Morgunblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.03.1935, Blaðsíða 5
Fimtudagiim 21. mars 1935. MORGUNBLAÐIÐ Rússneskaf„tjekan“ fremur ný hermdarverk. Ofsækir nú þúsundir tötrum klæddra betlara og sakar þá um byltingaáform. Án dóms og laga verða þessir menn ýmisí teknir af llfi eða sendir til Siberfu Stalin. XAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. „Politiken'* hefir fengið skeyti frá Varsjá er segir: Rússneska Tjekan (G. P. 'U.) þykist hafa uppgötvað sam særi gegn foringjum kommún- ista, og að foringjar samsær- isins sje fyrverandi liðsforingj- ar í herliði keisarans. Hafi þeir ætlað sjer að stofna jafnaðar- manna-einveldi í Rússlandi, undir stjóm Trotslkys og Cyrils stórfursta. Stjórnarvöldin í Len- ingrad hafa handtekið 1074 af fyrverandi stór- mennum Rússlands, sem nú eru betlarar í tötrum. Troesky. Af þessum 1074 eru 44 furstar, 109 aðals- menn og 43 fyrverandi ráðherrar keisarans. Búist er við því, að allir þessir menn verði ýmist skotnir, eða send- ir til Síberíu, án þess að nokkur dómur sje kveð- inn upp yfir þeim. PáU. Gullöndin komín í öngþvettí út af fallí belgísku stjórnarinnar. ;íkaupmannahöfn í gær. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Símskeyti frá Bryssel herm- ir það að gjaldeyrisöfðugleik- ;ar í Belgíu hafi orðið þess vald .andi, a'ð stórkostlegur fjárflótti hafi orðið í landinu. Theunis forsætisráðherra fór þá í skyndi til París á sunnu- ■ daginn var og tókst honum að fá fjárhagslega hjálp hjá Frökkum. Síðan voru gerðar út víð- tækar öryggisráðstafanir við- víkjandi gjaldeyrismálunum. En undirhúningur að fram- kvæmdum þeirra vakti stór- kostlega óánægju og varð Theunis-stjóminni að falli. Margir búast við því, að Belgía verði nú bráðlega að ihverfa frá gullmyntfæti og svo önnur gulllöndin þar á eftir. Páll. Mislingar um borð í Grænlandsskipinu „Gertrud Rask“. Sktpíð kemar hingað i dag. Síðastliðinn sunnudag átti danska Grænlandsfarið „Ger- trud Rask“ tal við loftskeyta- stöðina hjer, og spurði ráða viðvíkjandi grænlenskri stúlku, sem er farþegi á skipinu. Stúlk- an hafði íengið mislinga og var með háan sótthita. Magnúsi Pjetursson hjeraðs- lækni var tilkynt þetta og tók hann málið að sjer. Á þriðjudag sneri svo danski sendiherrann sjer til heilbrigð- isnefndar og spurði hvort hægt væri að fá þessa stúlku lagða hjer á land í sóttkví og ef til vill fleiri, sem smitaðir kynnu að vera. Var það leyft og mun fólkið verða lagt hjer í sótt- vamahúsið. Skipið kemur hingað snemma í dag. Þetta er fyrsta grænlands- farið, sem fer til Grænlands á þessu ári og átti það að fara til Julianehaab. Drotnifiguniii að batna. Hennar hátign drotningunni leið hálfilla fyrri hluta mánu- dagsnætur, en svaf vel seinni hlutann. í fyrrinótt svaf hún vel og var í gærmorgun talin á batavegi. Hans Hátign konungurinn dvelur í Stokkhólmi fyrst um sinn. (Sendiherrafrjétt). Óeirðir í Indlandi. London, 19. mars. FÚ. Alvarlegar óeirðir urðu í dag í Karachi á Indlandi. í sam- bandi við greftrun Hindúa nokk urs, sem myrtur hafði verið af Múhameðstrúarmanni fyrir að rita niðrandi bók um Múham- eð. Sægur af Múhameðsmönn- um safnaðist saman, og rjeðist á líkfylgdina og tóku lík hins dána manns. Lögreglan rjeðst á múginn með