Morgunblaðið - 16.11.1934, Síða 8

Morgunblaðið - 16.11.1934, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ |Smá-auglðsingar| Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Fæði og einstakar máltíðir ó- dýrt o g gott í Café Svanu” við Barcnsstíg. Mjólknrafgreiðsla Korpúlfs- staðabúsins, Lindargötu 22, hefir síma 1978. « — Hefi jeg ekki margsinnis sagt þjer það, að þú átt ekki að vera að skoða sundkonur! Dívanar, dýnur og allskonar stojipuð húsgðgn. Yandað efni, ▼ðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- fagnaverslun Reykjavíkur. BÓEBAND S-VINNTJSTOFA mín er í Lækjargötu 6B (g'engið inn um Gleraugnasöluna). Anna Flygenring. Hreinar tuskur Þeir sem óska iiess fá ókeypis hefti með lýsingu á tilhögun Fornritaútgáf- unnar hjá bóksölum. kaupir hæsta verði \ Bikavsrslun Slgf. Efmundssoaar safoldarprenfsmiöja , og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34 Barnatúttur. Notið hinar viðurkendu crystal-túttur, þær eru upp- áhald allra barna. Snuðtútt- ur, margar teg. — Höfum einnig hina viðurkendubarna pela úr Jenar-gleri. Uernöið sjónina og látið ekki ljósið hafa skaðleg áhrif á augu yðar, þegar hægt er að forðast það, með því að nota THIELE gleraugu. Austurstræti 20. Gey Reiðhjól tekin til geymslu A Laugavegi 8, Laugavegi 2®- og Vesturgötu 5. Sótt heim ef óskað er. • • Orninn, Símar 4661 & 4161. I mafinn: Nýslátrað dilkakjöt, Verðið lægst. Lifur, hjörtu. Gulrófur. Nýtt gróðrarsmjör. Soðinn og BÚ£' hvalur og margt fleira. Verslan Sveíns Jóhannssonar Bcrgstaðastræti 15. — Sími 2091 SYSTURMR. 47. — Þú ert full! sagði Mary Mertens. — Það getur vel verið, að jeg sje full, en jeg er ekki afbrýðissöm. Þetta sem jeg sagði við Lottu, var bara af umhyggju fyrir hjónaleysunum þarna. — I gær kom frændi minn heim frá Berlín, sagði Timmermann yngri, — og hann sagði mjer, þegar jeg spurði hann frjetta, að afbrýðissemi hefði verið afnumin þar. — Við látum nú ekki Berlínarbúa kenna okkur neina mannasiði, sagði Khuenberg greifi. Lifi hinn almenni hrærigrautur! Hann var líka farinn að finna á sjer. — Allir tóku undir með honum: — Lifi hinn almenni hrærigrautur! — Til hvers eruð þið að æpa svona upp? sagði frú dr. Bloem, — og til hvers eru svona stóryrði? Þið vitið öll, að við höfum orðið ásátt um að gera það sem við viljum — og svo búið! — En jeg vil fá að vita hvemig það er að vera afbrýðissamur, sagði Klaus Rittner. — Því annars get jeg ekki gert mjer það í hugarlund. Stundum verð jeg hvort sem er að leika svoleiðis vitlausa menn, og þá hugsa jeg altaf með sjálfum mjer: — Guð minn góður, hvað það hlýtur að vera hlægi- legt að vera hugfanginn af konu, sem maður hefir þegar átt. — Hverskonar andstygðar fólk er þetta? sagði jeg áður en jeg vissi af. — Það er fullkomlega heilbrigt fólk, sagði Harry. — Svona er það nú á dögum, í Berlín eins og hjá okkur og í París eins og í Berlín. Aðeins til sveita er fólk komið svona langt, eða kjör þess eru hollari — eftir því sem það nú er tekið. — Þetta fólk, sem þjer sjáið hjer, tilheyrir ekki listaskrílnum. Hann er yfirleitt ekki til lengur. — Þetta fólk er börn frá samskonar heimilum og þau, sem við fengum að leika okkur við í garð- inum forðum daga, og jeg man eftir, að þjer vor- uð ströng í því tilliti, Eula. Til