Morgunblaðið - 13.04.1935, Page 5

Morgunblaðið - 13.04.1935, Page 5
1Í0RGUNBLAÐTÐ 5 Xaugardaginn 13. apríl 1935. Auttormur Erlendsson og Miölnir. Hr. Guttormi Erlendssyni Ihefir mislíkað það mjög, að jeg .skyldi leyfa mjer að leiðrjetta ranga frásögn stúdent*ablaðsins „,Mjölnis“ af stúdentafundinum hinn 18. mars í vetur. Stendur það og auðvitað honum næst að taka sárt til þessarar frá- sagnar, því varla þarf að efa .að hann muni vera höfundur hennar. 1 svari sínu til mín í Morg- unblaðinu í gær, prentar G. E. eftirfarandi kafla upp ur grein- inni í „Mjölni“: „Frummæl'andi var Bjöm Sigurðsson stud. med. Sýndi hann með ljósum rökum fram á, hve háskalegt frumvarp allsherjarnefndar*) væri há- skólanum, og ennfremur, hve hagstætt frv. það, sem sumir háskólakennarar hafa samið, sje fyrir hann“. Síðtan fer hann nokkrum orð um um að þessi málsgrein sje „eins og allir hljóti að sjá, um alt annan mann“, en mig, og „torskilið“ sje hvernig jeg geti tekin ummælin til mín. Þó að Mjölnsgrein þessi (og raunar tölublaðið alt) sje þannig úr garði gert, að meir en nóg sje að hún birtist einu sinni á prenti, þá ætla jeg þó til gamans að tiaka hjer upp næstu málsgrein á eftir hinni tilvitnuðu, svo að lesendur geti *) Af því að frumvarp þetha er annars hvergi í blaðinu nefnt annað en „Rau'ðkufrum- varpið“, þá hjelt jeg <að hjer væri að ræða um ritvillu, eða eitthvað þess háttar. G. E. upplýsir nú að svo hafi ekki verið og er honum auðvibað guðvelkomið fyrir mjer að kenna frumvarpið við hvora nefndina sem bann langar til. sjálfir dæmt um hversu „tor- skilin“ eru þau ummæli G. E. sem nú virðast vera honum sjálfum ráðgáta. Sú klausa er þannig (leturbr. mínar) : „í sama streng og Björn tóku þeir próf. Bjarni Benediktsson, Þorvaldur Þórarinsson stud. jur., Bialdur Johnsen stud. med., Bjarni Jósefsson, Áki Jakobs- son stud. jur., próf. Magnús Jónsson, próf. Níels Dungal og Jóhann Havsteen stud. jur. Deildu þeir alllr fast á meiri hluta háskólaráðs fyrir að veita frv. Rauðku fylgi sitt“. Frá þessari klausu hefir G. E. þótt ráðlegast að reyna að flýja, enda verður nokkuð lítið úr hinni „torskildu“ ráðgátu hans, ef hún er tekin með. En flóttinn stoðar hann ekki hót, því klausan — hans eigin orð — er á hælum hans engu að síður, rjett eins og asnakjálk- arnir frægu í ævintýri Jónasar Hallgrímssonar. Aðeins er al- vel fráleitt að hann geti haft giagn af klausunni sjer til rjett- lætingar á dóipsdegi, en skeð getur að eitthvað annað úr þessu makalausa Mjölnis-tölu- bliaði geti reynst honum jafn nothæft til þess og kjálkamir forðum þeim, sem með þá dróg ust, og veit jeg þó varla hvað það ætti helst að vera. G. E. stendur enn þá á því fastana en fótunum, að jeg hafi deilt á háskólaráðið út af þessu máli, þrátt fyrir það þó upp- lýst sje og ómótmælt af hon- um að jeg hafi alls ekki minst á iaðgerðir þess í sambandi við málið! Þetta hygst hann að sanna með því, að jeg hafi fundið að tveim átriðum í frum varpinu — en gleymir auð- vitað því, að önnur þessi að- finsla átti einnig og þó reynd- ar öllu fremur við hitt frum- varpið, sem hann segir að Björn Sigurðsson og allir hinir sem h<ann nefnir, hafi talið há- skólanum afar hagstætt. Meira að segja ^úrðist atriðið sem sú aðfinsla beindist að, vena sjer- stakur augasteinn G. E. og hans fylgifiska. Um hitt at- riðið — yfirstjórnarnefndina erum við G. E. víst nokkurn- veginn sammála, en heldur ekki þar var um að ræða neina ádeilu á háskólaráðið af minni hálfu, því þó manni líki mið- ur eitthvert einstakt atriði í ueilu frumvarpi, þá leiðir ekki einu sinni þar af að maður úurfi sjálfur að vera á móti því frv. sem heild, hvað þá heldur iað í því felist „ádeila“ á alla ~>h sem frumvarpinu kunna að fylgja. 