Morgunblaðið - 30.12.1934, Page 4

Morgunblaðið - 30.12.1934, Page 4
4 MOROTTNBLAÐíFV Sunmidaginn 30. des. 1934. KVENÞJOÐIN OQ MEIMILIN Regnhlifin, Hortogafníin af Kent. Tíska. saga hennar. Það rignir mikið í Reykjavík. Oft sjer maður fjölda regnhlífa á lofti. Þá kynni manni að detta í hug að spyrja með sjálfum sjer: Hvað skyldi regnhlífin vera göm- ul, hvaðan skyldi hún vera runn- in? Regnhlífin er æfagömul, eldri en margan grunar. Þegar á ní- undu öld f. Kr. þekktust einskon- ar regnhlífar. Það voru hlífar sem mátti brjóta saman, og notaðar voru til hlífðar gegn sól og regni. Það er vitað að Forn-Grikkir notuðu slíkar hlífar. En síðan er regnhlífa ekki getið um langan tíma. Við hirð Ilinriks III. Frakka kemur regnhlífin aftur fram. Og árið 1620 segir skáld eitt frá fögrum brunni hjá Heidel- bergsloti, að þar sitji vera með hlíf gegn sólinni. Við könnumst líka við regnhlíf úr sögu Daniels Defoes, „Robinson Crusoe“ ; hann hjó sjer til regnhlíf úr blöðum, notaði sjer hana til skjóls í brennandi sól ©g regni. Kringum 1786 var regnhlífin farin að þekkjast í Englandi. Það var Englendingur að nafni Jonas Hanwey, sem fyrstur sýndi sig úti með regnhlíf. Hann varð til at- hlægis fyrst í stað. En hann kærði sig kolóttan. — Smátt og smátt vandist fólk á að nota regnhlífar, þær þóttu hagkvæmar og með tímanum urðu þær vel sjeðar í Englandi. Hanwey hafði fyrst sjeð regnhlíf á ferðalagi í Austurlönd- um. En það leið nokkuð langur tími uns regnhlíffn .þekitist í Dan- mörku. Fyrst í stað þótti ekki „fípt“ að vera með regnhlíf. Aftur á móti voru regnhlífar orðnar algengar í París um 1769. Var þá hægt að fá þær keyptar hjá farandsölum. Með tímanum fóru regnhlífasmiðirnir að vanda meira til vörunnar Einn festi eins- konar rennur á regnhlífarnar, og átti hún að safna satninu. En mað- ur getur gert sjer í hugarlund, hve þægilegt það hefir verið að burð- ast áfram með slíkt verkfæri í dynjandi rigningu. Annar áhuga- samur regnhlífasali setti hitamæli á regnhlífarnar, og sá þriðji hafði sjálfa hlífina stóra, með smá gluggarúðum í. Loks komu regn- lilífar, svipaðar og nú gerast. — Reyndar hafa þær batnað stórum, eru miklu hentugri og fallegri nú. Alt fram til 1852 voru regnhlíf- arnar úr fiskbeini. En svo fór Englendingur einn að hafa tein- ana úr stáli. Græddi hann 6 milj. króna á þeirri uppfinningu. En regnhlífarnar hafa tekið miklum stakkaskiftum, þær breyt- ast, eftir því hvað tískan býður. Það er ekki mjög langt síðan ]iær áttu að vera langar og mjóar. En nú eiga þær að vera stuttar og gildar. Og það nýjasta nýtt eru þær regnhlífar sem hrjóta má saman og koma fyrir í venjulegri handtösku.. Áður fyr voru regnhlífarnar mjög stórar um sig og hvelfdar en nú eru þær miklu minni a. m. k. kvenhlífarnar, og flatari. .Að Mestu Marinu-ölduna er farið að lægja, en það væri samt ekki úr vegi að fá að líta einn af kjól- um hertogafrúarinnar af Kent. Eins og kunnugt er hefir skap- Samkvæmiskjóllinn 1935. Þessir samkvæmiskjóll er af nýjustu tísku kjörinn samkvæmis- kjóll á nýa árinu. - p s .'