Morgunblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 7
Fimtudaginn 21. mars 1935. MORGUNBLAÐIÐ H □agbok. I. O. O. F. 5 = 11632187» = 9. 0 Veðrið. Skamt suður af Reykja- nesi er alldjúp lægðarmiðja sem að öllum líkindum þokast norð- vestur fyrir Reykjanes í nótt. Má búast við að hún valdi' fyrst A- stormi við SV-ströndina en lygn- andi SA-átt á morgun. f útsveit- um norðanlands er A-hvassviðri og dálítil snjókoma. Hiti er þar um frostmark. Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn- Ingskaldi á SA. Rigning öðru hvoru. Sjálfstæðismenn. Kjósið í dag í útvarpsráð! Tveir menn í útvarpsráð er kjörorð Sjálfstæðismanna. Dánarfregn. í gærmorgun ki. 7 andaðist að heimili sínu hjer í bænum, Björn Sigurbjörnsson, umsjónarmaður Landspítalans. — Hann varð bráðkvaddur. Hann hafði verið umsjónarmaður spítal- ans frá því hann tók td starfa. Aðalfundur Bókbindarafjelags Reykjavíkur var haldinn í fyrra- kvöld. 1 stjórn fjelagsins voru kosnir Jens Guðbjörnsson, form., Guðgeir Jónsson gjaldkeri og -Sveinbjörn Arinbjarnar ritari. Útvarpsnotendur. Látið ekki ■dragast að kjósa í útvarpsráð, Reykvíkingar. Munið það, að því lengra sem líður og nær dregur lokadegi kosninganna, því erfið- ara verður að komast að til að kjósá. Munið það einnig, Reyk- víkingar, að það er undir ykkur komið, hvort Magnús Jónsson prófessor kemst í útvarpsráð, eða rauðliðar fá þar fulltrúa, sem þeir annars hafa engin tök á að koma inn. Fjölmennið því, Reyk- víkingar, og kjósið B-listann J Iþróttafjelag kvenna helt árs- hátíð sína í Oddfellow-liöllinni á laugardaginn var. Skemtunin hófst með bofðhaldi. Frk. Þóra Bjárnadóttir setti skemtiíniua með fæðu. IJndir borðum ljek Margrjet Eiríksdóttir nokkur lög á píanó, en frk. Anna Þófhallsdóttir söng eiasöng. Þá voru og undir borðum sungin tvö kvæði, er ein fjelags- kvenna liafði ort. Eftir borðhaldið var leikfimisýning telpna, undir stjóru frk. Unnar Jónsdóttur, liins ‘ótrauða kennara fjelagsins, og vakt-i sýningin almenua aðdáun áhorfenda. Að lokum var stiginn dans lengi nætur, og fór skemtun- In hið besta fram. Hjónaband. Síðastliðinn föstu- tiag, 15. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Bjama Jóns- syni, Agla Jacobsen, dóttir Egils heitins Jacobsen og Oddur Guð- mundsson verslunarmaður, sonur Cluðmundar Guðfinnssonar læknis. Saltfiskur. í dag sendir h.f- Alliance í f jölda margar matvöru Lúðir í hænum, mðurbrytjaðan fyrsta flokks saltfisk í nmbúðum. Er brjefi fyrst vafið utan um fisk- Inn hreinan, eins og hann getur bestur og fallegastur verið og síð- an er pakkanum stungið í pappa- kassa. Eru 1 og 2 pund fisks í hverjum kassa. AlHance er nú að gera tilraunir um að selja þennan 5sk á Norðurlöndum, og er því áletrun umbúðanna á dönsku fyrst um sinn, þangað til jjeð verður hvernig íslenskar húsmæður taka þessari nýbreytni. Leikhúsið. í kvöld verður engin leiksýniftg • í lejkhúsinu sökum æf- inga á nýýu leikriti, en á sunnudag verða tvær jsýningar, „Piltur og st.