Morgunblaðið - 29.03.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1935, Blaðsíða 3
Föstudagmn 29. mars 1935. M O R G TT N H li A'T) I Ð 3 Úr|ræðu sr. Bjarna Jónssonar. „Foringjar veittu for- j ystu — fyrir það lofiS Drottinn“. í»essi orS heilagrar ritningar ea*u í huga mínum, er kvaddur er Jón Þorláksson borgarstjóri. Er jeg frjetti lát hans hafSi jeg yfir með sjálfum mjer orS skáldsins um hinn eina, er svo margra stóS í stað. Menn setti hljóða við þessa helfregn, því að menn fu.ndu, að lándið og þetta bæjarfjelag var svo miklu svift. Söknuður og sorg settu sinn blae á blæinn, ekki aðeins hjá fylgismönnum og vinum, held- ur einnig hjá þeim, er voru á öðru máli en hann.. Það er í fornum sögum frá því sagt, er menn stóðu yfir mold- um eins af höfðingjum lands- ins, og þá er svo að orði komist: „Stóð þar margur maður yfir með harmi míklum“. Þetta sjest í dag. Hjer fylg- ist að kærleikur og lotning, söknuður og þakklæti. Minnumst í sorg vorri hins þróttmikla orðs: „Til frægðar skal konung hafa, en ekki til langlífis“. Hjer er eftir þann mann að mæla, er lifði til frægð ar, landi og þjóð til heilla. Fyrir rúmlega 38 árum bar fundum okkar fyrst saman. Þá horfði jeg á hann með aðdáun, því að hann var fremstur í flokki ungra manna sakir lær- dóms og snilli. Og mín síðustu kynni af hon- um er aðdáun á orðum þess manns, er jeg vissi, að treysta mátti. Hjer var mannvit, er stjórn- aði gifturíkri æfi. Byrði betri berrat maður brautu at en sje mannvit mikið. „Hjer á landi þarf svo margt að brúa“. Sá sem mannvit á, sjer hverju er ábótavant og hvað gera þarf. En hpnum nægir ekki að sjá það. Hann lætur sjer ekki nægja að horfa á torfærur, að standa á bakkanum og horfa á hina stríðu elfu. Hann spyr: Hvernig er hægt að komast yfir? Hann sjer, að „hjer á landi þarf svo margt að brúa“. Þetta sá hann, sem vjer minnumst í dag. Hvatningarorð náðu til hans lík þessuni fornhelgu orð- um: „Leggið braut, leggið braut, greiðið veginn, ryðjið hverjum ásteytingarsteini úr vegi þjóð- ar minnar“. Ættjarðarást hans birtis í þjóðnýtu atorkustarfi. Það er i Nýja Testamentinu sagt um höfðingja einn: „Hann elskar þjóð vora“. Þetta hafa margir sagt og segja um Jón Þorláksson. Æfistarf hans stjórnaðist af þessari ákvörðun: „Vígjum landi vit og krafta“. Vit og kraft átti hann og beitti hvoru tveggja vel. Hann hugsaði fyrst, og hugs- aði vel, talaði svo og ritaði, og starfið var í samræmi við töluð 0g rituð orð. Sjilfur sá hann og vissi, en vildi einnig, að aðrir yrðu sjá- andi. Þeir, sem vilja opna öðr- um nýtt sjónarsvið, verða oft mikið á sig að leggja. Eitt er að vita og skilja, ann- að er að fá aðra til hins sama. En þetta er einmitt það, sem menn munu lengi muna, er þeir minnast J. Þ. Það var hægt að byggja á hugsun hans. Það mátti treysta því, er hann sagði. „í hvert sinn er jeg fór a f fundi þínum varð jeg betri“. Sókrates var þannig lýst af einum lærisveini hans: „1 hvert sinn er jeg fór af fundi þínum, varð jeg betri, sjerstaklega er þú talaðir“. Þessi orð mættu vel lýsa því, er í huga margra býr í dag. Jóni Þorlákssyni ljet vel I sú list, að skýra með rökum. I Hann talaði og ritaði ljóst j um málið, sem fyrir lá. Vjer ■ munum hinn rökfima mann, er hafði ráð á að nota ekki meið- yrðin, enda voru þau síst að hans skapi. Hann horfði á mál- ið sjálft, og beitti starfskröft- um sínum til úrlausnar. Þess vegna var hann sjálf- kjörinn