Morgunblaðið - 29.03.1935, Blaðsíða 7
Föstuaaginn 29. mars 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Vátryggingaf jelaginu „Al-
binga“.
Verslunarmannafjel. Reykja-
víkur.
Heimdalli, fjelagi ungra
Sjálfstæðismanna.
Sambandi ungra Sjálfstæðis-
manna.
Fjelagi Sjálfstæðismanna,
Akureyri.
Höjgaard & Schultz, Kaup-
mannahöfn.
Berdahl, Nissen & Thoresen,
Osló.
Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis.
Iðnaðarmannafjelagi Reykja-
víkur.
Ferðafjelagi íslands.
Vegamálastjórninni.
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Hafnarstjórn Reykjavíkur.
Kvenfjelaginu Hringurinn.
Starfsfólki á bæjarskrifstof-
iinum.
Starfsfólki á Slökkvistöðinni.
Starfsmannafjelagi Reykja-
víkur. m
Ennfremur bárust silfurskildir,
þar á meðal frá:
Alþingi íslands.
Landsmálafjelaginu Vörður.
Kueðja frö
sueitungum.
Frá Þverárhreppi barst svo-
hljóðandi skeyti.
Fyrir hönd sveitunga okkar og
í nafni þeirra og umhoði, færum
við alúðar þakkir fyrir störf Jóns
■sáluga Þorlákssonar, og fyrir lians
fölskvalausu og óeigingjörnu vel-
vild til sveitafjelags okkar, sveit-
arinuar, þar sem hann var fæddur
og uppalinn og fyrir þá ræktar-
semi, er kann í orði og verki sýndi
sveitinni sinni og þau miklu fjár-
framlög, sem hann gaf frá sjálf-
um sjer henni til framfara og'
menningar. yig vottum yður, fóst-
nrdætrum yðar og hans nánustu
ætting.jum, alííðarfylstu samúð í
ykkar sáru sorg og óbætanlega
vinamissir. Guð blessi minningu
hans og framtíð ykkar. Innileg
kveðja.
Eggert Leví,
kreppstjóri Þverárhrepps.
Ingvar Sveinsson,
hi'eppsnefndaroddviti Þverárhr.
Uppboð fer fram í dag við Grett
isgötu 38 og h.efst kl. 1%. Verða
þar seldar allar vörur verslunar-
innar Austurhlíð og verslunará-
höld.
Sjúkrasamlag Reykjavikur lield
ur aðalfund sinn í kvöld kl. 8V2
í Iðnó. Aðgöngumiðar verða af-
hentir samlagsmönnum, gegn sýn-
ingu gjaldabókar, í skrifstofunni,
Bergstaðastr. 3, kl. 2—5 og í Iðnó
í kvöld eftir kl. 8.
Gagnfræðaskólinn í ísafirði hef-
ír boðið rektor Mentaskóians í
Reykjavík, ásamt 20 nemöndum,
að koma þangað vestur um páslc-
ana og hefir rektor tekið boðinu.
Flokkurinn mun búa í Birkihlíð,
skála uemenda Gaghfxæðaskólans,
og taka þátt í skíðavikunni, sem
þá verður 'haldin í ísafirði að tiÞ
hlutun Skíðáfjelags Isafjarðar,
Betanía. — Föstuguðsþjónusta
verður í kvöld kl. 8V2. Guðbjörn
■Guðmundsson talar. Zionskórinn
svngur. Allir velkomnir.
Guðspekifjelagiö. Fundur í
„Septínu" í kvöld kl. 8V2. Þorlák-
ur Ófeigsson flvtur erirnli. er
liann. nefnir „Gott og ilt“. Gest.ir.
Kröfnr Hiflers
Frakkar segja, að gengið
liafi fram af Bretum.
Rússar og Þjóðverjar búast
við árásarstríði hvor af öðrum.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR
EINKASKEYTI TIL
M ORGUNBLAÐSINS.
Enska hlaðið „Daily Telegraph“ !
skýrin nánar heldur en í gær frá
því hvaða kröfur það voru, sem
Hitler gerði á Berlínarfundinum,
fyrir utan þær landvinningakröf-
ur, sem áður hefir verið sagt frá.