úlka‘‘ á: nóni. og-,:;..Nanna“ um kvöldið Hár aldur systkina. Enn liefir Morgunblaðið frjett um fimm systkini, sem Kafa náð óvenju há- um aldri. Eru það börn Sveins á Mýrhiisum í Eyrarsveit — öll fædd þar. Þau eru: Sólveig, Reykjavíkurveg Hafnarfirði, 85 ára og 77 daga; Sveinn, Gimli, Kauada, 83 ára og 6 daga Ingi- björg, Bræðrabst. Rvík, 80 ára og 216 daga; Árni, Laugaveg 79 Rvík 76 ára og 307 daga; Ólína, Mjóstr. 8 Rvík 72 ára og 79 daga. Sam- tals liafa þau verið í gær 397 ára og 320 daga. Togararnir. Arinbjörn hersir, Snorri goði, Bragi, Kári og Gyllir, fóru allir á veiðar í gærkveldi. 280 útvarpnotendur kusu í gær og hafa þá kosið alls 2412, en það er ekki nema rúmur helmingur af öUum kjósendum í útvarpsráð. Austfirðingafjelag. Annað kvöld (föstudag) kl. 9 stundvíslega verð ur haldinn fnndur á Skjaldbreíð til að stofna fjelag Austfirðinga í Reykjavík. Tilgangur þess er að efla kynningu og samstarf meðal Austfirðinga, sem hjer eru búsettir og sömúleiðis að efla samband við þá er á Austurlandi búa um menn- ingar- *g hag^fcunamál f jórðung.s- ins. — Er fjelagsstofnun þessi und irbúin af nefnd, sem kosin var á móti Austfirðinga, er haldið var á Skjaldbreið, laugardaginn 23. febr. síðastliðinn. Hafnfirðingar! Fylgismenn B- listans við útvarpsráðskosningu, komið í dag á pósthúsið í Strand- götu og neytið atkvæðisrjettar yðar. Frú Þuríður Erlendsdóttir átti sjötugsafmæli 17. þ. m. Þann dag heldu synir hennar, þeir Magnús Andrjesson, stórkaupinaður í Kaup mannahöfn, og Bertel Andrjesson, stýrimaður, henni veislp í Odd- fellowliúsinu og buðu þangað ýmsum vinum hennar og vanda- mönnum. Undir borðum mælti Pjetur Maguússon, alþingismaður fyrir minni héiðursgestsins, én Jóhanues skáld úr Kötlum flutti henui sujalt kvæði. Heiðursgestur- iun þakkaði sjálf með snjallri ræðu. Er staðið var upp frá borð- um skemtu menn sjer við spil og samræður, gekk frú Þuríður milli gestauna,, ræddi við hvern mann, kát og fjönig, eins og þrítug stúlka, enda er hún með afbrigð- urn ungleg, kvik á fæti ög fylgist vel með Öllu. Samsæti þetta var liið prýðilegasta, þeim til sóma er að því stóðu og hinum til ánæg.jþ, er boðnir voru. —- Frú Þuríður hefir gengt ýmsum mannúðar og líknarstörfum um æfina. Hún var um skeið yfirsetukoua í Borgar- firði og síðar vökukona um átta ára bil hjá hjúkrunarfjelagi Reykjavíkur. Fóru henui öll sín störf prýðilega úr hendi, Hún er vinmörg og vel metin af Öllum,' er henni hafa kynst. Sjálfstæðismann! Látið ekki dragast að greiða atkvæði á kjör- stofu útvarpsins við Lækjartorg og kjósa B-Iistann. JarS^iáHtaArygging'aí'. Bæjar- st.jórn Reykjavíkur hefir nú aug- lýst eftir tilboðum um tryggingar á húsnm í bamuni. á tjóni sem verður af völdum jarðskjálfta. Umboðsmenn vátryggingarfjelaga geta fengið upplýsingar á skrif- stofu borgarstjóra. Norðmenn og Rússar eiga nú í samningum um síld. Gera Norð- menu sjer vonir um að geta selt Riissum um 45.000 tunnur af salt- síld. (FB). (Hjer mun vera átt við vetrarsíld Norðmanna). Afli hjá Lófót. Fregnir frá Ló- fót í gær að afH hafi glæðst