Morgunblaðið - 23.12.1934, Side 3
Sunnudaginn 23. des. 1934.
kilowattstunda fyrir það sama
verð og þeir nú greiða fyrir 6
milj. kwst.
En 18 miljónir kilowatt-
stunda á ári er sú raforka sem
ráðunautar okkar í Oslo telja
að Reykjavíkurbær þurfi á að
halda — þegar tekið er tillit
til þess, að beerinn fái hitaveitu.
Jeg lít svo á, að Sogsvirkjun-
in verði á engan hátt til þess,
að auka áíögurnar á bæjar-
menn, frá því sem nú er.
En með Sogsvirkjuninni er
bæjarbúum trygð nægileg raf-
orka til iðnaðar og annara
þarfa, jafnframt því, sem raf-
magnsverðið lækkar nokkurn-
veginn að sama skapi sem notk-
unin eykst.
— Er kostnaðurinn við virkj-
unina þegar samningsbundinn?
— Að mestu leyti er svo.
Eftir er að fá tilboð í efni, sem
nemur um 400 þús. kr. Og ó-
samið er um bygging á íbúð-
arhúsi við Sog, svo og bygging
á háspennulínunni austan að
og spennistöð við Elliðaárnar.
Koparþráður er þó þegar
keyptur í leiðsluna, því hann
var á þeim tíma sjerlega ódýr,
en búist við verðhækkun, enda
er hún þegar byrjuð.
— Hvenær verður byrjað á
verkinu?
— Það hefir komið til orða,
að byggingafirmað, er tekið
hefir að sjer aðalverkið fengi
skurðgröfu Flóaáveitunnar að
láni, ef hún þykir hentug \fið
þetta verk. Mætti þá byrja á
því, þó nokkur klaki sje í jörð.
Ept annars er það samningsbund
ið, að öll tæki verði komin aust-
ur og framkvæmdir byrjaðar
fyrir alvöru þ. 1. maí.
-— Hve margir fá atvinnu við
Sogsvirkjunina?
— Eftir lauslega áætlun er
talið að við verkið vinni 200—
250 manns. Eru þá flutningar
ekki meðtaldir, nje vinna við
húsbygging og háspennulínu.
— Þjer mintust á hitaveituna
áðan. Hvað er um það mál að
segja.
— Jeg hefi sagt öllum, að
hitaveitan væri næsta stórvirkið
sem Reykvíkingar leggja út í.
— Að endingu vil jeg taka
það fram, segir borgarstjóri, að
.jeg tel þýðing Sogsvirkjunar
fyrir Reykjavík aðallega liggja
í því, að atvinna bæjarmanna
eykst við það að þeir fá ódýra
raforku til iðnaðar.
Fyrir þau syæðj utan Reykja-
víkur, sem Sogsvirkjunarinnar
njóta, verður gagnið víðtækara,
þar eð þau hafa ekki áður raf-
magn til ljósa eða annara nota,
er Reykvíkingar hafa nú.
— Hve stórt svæði af land-
inu getur í framtíðinni notið
Sogsvirk j unarinnar.
— Jeg lít svo á, að Sogs-
virkjunin sje undirstaðan að
rafmagnsveitukerfi um alt suð-
vestanvert landið
og J>ess vegna megi telja
hana stærsta framfara-
sporið, sem stigið hefir
verið síðan símamálið
var leyst fyrir tæplega
30 árum.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Alþingi slitið.
§tjórnafandstæðingar mæta
ekki viff þinglausnir.
Kl. 6 síðdegis í gær skyldi
fundyr hefjast í sameinuðu
þíngi og þar fara fram þing-
lausnir.
Venjulega hafa þinglausnir
farið fram með nokkurri við-
höfn. Þar nafa m. a. verið mætt
ir fulltrúar erlendra ríkja.
Að þessu sinni fóru þinðlausn
ir fram með sjerstökum hætti.
Þegar kl. var 6 voru aðeins
fáir þingmenn mættir og sjálf-
ur forseti sameinaðs þings ekki
mættur.
Brátt fóru þó þingmenn að
smátínast inn í þingsalinn. En
menn veittu því eftirtekt, að
stjórnarandstæðingar sýndu sig
þar ekki. Þeir hai'a vafalaust
litið svo á, að best færi á því,
að rauða fyikingin væri ein við-
stödd þegar þingi yrði slitið
að þessu sinni. Hún hafði hvort
sem er — á öllum sviðum —
saurgað þessa virðulegu þjóð-
arstofnun, Alþingi, með því að
setja á hana flokksstimpil hinn-
ar þrengstu hagsmunaklíku
rauðu flokkanna.
