Morgunblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 4
4
MOR GUNBLAÐTÐ
Fimtudaginn 21. mars 1935.
sem hjer er lýst, er hann áltaf
hlaðinn störfum, og liggur á
þessum árum meira eftir hann
en flesta aðra samlanda hans.
Það nám, sem hann hafði
stundað, ásamt afburða hæfi-
leikum hans og starfslöngun,
gerði hann að einum hinum
þarfasta manni þjóðar sinnar
Stjórnmálaafskifti hans um
langt skeið leiddu til þess, að
hann barst síðar upp í ráð-
herrasæti og varð um eitt skeið
forsætisráðherra. En um þenn-
an kafla æfi hans mun verða
skrifað af öðrum manni.
Jeg minnist Jóns Þorláks-
sonar sem eins hins nýtasta og
merkasta drengskaparmanns,
sem jeg hefi orðið samferða á
lífsleiðinni.
Þorst. Gíslason.
Brautryðjandi.
Jeg sá Jón Þorláksson hið
fyrsta sinn 29. júní 1891. Við
gengum þá undir próf inn í iat-
ínuskólann 12 snáðar víðs vegar
að af landinu. Jeg man eftir, að
jeg þekti fæsta þeirra, er á vett-
vang kom, enda störðum við stór
um augum hverir á aðra, eins
og ferðamenn, sem hafa aldrei
sjest fyr, en vita, að þeir eiga
langa samleið fyrir höndum.
Jeg held, að jeg muni flest,
sem gerðist þennan dag. En þó er
mjer Jón Þorláksson einna minni
stæðastur, er jeg heyrði hann
ganga upp í fyrsta sinn. Hann
svaraði öllu hiklaust og öllu
rjett og var svo rólegur sem
hefði það lengi verið hans dag-
leg aiðja að ganga undir próf.
Inntökuprófinu lauk hann og
svo, að hann tók efsta sætið.
Síðan þekti jeg Jón Þorláks-
son langa ævi, en í mínum aug-
um var hann jafnan sami mað-
, urinn sem þennan dag. Allra
manna skýrastur á alt það, sem
skiþiingur hans náði til, — en
það var margt. Fastmáll og
sljettmáll og auðugur í andsvör-
um, hvort sem hann sótti mál
eða varði. Og loks hin kalda ró,
hið fasta taumhald á ríkum geðs
munum, sem aldrei bilaði.
Skólaganga Jóns var honum
leikur einn bæði hjer og í Kaup-
mannahöfn. Hann þurfti sjaldn-
ast mikið fyrir að hafa, enda var
hann jafnvígur á allar náms-
greinar. Þó skipaði hann ekki
altaf efsta sætið í bekknum, því
að þar sat annar maður, sem var
jafnoki hans um námshæfileika.
En það var Sigurjón Jónsson frá
Klömbíum (nú læknir í Dalvík),
og skxftust þeir Húnvetningarn-
jr lengst af á um dúxsætið.
Jón gaf sig lítið að skólamál-
um. Hann var vaxinn upp úr-
dægurþrasi skólapilta þegar í
neðrj bekkjunum, og heldur en
ekki óleiðitamur, ef reynt var
að hafa áhrif á hann. Við bekkj-
arþr^eður höfðum, eins og lög
ge$a ráð fyrir, fjelagsskap okk-
ar á meðal — til þess að „æva
hæfileika pkkar í riti og ræðu“,
svo sem þá var að orði komist.
En lítið sem ekkert lagði Jón
Þorláksson þar af mörkum, — meira til en þótt akarn hefði
Sigurjón Jónsson hjelt þeim fje- fallið í höfuð honum. Andstæð-
lagsskap uppi að mestu leyti ingum hans tókst aldrei að
einn. Það var ekki fyr en um kvelja hann með öðru en órök-
vorið, er við vorum í 6. bekk, að vísú og heimskulegu hjali. En
jeg heyrði Jón halda ræðu. Svo það tókst þeim líka oft.
stóð á, að nokkur hluti skóla'
piltanna vildi þá flytja skóla
hátíðina úr skólanum og halda
hana einhvers staðar niðri í bæ.
En við vorum þó fleiri, sem ekki
vildum bregða af gamalli venju,
því að hátíðin hafði verið haldin
í skólanum frá því er hann flutt-
ist hingað til Reykjavíkur. Jón
Þorláksson gerðist þá ótilkvadd-
ur framsögumaður okkar, sem
halda vildum trygð við skólann.
Og ræðan, sem hann hjelt þá, er
mjer minnisstæðari en flestar
aðrar ræður, sem jeg hefi hlýtt
á um mína daga. Þegar Jón stóð
upp, hafði jeg ekki hugmynd
um, hvernig hann væri málifar
inn. Þegar hann settist niður,
var jeg viss um, að jeg hafði
aldrei heyrt mann tala betur.
Hann hafði tætt sundur málstað
andstæðinganna með svo róleg-
um yfirburðum og svo kaldri rök
festu, að það var bersýnilegt, að
hann sannfærði marga, sem áður
voru á báðum áttum. Hitt duld-
ist og ekki, að miskunnarlaus
rökvísi hans hafði snert andstæð
ingana ákaflega ónotalega.
