Morgunblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ii fsmá-augl^singar Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- •taðabúsins, Lindargötu 22, hefir •íma 1978. Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- 55, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 8. Sími 3227. Sent heim. — Heyrðirðu hvernig hann Brynki Iiraut undir prjedikun- innif Það var hneyksli. — Já, hann vakti mig þrisvar sinnum með hrotunum í sjer. Slysavamaf jelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minning'arkort, tekið móti gjöfum. áheitum, árstillögum m. m. Regnhlífar teknaj til viðgerðar. Breiðfjörð, Laufásvegi 4. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjamabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. Kelvin Diesel. — Sími 4340. Ró80l-Goldcr8am (nætureream) hefir í sjer þau efni sem hreinsa öll óhreinindi úr húðinm og gera hana hvíO og mjúka. Rósól-snow (dagcream) er hið ágætasta eream undir púð- nr og hefir alla þá kosti sem á rerður kosið um besta dagcream- H.f. Efnagerð Reykjavíknr Kem. tekn. verksmiðja. Daufur væri máltíðarlaus pagur og dauf er máltíð án Haupmenn os kaupijelðg! Kartöflumjölið góða, er komið : aflur. Rúðugler höfum við fyrirliggjandi. — Aðeins lítið óselt. Eggert Kristjdnsson & Co. )) feiriHm % I # / .• r< ^ * jv> k ^. 'cr /í li: / a!uneqiPH $ •§ % \ j/ / I * % . . ffiu; .........amfasfc jSemuk Ututt í**i*vtt 34 Jbtxúx J300 Jttjjtiaoík. Fullkomin kemisk hreinsun á allskonar fatnaði. Litum allskonar fatnað og tau í flestum litum. Einnig gufupressum fatnað yðar, með stuttum fyrirvara MJÖG ÓDÝRT. Nýtísku vjelar. Bestu efni. Sækjum og sendum. Munið, Efnalaug Reykjavíkur, Laugaveg 34, sími 1300» Bló & Avextir Hafnarstræti 5. Fallegur grafinn krystall, nýkominn. Einnig greinar og margeftirspurðir kaktuspottar. Kaktusar og jólagreinar koma 9. des. Daglega til jóla: Jólakaktusar og jólagleði. ■ 8YSIURMR. 60. lýsingar um sjálfa yður, sagði blaðamaðurinn. — lím að gera að vekja forvitni almennings. Til dæmis, hvað fjekk yður til þess að fara að leggja st’und á leiklist. — Aðeins köllun mín, sagði Lotta. Ljósmyndarinn kveikti annan blossa og þakkaði. Blaðamaðurinn þakkaði líka og svo fóru þeir fje- lagar. Næsta dag kom mynd af Lottu í „Mittagspost“ og grein með, sem reyndi ekki að dylja illvilja sinn eða tilraunir til að vekja andúð gegn henni. Hún var sögð vera ríkur erfingi, sem út úr leiðind- um og af fyrirtekt vildi nú reyna sig á leiksviði. &i það var nú ekki verst. f „Abendcourir“ var ötoiur mynd og „viðtal“, þar sem Lotta var látin hafa sagt, að hún hefði farið út í leiklistina af vónbrigðum yfir því, að ekkert hefði orðið úr hjónabandi hennar og Ried baróns. — Vitanlega hefði jeg heldur viljað verða kona barónsins, átti hún að hafa sagt. — En það gengur nú svona í Keiminum, að björtustu vonir verða stundum að elígu. Og þegar ekki tókst að komast meðal betra fólksins á þann hátt — þá er þó altaf hugsanlegt, afi mjer takist það á þennan hátt. Gerða Donath kom þjótandi og var æf af reiði. —. Svínið að tarna! sagði hún. — Jeg er nú búin a.