Enginn fulltrúi erlendra ríkja
var nú viðstaddur þinglau.snir
og stafar það vafalaust af því,
að stjórnin hefir ekki fundið
ástæðu til að gera þeim aðvart.
Athöfnin.
Þegar kl. var 6'4 sló forseti
sameinaðs þings, Jón Baldvin's-
son, í bjölluna og sagði fund
settan. Voru þá mættir 24 þing
menn, allir stjórnarliðar nema
Finnur Jónsson og svo Magnús
Torfason. Sjálfstæðismenn, Ás-
geir Ásgeirsson, Hannes Jóns-
son og Þorsteinn Briem voru
ekki mættir.
Gaf forseti fyrst yfirlit um
störf þingsins.
Þingið hafði staðið samtals
83 daga og alls haldnir 165
þingfundir, 67 í Nd., 69 í Ed og
29 í Sþ.
Alls voru lögð fyrir þingið
145 frumvörp, þar af 37 stjórn-
arfrumvörp. Af þeim urðu 79
lög, þar af 33 stjórnarfrumvörþ.
38 þingsályktunartillögur
voru bornar fram og 22 sam-
þyktar.
Er Jón Baldvinsson hafði
skýrt frá úrslitum þingmála,
mælti hann á þessa leið:
Þetta er fyrsta þingið, semkos
ið var til samkvæmt hinni nýju
stjórnarskrá. 1 henni fólst heim
ild til talsverðrar fjölgunar
þingmanna, enda urðu þeir nú
fleiri en nokkru sinni áður, eða
alls 49.
Alþingi hefir að þessu sinni
afgreitt mörg stórmerk lög; má
meðal þeirra nefna skipulag á
afurðasölu landbúnaðarins inn-
anlands og skipulag á sölu sjáv-
arafurða á erlendum markaði.
Þó að skiftar skoðanir sjeu um
einstök atriði þessara mála,
munu allir sameinast um þá
ósk að til gagns megi verða og
að takast megi að sigrast á
þeim ískyggilegu örðugleikum,
sem atvinnuvegir þjóðarinnar
eiga nú við að stríða.
Bergur Jónssop: Útbýtt hefir
verið nefndaráliti frá meirhluta
kjörbrjefanefndar um kosning-
una í Skagafirði; hefir meiri-
hlutinn gert tillögu í því máli.
Jeg ó.ska að _sú tillaga verði
borin upp hjer.
Forseíi ( j. Bafd.) : Mál þetta
hefir ekki verið tekið á dag-
skrá og er því ekki unt að bera
tillöguna upp.
Jónas Jónsson: Jeg vil tjá
forseta þakkir fyrir ágæta
stjórn á þessu þingi, sem hefir
borið þann árangur, að þingið
héfir gctað afkastað miklu og
góðu starfi. (Hefir Jónas hjer
vafalaust átt við úrskurðinn
fræga 1 upphafi þings).
Steig þá Hermann Jónasson j
forsætisráðherra í forsetastól og |
las upp konungsbrjef um slit j
Alþingis og sagði þinginu slitið. 1
Bað hann þingmenn að minn- j
ast ættjarðarinnar og konungs.
Risu þá 15 upp úr sætum sínum
og hrópuðu ferfalt húrra, en 9
sátu — hinir opinhéru sósíal-
istar. Þeir gátu ekki staðið.
Þar með lauk þessari athöfn
og rauðu samkundunni við Aust
urvöll var slitið.
Sfalin útrýmir
Sinovei v-f lokknum.
flitiin koðar siýtt síórkost-
P legt klóðbað í^RússIaiidi.
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
~ MORGUNBLAÐSINS.
Ráðstjórnin í Rússlandi hefiv
nú látið frjettastofu sina til-
kynna opinberlega, að hún sje
þess fullviss, að Sinoviev og
fylgísrhenn hans hafi ráðið
Kirov af dögum.
Samtímis hefir ráðstjórnin
gefið þá opinberu játningu, að
hún viH sem er, að innan sjálfs
kommúpistafiokksins sje and-
staðfe ekki gegn ráðstjórninni,
heldur sje flokksbrot þetta, sem
fylgir Sinoviev að málum, stað-
ráðið í því, að eyðileggja ráð-
stjórnarríkið cg stjórnarfyrir-
komulag þess með morðum og
öðrum ofbeldlsverkum hvenær
sem færi gefst.
i málgagni ráðstjórnarinnar
Isvestia er ritað rækilega um
þenna vanda, sem borið hefir
að höndum hinnar rússnesku
ráðstjórnar.