Þetta var eina skólamálið, sem
jeg vissi Jón veita nokkur veru-
leg af'skjlfti. Hins vlegfer voru
þjóðmálaskoðanir hans þegar
teknar að mótast í skóla. Þá var
„stjórnarskrármálið" í raun og
veru hið eina mál, sem var altaf
fast á dagskrá. En um það mál
var Jón jafnan fáskiftinn á yngri
árum. Hann var jafnan vonlítill
um, að sjálfstjómarbaráttan
mundi bera nokkurn verulegan
árangur, og taldi því íslending-
um annað þarfara heldur en að
beina öllum sínum áhuga að
deilmálum við Dani. Hann vissi
hinsvegar, að miðöld var ennþá
drottnandi á öllum sviðum ís-
lensks atvinnurekstrar og við-
skiftalífs. — Og hann taldi það
brýnustu og sjálfsögðustu
skyldu þjóðarinnar, að reka mið
öldina sem fyrst af höndum sjer
Nítjánda öldin hafði að flestu
Ieyti farið fram hjá Islandi. Jón
Þorláksson átti enga heitari ósk
í æsku, en að búa svo um hnút
ana, að tuttugasta öldin færi
ekki einnig á handahláupum
fram hjá landinu, án þess að
efnahagur og atvinnuvegir lands
manna bæri hennar nokkrar
verulegar minjar.
Á síðari árum mintist Jón oft
á þær framfarir, sem orðið hafa
hjer á síðustu áratugum — um
það þótti honum gott að tala.
Hann vissi, að hjer var að mynd-
ast nýtt þjóðlíf og leit því pieð
furðulegri þolinmæði á þau hin
ískyggilegu fyrirbrigði, sem gert
hafa vart við sig á stjórnmála-
sviðinu á síðustu árum. Hann
var líka óvenjulega vel brynjað-
ur gagnvart öllum ytri áhrifum.
Að sumu leyti var það styrkur'
hans, að öðru leyti vanstyrkur.
Hann gat lesið sjóðbullandi níð-
greinar um sjálfan sig með ís-
köldu blóði, — fann víst ekki
Jeg hygg, að fullyrða megi,
að Jón hafi aldrei unað neinu
starfi svo vel sem borgarstjóra-
starfinu, eftir að hann tók við
því. Hann trúði á framtíð lands-
ins; þrátt fyrir öll tímanna tákn,
útlpnd og innlend. Og hann trúði
því, að hjer í Reykjavík yrði
mejginbaráttan um heill og heið-
ur þjóðarinnar háð. Þess vegna
lá allur hagur Reykjavíkur hon-
um svo þungt á hjarta. Hann
vissi, að ef Reykjavík lenti
hers höndum, þá myndi og þjóð-
in öll á svipstundu verða í hers
höndum.
Hann var allra manna líkleg-
astur til þess að geta afstýrt
þeirri ógæfu. En hver á nú að
setjast í auðan foringjasessinn í
borgarstjórn Reykjavíkur?
Árni Pálsson.
Æfiatriði.
Jón Þorláksson var fæddur
að Vesturhópshólum 3. mars
1877, sonur Þorláks bónda
Þorlákssonar og konu hans
Margrjetár Jónsdóttur.
Hann útskrifaðist úr Lat-
ínuskólanum 1897, með hærri
einkun, en nokkur hafði hlot-
ið þar fyr. Árið 1903 lauk
hann verkfræðingsprófi við
„Polyteknisk Læreanstalt'-
Höfn.
Árið 1905 tók hann að sjer
störf landsverkfræðings og
gegndi þeim störfum til ársins
1917, er hann sagði þeim laus-
um.
Hann var bæjarfulltrúi
Reykjavík árin 1906—1908 og
1909—1922.
Á Alþingi átti hann sæti
1921—1933, þingmaður Reyk-
víkinga til 1926, en landskjör-
inn frá 1926—1933.
Fjármálaráðherra var hann í
ráðuneyti Jóns Magnússonar
1924—1926, og forsætisráð-
herra eftir fráfall Jóns Magn-
ússonar frá júní 1926 til ágúst
1927.
í ársbyrjun 1933 var hann kos
inn borgarstjóri í Reykjavík,
og gegndi því starfi til dauða-
dags.
Fjöldamörgum öðrum vanda
sömum störfum gegndi hann í
þágu þjóðarinnar.
Hann var t. d. í milliþinga-
nefnd í Flóaáveitumálinu 1916,
í milliþinganefnd í Fossamál-
inu 1917—19, í milliþinganefnd
í kjördæmamálinu 1931—32. í
stjórn Eimskipafjelags Islands
var hann um skeið.
Jón Þorláksson kvæntist 10.
ágúst 1904, Ingibjörgu Val-
garðsdóttur Claessen.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en þau tóku sjer tvær
kjördætur, önnu og Elínu, og
voru þeim eins og bestu for-
eldrar.