ð láta hann heyra álit mitt á honum, svo ekki e£ hægt að mis^kilja það. En hann bara hló upp í e|5ið geðið á mjer. Annað hvort hefir þú verið of ajtundin við hann, eða þá að hann hefir skipun frá foerri stöðum. Það ber að vísu sjaldan við, að Ried fíarón skifti sjer af því hverju þeir smyrja upp, etí það eru þó einstöku dæmi þess .... Við hringdum til Tucher, en Tucher áleit ekki, að neitt væri við þess að gera lagalega sjeð. Lotta hafði hvort eð var leyft viðtal við sig. Og það væri blaðamanna siður að hafa það eftir fólki, sem þeim sjálfum dytti í hug. Það mætti náttúr.ega reyna að heimta leiðrjettingu, en hins vegar væri óráðlegt fyrir byrjanda eins og Lottu að leggja í opinn bardaga við blað. Það væri betra að Jeita liðsinnis hjá gömlu, vönduðu blöðunum .... Og við hittum að máli ritstjóra eins slíks blaðs. Gamall virðulegur maður með hvítt toppskegg og hornspangargleraugu tók móti okkur. — Það er föst regla okkar að gefa okkur ekki í orðakast við þessháttar blöð. Og jeg vil eindreg- ið ráða yður til að iáta það ógert. Vitanlega skil jeg það, að æskuhugsjónir þær, sem vitanlega hafa komið yður út á þessa braut, hafa fengið slæmt áfall við að verða fyrir svona dónaskap — en þessir náungar geta ekki skaðað yður. Jeg er sjálf- ur í leikhúsagreininni og yður er óhætt að trúa mjer. Borgin okkar hefir það mikinn áhuga fyrir listum og smekkur fólks er svo sjálfstæður, að ef um hæfileikafólk er að ræða á annað borð, getur það verið víst um að vinna aðdáun þess, og yður er alveg óhætt ef þjer hafið nokkuð gott fram að bera. — Þá geta þessir sorpritarar ekkert ógagn gert yður, þó þeir spúi eitri og galli. Samtímis hafði leikhússtjórinn við „Komödien- haus“ komið af stað öðrum greinum, sem áttu að vega móti sorpgreinunum. í þessum greinum var Lottu lýst sem vel uppalinni stúlku frá efnaheimili. Alt frá barnæsku hefði hún orðið fyrir aðdráttar- afli leiksviðsins og þetta afl hefði verið svo mikið, að þess vegna hefði hún drepið hendi við ríkri giftingu, orðið ósátt við sitt fólk, o. s. frv. Þessar greinar urðu einnig til að ergja Lottur, og með rjettu, fanst mjer. Og þeir ergðu líka bestu. og heiðarlegustu leikdómarana. Og morguinn sem. frumsýningin átti að vera, kom meinfyndin grein. um öll þau brögð, sem blöðin misbeita til þess að gera leikfólk vinsælt áður en það hefir af sjálfs- dáðum nokkra vitund til þess unnið. — O, seis-sei, lofaðu þeim bara. . . . sagði Lotta og ypti öxlum. Þennan dag var engin æfing, svo hún gat hvílt sig. Hún ljek á fiðlu sína klukku- stundum saman, og æfði kannske sama smákafl- ann tíu sinnum, eins og það væri fyrir öllu, eins og á stóð. Um fjögurleytið síðdegis kom gestur. Hann var fremur illa til fara og kom inn í stofuna án þess að fara úr yfirhöfninni. Hann setti sig í stellingar beint frammi fyrir Lottu og sagði með miklum hátíðlek: 1 dag eru straumhvörf í lífi yðar. Byrj- unarleikur, sem beðið er með slíkri óþolinmæði sem getur algerlega ráðið öllum listferli yðar.-. Hann gildir líf eða dauða, ef jeg mætti svo að orði komast. Þjer verðið að hrífa áheyrendurna og vitið þjer, hvað til þess útheimtist? Aðeins lítill hópur manna, sem hlær og klappar á rjettum stöðum, fólk, sem sleppir sjer af hrifningu og hrífur hina áheyrenduma með sjer .... og þessa menn hefi jeg á valdi mínu. Lotta glápti á manninn, án þess þó að taka fiðluna frá hökunni. — Jeg skil yður ekki, sagði hún. — Tíu eða tólf hrifna unga menn. Aðeins fyrir ókeypis aðgöngumiða og fáeinar krónur,- svo að þeir geti einu sinni fengið almennilega að jeta,. eru þeir fúsir til að klappa skinnið af höndunum. Mjer fanst maðurinn vera býsna hlægilegur með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.