Morgunblaðið - 29.03.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1935, Blaðsíða 4
t 4 m MOKöUNB LAÐÍÐ Mggwf. ", »..■•<■ ■»«?«» .(*£*«** • ..• -rtwrv. ...; i--T;r -Tfrrirtiiíiromr , í’östudaginn 29. mars 1935. ........... 4. . . .... Forlög mfólknrmáls- ins ráðin á Alþingi. AII Tímaliðið i neðri deild hefir vtrið handfárnað.' Umræðurnar í neðri deild Al- })ingis um mjólkurmálið, stóðu til kl. rúml. 1 í fyrrinótt. Var })á tokið umræðunni, en atkvæða- greiðslu var i'restað, vegna fjar- veru margra þingmanna. Aðal- f I utningsmaður frumvarpsins, P.jetur Ottesen gat ekki tekið þátt í þessari umræðu vegna las- leika. Hjer verður skýrt frá fáeinum atriðnm er fram komu í fyrri- nótt. Hagsmunir „vissra“ neytenda. Eins og- áður var frá skýrt, fiutti Stefán Jóh. Stefánsson Janga ræðu um mjólkurmálið í fyrrakvöld. Hann minti'st á málefnasamn- iug sósíalista og Tímamanna, er gerður var fyrir stjórnarmynd- unina. Hann hefði að geyma á- kvæði um það, að stjórnarflokk- arnir ætluðu að skipuleggja af- urðasöluna með hagsmuni beggja fyrir augum, framleiðenda og neytenda. Mjólkurlögin hefðu verið sett með það fyrir augum, að gæta „hagsmuna vissra neytenda", sagði St. Jóh. ennfremur. Með hags- munum „vissra neytenda“ hefir St. Jóh. St. vafalaust átt við hags- muni Guðm. R. Oddssonar og þeirra, er að Alþýðubrauðgerð- inni standa, því . ekki eru það hagsmunir neytenda alment, sem þar koma ti] greina. „Vígorð“ Sjálfstæð- ismanna. Þá sagði St. Jóh. St„ að alþýðu- burgeisarnir litu með tortrygni á „vígorð“ Sjálfstæðismánna: Stjóm Samsölunnar í liendur framleið- enda t Með því yrði gengið á hlut neytenda, sagði hann. Sami ræð-umaður var þó æ ofan í æ að tönlast á því, að í mjólkur- málinu færu algerlega saman hagsmunir framleiðenda og neyt- enda. Ef svo er, og því hafa Sjálf- stæðismenn haldið fram, hvað er þá því til fyrirstöðu, að framleið- endur taki stjór-n Samsölunnar í sínar hendur? Vissulega er ekkert því til fyr- irstöðu, annað en það, að þá yrði það ekki „hagsmunir vissra neyt- enda' ‘, sem fengju að ráða — held- ur hagsmunir a 11 r a nejrtenda í bænum. Kröfur húsmæðr- anna. St. Jóh. St. fór inörgum. — en miður vingjarnlegum — öiðum um gagnrýning og kröfur l,ús- mæðranna. — Ekki taldi hann mjólkursölunefnd ámælisverða fyrir það, þótt hún hefði veitt brauðgerðarhúsi sósíalista sjer- rjettindi; — síður en svo — hún ætti skilið þakkir fyrir þetta! — Barnaleg væri sú krafa liúsmæðr- anna, að mjólk yrði fáanleg í öll- um brauðsölubúðum bæjarins, því það myndi auka dreifingarkostn- aðinn! Hví þá að liafa nokkra mjólkurbúð? Þá yrði dreifingar- kostnaðurinn minstur, því ekki virðist þurfa neitt tillit að taka til neytenda. Um þá ósk húsmæðr- anna, að heimsend mjólk væri komin til neytenda fyrir kl. 8 að morgni, eða áður en börn fara í skóla, sagði St. Jóh., að í hverfi því sem hann byggi, liefðu neyt- endur aðeins fundið einn ágalla hjá Samsölunni. Hann var sá, að mjólkin kom fyrir kl. 8 að morgni! Hefðu neytendur hótað að segja mjólkinni upp, ef þessu tdtæki heldi' áfram! Samsalan