foringi, foringi í þjóð- málum, í æðsta valdasessi, og foringi í höfuðstað landsins. „Foringinn verði eins og sá er þjónar". En það var fjarri skapi hans að líta á starf foringjans sem drotnandi vald. í hjarta hans geymdist þetta heilaga orð: „Foringinn verði eins og sá, er þjónar“. Slíkur foringi er sístarfandi, býr menn sína að vopnum og æðr- ast ekki, þó að hann fái á sig sár. Slíkt verður í orustu, ef menn sjálfir berjast. Menn gleyma sjer oft í orustum. Það gerði Jón ekki. Starfi og bar- áttu var stýrt með mannviti. Bæði’á friðar. og stríðstímum var honum um það hugað að gera rjett, eins og það særði hann í hjartastað, ef menn yrðu að þola órjettinn. Bundinn af samvisku sinni var hann hlýðinn hinu rjetta og leit svo á, að órjetti ætti á- valt að hnekkja með rjettlæti. Hugsun hans og ályktun var frjáls og sjálfstæð, en um fram alt og fyrst og fremst rjett. Yfir dyrum háskóla eins eru letruð þes'- orf • , i hugsa i álst er mikils um vert, að hugsa rjett er miklu meira virði“. Starf oóns Þorlákssonar var móiaö af þesSum orður' Skýr var ha hi ,..un og sl i va, hans mál. 2g hefi i. yrt hann skj flókið mál á fáum iVnútum, svo j það sasl ljóst, em áðir var hulið. Þ?A var brugðiö britu yfir máiið. 'Te n urðu öru.;,'gir. Menn fund": Þetta 'r sj 'f- * tt og rjett. pað va- þessi öryggishugsan, er bjó hjá mönnum, er Jón varð borgarstjóri, og þetta ör- yggi átti ht' ia hjá fleirum en flokla önnu n hans. .vi r vitur og rjettsýnn, aivörug' nu og grandvar, Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, talar í þinghúsinu. skjöldur hans svo hreinn, að hann hiklaust gat gefið þessum orðum samþykki sitt: „Rjett- læti hefur upp lýðinn, en synd- in er þjóðanna skömm“. Þess vegna var honum það áhuga- mál, að hin uppvaxandi kynslóð fengi fræðslu í hinum heilögu sannindum, svo að æskan þekti mun á rjettu og röngu og væri frædd um hinn rjetta veg. Jeg geymi mynd af heilum manni og einbeittum, er horfði beint fram með örugga sann- færing í huga sínum. Kapp átti hann með forsjá. í sambandi við vitsmuni hans og starf hugsa jeg um þetta ritningar- orð: „Verið fullorðnir í dóm- greindinni“. Þannig varð hann snemma fulíorðinn, og aldrei gamall. „Eflið heill borgarinnar, sem jeg flutti yður í“. Þessi orð lærði Jón, er hann var á barnsaldri, og eftir þeim var breytt til síðustu stundar æfi hans. . Til Reykjavíkur kom hann á æskuárum, og sýndi þá, hvert komast má. Hjer í bæ var hann í nýtu og veglegu manndóms- starfi, og um all-langt skeið hafa menn notið krafta hans, og bygt á hyggjuviti hans og djúpsæum skilningj. Hjer lifði hann og starfaði, eflandi heill þjóðarinnar og fram að síð- asta andartaki eflandi heill Reykjavíkur. Vopnum til sóknar og varnar beitti hann vel, og vopnin fengu ekki að ryðga, því að svo oft þnrfti að nota þau. Hetjulund átti hann og þrótt, og vegna hans nv ksæknu frægðar tengir hin xslenska þjóð þakkk J við minninguna, m um .’