Morgunblaðið - 23.12.1934, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
Útgef.: H.f. Áfvakur, Reykjavfk.
Hltstjórar: Jón JBLJartasiseoii,
Valtýr SKefánasen.
Ritstjórn eg afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Sfrai tðOO.
Auglýsingastjóri: B. Hafberg.
Auglýsingaskrifatofa:
Austurstrætl 17. — 81ml 1708.
Helmasfinar:
Jám KJartanssen ir. 8742.
Vaitýr StefAnsson ar. 4Z20.
Árnl óia ar. 5046.
E. Hafberg nr. 8770.
ÁjkrtftagJald;
Innanlands kr. 2.00 & m&nnftl.
tJt&nlands kr. 2.60 á náouQl
1 lausasöiu 10 aura eintakið.
20 aúra meU Lesbók.
Þeir þorðu ekki.
Síðasta málið á dag.skrá sam-
einaðs þúigs kl. 2 í gær, var þings
ályktunartiliaga Sigurðar Kristj
ánssonar, um þjóðaratkvæði um
ríkisrekstur atvimmvega og rík
iseign jarða.
Svo sem kunnugt er, samþyktu
rauðliðar fjölda af nýjum ríkis-
einkasölum. Akveðið er að halda
áfram á þessar braut og er skipu
lagsnefndinni eða „Rauðku‘‘ ætiað
að undirbúa allsherjar þjóðnýt
ingu, þótt þetta geti reyndar
orðið tafsamt, fyrst Sjálfstæðis-
mönnum er gefinn kostur á að
vera í nefndinni.
Þá lá einnig fyrir þinginu frum-
varp, er stefndi að ríkiseign allra
jarða á landinu. Frumvarp þetta
dagaði að vísu uppi á þinginu, en
rauða fylkingin mun reyna í
vekja það upp aftur.
Sigurður Kristjánsson fór nú
fram á það í tillögu sinni, að
þjóðaratkvæði yrði látið fram
fara um þessi mál. Hann leit svo
á — og það rjettilega — að ekki
væri aðeins óeðlilegt, heldur blátt
áfram fullkomið gerræði, að Al-
þingi, eins og það nú er skipað,
fari inn á þjóðnýtingu sósíalista,
án þess að þjóðin sje áður um
það spurð, hvort hón vilji að svo
verði gert.
En rauðu flokkarnir höfðu ekki
kjark til þess að láta slíkt þjóð-
aratkvæði fram fara. Þeir höfðu
einu sinni ekki kjark til þess að
ræða tillögu Sig. Kristjánssonar.
Þeir tóku tillöguna ót af dag-
skrá og Ijetu hana daga uppi.
Eji þó fiS þannig væri farið að,
mun þjóðin halda þessum málum
vakandi og verður handjárnaliðið
á sínum tíma krafið reiknings-
skapar sinna gerða í þessum mál-
um sem öðrum.
Fjörutíu tímar í dönsku. Þessi
bók er víst orðin fágæt. Þess
vegna vakt.i það at.hygli, að Fram-
xóknarmaður einn kom inn í bóka-
hnð hjer í bænum fyrir skömmu
og bað um þennan bækling. Hvern
skrattann ætlar þó að gera við
; Itaf spurði nærstaddur maður.
•Ió. það getur verið gott að hafa
bókina, ef maður skyldi sigia.
Ert þó þá a.ð sigla? spurði maður-
inn. — Nei, nei, ekki jeg. Það var
hann Eysteinn ,sem bað mig að
ótvega sjer bókína. Hann ku eiga
■ að sigla hráðum, og það á að
skrifa hókina hjá ríkissjóði.
Jólapottar Hjálpræðishersins.
Lóðrasveitin mun spila við trjeð
á Austurveili í dag kl. 3—5 ef
voð ur leyfir. Oll hörn sem verða
vifistödd fá með sjer heim sjer-
staka jólakveðju. Látið framvegis
Sfóða í pottunum.
Sunnudaginn 23. des. 1934.
Sogsvír
sfærsta framlarasporið.
Mjðg hagstæð lánskjor
vegna góðs fjárhags
raiveiíunnar.
Eaforkan þrcfaldasf en
útgjöldin svipuð og áður
Viðtal við Jón Þorláksson borgarstjóra.
Sogsvirkjunin er stærsta framfaraspor, sem
stigið hefir verið hjer á landi, síðan símamálið
var leyst.
I eftirfarandi vsðtali gerir Jón Þorláksson
horgarstjóri grein fyrir því, hve lánskjörin á
Sogsláninu eru hagkvæm, hvernig tókst að lækka
vaxtatapið af lánsf jenu o. fl. — Hin góðu lánskjör!
hygðust á Jsví, hve f járhagur núverandi rafveitu
stendur traustum fótum.