Hitler krafðist þess að Þjóð-
verjar fengi að hafa jafn mik-
ið af hemaðarflugvjelum eins ^
og Frakkar og Bretar, og her- j
skipaflota sem væri aðeins 1/5,
minni heldur en herskipafloti j
Breta.
Frönsku blöðin segja að Hitler
hafi enn fremur krafist þess að
hætt verði við hið fyrirhugaða
hernaðarbandalag Frakka og
Rússa, og að ítalir skuldbindi sig
til þess að skifta sjer ekkert af
því þótt Austurríki sameinist
Þýskalandi.
Frakkar eru ákaflega glaðir út
af þessu og segja að hinar óbil-
gjörnu kröfur Hitlers liafi orðið
til þess, að þeir hafi algerlega
eyðilagt spilið fyrir sjer, því að
heiintufrekja þeirra liafi alveg
gengið fram af Bretum, en þeir
dylji vonbrigði sín með þögninni.
Hitler rökstuddi kröfu Þjóð-
verja um herbúnað með því að
þeir ætti þá hættu sífeþp yfir sjer
vofandi að Rússar rjeðist á Þýska
land með ófriði.
Eftir því sem „PoIitiken“ segir
kemur Eden til Moskva í dag og
er komu hans biðið með mikilli ó-
þreyju.
Segist rússneska stjórnin hafa í
sínum fórum sjc.jö] er sanni það,
að Hitler ætli sjer að láta Þjóð-
verja ráðast á Rússland.
Stalin hefir hannað allan
kommúnista xundirróður í út-
löndum, nema í Þýskalandi.
Páll.
Sir John Simon
segir frá Berlínarför-
inni. - Málin verða
fyrst rædd til fulln-
ustu i Stresa.
London 28. mars F.U.
Sir John Simon var spurður þess
í neðri málstofu enska þingsins í
dag, hvort hann vildi gefa deild-
inni skýrslu um Berlínarför sína.
>Sir John Simon svaraði því,
að Berlínarför sín hefði aðeius
vérið einn þáttur í heimsóknum
til.ýmsra höfuðborga í Evrópu, til
þess að rannsaka og spvrjast fvr-
ir 11B1 ástandið, en þegar þessum
heimsóknum væri lokið, mundi
verða haldinn fundur í Stresa í
norður ítalíu. Þar sagðist hann
vonasl til þess að geta hitt Laval
og- Mussolini. En þar sem viðræð-
ur þær sejn nú þegar hefðu farið
frani, værn éinungis undirbúnings-
umræður, sagði hann að það væri
auðsjáanlegt að skýrt yrði frá
þeim að fullu, áður en Stresa
fundurinn yrði haldinn. Hann var-
aði menn við því, að fara eftir
bollaleggingum um málin sem ekki
væru opinberlega staðfestar.
Ennfremur sagði Sir John, að í
viðræðunum í Berlín hefði verið
rætt um ástandið í Evrópu með
tilliti til afstöðu ÞýsLalands og
hefðu öll atriði orðsendingar frá
3. febrúar verið tekin til athng-
unar. Áberandi skoðanamnnur
hafði komið fram, sagði ráðherr-
ann um ýms atriði, en viðræðurn-
ar höfðu samt mikið gildi fyrir
báða aðila, að því leyti að þeir
kyntust greinilega hvor annars
sjónarmiðum. En það var nauðsyn-
legt fyrst og fremst tii þess að
undirbúa samstarf milli þeirra.
Sir John Simon sagði að á
Stressa fundinum mundu koma
fulltrúar þriggja ríkja.
Þýska stjórnin hefir í dag mót-
mælt því, að orðrómurinn um um-
mæli Hitlers sje rjettur.
1 París virðast menn meira og
meira að komast á þá skoðun, að
besta tryggingin gegn friðnum sje
náin samyinna þjóðabandalags-
ríkjanna.