hefði svo lagfært þenna galla og nú væru allir ánægðir, sagði StefánJ Þingmaður Mýra- manna. Eins og skýrt liefir verið frá hjer í blaðinu, hafði Bjarni Ás- geirsson á Reykjum samið breyt- ingartillögur við frumvarp P. Ottesen. Þessar breytingartillögur bar B. Á. undir stjórn og fulltrúa- fund Mjólkurbandalags Suður- lands á dögunum og voru tillög- urnar samþyktar þar með 16:2 atkv.; fulltrúar M.jólkurbús Flóa- manna voru einir á móti. Meirihluti landbúnaðarnefndar neðri deildar bar svo tillögur þess- ar fram í þinginu og var Bj. Ásg. í þeim hóp og framsögumaður nefndarinnar að auki. En við umræðurnar í fyrrinótt stendur kempan Bjarni upp og lýsir yfir því, að hann sje nú horf- inn frá tillögunum og muni greiða atkvæði með hinni „rökstuddu" dagskrá P. Zoph. og Emils! Bj. Ásg. kvaðst bera svo mikið traust til landbúnaðarráðherrans í mjólkurmálin.u(!) og kvaðst }Tess fullviss, að ráðherrann gerði þær umbætur á framkvæmd mjólkur- sölunnar, sem framleiðendur ósk- uðu eftir. Þessi frammistaða Bj. Ásg. er hvorki betri nje verri, en inenn áttu alment von á úr þeirri átt. Hann hefir hingað til ekki sýnr manndóm til að brjótast undan handjárnaofríki st jórnarflokk- anna. Bændur í Mýrasýslu hafa hins- vegar enn á ný fengið að kynnast því, hversu treysta má þingmanni þeirra þegar á reynir. Atkvæðagreiðsla um þetta mál fer fram í dag. En það er bersýni- legt af því, sem fram fór í fyrra- kvöld, að forlög málsins eru ráð- in þegar í neðri deild. Amerískt „ráð“ við kvefi. Ameríkumenn hafa löngum verið frumlegir. Hjer er eitt ráð sem þeir gefa mönnum við kvefi og telja óbrigðult: Farið snemma að kvöldi til svefnherbergja yðar, með göngu- staf, harðan hatt og kogníaks- flösku. Stingið stafnum milli dýnunnar og fótagaflsins og hengið hattinn á hann. Farið nú í rúmið og hafið flöskuna með yður. Fáið yður vænan sopa og Sonatorrek. Eiríkur Kjeruif gaf út. Af þeim, sem fást við að skýra fornan kveðskap, mun Eiríkur Kjerulf vera einna mikilvirkastur og frumlegast- ur. Hefir þó fátt eitt af at- hugunum hans og skýringum birst á prenti, þangað til nú, að hann gefur út Sonatorrek Egils Skallagímssonar. Er það tveggja arka kver, vandað að frágangi. Þar er fyrst prentaður frum- texti kvæðisins, eins og hann er í N. ísl. Skjaldedigtning, sem Finnur Jónsson gaf út. Við hliðina er kvæðið prent- að með nútíma stafsetningu. Síðan er það fært til óbund- ings máls með stuttum skýr- ingum. Þá kemur kafli, sem er orðaskýringar og er þar margt ágæta vel athugað. Er þetta megin kafli bókarinnar og þræðir Kerulf þar sínar götur. Munu sjálfsagt margir ekki verða honum samdóma um alt. En skýringarnar lýsa ást hans á rannsókninni og að hann vill kafa til alls, sem dýpst er grafið. Seinast er eftirmáli og þar rekur hann meðal annars það, hvað hann hyggur að orðið Sonatorrek þýði. Á. lítið á hattinn. Og svo annan og lítið á hattinn. Haldið áfram að þamba, uns hattarnir eru orðnir tveir. Og þegar þjer vaknið næsta dag, er kvefið horfið! Uífl5já morgunblaflslns 29. mars 1935 FlmErískt merkisrit um íslensk fræöi, Eft:r Richard Eeck prófessnr, dr. 3!