Morgunblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 2
m
MOIvGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 21. mars 10J5.
Útgréf.: H.f. Árvakur, Réykjavlk.
Rltatjörar: Jön KJartansaon,
ValtýT Stefánsson.
Rltstjörn og afgrelösla:
Austurstrætl 8. — Slttf 1600.
Auglýslngastjörl: E. Hafbergr.
Augiyslngaskrlf stofa:
Austurstrætl 17. — Blníi S7ð«.
Helr'aslraar:
36n Kjar'.ansson, ®r. S742.
Valtír Btefánsson, Br. 4284.
Árni Óla, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. S7T0.
Áakrlftagjaia:
Innanlands fcr. 2.04 á m&nubi.
Utanlands kr. 2.50 ft mánu'Sl.
t lausasölu: 10 aura :T"trklö.
20 aura meV JjSSbök.
Fráfall
borgarstjóra.
Við fráfall Jóns Þorláksson-
ar hefir þjóðin mist sinn fjöl-
hæfasta og mikilvirkasta fram
fara- og stjómmálamann.
Hann var sá maður, sem
stærstum Grettistökum hefir
lyft í landnámi okkar Islénd-
inga, sem unnið hefir verið
síðustu þrjá áratugina.
Hann var brautryðjandi
hinnar verklegu menningar,
sem rjett hefir við þjóðarhag
okkar íslendinga.
Ungur lagði hann t. d. grund
völl að vegakerfi landsins, 'og
vann að undirstöðu iðnaðar-
mála vorra.
Síðar, er hann tók að sjer
forystu í stjórnmálum, vann
hann sjer alþjóðartraust sem
afburða fjármálamaður.
Hann var, eins og ungur sam-
herji hans sagði í ávarpi til
hans á dögunum, hvorttveggja
í senn, hugsjónamaður og fram
kvæmdamaður.
Hann var raunsær hugsjóna-
maður, er mat framfarahug-
sjónir eftir staðreyndum, og
framkvæmdamöguleikum, en
hafði um leið alveg óvenju-
lega skarpskygni og þekkingu
til þess að koma hverju nytja-
máli, er hann tók að sjer, í fram
Jtvæmd.
Málefnin, sem hann vann að,
framfaramál þjóðarinnar, voru
honum alt í öllu. Mennirnir,
sem komu við sögu, voru hon-
um aldrei aðalatriðið. Þess-
vegna var hann alla tíð hafinn
yfir meðalmensku þá, sem
sprettur af dægurþrasi, þess-
vegna var hann brautryðjandi,
sterkur, ógleymanlegur, öllum,
sem af honum höfðu kynni.
Jón Þorláksson borgarstjóri
Við fráfall hans missa Reyk-
víkingar forystumann.
Með frábærri alúð og ósjer-
plægni hafði hann tekið vanda-
mál Reykvíkinga í sínar hend-
ur.
Undir forystu hans var á
skömmum tíma lagður grund-
völlur að tveim stærstu fram-
faramálum bæjarins, Sogsvirkj-
un og hitaveitu.
Mættu þeir, sem á eftir koma
læra að setja málefni og þjóð-
arhag öllu ofar í starfi sínu,
velja sjer það kjörorð, sem átti
við æfistarf hans frá bvrjun
„Islandi alt“.
Fordæmi hans og starf get-
ur orðið mikilvæg stoð okkur
Islendingum í því viðreisnar-
starfi, sem nú er fyrir höndum.
Öllum landslýð var það löngu kunnugt orðið, að Jón
Þorláksson borgarstjóri ætti við vanheilsu að búa. Sjálfur
gekk hann þess ekki dulinn, að árum saman hafði hann lif-!
að með sverð dauðans yfir höfði sjer.
Sjúkdómur hans var hjartabilun.
Hvað eftir annað höfðu læknar erlendir og hjerlendir
brýnt fyrir honum að hlífa sjer við áreynslu, sem hvenær
sem var gat stefnt lífi hans í beinan voða. ; i
Hvað eftir annað þverbraut hann þau fyrirmæli, vegna
þess að hann mat meira aðkallandi verkefni sín en líf og
heilsu. !
, , , , * * . . :j
En þó almenningi hjer í bæ væri þöttai kunnugt, kom
andlátsfregnin í gærmorgun yfir bæjafbúa sem reiðarslag,!
Menn áttu svo ákaflega erfitt með að sætta sig við’
þá hugsun, þá staðreynd. Undanfarna daga hafði hann;
ekki kent meiri sjúkdómseinkenna én oft éndranðer. Á,
þriðjudagskvöld sat hann fund til kl. 7% og ræddi ýms!
bæjarmálefni. Sex tímum síðar var hann andaður.
Þegar hann kom heim úr utanför sinni, eftir að hann
hafði gengið frá Sogsláninu, var harin þjaknður af á-
reynslu. ',c 'í r:i. • •
Þá varð hann að taka sjer alllanga hvíld, frá störíum.;
En er frá leið gat hann haft fótavist flesta daga# og sint
hinum margþættu borgarstjórastörfufn.
í næsta mánuði hafði hann hugsað sjer að leita heilsu--
bótar og hressingar erlendis, eins og hann hafði gert við
og við undanfarin ár.
Svo mjög var sjúkdómur háns farinri að þjá hann, að
hann t. d. átti erfitt með að njóta hvíldar um nætur.
Og nokkru eftir miðnætti aðfaranott miðvikudags
vaknaði hann sárþjáður. Þó varð eigi vitað í fyrstu, að
líðan hans væyi ískyggileg, fyr en eftir nokkra stund. Þá
varð hann alt í einu mjög máttfarinn. Þá vaf kallað í
lækna. Þeir komu eftir 8—10 mínútuf. En í þeim svifum
andaðist Jón.
