Morgunblaðið - 17.01.1935, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 17. jan. 1935.
Utgerðardeilan.
Á undanförnum árum hafa
komið frá sjávarútgerðinni á ís-
landi, yfir 90 kr. af hverjum 100
kr virði, sem flutt hefir verið
til landsins af vörum, þörfum og
cþörfum. Og yfir 90% af því sem
greitt hefir verið út úr landinu í
vexti og afborganir af öllum mil-
jónatugunum, sem ríkið bankarnir
og landsbúar skulda utan lands.
Og yfir 90% af því sem út úr
landinu er greitt til ábyrgðar og
tryggingarfjelaga.
Og yfir 90% af því, sem íslend-
ingar þurfa að gjalda fyrir sig í
öðrum löndum, og sem þeir fá til
þess að leika sjer fyrir þar og
drekka út-
Afli togaranna að mestum mun,
og útgerðin yfir höfuð, hefir gert
mikið meira. Hún hefir líka lagt
— beint og óbeint — eitthvað ná-
lægt 90 kr. af hverjum 100 kr. í
ríkissjóðinn. Frá útgerðinni hafa
því vaxið allar verulegar endur-
bætur hjer til lands og sjávar.
Jarðabætur, samgöngubætur, húsa-
bætur, frjettafleygir, atvinna í
kaupstöðum og atvinnuleysis
gjafafje.
Hverjir hafa komið þessu öllu
á stað, og hjálpað sjómönnum og
verkafólki til þess að halda því
uppi ?
Það er fjöldi manna, með að-
stoð bankanna. Bn þó þeir einir,
sem hafa þorað það og tímt því,
að leggja í áhættu, til hagsbóta
fyrir þjóð sína, sumir nokkuð af
eignum sínum (oftast samandregn
um með dugnaði og ráðdeild á
mörgum árum), aðrir hafa lagt
til þess aleigu sína, eða því sem
næst.
Nú hafa þessir menn tapað sínu
framlagða fje, sumir að miklu
leyti, sumir að öllu leyti,
cg sumir hafa orðið að bæta
raiklu þar ofan á, í töp og ábyrgð-
ir.
Meginhluti af tapi þessu og
erfiðleikum útgerðarinnar nú, tel
jeg þá menn seka um, sem með
rógi, undirferli og lýgi um áníðni,
fjárdrátt og stórgróða, hafa vakið
og viðhaldið þeirri óstöðvandi öldu
öfundar og haturs til vinnuveit-
enda, og heimtufrekju fólks, til
þess að binda útgerðinni þyngri
byrgðar en hún hefir orku til að
bera. í stað þess að hjálpa til og
greiða fyrir, er ár eftir ár bætt
við nýjum þunga á þær herðar,
sem eru að hníga undir byrðinni.
Fáfróðir eru þeir, sem ekki vita
það, og hugsanasnauðir eru þeir,
sem ekki trúa því, að atvinna
fólksins í landinu og líf vort allra
íslendinga, sem sjálfstæð og fjár-
ráða þjóð, blaktir nú á því skari,
hvort útgerðin fær að starfa í
friði eða ekki.
Bn hvað hefir nú verið gert til
þess?
Á síðasta — svokallaða — Al-
þingi, voru öll ráð tekin af út-
gerðarmönnum. Allar tillögur
þeirra til viðreisnar og endurbóta
útgerðinni, hundsaðar og drepnar.
Bn þéss í stað koma bændur og
aðrir — sumir, sem aldrei hafa
fengist neitt við útgerð og hafa
ekkert vit á henni — með kúgun,
ofríki og einokun, eftir óskum og
ráðum kommúnista. Þar kom fram
þakklæti þingbænda, fyrir fjár-
framlögin ti] allra framkvæmd-
anna í sveitum, og 12 miljóna
kreppuhjálpina.
Samhliða þessari „kommúnist-
isku samkundu“, geta svo nokkr-
ir menn þ. 15- nóv. heimtað nýjar
kröfur og kauphækkun af útgerð-
armönnum.