Æargaret Schlauch: Romance in Iceland. London, George All- cn & Uniwin Ltd. 1934. Þessi fræðimannlega og vel samda bók, jafn skemtileg og hún er lærdómsrík, á sjerstakt erindi til allra þeirra, sem fást við íslensk fræði, einkum bók- mentafræðinga vorra. Hún er grufldvallarrit um merkilega grein íslenskra bókmenta, lygi- :sögurnar, sem öldum saman nutu hylli þjóðar vorrar — fyrsta ítarlegt heildaryfirlit yf- Ir þær, og er rituð frá sjónar- m:ði samanburðar-bókmenta- fræði. Varpar það viðhorf birtu á margt í sögum þessum og ger- ir ritið stórum girnilegra til fróðleiks og hugðnæmara, held- ur en hefði það samið verið á þrengra grundvelli. íslenskir fræðimenn hafa i seinni tíð lítið fengist við rann- sókn lygisagnanna; hins vegar hafa eigi allfáir amerískir bók- menta- og málfræðingar lagt rækt við það verkefni, og vinna að því framvegis. Af þeim má nefna háskólakennarana C. N. Gould, J. H. Jackson og G. S. Lane, sem allir hafa dvalið lengrj eða skemri tíma við nám og bókmentarannsóknir á Is- landi, og eru því ýmsum kunn- ir þar um slóðir. Gould hefir meðal annars samið merkilega ritgerð um Friðþjófssögu, þar sem hann lciðir rök að því, að hún sje austurlensk að upp- runa; Jackson hefir nýlega (1931) gefið út mjög vandaða útgáfu af Sigurðar sögu fóts og Ásmundar Húnakonungs, með ítailegum inngangi og athuga- semdum; Lane, sem er nýliði í hópnum, hefir ritað um Mágus sögu. Kemur það því ekki á óvart, að höfundur rlts þess, sem hjer um ræðir, er amerísk lærdóms- kona, sjerfræðingur í miðalda- cg samanburðar-bókmentum. — Með áður prentuðum ritgerðum sínum um fornfrönsk og íSlensk efni, ekki síst með hinni prýði- legu ensku þýðingu sinni af Völsunga sögu og inngangsrit- gerð sinni um hana (1930), hef- ir hún sýnt, að hún er sjerstak- lega vel til þess hæf, að rann- saka og túlka lygisögurnar og skýra samband þeirra bæði við aðrar íslenskar bókmentir og heimsbókmentirnar. Miss Schlauch, sem er kenn- a'ri í New York Univer3Íty, vann að undirbún'.ngi þessa rits síns á bóka- og handritasöínum í Þýskalandi og á Norðurlöndum (1929—1930), og var um hríð á íslandi Alþingishátíðarsumar- ið við handrita- og bókmenta- rannsóknir á Landsbókas.Áninu. Hversu yfirgripsmikið og orð- ugt verk hennar hefir verið, verður Ijóst, þegar í minni er borið, að fulla tvo þriðju hluta þeirra lygisagna, sem hún tek- ur til meðferðar, er aðeins að finna í handritum á bókasöfn- um í Reykjavík og Kaupmanna- höfn, og að þær, sem prentaðar hafa verið, eru yfirleitt mjög fágætar. Þau ummæli benda einnig ótvírætt til þess, hve mik inn nýjan fróðleik er að finna milli spjalda þessarar bókar. Lygisögurnar blómguðust, sem kunnugt er, þegar hinni fornu sagnaritun íslendinga hnignaði og meiri áhersla var lögð á skemtan en sannfræði; renna þar í einn farveg austrænir, suð- rænir og norrænir straumar, og því síst að kynja/þó sögur þess- ar sjeu tíðum „undarlegt sam- bland“ fjarskyldra söguefna. I inngangskafla sínum víkur Miss Schlauch að slíkum samruna þessara