Morgunblaðið - 27.03.1935, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 27. mars 1935
|S^á‘auglíf5irgar|
Maturínn á Café Svanur er
góður og ódýr.
------------------
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
■ð
Regnhlífar teknar til viðgerð-
ar. Br.eiðfjörð, Laufásveg 4.
Systir: Pjetur við höfum eign
ast nýjan litla bróður.
< Pjetur: Hvað á þá að gera
við þann gamla?
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
við hhð hafnarskrifstofunnar í
hafnarhúsinu við Ceirsgötu,
seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura, Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Lítið á nýju fataefnasýnis-
hornin hjá Levi, Bankastræti 7
— Sjálfs er höndin hollust,
drengur minn. Viljirðu að eitt-
hvað sje vel gert, þá gerðu það
sjálfur.
— Á jeg þá að klippa mig
sjálfur?
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Bairnavagnar og kerrur tekn-
ar til viðgerðar. Verksmiðjan
Vagninn, Laufásveg 4.
Minningasp jöld Elliheimilis-
ins fást á eftirtöldum stöðum.
Bókaversl. Þór. B. Þorláksson-
ar, V. B. K., ritfangadeild,
Blóm & Ávextir og á skrifstofu
Elliheimilisins.
Spikfeitt k)öt
af ful’orðnu fje á 40 eura % kg
í frampörtum og 50 aura í lærurn
Bes'ta saltkjötið, sem dl bæjar
ins hefir flutst, fæst í undirrit
aðri verslun.
Alt stnt heim.
Vcrsltm
Sveíns Jóhannssonar,
Bergstaðastræti 15. Sími 2091
w
N$ir kaupendur
að Morgtmblað-
intf fá blaðlð ó-
keypis tfí næst-
komandf mán-
aðamóta.-------
Pantið blaðið í sima
1600.
Beglulegt
sælgœ ti
er súri hvalurinn og sundmaginn.
Kaupfjelag Borgfiriinga.
Sími 1514
)) Nmh I Olseiní ((
GRÍSKIR LÍFVERÐIR
úr hinni svokölluðu Evzonher-
sveit, sem hefir afar elnkenni-
lega einkennisbúninga.
c
r
A
C
K
U
R
J
í
Simi
1234
» v a***tt*«i
&*••••••••••••••••••• « • • # ••••• ••••••••• •*»•• v m
Tlmburvsrtlun
P. W. Jacobsen & Sðn
Rofnué 1824.
i Branfuru -
Frú Venizelos.
Hún er stórauðug og það er
mælt að hún hafi styrkt uppreisn-
armenn í Grikklandi með fjár-
framlögum.
Fyrirlestur um Færeyjar með
skuggamyndum, flytur kapt. H.
Andresen annað kvöld kl. 8V2 í
11 j á 1 ]) i-æ ð i sh e r n n m.
Sehtr tSxnbor í atarrl og tmærrl gendingum frá Kaupmhöfn,
EQc tíl tídpasmíða. — Einnig hefLa SMpsfarma frá BvíþjóO.
Hefi verslaö viö lstand f 80 ár.
$•••••• ••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••«•••••• >»'W
•••••• •••••••• o • ••••••• ••••••••••«• ••• • •••• •••• • ••#••••
flokkrar erlendar bœkur
verða seldar við mjög lágu verði næstu daga í
Bfkanrslu Slgf. EfMikiinir
og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34..
BABYLON. 53.
hann náði smátt og smátt, með einhverjum dular-
fullum persónulegum krafti, í þessa háu stöðu
hjer í gistihúsinu. Það er ekkert vafamál, að hann
er greindasti og færasti þjónn, sem jeg hefi nokk-
urn tíma fyrir hitt, og hafði alveg sjerstakt lag á
því að varðveita sinn eigin virðuleik, án þess að
geta orðið yður að nokkru liði í núverandi vanda
yðar. —
— Hver er sá núverandi vandi? spurði Rack-
sole, sakleysislegur á svip.
— Mjer gæti dottið í hug, að það væri það, að
gera grein fyrir komu mannsins til London.
— Það er hægast, sagði Racksole.
— Hvernig það? Haldið þjer, að hann langi til
að flana í greipar lögreglunnar, eða að gamall vani
bindi hann við hótelið hjerna, svo hann geti ekki
án þess verið?
— Hvorugt, sagði Racksole. — Jules ætlar bara
að gera aðra tilraun; það er alt og sumt.