Og sjómenn þola það, að fjelags-
stjórn þeirra lætur sjer sæma að
auglýsa slíka samþykt, eins og
lagaboð fyrir alla útgerðarmenn,
án þess einusinni að virða þá við-
tals áður. Og svo þegar fyrsti tog-
arinn á þessu ári ætlar á veiðar,
roeð óbreyttu kaupi og kjörum
sjómanna frá því sem verið hefir
og var nú líka á öðrum togúrum,
þá lætur Sjómannafjelagið sjer
aftur sæma, að stöðva heldur skip-
ið en að fresta framkvæmdum og
leita samkomulags.
Svo þegar aðrir útgerðarmenn
vilja ekki heldur beygja sig auð-
mjúltlega undir atkvæða-úrslit
fárra manna, þá rýkur Al-
þb]. upp með feitletraðar fyrir-
sagnir og langar greinar um svik
og ósvífni útgerðarmanna. ,, , ,,
Þetta skeður á þeim tíma, sem
allramest er þörfin fyrir útlendan
gjaldeyrir til vaxtagreiðslu óg
skuldaskila, og á þeim tíma, sem
útlendur gjaldeyrir getur fengist
daglega, samtímis og selt er. ís-
íisksalan bjargar að jafnaði ein-
hverjum brýnum þörfum, og því
hafa útgerðarmenn ráðist í hana,
þó þeir skaðist oft stórköstlega á
Renni, og skaðinn muni fyrir þá
'út af fyrir sig,oftar verða meiri
én hagnaðurinn, til jafnaðar.
Hvað segir nú ríkisstjórnin um
þessa vini sína, um aðferð
jtjórnar Sjómannafjelagsins, og
jim málsflutning AlþýðubJaðsins?
Hvað segja þeir um þetta út-
lendu lándrotnar vorir, og fiski-
kaupendur ?
Hvað segja, bankastjórarnir
bjer og bæjarstjórnin?
Hvað segja sjómennirnir sjálfir,
þurfa þeir enga atvinnu, eða verka
fólkið?
Hvað segja þeir sjómenn og
bátaeigendur, sem hafa selt fisk-
inn til togaranna, gegn skjótri
greiðslu, vissu og háu verði?
Hvað segja bændur og allur al-
raenningur í landi?
V. G.
Dánarfre^n.
Norðfirði í gær.
í gær Ijest hjer á Norðfirðí Jón
ísfeld, kaupmaður eftir þunga
]egu. Hann var aðeins 48 ára
gamall. Talsvert hefir borið á
veikindum hjer í bænum undan-
farið. 1 dag er hláka og snjólaust
að mestu. Engin síldveiði enn sem
komið er.
Neumann i fangelsi.
Verður líklega fram-
seldur.
Þýski kommúnistinn og fyrver-
andi ríkisþingmaður Heinz Neu-
mann, var tekinn fastur í Sviss
f'yrir skemstu og dæmdur í 14
öaga fangelsi fyrir að hafa (lval-
ist þar með falskt vegabrjef. Senni
legt er að hann verði síðan fram-
seldur til Þýskalands, því að lög-
reglan þar hefir verið að leita að
honum og eru honum bornar þær
sakir á brýn að bann hafi myrt
mann.
Hauplmannsmállð.
Hægra megin mynd af Hauptmann. Vinstra megin bústaður
Lindberghs, þar sem barninu var rænt.
Edvard Riley verjandi Haupt-
manns héfir skrifað Röosevelt
forsétá óg farið fram á það, að
þrír lögreglúþjóiiar, seto byrjifðvi
rannsóknina á máli Hanptmanns,
verði leiddir sem vitni í málinu.
Þeir lieita Sask. Sandberg og
Enos. Bftir því sem málafærslu-
maðurinn segir hafa þeir nú ver-
ið fluttir til St. Antonio og Salt
Jjake City tif þess að þeir verði
ekki leiddir sem vitni.