skothríð, dreyfði honum um stund og kom líkinu í kirkjugarðinn. Meðan þessu fór fram, óx mannfjöldinn stöð- ugt, un» ætlað var, að þarna væru orðnar saman komnar hundrað þúsundir manna, og var þá herlið sent á vettvang lögreglunni til aðstoðar. Hófst þá skothríð að nýju og særðust margir menn og fjellu. Óstað- fest fregn telur 27 drepna og á annað hundrað særða. Ekki er getið um mannfall eða sár í liði .stjórnarinnar. Bretar auka framiög til flughersins um £ 3 miijónir. London, 19. mars. FÚ. Gengið var frá ákvæðum um fjárframlög til flughersins enska í neðri málstofu breska þingsins í dag. Og eru þau 3 miljónum sterlingspunda hærri en síðastliðið ár. Úr verstöðvunum. KEFLAVÍK. Keflavík 20. mars. FÚ Selfoss var hjer í Keflavík í dag og tók 4 til 5 þúsund pa-kka af saltfiski, þessa árs framleiðslu. Otgerðarmenn og sjómenn hjer í Keflavík segja að fiskur sá sem aflast hefir á þessari vertíð sje talsvert vænni en nokkur undanfarin ár. Kristján Guðnason, sem í mörg ár hefir verið yfirlifrar- bræðslumaður hjá bræðslufje- lagi Keflavíkur, skýrir frá því að lifrin á þessari vertíð sje alt að 8—10 af hundraði lýs- ismeiri en á sama tíma fjögur undanfarin ár. Flest allir bátar voru á sjó í dag, en fiskuðu misjafnlega. Ólafur J. A. ólafsson kaup- maður og útgerðarmaður hjer í Keflavík, átti 50 ára afmæli í dag. Sjálfstæðismenn. Kjósið í dag í útvarpsráð! Tveir menn í útvarpsráð er kjörorð Sjálfstæðismanna. „Veit Jeg þó með wissnM. Svar til Jóns Ðjörns- sonar frá Sveíní Benedíktssyni. í Mbl. í dag heldur Jón Björnsson frá Seyðisfirði enn áfram að skrifa um fundi síld- arútvegsmanna, sem haldnir voru í Oddfellowhúsinu þann 8. og 12. þ. m„ til þess að ræða um stofnun matjessíldarsam- lags, sem starfaði í sambandi við hina nýju síldarútflutnings- nefnd. Mjer virtist fyrri grein J. B., um sama efni, benda á, að hann væri ekki vel með á nótunum. Gerði jeg þess vegna athuga- semd við hana. í síðari grein sinni er J. B. alveg kominn út af laginu. J. B. telur sig fylgjandi sam- laginu, sem stofnað var á Ak- ureyri þann 3. þ. m. og telur hagsmunum síldarútgerðax'- manna hafa verið best borgið með því að þeir gengju í þetta samlag. Telur hann mig mjög hafa brugðist ti'austi útgei'ðarmanna, með því að vera ekki samþykk- ur þessu. Það er vert að athuga það, að matjessíldarsamlagið á Ak- ureyi'i var stofnað á þeim grund velli, að síldareigendurnir (að- allega síldai'saltendur) rjeðu einir öllu á almennum fundurn samlagsins. Þeir síldarútgerðar- menn, sem s.l. sumar höfðu selt aflann af skipum sínum höfðu engan atkvæðisrjett. Áhrifaleysi útgerðarmanna hjer sunnanlands í Akureyrar- samlaginu endurspeglast mjög greinilega í því, að á fundum samlagsins hefðu þeii', fyrst um sinn, ekki haft nema eitt eða tvö atkvæði af rúmum hundi'að atkvæðum. Jeg býst við að J. B. verði einn um þá skoðun sína, að það komi úr hörðustu átt, að jeg skuli ekki vera samþykkur þessu fyrirkomulagi um at- kvæðisrjett samlagsmanna. Jeg var því fylgjandi, að stjórn væntanlegs samlags yrði skipuð fimm mönnum, þrem fulltrúum síldaxnxtgerðarmanna, einum frá síldársaltendum og einum frá sjómönnum. Hvernig getur það verið að bregðast trausti útgerðarmanna að vera fylgjandi slíkri tilhög- un? — Við kosningu á fulltrúa