— Aðra tilraun til hvers?
— Við Eugen fursta. Annað hvort að ná lífi
hans eða frelsi. Sennilega lífinu; já, næstum á-
reiðanlega einmitt lífinu. Hann hefir getið sjer
þess til, að við sjeum hindraðir af þeirri ósk okk-
ar að halda vandræðum Eugens fursta leyndum,
og það ætlar hann að nota sjer. Þar sem hann er
þegar vel efnaður, eftir því, sem hann sjálfur
segir, hljóta verðlaunin fyrir þetta að vera geisi-
há, og hann mjög ákveðinn að ná í þau. Hann
hefir hvað eftir annað sýnt sig að vera hugaðann,
og ef mjer ekki skjátlast, á hann enn eftir að sýna
það enn betur, og það innan skams.
— En hvað getur hann gert? Hann getur þó
ekki, ráðist á Eugen fursta hjerna í gistihúsinu?
— Hvers vegna ekki? Fyrst Reginald Dimmock
var drepinn fyrir grun einn um að vera ótrúr,
hvað getur þá ekki hent furstann?
— En þetta væri fáheyrður glæpur, og myndi
gera hótelinu óendanlegt ógagn.
— Satt er það, sagði Racksole brosandi. Felix
litli Babylon virtist þurfa að herða sig upp til þess
aðeins að geta gert sjer ljósa hryll'inguna sem til-
hugsunin um þetta hlaut að vekja.
— Já, hvernig í ósköpunum yrði þessu komið í
kring?
— Dimmock var gefið eitur.
— Já, en þá var Rocco hjer, og hann var með
í samsærinu. Það er hugsanlegt með því móti, að
Rocco hjálpi til þess, en án hans er mjer ekki
Ijóst hvernig því yrði komið í kring. Jeg get ekki
einu sinni hugsað mjer, að Jules myndi reyna það.
Þjer skiljið, að í húsi eins og hjer, verður matur-
inn að fara gegn um það margar hendur, að það
verk að drepa einn mann á eitri, án þess að drepa
kannske fimmtíu í viðbót, væri hinn mesti vandi.
Auk þess lætur Eugen fursti, ef hann þá ekki
hefir brugðið vana sínum, altaf Hans gamla, þjón-
inn sinn, bera á borð fyrir sig, og þess vegna væri
það mikil áhætta að reyna að lauma einhverju í
matinn, áður en hann er borinn á borð.
/
— Satt er það, sagði Racksole. Engu að síður
væri hægðarleikur að komast að víninu. Hafði
yður dottið það í hug?
— Nei, að vísu, svaraði hinn. — Þjer eruð snjall.
að láta yður þetta alt í hug, en nú vill svo til, að<
Eugen fursti lætur altaf opna vínflöskurnar í nær-
veru sinni, og vafalaust gerir Hans það. Svo sá.
möguleiki getur heldur eklfi staðið hjá yður.
— Það skil jeg ekki, svaraði Racksole. — Jeg
* hefi sjálfur lítið vit á víni og drekk það sjaldan,.
en mjer finst að hægt væri að komast til þess að
setja eithvað í vínflösku meðan hún er enn í kjall--
aranum, sjerstaklega ef einhver meðsekur er hjer
í húsinu.
— Þjer haldið þá, að þjer sjeuð ekki búinn að *
losa yður við alla samsærismennina?
— Jeg held það gæti komið til mála, að Jules
ætti énnþá einhvern fjelaga hjer innan veggja.
— Og, að hægt væri að opna vínflösku og loka
henni, án þess nokkur ummerki sæjust? Babylon
var dálítið háðslegur á svipinn.
— Jeg sje ekki neina nauðsyn á því að opna
flöskuna til að eitra vínið, sagði Racksole. — Jeg
hefi að vísu ekki neina æfingu í því að eitra vín
fyrir menn, og held ekki, að jeg hafi neina sjer-
gáfu sem eiturbyrlari, en jeg held samt, að jeg
.gæti gert þetta, og á fleiri hátt en einn. En vitan-
lega játa jeg, að mjer geur skjátlast um fyrirætl-
anir Jules.
— Jeg skal segja yður, sagði Babylon, — að
vínkjallararnir hjerna undir okkur, eru eitt af
furðuverkum Lundúnaborgar. Jeg vona, að þjer
vitið það, hr. Racksole, að þegar þjer keyptuð
Hótel Babylon, keyptu, þjer um leið besta vín- -