Með Sogsvirkjuninni fá bæjarbúar þrefalda
raforku fyrir svipað verð og J>eir greiða nú fyrir
rafmagn sitt.
Er full ástæða fyrir bæjarbúa, að fagna J>ví,
hve vel hefir tekist með undirbúning þessa stór-
felda framfaramáls.
Jón Þorláksson borgarstjóri
kom heim í gær með Dettifossi.
Skömmu eftir að hann steig á
land hafði Morgunblaðið tal af
hoitum, til þess að fá nánarí
fregnir en áður voru komnar af
erindislokum hans ytra, um
lántökuna, tii Sogsvirkjunarínn-
ar og undirbúning undir fram-
kvæmd verksins.
Erfiðir samijingar.
— Það er þá fyrst frá að
segja, segir borgarstjóri, að
samningarnir í Stokkhólmi við-
víkjandi lántökunni voru að
ýmsu leyti mjög erfiðir og
þreytandi.
Kom það m. a. til af því, að
þetta er í fyrsta sinn sem við
íslendingar tökum lán í Sví-
þjóð, og Svíar ókunnugir okkur
og högum okkar.
En auk þess reyndist það svo,
að samningar allir urðu flókn-
ari og margbrotnari þar, en
reynslan er um samninga, sem
gerðir hafa verið í London,
fleiri atriði, sem Svíar vilja
taka til greina og samnings-
ainda.
Ýmislegt viðvíkiandi'! aðal-
framkvæmdum verksins og sölu
á efni til virkjunarinnar óíst
inn í samningana um lánið og
gerðu þá flóknari og erfiðarí.
Enda fór það svo, að samn-
ingagerðin stóð yfir í lfa mánuð.
Al’ .a þann tíma var togast á
um ýms atriði er skiftu máli.
Er mjer óhætt að segja, að all-
ir, sem við samningagerðina
unnu, voru orðnir þreyttir þeg-:
ar alt var komið í kring.
Útborganir og vaxtatap.
Af samningsatriðum, sem
ekki eru þegar kunn hjer, held-
ur borgarstjóri áfram, tel jeg
þessi markverðust:
1. Við höfum rjett til að
borga lánið upp að nokkru eða
öllu árið 1945, ef það á þeim
tíma þykir hagkvæmt, eða hve-
nær sem er eftir þann tíma.
2. Þá getur það og orðið hag-
kvæmt fyrir okkur, að við hfum
ekki skyídugir til að sæta út-
drætti á brjefunum, ef við í
tæka tíð, áður en ótdráttur á að
fara fram ,getum útvegað nægi-
legt af brjefum á annan hátt, í
næstu afborgun.
Er þetta samningsákvæði mik
ils virði, ef svo skyldi fara, að á
kauphöllurn, eða á annan hátt
yrði hægt að fá brjefin fyrir
lægra verð en nafnverð.
Bankinn gerir óað-
gengilegar kröfur
um yfirfœrslur.
— Tvent var það, sem mest-
um ágreiningi olli við samning-
ana.
Enskilda Bank gerði í fyrstu
mjög strangar kröfur um það,
hvernig tryggja skyldi bankan-
um yfirfærslur á afborgunum
lánsins, kröfur, sem var að mínu
áliti ómögulegt að ganga að.
En hluturinn var, að fordæmi
var frá Noregi svipað, viðvíkj-
andi láni sem pappírsverksmiðj
an Union fjekk hjá enskum i
banka í sumar.
Þar var svo ákveðið, að allur
gjaldeyrir fyrir vorur, sem verk ;
smiðjan seldi til útlandá, skyldi
ganga gegnum þenna banka, og
hann eiga forgángsrjett til f jár-.
ins upp í vexti og afborganir!
af láninu. i
Tilsvarandi kröfur voru hjer
í upphafi gerðar til ísl. stjórn-
arinnar, en ómögulegt að ganga ;
að þeim, og lyktaði þetta með ;
almennu ákvæði í samningnum,:
að ríkisstjómin ábyrgist vfir-;
færslur.
Jón Þorláksscn.
Enda er hið norska fordæmi
ekki sambærilegt að því leyti,
að þar er um að ræða einstakt
fyrirtæki, sem á yfir útflutn-
ingsvöru sinni að ráða, en ísl.
stjórnin á ekki þær vörur, sem
hjeðan eru flutíar út til Sví-
þjóðar.
Lánið borgað strax.
Vaxtatap gat orðið
720 þús. kr.
Þá var það og mjög erfitt
samningsatriði, að þess var kraf
ist, að lánið yrði alt útborgað
strax, 5.7 miljónir sænskra kr.