^4$ >&5S ast ný tíska, Marínu-tíska, upp á síðkastið, sem kend er við her- tegafrúna. Það tískast nú mest Marinuhattar, — Marinuilmvötn, Marinuslá, Marinulitur o. s. frv. Þaú verður ekki neitað, að Marina prinsessa hefir sannarlega farið I hina mestu siguruför, unnið margra hjörtu. ! Hjer á myndinni er hertogafrú- in í kjól úr silfurlamé, í grískum stíl, sem hún hefir einmitt miklar mætur á. Sláið er úr „transparent" með síðar axlir og mjög víðar ermar. Við sjáum á myndinni að Marina prinsessa er fögur kona. Hún hefir góðan smekk og virðist í alla staði sóma sjer vel sem her- togafrú af Kent. Hann er úr hvítu, þykku silki, með ferhynt hálsmál, og dálítil „rifa“ er upp í pylsið að framan. Kjólinn er líka með slóða. En til þess að bera slóða, svo vel fari, þarf bæði æfingu og yndisþokka. Auk þess hátíðlegan stað og stund. Blússan, ef blússu skyldi kalla, því að hún er ekki annað en stærðar raglanermar, sem tylt er saman með lykkju að aftan, og stór slaufa, — er sjerlega snot- ur og óvenjuleg. Hún er ilr svart- og hvítröndóttu flauel, eða taft- silki. Hvíta Maja er þessi stúlka Jtölhið. Hún er dönsk dansmær og heitir Maja Cliristensen. Fyrir skömmu var hún tekin föst í ítalíu, grunuð um það að haf'a verið í vitorði með samsærismönnum, er stóðu að morðum Alexanders konungs og Barthou. Lilian Harvey hefir nýlega ráðist hjá öðru kvik- myndafjelagi lieldur en hún hefir leikið fyrir áður. Og hjer á mynd- inni sjest hún vera að undirskrifa kaupsamninginn, se'm tryggir henni margar þúsundir dollara á mánuði. vísu eru þær ekki eins skjólgóðar, en þær eru miklu snotrari og þægilegri en gömlu regnhlífarnar. Hún skipaði þeim að dvelja hveitibrauðsdagana í stóru ísliúsi, með húsbúnaði öllum rír ís. Húsið hafði hún bygt út í miðri tjörn, sem lögð var ís. Matreiðsla. Smurt brauð og einn heitur rjettur. Hjer á eftir fylgja einn lieitur rjettur og noltltrar sortir af smurðu brauði, sem þó allar eru mjög einfaldar. Auðvitað getur maður haft fleiri teg. af smurðu brauði, hafi maður ástæðu til þess, og svo er einnig framreiðsla á osti, salötum og öðru smávegis, sem tillieyrir jólaboðunum, og er mjög þægilegt að notfæra sjer þá fram- reiðslu, því það má úthúa áður en gestirnir lioma. Þessi samsetn- ing af rjettum er ætluð sem kvöld- verður eða hressing á dans- eða spilakvöldum. — Með þessu má drekka öl eða annað sem henta þykir. Tartelettur með svínslæri og grænum baunum. 60 gr. smjörlíki. 50 gr. hveiti. %1. kjötsoð og mjólk. 1 kg. grænar baunir. 300 gr. svínslæri. Tartelettur. Smjörlíkið er hrætt í potti. Hveiti hrært út í og þynt út með kjötsoðinu og mjólkinni og soð- inu af grænu baununum. Þegar sýður er svínslærið, sem er mjög smátt brytjað, og grænu baunirn- ar látnar út í. Saltað eftir smekk. Tarteletturnar hitaðar inni í ofni, settar á heitt fat og tarteletturnar fyltar með jafningnum um leið og þær eru bornar inn. Þennan jafning má búa til áður og hita hann upp, rjett áður en hann er borðaður. Kindakjötssteik. Best er að nota sem heillegasta og sem stærsta steikarbita. Kjötið er skorið í sneiðar, sem helst eiga að vera dálítið stærri en brauð- sneiðin, sem á að leggja þær of- an á. Þar á er sett gúrkusalat í hrúgu, eða asíur og rauðrófur. í kringum ]>að súra er fallegt að setja brúnt soðhlaup, sem skorið ér í ræmur