Viösjár xnilli
Þýskalands
og Sviss.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Alvarlega deila er komin upp
milli Þýskalands og Sviss, og má
yera að hún dragi dilk á eftir sjer.
Þýskur blaðamaður, Salomon
að nafni, hafði flúið úr Þýska-
landi og farið tii Sviss. Hafðist
hann við í Basel. Þaðan var hann
numinn á brott og fluttur til
Þýskalands, en þar beið hans
dauðadómur.
Nú er sagt að Sviss ætli að mót
mæla og krefjast þess að fá
manuinn framseldan frá Þýska-
landi.
PáÐ.
SljórnarskiBi
i Póllandi.
London 28. mars F.B.
Frá Yarsjá er símað, að ríkis-
stjórnin liafi beðist lausnar og
hafi Moscicki ríkisforseti tekið
lausnarbeiðnina til , greina. Kos
lowski forsætisráðherra gegnir
forsætisráðherrastörfum áfram,
uns ný stjórn hefir verið mynd-
uð. — Lausnarbeiðnin. er afleiðing
þess, að þingið samþvkti stjórnar-
skrárbreytingu þá, sem nýlega var
um símað, og eykur mjög vald
ríkisforsetans, og er fram komin,
til þess að endurskipulagning rík-
isstjórnarinnar geti farið fram í
samræmi við hina nýju 'stjórnar-
skrá. (United'Press).
Memel-málin
valda vaxandi æsingum
i Þýskalandi.
Orðrómur um að Austur-Prússland ætli
að leggja Memel undir sig.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
í Þýskalandi halda áfram mót-
mælafundir gegn dómunum í
Kowno yfir þjóðernissinnnnum frá
Memel.
Er tekið mjög sterkt til orða
gegn dómum þessum og hafa sum-
ir ræðumenn sagt að notuð hafi
verið pyndiugaráhöld, ems og á
miðöldunum til þess að fá sak-
borninga að játa á sig það, sem
þeir voru sakaðir um .
Enn fremur hefir því verið hald-
ið fram, að það sje nú sýnilégt að
þjóðasáttmálar sje gagnslansir, ef
kotríki eigi að líðast það óhegnt,
að fótum troða Memel-samning-
inn, þar sem stórveldin öll ábyrgð-
ust það að Memel-hjeraðið skyldi
hafa sjálfstjórn.
Það er mjög mikið efamál
hvort Þýsjkaland þolir það að
dómunum sje fullnægt, 0g að
minsta kosti gengur orðrómur
um það í Berlín, að þjóðemis-
sinnar í Anstnr-Prússlandi sje
að búa sig nndir það að gera
áhlaup og ná Memel á sitt vald.
Páll.
Dagbók. I
I. 0.0. F. 1 = 1163298’/2 = 9.0
Veðrið (fimtud. kl. 17): Á N-
og Á-landi er vindur víðast hæg-
ur og vindstaða milli N og A.
Frost 3—5 st. og lítilsháttar snjó-
koma á NA-landi. Á SV- og V-
landi er vindur allhvass A, hvass
við S-ströndina og sumstaðar dá-
lítil snjókoma, hiti um frostmark.
Stór hæð er fyrir norðan land en
víðáttumikil lægð suðvestur í
hafi, og veldur hún að líkindum
S-lægri átt og mildara veðri hjer
á landi, áður en langt líður.
Veðurútlit í Rvík í dag: Mink-
andi SA-átt. IJrkomulítið.
Myndir fi-á jarðarför Jóns Þor-
lákssonar eru í sýningargluggum
Morgunblaðsins.
> í víðsjá blaðsins í dag ritar pró-
fessor Richard Beck um bókina
Romance in Iceland eftir Margaret
Schlauch. Höfundnr bókar þessar-
ar dvaldi hjer Alþingishátíðarsum-
arið og vann að vísindalegum bók-
mentastörfum á Landsbókasafn-
inu. I bókinni kemur skýrt fram
að Austurlenskra áhrifa gætir
mjög í lygisögunum, í íslenskum
bókmentum. Richard Beck skýrir
ýturlega frá þessu í grein sinni og
bendir á rök bókmentafræðinga
í því efni.