Þar er frá því sagt, að Sino-
viev og fylgismenn hans sjeu
beinlínis andvígir stefnu kom-
múnista, en aftur á móti að-
hyllist þeir fascistiska stefnu
og stjórnskipun þýskra Nazista.
Sdnustu afrek
rauðu flokkanna á fllþingi.
Aldurshámark
embættismanna.
j Þetta var eina málið á dag-
skrá efri deildar í gær. Stjórn-
in lagði svo mikið kapp á að fá
frumvarp þetta í gegn, að ekki
mátti slíta þingi fyr en það væri
sarnþykt.
Stjórnarliðið í efri deild sam-
þykti frumvarpið óbreytt eins
og neðri deild hafði gengið frá
þyí og er það þar með orðið að
lögum.
Getur nú stjórnin farið að
leita uppi 65 ára og eldri em-
bættis- og starfsmenn og flæmt
þá frá störfum — þ. e. a. segja
j ef þeir eru ekki rjetttrúaðir.
Hinir fá að sjálfsögðu að sitja
í embættum áfram, því að þeir
verða áreiðanlega taldir svo
ernir „til líkams og sálar“, að
þeir geti setið áfram í embætt-
um.
Síldareinokunin
lögfest.
Þrjú mál voru á dagskrá
neðri deildar í gær.
Meðal þeirra var frumvarp
stjórarinnar um síldarútvegs-
nefnd, útflutning á síld, hag-
nýtingu markaða o. fl. Var að-
eins eftir atkvæðagreiðsla um
sjálft frumvarpið og var það
j samþykt af stjórnarliðinu og
afgreitt sem lög frá Alþingi.
Með þessum lögum er stefnt
að nýrri síldareinkasölu. Ríkis-
sjóður mun eiga eftir að greiða
á aðra miljón króna vegna
þrotabús gömlu einkasölunnar.
Það tekur vafalaust mörg ár að
greiða þetta fje. Þegar svo nýja
einkasalan kemur, ætti hún að
geta bætt nýjum miljónabagga
á ríkissjóð. Svona er öll ráðð-
menska rauðliða.
„Skipulag“
bensínsölunnar.
Annað málið á dagskrá Nd.
var frv. um skipulag á fólks-
ílutningum með bifreiðum —
eða skipulag bensínsölunnar,
eins og það er nefnt manna á
meðal.
Stjórparliðið feldi allar breyt
ingartillögur og samþykti frum
varpið óbreytt; er það þar með
orðið að lögum.
Bensínsalinn getur nú haldið
áfram að úthluta sjerleyfum á
hinum ýmsu vegum, eftir því
hvernig bensín-geymunum er
niður raðað.
Samkomudagur
Alþingis á næsta
ári.
Þriðja málið á dagskrá Nd.
var frv. stjórnarinnar um sam-
komudag Alþingis 1935. Lagði
stjórnin til að Alþingi kæmi
saman 15. mars.
Stalin.
Ennfremur segir í blaðinu,.
að fylgismenn Sinovievs hafi
fram til þessa verið áíitnir rót-
tækir kommúnistar. En nú hefir
Stalin skýrt svo frá:
Nú vitum vjer hverjir eru
skæðustu óvinir vorir og hvar
þeir eru!
Jeg mun ekki hika við það
að útrýma fylgismönnum Sino-
vievs, svo enginn þeirra haldi
Iífi“.
Þá er það og upplýst, að því
er hin rússneska frjettastofa
segir, í rannsóknunum út af
Kirov-morðinu, að fyrirhugað
var, að taka Stalin einnig af
lífi. —-
Páll.
Cilroén
gfaldþrotlð.
Berlín 22. des. F.L.
Vershuiarrjettur ákvað í París í
gær, að bú Citroén verksmiðjánna
skyldi verða gert. upp, og því ráð-
stafað undir eftirliti. i'erksmiðj-
uiram verður loltað frá 23- des. til
3. jan.
Frönsku verklýðsf jelögin hafa
farið þess á leit við stjórnina, að
verkamömnun Citroén sje greidd-
ur atvinnuleysisstyrkur fyrir
þessa. 10 daga, sem verksmiðjurm
ar starfa ekki.
En breytingartillögum við
frumvarpið rigndi niður í Nd„
því svo voru skiftar skoðanir
þingmanna um það, hvenær
heppilegast væri að láta Alþingi
koma saman, að segja má að
hver þingmaður hefði sinn á-
kveðna dag.
Var engin leið að ná sam-
komulagi um þetta og dagaði
því frumvarpið uppi.
Afleiðingin verður sú, að Al-
þingi verður að koma aftur sam
an 15. febrúar, eins og stjórn-
arskráin ákveður.