.ann geymist — — ------og sólarsýn. En vegna hins viðkvr.m. hjarta og einlæga kærleika er mynd hans og minning umvaf- in sólarbh ’i á einum stað, á heimilinu hjá ástríkri eiginkonu hans, suxn hefir gla' ;t með hon um á nörgum unaðs stundum og borið með honum rðarnar, i borið smyrsl kærleikans á sár- j in, sem hann f jekk á sig í stríði j lífsins. Hún vissi það best, nu. tj honum sjálfum, hvernig hu.m var s; '"ður. En i *áð dimmu og brr .Mu sást h * rrbirta og fögur gleði. Þetta er alt bjart- ara en orð mín fá lýst. En jeg veit, að kærleikur og sorg fylg- ist nú að og þakklætið er þeim samferða. Þakklæti elskulegi’ar eiginkonu og liinna hjartkæru dætra, sem hafa notið kærleik- ans, er ávalt leitar að nýjum tækifærum til þess að auka blessun. Þetta þakklæti býr hjá báðum ungu mönnunum, sem nutu svo lengi skjóls á heimili þeirra hjóna. Jeg veit, að í hjörtum margra býr þakklæti í dag. B.jart hefir verið á því heimili, ,þar sem kærleikurinn hefir tendrað ljósin og dreift blómum á brautina. Eldur es bestúr með ítason- um og sólarsýn. Við arineld heimilisins sá Jón Þorláksson birtuna ofar öllum skýjum. Þessi sólarsýn hvarf honum ekki. Nú er dap- urt um að litast í sorgarranni, hrygð eftir látinn bróður, mág og vin. Hrygð er í hjörtum svo margra, því fallin er hetja. En það væri áreiðanlega að gera Jóni Þorlákssyni á móti skapi, ef vjer í hrygðinni mist- um kjarkinn. „Skiljið mig hjer eftir, en náið sigrinum“. Það var herforingi einn, sem barðist hraustlega og eggjaði ■lið sitt til framgöngu. Hann særðist ólífissári, og lífið var að fjara út. Menn hans stóðu harmi lostnir. En hann s. gði: „Skiljið nn. hjer eftir, en náið sigrinum' Orð foringjans fyltu þá eldmóði. larnig á sorgin ð verða lyftis íg, einnig í dag. Það er sem, jeg heyri þennan hug- djarfa mann segja: „Unnið mjer hvíldarinnar, en berjist til sigurs. Áfram til starfs og stríðs fyrir land og þjóð“. ' Hjer skal hvatning berast til vor allra, vfir líl ur hins mæta æctjarö„rsc ..ai il þjóð- arinnar, sem hann elskaði og barðist fyrir. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“. Meir en hálfa öld hafa kirkja og Alþingishús verið hjer hvort við annars hlið. Hjer í þessu húsi hefir hvert þing' verið helgað um langt skeið. Hjer á samstarf að vera til stuðnings hinu helga og sanna. Skipum oss undir merki sann- leikans. Gleymum því ekki, að á silfurspjaldi í hymingarsteini Alþingishússins eru þessi heil- ögu orð: Sannleikurínn mun gjöra yður frjálsa“. Verum sannleikans megin. í baráttu fyrir heill þjóðar vorr- ar. — * í miðri Reykjavík er þessi heilagi staður, og í þessari kirkju hafa orð borist til bæj- arbúa í gleði og sorg. Og nú skulu í dag hvetjandi orð ber- ast til allra þeirra, sem kveðja. Jón Þorláksson. Frá húsi Drottins skulu þessi orð berast á útfarardegi borg- arstjórans, orð Drottins til þjóð ar vorrar: „Hlýðið minni raustu, þá skal jeg vera yðar Guð ög þjer skuluð vera mín þjóð“. Höfum það hugfast, að „hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa“. Guð styrki hvern frækinn og frjálsan mann, sem framför sannasta þekkir, sem landslýðinn bætir og berst fyrir hann uns bresta þeir síðustu hlekkir. Þetta er í dag minning, og þetta er í dag hvatning. „Heitstrengingarstund“. Látum þessa stund vera heit- rtrengingarstund. Strengjum pess heit, að vjer skulum hver á sínum stað vinna að héill ís- lands, svo að áform megi verða tekin í anda þéssara fornu orða: „En vjer skulumallastund á leggja, að ósætt falli, sátt rísi, sálin hjálpist, og langur friður standi í þessu landi“. Áfram, því með dug og dáð, Drottins studdir ást og náð. I emu hinu veglegasta must- eri er áletrunin aðeins þetta eina orð: Foringi. Þetta kallar á djúpa hugsun og alvöru. Mennirnir hverfa. Þjónarnir eru kallaðir burt. En foringinn er eftir, sá sem oss öllum getur hjálpað. Hann segir: „Þjer kall Fi'amh. á 6. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.