Málfærslumaðurinn heldur því
fram, að morðákærunni á hendur
Iíauptmann verði ekki hægt að
balda áfram, ef þessir menn
beri vitni, því að þeir hafi kom-
ist að þeirri niðurst.öðvi, að rán og
morð Lindberghsbárnsins getr ekki
verið eins manns verk. Hanh seg-
ist einnig vera hræddur um, að
áhrifamiklir menn í New Jersey
reyni að koma í veg fyrir að sann
leikurinn komi í ljós. Á annan
hátt verði það ekki skilið, að þau
lög voru sett í New Jersey, að
ekki megi kalla vitni í þessu máli
lengra að en 1600 km. frá Flem-
ington í mesta lagi. Það sje eftir-
féktarvert, að allir þessir þrír
menn hafi verið fluttir svo
langt í burtu, að ekki sje hægt
j að stefna þeim sem vitnum, sa.m-
kvæmt þessari lagagrein.
Ný vifni.
London 15. jan. F.Ú.
| Verjandi Hauptmanns varði
aftur í dag næstum því öllum
jtímanum til þess að reyna að
í hrekja vitnisburð rithandarsjer
| fræðinga, sem halda því fram,
að það sje rithönd Hauptmanns,
sem er á kröfunum um lausn-
argjaldið fyrir Lindberghsbarn.
ið.
Nokkur ný vitni komu í dag
til New York frá Þýskalandi,
en enginn virðist vita með
vissu, hver þau eru, en mælt, að
meðal þeirra sje Hanna Fisch,
systir Isador Fisch, þess er
Hauptmann segir að hafi
fengið sjer peningana, sem
fundust í fórum hans, áður en
hann dó. En Fisch var vinur
Hauptmanns.
Adatcbi láfinn.
Hinn 28. desember Ijest í Haag
hinn nafnkunni japanski lögfræð-
ingur, Adatehi, 65 ára, að aldri.
Harín mun hafa verið allra Japana
kuhnugastuf áStandinu í Evrópu
op; húgsunarhætti hvítra manna.
Hann hafði gengt. mörgum trún-
aðarstörfum í Evrópu, var fyrst
við japönsku sendisveitirnar í
París og Róm. Hann var einn af
fulltrúum Japana er gerðu frið-
arsamningana við Rússa 1908. Á
árunum 1916—1928, var hann j
sendiherra Japana í Belgíu, tiðan j
sendiherra í París. — Efíir
stríðið var hann kosinn forseti
Grikkir og Tyrkir
London, 14. jan. FÚ.
Nefnd sú, sem í undanfarin 11
ár hefir starfað að því, að flytja
Grikki og Tyrki úr hvoru land-
inu í annað, og koma þeim fyrir,
skilaði endanlega af sjer störfum
á fundi í ráði Þjóðabandalagsins
í dag. Nefndin hefir komið hálfri
mdjón manna fyrir í nýjum heim-
ilum í þessum löndum.
Paraguay
neitar að hlýða
Þjóðabandalaginu.
nefndar þeirrar, sem átti að jafna
deilumál þjóðanna, forseH þeirrar
nefndar er hafði deilu Ungverja
og Rúmena til meðferðar, förseti
í Koríu-málinu, forseti á fundin-
um, þar sem rædd voru deilumál
Eystrasaltsríkjanna, deilan um
Efri-SIjesíu o. s. frv. Ha.nn var
íulltrúi Japana í Þjóðaþandaíag-
inu og árið 1928 var hánn gerður
að forseta friðardómstólsins í
Haag, og er hann á Norðurlöndum
kunnastur fyrir afskifti sín af
Grænlandsdeilu Nörðmanna og
Dana.
.1, o o ♦
Þá var tekið til meðferðar deilu-
mál Boliviu og Paraguay, en Þjóða
bandalaginu hefir borist svar frá
stjórnum þessara landa, viðvíkj-
andi tillögu til þess um friðar-
samninga..