íikið undanfarna daga. Meðalafli á bát var í fyrradag 1000 kg. en méstur afli alt að 3000 kg. (FP>). Sjálfstæðismenn. Kjósið í dag í útvarpsráð! Tveir menn í útvarpsráð er kjörorð Sjálfstæðismanna. Sjónvarp. Útva,rpsstjóri hefir farið fram á það við bæjar- stjórn, að húsi fyrir hljóð og sjónvarp verði ætlaður staður á Skólavörðuhæðinni. Á morgun eru síðustu forvöð að kjósa í útvarpsráð, og af því að þá má þiiast við mikiíli aðsókn, ættu þeir kjósendur B-listans er því geta við komið, að kjósa í dag. Eimskip. Gullfóss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Goða- foss er í Grimsby. Dettifoss lá til drífs utan við Önundarfjörð í gærmorgun. Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn. Lagarfoss er væntan- legur til Reykjavikur í dag. Sel- foss var á Akranesi í gær. Kosningaskrifstofa B-listans er í Varðarhúsinu (símar 2339 og 3315). Geta útvarpskjósendur feng ið þar allar upplýsingar nm kosn- inguna. Skíðafjelag fsafjarðar hefir á- kyeðið að efna til almennrar skíða- viku á fsafirði um páskana í vor, ef veður og færð leyfa. Verður þá farið í lengri 6g skemmri ferðir um nágrennið,i óg verða æfð stökk, skrið og fleira. Revnt verður að géra þátttakendum dvöUna svo kostnaðarlitla seip; ; v frekast er hægt. (FÚ). Sjálfstaeðismenn t Fjölmennið á kjörstofu útvarpsins, í dag og kjósið B listann. M.b. Aldán kominn fram. Síðast liðirin Suririúdág rjeri1 ýjelbátúrinn Aldan frá Fáskrúðsfirði. Báturinn var enn ókominn að á þriðjudags- kvöld, og voru menn því farnir að óttast um liann. Slysavarnar- fjelagið sendi því skeyti til allra skipa, sem voru á þeim slóðum, sem bátsins var von, og bað þau að aðstoða bátinn ef með þyrfti. f gær um hádegi barst Slysavarna- fjelaginu lóftskeýti, og sagt að vjelbáturirin Birkir frá Eskifirði hefði fundíð bátinn og væri á leið með hann til Hornarfjarðar. Ald- an var svo lengi í róðrinum vegna vjelbilunar. Kjörstofa útvarþsins er í dag opin frá kl. 10—12 f. h. og kl. 1—7 e. h, í húfii Páls Stefánssonar við Lækjartorg (þriðju hæð). Á morgun (síðasta dag kosningar- innar) verður kjörstofan opin kl. 10—12 f. h. og ltl. 1 til 12 (mið- nættis). Bifreiðasiys á Sauðárkrók. Síðastliðið laugardagskvöld um kl. 20, ók bíllinn SK 18 á tvo menn á götu á Sauðarkrók. Lenti annar ‘ framan á stöðar- anum og fór þannig all-langan veg, hinn fjell til hliðar. — Mennirnir eru lítið meiddir. — Bíllinn ók öfugu megin á veg- inum, ljóslaus, og gaf ekki hljóðmerki. Bílstjórinn var settur í gæslu varðhald, og málið tekið til rannsóknar. FÚ. Nýir kaapendur að Morgun- blaðmu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Hjálpræðisherimi. í dag kl. 87 síðd, fyrirlestur um Eistland, flyt- uv deildarstjórimi Adjutant Ernst n, sem ,í 4 ár hefir starfað þar í landi, Með fyrirlestrinum verða sýndar fjölbreyttar skugga- myndir. Allir velkomnir. Heimatruboð leíkmanna, Vatns- stíg 3. Sánikóma í • kvöld kl. 8. Allir velkomriir.; Landsþing Daáa- Ffúinvarp stjórnarinnar um afnám landþings ins hefir verið samþykt í þ.jóð- þingihu með 77 atkvæðum gegn Besfa Kjöt- og Fiskfarsið fæst ávalt nýlagað á hverjum morgni. Milnersbúð, Laugaveg 48. Sími 1505. Vegna iarðarfarar Þorfixms Jónssonar frá Baldurs- haga. fara bflar, sætaferðir frá Hafnarbílastöðinni. Sími 2006. 