út- gerðarmanna í síldarútflutnings nefndina, í jan. s.l., skiftust at- kvæðin á milli þessara þriggja manna: Jóns Arnesens á Ak- ureyri, sem kosningu hlaut, Haf steins Bergþórssonar og Ing- vars Guðjónssonar. Allir þessir þrír menn, sem í kjöri voru í þessa sjerstöku trúnaðarstöðu síldarútgerðarmanna og einnig S'gurður Kristjánsson kaupm., sem er þingkjörinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í síldarút- flutningsnefndinni, voru fylgj- andi sama fyrirkomulagi um stjórn samlagsins og atkvæð's- rjett samlagsmanna og jeg. Höfðu þá allir þessir menn brugðist trmisti síldnrútgerðar- manna? B > Nei. Það var gengið eins langt til samkomulags við stofnendur Akureyrar samlagsins og unt var. Sást það best á því, að þeg- ar greidd voru atkvæði á fundi* síldarúevegsmanna þann Í2. þ. m. skv. þeim reglum um at- kvæðisrjett, sem gilda áttu við kosningu stjómar í nýja sam- laginu, þá höfðu fylgismenn Akureyi*arsamlagsins 70 at- kvæði gegn 62. Hefði vxð saihn- ingu atkvæðareglanna átt áð ganga á rjett þeirra myndu reglui'nar eflaust hafa verið hafðar þannig, að þeir jrrðu ekki í meirihluta. Það eru fádæmi, að Akur- eyrarsamlagið kaus þrjá menn af fimm í stjórn samlagsfns, sem ekki voru í samlaginu. Ennþá undarlegra var það áf Akureyrar - samlagsmönnunum, að þeir skyldu fella að stofha nýtt samlag og kjósa stjóm í því samkvæmt reglum, sem voru þannig, að er greidd voru at- kvæði eftir þeim, þá höfðu þéir og þeirra fylgismenn meiri- hluta. Það rjettlætir ekki þeirca framkomu, þótt þeir síðar hafi gert kákbi'eytingu á kosning- arrjetti manna í samíagmu. J. B. segir að jeg haf gert mitt íti'asta til þess að komakt í stjórn matjessíldarsamlagsins í fyn'a, en ekki orðið neitt á- gengt. Jeg skal fræða J. B. a því, að á fundi sunnlenskra útgerðar- manna í Reykjavík þanh 23. júlí í fyrra, var jeg með sain,- hljóða atkvæðum tilnefndur af' þeim í stjórn samlagsins, en af ástæðum, sem ekki koma þessu máli við, gei'ði Hafsteinn Berg- þói'sson það fyrir þrábeiðni mína að taka sæti rnítt í stjóm samlagsins. J. B. segir að Sigurjón Á. Ólafsson hafi flutt miðlunar- tillögu um atkvæðísrjett sjó- manna á samlagsfundúm. Háf- steinn Bergþórsson í'lútti þa til- lögu en ekki Sigurjón; Það er ekki nema eitt atriði í grein Jóns Björnssonar, sem hann tekur sjerstaklega fram. aS hann viti með vissu og það er, að tveir Akurnesingar, sem' hafi verið búnir að gefa mjer umboð til þess að mæta á fundt inum í Oddfellowhúsinu, hafi tekiS umboS sín aftur pg raætf sjálfir á'fundinum. Ólafur Björnsson utgerðar- maður og Njáll Þórðarsoh skip stjóri á Aki'anesi voru þeir einu, af þeim sem gáfu mjer umboð, sem sjálfir rnættu *á fundinum þann 12. þ. m. Við þá einu atkvæðagreiðslu, sem' þeir voru viðstaddir gréiddu' þeir eins atkvæði og jeg og’ fólu mjer síðan að halda áfram að fara með atkvæði sín. Þettá atriði; sem J„ B. segist þó víta ■ meS vissu er því líka rangt. Var honum þó vorkunn- arlaust að'heima þar rjett frá, þar sem hann var sjáhfor á fundinum. , Fyrst það atriði er rangt, senv J. B. télur sig sjálfan alveg sjerstak'lega vita með vissu, þá er ekki að furða, þótt málunv sje blándáð, er hann styðst vi5 sögusögn annara. Sveinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.