sagna, og bendir á það, að við lok miðalda hafi íslensk- ar bókmentir verið orðnar svo mjög af erlendum toga spunn- ar, að þær hafi verið alþjóðleg- astar bókmentir í Norðurálfu. Höfuðástæðurnar til þessa breytta bókmentasmekks telur hún vera: — tíðar utanfarir Ís- lendinga í margskonar erindum og kristnun Islands, sem eðli- lega efldi stórum menningar- samband ' þess við meginland Norðurálfu. Færir hún ýmsar stoðir undir þá skoðun sína; en játar jafnframt, að fleiri skýr- ingar komi hjer til greina '— landfræðilegar, hagfræðilegar og stjórnarfarslegar — eins og aðrir fræðimenn hafa haldið fram með gildum rökum. En þó mikið djúp skilji gull- aldarsögur vorar og lyg'sögurn- ar, eru þær ekki með öllu ó- skyldar; mörg söguefnin eru sameiginleg hvorumtveggja, þó ólíkt sje með farið og málum blandað. Næg dæmi þeirri stað- hæfing til stuðnihgs tilgreinir Miss Schlauch í kaflanum um það, hvernig hinir fornu guðir og hetjur koma fram í lygisög- unum („The Old Gods and Heroes), og dregur hún rjetti- lega af þeim athugunum þá ályktun, að íslenskar bókment- ir slitnuðu ekki úr tengslum við fortíðina, þegar þær „urðu róm- antískar“, að lánað sje orðalag höfundar. Hjer sem annars staðar er auð sætt, þegar skygnst er undir yfirborðið, „hið órofna sam- hengi“ íslenskra bókmenta, sem dr. Sigurður Nordal hefir svo öfluglega og snildarlega, dregið athygli að í ritgerð sinni um það efni. Þá snýr Miss Schlauch sjer að erlendu áhrifunum í lygisögun- um og sýnir fram á, hvernig höfundar þeirra seildust eftir ýmiskonar fróðleik i latneskar bókmentir, einkum „lærð“ ís- lensk rit at latneskum uppruna. Kemst hún að þeirri niðurstöðu, að „hinn latneski arfur“ í ís- lenskum bókmentum birtist fremur í umgerð vissra sagna heldur en sjálfum söguefnun- um, nema í hrein-rómverskum sögum, eins og Trójumanna sögu og Rómverja sögu. Þó kynlegt megi virðast gegn- ir, að dómi höfundar, öðru máli um grísku áhrifin, sem rekja má í mörgum lygisöghm. Er hún þeirrar skoðunar, að þau hafi til íslands borist beinni boðleið en latnesku frásagnirn- ar og fróðleikurinn, með Is- lendingum, sem dvalist höfðu, stundum langvistum, í Mikla- garði og þess vegna haft tæki- færi til að kynnast grískum sög- um og nema þær þar, og síðan flutt þær með sjer heim í átt- haga sína. Hefir margs ólík- legra verið til getið, þegar tekn ar eru með í reikninginn fróð- leikshneigð Islendinga og mæt- ur þeirra á skemtilegum sög- um; ýms atriði í lygisögunum virðast einnig, eins og Miss Schlauch bendir á, eiga bein- línis rót sína að rekja til Mikla- garðs. Þó neitar hún því eigi, að sumt af þessum gríska efni- við kunni að hafa flust til ís- landsstranda í latneskum þýð- ingum, enda má fyllilega ætla, að svo hafi verið. Drepið var á það hjer að framan, að prófessor Gould hefði fært rök að því, að Frið- þjófs saga væri austræn að upp runa. Hvað það snertir, er hún langt frá því að vera einsdæmi í íslenskum bókmentum. í eink- a.r eftirtektarverðum kafla um austræn áhrif í lygisögunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.