlega um það, hvernig honum hefði tekist að lækna sár manna, sem líða af þeim sjúkdómi að blóð- rás stöðvast ekki í sárum þeirra. Sonur Nikulásar Rússakeis- ara hafði þann sjúkdóm, og var keisaraf jölskyldan mjög' á- hyggjufull út af því. En svo kom Rasputin til sög- unnar. Hann læknaði keisara- soninn. En fyrir þá sök fekk hann þau áhrif í Rússlandi, sem seint munu gleymast. Því vilja hans urðu allir að lúta. Læknirinn í Vín skýrir frá, að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu, að hægt sje að græða sár þessara sjúklinga með konumjólk. En Rasputin hafði' altaf hóp af ungum bændakonum á heim- ili sínu. Er það tilgáta læknis- ins, að hann hafi hjá þeim fengið mjólk til þess að lækna keisarasoninn. □agbók. I. O. O. F. 1 = 11611168/2 s Veðrið í gær: Lægðin, sem var við S-Grænland í gær, hefir hreyfst NA-eftir Grænlandi með allmiklum hraða og veldur nú S- átt um alt land með 3—7 st. hita. Á A-landi er vindur hægur, veður þurt og' hjart- Norðan til á V- landi er allhvast og rigning á S- og V-landi. Lægðin er enn alldjúp yfir Græulancli og fyrir norðan land og hreyfast NA- og A-eftir. Mun heldur herða á vindi hjer á landi og verður vindstaða SV- læg næsta sólarhring og úrkoma á S- og V-landi. Mun heldur kólna í veðri vestanlands á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass SV. Skúra- og jeljaveður. Smáþjófnaðir. Undanfarið hefir borið mikið á smáþjófnuðum hjer í bænum. Eru það aðallega ung- lingar, sem stela reiðhjólum, frí- merkjum og ýmsu smádóti. Lög- reg'lan hefir undanfarna daga liaft- mál þessi til meðferðar, og haft upp á mörgum, sem valdir eru að þessu smáhnupli. Fimtugsafmæli á í dag Kristján Benediktsson trjesmiður, Freyju- götu 26. Vilmundur Jónsson landlæknir hefir ritað í Alþýðublaðið langa grein um vörusvik. Stælir land- læknir þar, eftir því sem hann g’etur rithátt Þorþergs Þórðarson- ar. Hjólreiðar bannaðar í Banka- stræti. Á fundi bæjarráðs, föstu- daginn 9. þ. mán. bar Bjarni Benediktsson prófessor fram þrjár tillögur um umferð í bænum. — Fyrsta tillagan var um það að „banna hjólreiðar um Banka- stræti“. Var hún fram komin vegna hinna tíðu og sorglegu slysa sem þar hafa orðið. Tillagan var samþykt á hæjarstjórnarfundi í gærkvöldi með samhljóða atkvæð- um. Hinar tillögurnar, um sjer- staka aðgæslu á umferð á Lækj- artorgi og um ný bifreiðastæði í miðbænum, eða í grend við hann, voru líka samþyktar. Bæjarreikningamir. Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi kom það fram. að fulltrúar Alþýðu- í'lokksins höfðu ekki kynt sjer teikninga bæjarins. Kom fram til- íaga fr.á Guðm. R. Oddssyni um það að fresta atkvæðagreiðslu um úrskurð á reikningunum (og hafn- arsjóðs líka), svo að bæjarfulltrú- arnir gæti kynt sjer þá. Var sú tillaga samþykt með 7 atlívæðum gegn 5. Luigi Pirandello. Þórhallur Þorgilsson ritar í Víð- sjá blaðsins í dag grein um ítalska leikritahöfúndiílri, Luigi Piran- dello, en hann fjekk Nobelsverð- laun um daginn^ Reykvíkingar kyntust höfundi þessum nokkuð hjer um árið, er leikið var hjer leikrit han,s „Sex verur leita höf- undar“. Grein Þórhalls skýrir m- a. frá þeim sjerkennum þessa heimsfræga höfundar, er fram koma í leikriti þessu. Egill Skallagrímsson kom í gær með bátafisk af Vestfjörðum. — Skipið fór í gær með farminn á- leiðis til Eng'lands. Niðurjöfnunarnefnd Á bæjar- stjórnarfundi í gærkvöldi voru kosnir fjórir fulltrúar í niður- jöfnunafnefnd. Kosningu hlntu: Gunnar Viðar hagfræðingur, Sig- urbjora Þorkelsson kaUpmaður, Ingimar Jónsson skólastjóri og Jón Guðjónsson bókari. Jóni E. Vestdal var í gær falið að liafa á hendi eftirlit með smjör- líkisframleiðslu og smjörlíki því, sem hjer er í verslunum. Ætti með því að fást öryggi fyrir smjör líkisverksmiðjurnar gegn árásum og órökstuddum getsökum um svik og falsanir. ísfisksala. í gær seldu afla sinn í Englandi: Belgaum fyrir 1243 stpd., Otur fyrir 545 stpd., Skalla- grímur 1047 vættir fyrir 670 stpd. Næsti háskólafyrirlestur frakk- neska sendikennarans, ungfrú Petibón, er í kvöld kl. 8 í Kaup- þingssalnum. Útvarpið: Föstudagur 16. nóvember. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Erindi Búnaðarfjelagsins r Ormaveiki í sauðfje (Níels Duhgal próf.). 19,10 Veðurfregnir. Lögtök. Eftir beiðni tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði, verða lögtök látin fram fara fýrir ógreiddum tekju- og eignaskattsauka sem fjell í gjalddaga 25. október 1934, að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 15. nóv. 1934. I / . Bförn Þórðarson i iii ——————— Frá París höfum við nokkur efni í samkvæmis- og Ballkjóla, ennfremur ullartau, aðeins í; einn kjól af hvoru. TískuhúsiÖ Juno Ingólfsstræti 21. Sírni 3544. 19,20 Þingfrjettir. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkuslátt.ur. Frjettir. 20.30 Útvarp frá Alþingi. þig má láta aftur, og sú nýja uppfinding, ennþá þetri kjaftur. Guðspekisfielagið. Enginn fundur í kvöld. Sameíg- inlegur fundur beggja stúknanna annað kvöld (laug'ardagskvöld).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.