Svar' Paraguay er á við neitun
um samkomulagstilraunir, og var
skiþuð nefnd til þess að athuga
hvaða ráðstafanir Þjóðabandalag-
ið skyldi gera vegna þessarar af-
st.öðu Paraguy, samkvæmt ákvæð-
um Þjóðabandalagssáttmálans.
Nefndin á að skila áliti sínu innan
48 klukkustunda.
Innbrot í kaþólsku
kirkjuna
í gærmorgun þegar einn bróð-
irinn í Landakoti, kom í kirkjuna
tii að búa uhdir messn, varð harm
þess var að innbrot hafði verið
framið í kirkjuna. Gerði hann.
þegar bisknpi og prestum aðvart.
Háu þeir að mesti helgidómur
kirkjunnar, sem er guðslíkamhús-
ið, var horfið af altarinu.
Guðslíkamhús ér í öllum, ka-
þólskum kirkjum og er haft undir
altarissakramenti. ' á-
Yið rannsókn kom í Ijós, að far-
ið hafði verið inn um bakdyr
kirkjunnar og voru þær stungnár
npp, einnig var stungin npp hurð,
sem liggur inn í kórinn. Einnig
var farið fram í forkirkjuna og
þar brotin upp svonefnd gnðs-
kista, er það samskötakassi.
Ekki mun hafa verið neitt úr
henni stolið, því hún var tæmd.
um seinustu helgi.
Álitið er að innbrotið hafi ver-
ið framið til að stela úr guðskist-
unni, en þegar ekkert vtfr þar að
Iiafa, fóru þjófarnir að altarinu og
tókú hið fyrnéfnda guðslíkamá--
hús og báru út úr kirkjunni, og
brutu síðan upp með éldskörungj,
er tekinn var úr rniðstöðvarber-
bergi kirkjunnar.
Guðslíkamhúsið er járnskápur,
með tvöfaldri hurð og mjög flók-
inni læsingu. í guðslíkambúsiúu'
var geymt silfurker, sem altaris-
sakramentið er geymt í og ýmsir
smámunir. Höfðu þjófarnir ekki
tekið þá með sjer, enda ekki lrægt
að selja nema bræða það upp. •
Þjófarnir gengu mjög þrifalega
um kirkjuna, þó það hefði getað
orðið þeim til mikilla óþæginda.
T. d. lögðust þeir á hnjen fyrir
framan altarið, í staðinn fyrir að
spígspora þar með foruga skóna.
Siglafrfe f aodftH
i AxarfirQft.
Víkingavatni 16. jan. F.Ú.
Síðastliðinn mánudag sást frá
Valþjófsstöðum í Núpasveit
rekald nokkuð á sjónum, fram_
undan svonefndri Magnavík,.
sem er austanmegin Axarfjarð.
arflóa, nokkru innar en Kópa-
sker.
I gær fór vjelbátur frá Kópa-
skeri til að athuga þetta. Reynd
ist það vera siglutrje af skipú
ásamt allmiklu af áföstum vír-
köðlum. Báturinn dró þetta alt
til Kópaskers. Siglutrjeð er ó-
merkt, og talið alt að 20 métra
langt, en þó vantar sýnilega
siglutoppinn.
Hafa þá fundist tvö siglutrje
á Axarfirði á þessum vetri.
Þá segir frjettaritari útvarps-
ins á Víkingavatni, að veður sje
þar hagstætt. Þó setti niður
nokkurn snjó fyrir síðustu hejgí
en í gær var aftur komið þýð-
viðri. Annars hefir verið nær
snjólaust þar í sveitum síðan í
nóv.ember, en meirihluta des-
embermánaðar voru vegir ó-
færir bifreiðum \ egna of mik-
illa þýðviðra.
K. F. U- M. A-D-fundur r kvöld
kl. 8Y2. Síra Bjarni Jónsson dóm-
kirkjuprestur talar. Komið. Allir
karlmenn velkomnir.