: : 1*
Sorgarfánar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæ-
inn í gærmorgun, jafnóðum og fregnin barst út. Allir sem
um göturnar fóru höfðu þettá eina í huga, fráfall Jóns :
Þorlákssonar. Um annað var ekki taiáð. .j
Það verður ekki lengur hann, sem læður fram úr að-
steðjandi vandamálum Reykjavíkurbæjar.
Þingflokkur Sjálfstæðismanna kom saman á fund kl.
11 f. h. Þaðan sendi flokkurinn frú Ingibjörgu Þorláksson
svohljóðandi hluttekningaráv^rp:
„Þingflokkur Sjálfstæðismanna minnist með söknuði
hins mikilhæfa foringja síns og vottar yður einlæga samúð
við fráfall hans“.
Kl. 1 miðdegis var fundur í Sameinuðu þingi, þar pem
Jón Baldvinsson, núverandi forseti mintist Jóns Þorláks-
sonar, rakti helstu æfiatriði hans og mintist síðan á stjórn-
málastarf hans og frábæra hæfileika.
Skotið var síðan á deildarfundum, en þingstörf annars
látin niður falla í gær.
Skrifstofur bæjarihs voru^iokaðar allan daginn.
Það þarf lengri tíma pn dagpart einn, til að taka sani-
an æfiminning Jóns Þorlákssonar.
Fyrir lesendur blaðsins hafa nokkrir vinir og sarn-
verkamenn hans skrifað eftirfarandi greinar, sem gefa
nokkra yfirsýn yfir kafla úr æfi hans, alt frá þroska-
og skólaárum og fram til síðustu daga.
Foringinn.
Okkur vinum Jóns Þorláks-
sonar þurfti ekki að koma and-
lát hans á óvart. I mörg ár hafði
hann þjáðst af hættulegum sjúk-
dómi, sem lagðist á hann með
vaxandi þunga og nú hefir dreg-
ið hann til dauða; og enda þótt
Jón Þorláksson væri skapdulur
maður og bæri sjúkleikann með
frábærri karlmensku, var okk-
ur’ljóst hvert stefndi, og bárum
stöðugan kvíðboga fyrir því, að
verða að sjá á bak honum hve-
nær sem væri og fyrirvaralaust.
En þrátt fyrir þetta stöndum
við nú sem höggdofa við and-
látsfregn foringja okkar. Ef til
vill stafar það af því hverskonar
foringi hann var. Hin sára með-
vitund um það, að skarðið verð-
ur aldrei fylt, að tjónið er óbæt-
anlegt Sjálfstæðisflokknum og
allri íslensku þjóðinni, legst með
lamandi magni á hugi okkar.
Yfirburðagáfur Jóns Þorláks-
sonar, skapfesta hans, karl-
menskulund og ,dreínglyndi á-
kváðu sess hans í stjórnmálun-
um. Jóni Þorlákssyni hæfði ekk-
ert sæti annað en öndvegi. Hann
var vart ‘fyr á þing kominn en
hann tók við forystunni og fór
roeð hana altaf meðan hann sat
á þingi, og raunar alt tii dauða-
dags, því enda þótt hann að
formi til Ijeti af forystu í lands-
málum á öndverðu síðasta þingi,
var hann jafnt eftir sem áður
lang voldugasti maður Sjálfstæð
isflokksins og hinn sanni for-
ingi haiís. Og þannig hefir Jóni
Þorlákssyni farist forystan úr
hendi, að hæpið er, að nokkru
sinni hafi annar íslenskur stjórn
málaforingi haft jafn óskorað
vald í flokki sínum eins og hann,
eins og það einnig er a. m. k.
vafa undirorpið, að nokkur ís-
lenskur stjórnmálamaður hafi
notið trausts, eigi aðeins sam-
herja heldur andstæðinga, um-
fram Jón Þorláksson.
Með vald sitt fór Jón Þorlájcs-
son svo, að við liðsmenn hans
undum ágæta vel okkar hlut.
Hann var ekki ráðríkur, heldur
skoðanafastur. Hann stjórnaði
með rökum en aldrei með ofríki,
og beiddist aldrei neins af okk-
ur annars en stuðnings við þann
málstað sem hann á hverjum
tíma taldi þjóðinni fyrir bestu.
Þessvegna var okkur svo ljett
og ljúft að fylgja honum, ogþess
vegna stóð þingflokkurinn nær
altaf óskiftur að baki foringja
síns, og m. a. þess vegna voru
sumir okkar svo veikir fyrir rök-
um og vilja Jóns Þorlákssonar,
að hann gat ekki altaf haft full
not okkar til gagnrýni á fyrir-
ætlunum sínum.
Jón Þorláksson var mikilmenni,
— einasta mikilmennið, sem þjóð-
in nú atti á sviði stjórnmála. Við
andlát hans raissir þjóðin sinn
mikilhæfasta leiðtoga og við Sjálf
stæðismenn foringja, sem við elsk
uðum og virtum.
Ólafur Thors.
Borgarstjórinn.
Jón Þoriáksson tók að sjer að
vera borgárstjóri í Reykjavlk á
erfiðum tímum, í ársbyrjun 1933.
Því verður ekki leynt, nú við
dauða hans, að það vakti mjög
mikla gleði í huga flestra Iræjar-
búa, og þá fyrst og fremst bæjar-
fulltrúanna, er hann gaf kost á
því að veíta bæjarmálunum for-
stöðu er Knud Zrmsen fyrver-