íkviknun. t gærdag, laust fyrir
kl. 1 var slökkviliðið kvatt að
Árbæ. Það brá skjótt við og voru
sendir uppeftir 2 bílar. Á Árbæ
hafði kviknað í lofti út frá elda-
vjelarpípu og voru menn frá Raf-
veitunni búnir að kæfa eldinn þeg-
ar slökkviliðið kom að Árbæ. —
Skemdir urðu talsverðar.
Gamla Bíó. „Hugsum ekkert um
kvenfólk framar“, heitir mynd,
sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti
í kvöld. Mynd þessi er hæði spenn-
andi og skemtileg. Tveir kafarar
við Kvrrahafsströndina verða
svarnir óvinir út af ástamálum, og
það oftar en einu sinni. Þessir
tveir náungar ern karlar í krap-
inu, sem ekki eru að víla fyrir
sjer smávegis handalögmál, ef því
er að skifta. Mvndin gerist. að
mestu leyti um borð í kafaraskip-
um, sem vinna að því að ná upp
fjársjóðum af hafsbotni. Að lok-
Um komast hinir svörnu óvinir
að raun um, að „einn vinur í hendi
er betra en tíu vinkonur í fangi“.
Togararnir. Af veiðum komu í
gær Belgaum með 115 föt lifrar og
Karlsefni með 90.
Hekla kom til Port Talbot í
gærmorgun og helt áfram þaðan
í gærkvöldi og fer beint til
Reykjavíkur.
Eimskip. Gullfoss var á Hofsós
í gærmorgun. Goðafoss er á leið til
Vestmannaeyja frá Hull. Brúar-
foss er í Kaupmannahöfn. Detti-
"'oss er á leið til Hull frá.Vest-
mannaeyjum. Lagarfoss var á
Seyðisfirði í gær. Selfoss fór frá
Færeyjum x fyrradag á leið til
Aberdeen.
Jarðarför Guðrúnar H. Jóns-
dóttur frá Keflavík í Rauðasands-
hreppi fer íram frá dómkirkjunni
í dag og hefst kl. 1 með hús^
kveðju að heimili sonar hennar,
Guðbjart Ólafssonar hafnsögu-
manns á Framnesveg 13.
Aðalfundur Sparisjóðs Beykja-
víkur og nágrennis, verður í kvöld
í baðstofu iðnaðarmanna kl. 8V2.
Eggert Jónsson kaupm., Óðins-
götu 30, verður 60 ára á morgun,
30. þ. m.
Frá K. R. Innanfjelags víða-
vangshlaup K. R. fer fram n.k.
sunnudag kl. 11 f. h. frá K. R.-
húsinu. Hlaupið er fyrir fullorðna
og drengi. Barnaskemtun fjelags-
ins sem fram átti að fara n.k.
sunnudag er frestað vegna inflú-
ensuiuiar. Fyrsta knattspyrnuæf-
ing fjelagsins verður n.k. sunnu-
dag kl. 2 e. h. á íþróttavellinum.
Æfingin er fyrir 1. og 2. flokk.
Þátttakendur í skólahlaupinu eiga
að tilkynna þátttöku sína fvrir
n.k. sunnudagskvöld,
Carl D. ToUnius forstjóri hefir
staðist próf sem dómtúlkur og
skjalaþýðandi í dönsku og hefir
síðan af Stjórnax*ráðinu verið lög-
giltur sem slíkur.
IJtvarpið:
Föstudagur 29. mars.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
12,50 Þýskukensla.
15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar.
19.10 Veðuffrcgnir.
19,20 Þingfrjettir.
20,00 Klukkusláttur.
Frjettir.
20,30 Kvöldvaka : a) Sigurður
Þorsteinsson frá Flóagafli: í
Þorlákshöfn fvrir hálfri öld; b)
Theódóra Thoroddsen: Ákvæða-
vísur; e) Árni Óla blaðam.:
Ferðasaga fvrir 70 árum. —
Ennfremur íslensk lög.