Frakkar fokreiðir
Englendingnm.
Segja aÖ þelr hafft sýnl
sviksamlega eflirláfsseml
vftð Þjéðverja, með þvft að
senda Sftr John Simon fftft
Berlftn
og spá samvinnnslilnm mftllft
Frakka og Brefa.
KAUPMANNAHÖFN Í GÆR
EEMKASKEYTI TIL
M ORGUNBLAÐSINS.
Símskeyti frá París
segir að Frakkar sje ó-
hemju reiðir út af því að
Englerodingar hafa ekki
hætt við að senda Sir
John Simon til Berlín.
Segja Frakkar að
Englendingar hafi sýnt
sviksamlega vægð gagn
vart Þjóðverjum, og bú-
ast ekki við því að sam-
komulag geti framar
orðið miili Frakka og
Breta.
Segja þeir að það sje
algjör óþarfi að Þjóð-
verjar undirriti fyrirhug ítölsku blöðin segja, að Sir
aðan sáttmála, því að John Simon hefði átt að fá
Þjóðverjar sje stöðugt
að brjóta samninga og
þess vegna sje undir-
skrift stjórnar þeirra al-
gerlega þýðingarlaus.
Franska blaðið „Fi-
garo“ kallar orðsend-
ræða við fulltrúa Bretastjórn-
ar um öll atriði frakknesk-
bresku yfirlýsingarinnar frá 3.
febrúar s. I. Ennfremur tilkynti
von Neurath Phipps, að þýska
stjórnin bjóði þá Sir John Si-
mon og Anthony Eden vel-
komna og henni sje hejmsókn
þeirra ánægjuefni.
Rússnesku blöðin búast við
árásarstríði.
Pravda í Moskva hefir að-
eins eina skýringu fram að færa
á öllu þessu ástandi, Þýskaland
sje að búa sig undir árásar-
hernað á Sotfjet-Rússland. Ef á
oss verður ráðist, segir blaðið,
þú munu rússneskir föðurlands-
vinir sýna, að þeir kunna að
halda á vopnum. Vjer munum
þurka hina fasistisku ræningja
af yfirborði jarðarinnar.
kvef.
Á svipaða leið er yfirleitt
tónninn í ítölskum blöðum. —
Blað Mussolini, Popolo d’í-
talía segir, að ef þetta væri
England á dögum gamla Pitts,
þá mundí Sir John Simon nú
hafa fengið kvef miklu verra
heldur en Hitler. En síðan hafa
mgU Breta „ljelega Englendingar linast i skapgerð
Bernhard Shaw fyndni“ og þessi linka hefir orðið Þjóð-
vegna þess að í orðsend- verjum hin mesta hvöt til að
! halda áfram á braut þeirra.
mgunm er spurt um ■
hvort Hitler sje enn fús Churchi„ svartsýnn.
til ao semja a grund- J
semja a
velli Lundúnasamþykt-
arinnar.
PáH.
Umræðuríbreska
þinginuí dag
London, 19. mars. FB.
Ríkisstjórnin hefir ákveðið,
að umræður skuli fram fara í
neðri málstófunni næstkomandi | mæh* sv® 1 kosningaræðu
fimtudag um þá ákvörðun Þjóð-! ástandið í Evrópu,
KAUPMANNAHÖFN I GÆS.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Símskeyti frá London herm-
ir, að Churchill hafi sagt í
ræðu sinni í neðri deild breska
þingsins í gær:
— Málin horfa nú þannig
við að vel getur verið að heims
styrjöldin endurtaki sig.
Duffcooper aðstoðarráðherra
um
verja, að lögleiða herskyldu hjá
sjer í trássi við Versalasamn-
ingana, og mun breska ríkis-
sítjórnin þá að líkindum gefa
nánari upplýsingar en fyrir
hendi eru, um fyrirætlanir þrí-
veldanna (þ. e. Breta, Frakka
og ítala) út af þessum málum.
Samkvæmt opinberri tilkynn-
ingu leggja þeir Sir John Si-
mon utanríkismálaráðberra og
Anthony Eden af atað til Berlín
loftleiðis nœstkomandi sunnu-
dag, eins og áður var ákveðið.
Frá Berlín er símað, að von
Neurath utanríkismálaráðherra
hafi fullvissað Phipps, sendi-
herra Breta, um það, að þýska
ríkisstjórnin sje reiðubúin að
að það sje nú hættulegra ei»
nokkru sinni síðan árið 1914.
Páll.
London, 20. mars. FÚ.
Það var gert kunnugt í London
í dag, að þríveldaráðstefnan xnuni
verða haldin í París, áður en Sir
John Simon fer til Berlínar.
Anthony Eden verður fyrir hönd
Stóra Bretlands og Suwich fyrir
liönd ítala. Fundurinn verður
haldinn næstkomandi laugardag-
í Genf undrast menn þá ákvörð-
un Frakka, að skjóta herbúnaðar-
málum Þjóðverja til Þjóðabanda-
iagsins, en gera ráð fyrir því, að
það sje gert x samræmi við 11.
grein sáttmála bandalagsins.