Og síðan væri upphæðin lögð
inn á hlaupareikning í bankan-
um, og útborguð jafnóðum og
nota þarf fjeð ti-3 virkjunarinn-
ar. —
En almennir hlaupareíknings
vextir í Svíþjóð eru aðeins xfa%
á ári. Innlánsvextir í sparisjóð-
um eru þar 2% og taka bank-
arnir ekki við nema smáupp-
hæðum með þeim kjörum.
Með því, að fara þannig að,
hefði vaxtatap alls orðið um
720 þúsund krónpr.
Af þessu 720 þús. kr. vaxta-
tapi eru urn 410 þús. kr. óum-
flýjanlegar, því það eru vextir
af fje því, sem lagt er í virkj-
unina áður en hún er fullgerð
cg er farin að gefa arð.
En þá eru eftir rúml. 300
þús. kr. Telst mjer svo til að
vænta rnegi, að ‘þessa upphæð
hafi tekist að lækka um nálega
200 þús. kr.
En það fekst með þeim hætti
sem hjer segir:
í stað þess að leggja hið ó-
eydda lánsfje inn í sænskan
banka á hlaupareikning, tókst
að fá því til leiðar komið, að
flytja mátti fje það, sem áætlað
er, að nota þurfi í dönskum
krónum til Handelsbankans í
Höfn. En meðan fjeð er þar,
fást af því 3% vextir. Er mjer
óhætt að segja, að þau kjör
fengust fyrir sjerstaka velvild
bankans.
Jafnframt er leyft að flytja
þann hluta lánsupphæðarinnar,
sem áætlað er, að nota þurfi í
íslenskum krónum, hingað til
Landsbankans. Um vaxtakjör
er ekki samið við Landsbank-
ann. En jeg vona að þau verði
viðunanleg.
í En mestur sparnaðurinn varð
; að því, að það tókst að semja
við þrjá aðal-verksalana um að
þeir tækju samtals 700 þúsund
sænskar krónur í skuldabrjef-
um upp í síðustu greiðslur fyrir
verk sín gegn því, að bærinn
skuldbindi sig til þess að endur-
I kaupa brjefin. En brjef þessi
nægja í afborganir 4 fyrstu ár-
í in af láninu.
Kemur þá til greina það samn
ingsatriði, sem jeg nefndi áðan,
að við þurfum ekki að hlíta
útdrætti á brjefunum, en getum
! sjálfir lagt þau til, er svo hent-
i
; ar. —
En vaxtatapið 1 heild sinni
fer vitanlega eftir því, hvenær
verkinu verður lokið. Við höf-
um von um að það megi takast
að Ijúka við það haustið 1936.
En dragist það til næsta árs,
hækkar vitaskuld vaxtatapið
eftir því sem verkið dregst
lengur.
Lánskjörin,
— Hvemig eru lánskjör Sog;
lánsins samanborið við lán þai
sem tekin hafa verið meðal ná-
grannaþjóðanna nú upp á síð-
kastið, spyrjum vjer borgár-
stj óra ?
— Mjer er alveg óhætt að
fullyrða, segir borgarstjóri, að
lánskjör þau sem Reykjavíkur-
bær hefir fengið á láni þessii
verða talin mjög hagkvæm. Jeg
skal t. d. geta þess, að Helsing-
fors, höfuðstaður Finnlands, tók
nó alveg nýlega lán með 5lfa%
vöxtum og útboðsgengi 99%.
En okkar lán er, sem kunnugt
er, með nál. 1% lægri vöxtum,
þar sem vextirnir eru 41/2% og
útboðsgengi aðeins lxfa% lægra
eða 971/2%-
— Er það traust á Reykjavík
og landinu, eða traust á Sogs-
virkjuninni sjerstaklega, sem
orðið hefir þess valdandi, að
við höfum fengið þessi kjör?
! Traustið á fyrirtækinu fyrst
og fremst, svarar borgarstjóri,
sem byggist á afkomu Raf-
magnsveitu Reykjavíkur eins og
hún er nú. Því reikningar raí-
veitunnar sýna, að hún hefir
nú þegar nægilegan tekjuaf-
gang til þess að standa straum
af þessu láni.
Fyrir bæjarbúa þýðir þetta,
að fyrlr mannvirki það, sem nii
á að gera, Sogsvirkjunina, á-
samt núverandi rafveitu þurfa
þeir ekki að greiða hærri upp-
hæð á ári, en þeir greiða fyrir
rafveituna eins og hún er nú,
með eðlilegum vexti iðnaðarins
og auknum fólksfjölda í bæn-
um. —
Fyrir sömu upphæð og bæj-
arbúar nú greiða fyrir rafmagn
fá þeir þrisvar sinnum meiri
orku.
, Nú er rafmagnsnotkunin um
6 miljónir kilowattstunda á ári.
En með Sogsvirkjuninni geta
bæjarbúar fengið 18 miljónir