með rifluðum hníf. Þannig má setja allskonar steikur ofan á smurt brauð. Rjúpur eða hænsni. Rjúpna eða hænsnabrjóst er skorið í sneiðar og raðað ofan á brauðsneið. Þar á er sett tilheyr- andi sósa. Ofan á rjúpnasósuna er sprautað þeyttum rjóma um leið og það er borið inn. Hangikjöt or hrærð egg. Ilangikjötið er skorið í mjög þunnar sneiðar, sem lagðar eru ofan á brauð, svo þær standi jafnt úf af öllum köntum. Þar á eru lögð lirærð egg í hrúgu. Einnig er gott að setja ofan á hangiltjöt eina eggjasneið eða grænar baunir í jafningi. ítalskt salat. Salatið er látið á smurt rúg- brauð, og skreytt með tómatsneið- um. (ítölsku salati liefir áður ver- ið lýst í blaðinu). Franskt salat. 2 éggjarauður. y2 tesk. salt. 1 tesk. edik. 16 mask. salatolía. 125 gr. flysjuð epli. % kg. ananas. Rauður ávaxtalitur. Mayonnaisen hrærð. Eplin og ananasið brytjað í aflanga bita og látið saman við. Ávaxtalitur lát- inn í svo það verði bleikrautt. Humar með mayonnaise. Fisksoð er síað vel, mælt og hitað. í 2 dl. af fisksoði eru settar 3 pl. af matarlími. f það er sett salt eftir smekk og rauður litur- Síað í skál, sem er skoluð innan úr köldu vatni. Þetta er gert daginn áður en framreitt er. Oseytt rúgbrauð er skorið í sneiðar, og liver þeirra skorin í tvent, og sneiðarnar lagaðar þann- ig að þær verði ferlcantaðar. All- ar skorpur skornar af sneiðunum og þær smurðar með smjöri. Þar á er settur humai' og mayonnaise sprautað ofan á. Þar á er sprautað hinu rauða fisksoði í hring. Smurt brauð með epli. Fræhúsið er stungið úr stóru, rauðu epli, og það skorið í sneiðar, óflysjað. Hveitibrauð er skorið frekar þunt og skorið kringlótt eins og eplissneiðin. Brauðið er smurt og eplasneiðin sett þar ofan á. Þar sem fræhúsið var er nú ein banan- sneið sett og þar á rifin piparrót. Gott er að leggja eplasneiðarn- ar í vínblöndu í 10 mín. áður en þær eru settar á brauðið. í stað- inn fyrir banansneið og piparrót má setja rauðberjahlaup. Bakki fallega skreyttur ýmsu góðgæti.. Á bakka, sem er 40—50 em. langur, er sett brjefservietta. Á annan enda fatsins er settur gler- diskur með smjörkúlum í topp.Sitt livoru megin við diskinn eru sett fallega rauð epli. Þar við hliðina á er sett ósætt kex í bunka og við liliðina á hinu eplinu hveitibrauðs- sneiðar í bunka. Ostur er skorinn í ræmur og lagður smekklega upp með rauðu eplunum. Fyrir innan ostinn er sett glerskál með frönsku salati, og er hún á miðjum baklcanum. Á hinn endann á bakk anum er raðað appélsínum og epl- um og þar yfir ostástöngum. Nú er allur bakkinn skreyttur með jólatrjesgreinum, og hnetur og rú- sínur eru látnar í kringum salat- skálina. Helga Sig-urðardóttir. Matvæli og tóbaksreykur. Matvæli, sjerstaklega kjöt, ostar og smjör, eru næm fyrir tóbaksreyk. Þess vegna má ekki geyma þau í herbergi þar sem reykt er. Þau fá ekki að eins á sig óbragð heldur geta myndast í þeim eiturefni í sambandi við tóbaksreykinn. Dökkar blússur — Ijós pils_ Það hefir þótt fallegra að hafa bhissuna heldur ljósari en pilsið. En aftur á móti tíðkast það mjög nú að blússurnar sjeu dökkar úr flauel, t. d. eða ull en pilsin alveg ljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.