58, óg verður nú sent til land- þingsiHs. (Sendiherrafrjett). Atvinnndeilnmar í Danmörku. Kyndarar hafa með öllum atkvæð- um gegn 2, samþykt málamiðlunar frumvarpið, en hásetar feldu það með miklum meirihluta atkvæða. Kemur því til kasta sáttasemjara. AJIsherjarverkbanninu er frestað þangað til 3 dögum eftir að mála- miðlun er fullreynd. (Sendiherra- frjett). Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. H. P. Hansen, Nörremölle, fyrv. ráðherra vár heiðraður í dag af fulltrúúni verslunar, siglinga og iðnaðar í Kauphöllinni, með því að honum var afhent „legat“ Tietgen- sjöðsins, 42.000 króna að upphæð, ásarnt heiðurspening úr gulli með mynd Tietgenjs. —- Tietgenssjóður- inn er 300.000 krónur og úthlutun úr honum fer fram þriðja hvert ár. (Sendiherrafrjett). Gullpeningur í þvottabala. Fyr- »r nokkrum dögum var kona hjer í: bænum að þvo þvott. Þegar því var lokið og hún fór að hreinsa þvottabalarin, glamraði í einhverju á botni hans- Var þar þá lítil málmplata með gullslit, áttstrend og næfurþunn. Stóð á hana letrað annarsvegar í hálfhring að ofan: „Californian Gold“. Á miðju stóð með skírum stöfum V2 og neðan undir mynd af skógarbirni. Á bak- hliðinni er mynd af Indiána og ártalið 1860. — Gullsmiður hefir skoðað peninginn og segir hann vera úr gulli. Eina skýringin á því hvernig þessi peningur finst í þvottabalannm, er sú, að hann hafi verið í þvottaduftinu, sem konan notaði. Glímumeim K. R. Æfing í kvöld kl. 7V2 síd. Áríðandi að allir mæti. Húsmæður. Munið, að skrif- stofa Húsmæðrafjel. í Lækjar- torgi 1, annari hæð, herbergi 11, er opin frá kL 5—7 daglega. Á þeim tíma verða skírteini afhent og þangað geta konur sótt upp- lýsingar. Sími 4292. 1686 er símanúmer kosninga- skrifstofu útvarpsins. iJtvarpið: Fimtudagur 21. mars. 10,00 Veðurfregnir 12.10 Hádegisútvarp. 12,45 Enskukensla. 15.00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (Vil- lijálmur Þ. Gíslason). 21,00 Lesin dagskrá næstu viku. 21.10 Bach-hljómleikar (250 ára afmæli): a) Plötur; b) Orgel- hljómleikar (Páll ísólfsson). Li. LTIl fer hjeðan í dag 21. þ. m. kl. 6 síðd. til Bergen um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til hádegis í dag. Farseðlar sækist fyrir sama tíma. HIc. Bjarnason 1 Smlth. Trjekassar til sölu. Skórinn, Laugaveg 6. Jörðin 3aurbær í ölfusi er laus til ábúðar frá næstkomandi far- dögum, og kaups ef um semur. Allar upplýsingar viðvíkj- andi jörðinni gefur Jón Guð- mundgpon, Ránargötu 12, Reykjavík. IHotsimbytd ffýlr kaupendur að Morganblað- Inti fá bíaðið ó- keypls tll næst-i komandl mán- aðamóta.--------- Pantíð blaðið f «ima 1600. Blömkðl Hvítkál, RauðkáJ, Selierí, , Purrur, Gulrætur, Rauðbeður. Vernlunfin Kfiðt & Ffisknr. Símar: 3828 og 4764.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.