dæmis er sú rauð- hærða dóttir Donaths bankastjóra. Og jeg hafði ekki þekt hana aftur! Hún hafði verið bekkjarsystir Irenu, og þá hafði hún haft skolleitt hár. Á hverjum degi hafði komið fínn vagn að sækja hana í skólann og einu sinni á ári hjelt- hún barnadansleik, en þangað voru stúlk- urnar mínar ekki boðnar, af því að pabbi þeirra verslaði í búð. Jeg fann til illgirnislegrar ánægju yfir því, að hún skyldi nú láta svo lítið að koma heim til okkar og meira að segja að haga sjer ver en nokkur annar viðstaddur. — Já, en hvað segja foreldrar hennar um þetta? spurði jeg. — Foreldrar hennar? Nú, pabbi hennar hefir nú aldrei ráðið sjerlega miklu, og móðir hennar er orðin tiltölulega meinlaus, síðan þetta kom fyr- ir með giftingu Gerdu. Nú — vissuð þjer ekki, að hún hefir gifst? Jú, hún hefir svei mjer verið gift — í einn sólarhring! Greifanum af St. Quin- tin, af fínni, franskri aðalsætt — hætt er nú við! Frú Donath var hjegómlegust af mörgum hje- gómlegum kerlingum meðal peningafólksins, og breytingin, sem á flestu varð, breytti henni að engu leyti, því henni átti hún að þakka þennan fína tengdason. Hann var dálítið skuldugur — eða rjettara sagt stórskuldugur, en þær skuldir borgaði tengdapabbinn tilvonandi með vestisvasa- peningum sínum, ef svo mætti segja. I staðinn fjekk konan hans að kyssa nokkrar aðalsfrúr á kinnina við brúðkaupið í Stefánskirkjunni, og bjóða nokkur hundruð ríkisbubbum til að horfa á það. En morguninn eftir var Gerda lögð á spítala með alvarlegt taugaáfall. Foreldrar hennar hjeldu, að sú saga yrði fljótt vallgróin, þar sem hún var- orðin greifafrú St. Quintin, en það fór dálítið öðru vísi. Þjer getið ekki gert henni verri bölvum en að kalla hana greifafrú. Og hún segir hverjum sem hafa vill, að aðalsmaðurinn hennar hafi trúað' henni fyrir því sjálfa brúðkaupsnóttina, að hann gengi með kynsjúkdóm, sem að áliti læknanna. yrði batnaður eftir eitt ár. Lánardrottnarnir höfðu. hinsvegar ekki viljað bíða svo lengi. Síðan þetta. skeði, hefir Gerda ekki annað áhugamál en að' hrella foreldra sína. Sjálf er hún eyðilögð mann- eskja, að því jeg best veit. Þarna hafði jeg fengið enn frekari ástæðu til illgirnislegrar gleði, en löngunin til hennar var horfin. í salnum voru umræðurnar um ást og afbrýðis- semi enn í fullum gangi. Timmermann eldri var að halda fyrirlestur með hálffult glas í hendinni. Hann var í hæsta lagi 27 ára gamall, og þrátt fyrir dans, drykkju og næturvökur, leit hann út eins og hann kæmi beint út úr baðherberginu. — Við höfum fengið nóg af þessum hetjuskap, sagði hann, — það er alt og sumt. Við höfum fengið' nóg af honum í þessum ófriði, og það getur endst okkur ævilangt. Þessvegna viljum við ekki sje neitt hetjulegt í ástinni, heldur aðeins hið rólega,. þægilega og káta, eða hvað segir sú sprenglærða? • Hann sneri sjer að frú dr. Bloem. Hún hóf upp ljóshærða, hrokkihhærða höfuðið, sem hún hafði beygt yfir andlitið á Klaus Rittner,. deplaði dálítið nærsýnu augunum og sagði: — Jeg held líka með þægindunum og kætinni, en jeg vil bara ekki kalla það ást. — Jæja, þá látum við ástina eiga sig, sagði Timmermann yngri og lyfti, án nokkurs sjerstaks. tilefnis Mary Mertens upp í háa Ioft, svo að húnj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.