12. apríl 1935. Bjarni Jósefsson. ÍT)jóIkin og börnin. Á það að koma fyrir, að yfir- völd þjóðarinnar reisi sjer liinn ömurlegasta minnisvarða, með því að hlúa að ’heilsuleysi uppvaxandi kynslóðar ? Jeg efast ekki um, að þeir herrar hafa viljað okkur hið besta, ineð því að fyrirskipa að gerilsneyða nýmjólk bæjarins, og ekki að ástæðulausu, að t.ekin væru þau loforð hátíðleg og með hrifningu, að nú þyrfti ekki leng- ur a,ð óttast sóttkveikjur í henni. Eins og kunnugt er, er nýmjólk góður jarðvegur fyrir gerla, og geta því margskonar sjvikdóms- gerlar borist með henni. En svo koma eftirköstin. Hver verður árangurinn? Að líkindum liafa húsmæðurnar mesta reynslu í þessum efnum. Svarið verður, nýmjólkin úr hraustum kúm, er hollasta og besta fæðutegundin, sje hreiníega með hana farið, og því börnum og sjúklingum óinissandi. En eftir að lxafa notað gerils- neydda mjólk handa barni, er hefir neytt mikillar mjólkur, verð- ur, útkoman sú, að barnið fölnar, missir líkamlegt og andlegt lífs- fjör, og- mótstaðan gegn sjiikdóm- um fjarar út. Hvað veldur? Bætiefnin í gerilsneyddu mjólk- inni eru, með vægustu orðum sagt, lömuð. Landið okkar er ekki þannig statt, að það sje fært um að missa þrótt sona vorra og geta um kent ófyrirgefanlegu eftirtektarley^i valdhafanna, á því sem er að gjör- ast. Hvert á að flýja með sjúklinga þá er mótstaða ung-linganna gegn sjúkdóinunum er þrotinn? Hverjir verða að borga það, sem hlýtst af gjörðum þessum í mjólkurmálinu ? Yill þessi stjórn taka að sjer, að borga lyfseðla ógerilsneyddrar mjólkur? Eða lyfseðla bætiefna, er maður verður að kaupa í lyfja- búðum handa veikluðum börnum sem neyta gerilsneyddrar mjólk- ur ? Þetta er það alvörumál, sem ekki má liggja afskiftalaust. Móðir. Skíðaferðir K.-R.- fjelagsin9 í ncestu uiku. Á morgun efna K.-R.-ingar til skíðafarar á Hellisheiði og um Hengildali. Lagt verður af stað frá K.-R.- húsinu kl. 9 árdegis, og verða þátttakendur að mæta stundvís- lega. Á skírdag og á föstudaginn langa efna þeir til skíðarfarar á Skjald- breið ög Kjöl með dvöl á Þing- völlum. Verður lagt af stað á mið- vikudagskvöld fyrir skírdag til Þingvalla og gist í Valhöll um nótfina. Klukkan 8 á fimtudagsmorgun- inn verður lagt af stað í bíl- 3-5000 krónur getur sá fengið að láni gegn góðri tryggingu, er leigt getur 2 her- bergi og eldhús með öllum þæg- indum á góðum stað í bænum frá 14. inaí n. k. Tilboð merkt: „5000“ leggist inn á A. S í, .fyrir mánu- dag. „Goðaioss11 fer annað kvöld, (snnnndags- kvöld) kl. 12 á miðnætti um Vest- mannaeyjar til Hull ogHamborgar Tll mlnnls: Þegar þjer þurfið að kaupia ný- reykt sauðakjöt, spaðsaltað dilkakjöt og 1. flokks frosið dilkakjöt þá hringið í undir- ritaða verslun. Verslun Sveíns Jóhannssonar, Bergstaðastræti 15. Sími 2091. um að Meyjarsæti og gengið það- an á Skjaldbreið og til Þing- valla aftur um kvöldið. Á föstudagsmorguninn verður farið upp á Kjöl og til baka aftur til Þingvalla og til Reykja- víkur um kvöldið. Jón Guðmundsson í Valhöll sjer Um allan beina. Farmiðar fyrir alla ferðina verða seldir svo ódýrt sem kostur er á, innifalið fæði, gisting- og bílferðir. Fjelagar tilkynni þátttöku sína fyrir mánudagskvöld í verslun Haraldar Árnasonar og fá þar nánari upplýsingar. K. UíSlsá TTlorgunblaflslns 13. apríl 1935 Bókaútgáfa Ejnars Munksgaard. Eftir GuSmunc! FinnbDgason. Corpus codicum Islandicorum. Edited by Ejnar Munksgaard. VoL VII. Icelandic Illuminat- ed Manuscripts of the Middle Ages. Copenhagen. Levin & Munksgaard. Ejnar Munks- gaard. 1935. Verð 250 kr. Hjer er komið 7. bindið af ’hinni stórfeldu útgáfu Munks- ■gaards, eftirmyndun íslenskra fornhandrita. Það er sjerstakt augnayndi, því að það flytur af- bragðs vel gerð sýnishorn af því, sem best er í íslenskri handrita- skrautlist. Með því er lagður grundvöllur að einum merkast', þættinum í sögu íslenskra lista. í bókinni eru 80 myndablöð í ark- arbroti, þar af 10 litprentuð, en sýnisbornin eru alls 170 og 24 þeirra með myndum. Prófessor Halldór Hermanns- son hefir ritað skilmerkilegan for- mála (22 bls.). Hann rekur þar > eftir föngum upptök og sögu ís- lenskrar skriftar og handrita- skrauts, en að skreyta handrit með fögrum upphafsstöfum og myndum var kallað að ,,lýsa“ það. Hann bendir á það skemti- lega atvik, að fyrstu menn, sem ti! lándsins komu, írarnir, höfðu með sjer bækur, og Orlygur enn gamli Hrappsson átti plenarium, eða guðspjalla og pistla bók. Þaö var eins og forboði þess, að ís- lendingar ættu að verða bóka- menn. En að líkindum liafa þess- ar fyrstu bækur engin áhrif baft. RitHst hefir ekki getað þritist hjer fyrr en kristnin kom og festi rætnr. Naumast liefir Friðrekur biskup fengið hje* næði tii að kenna mönnum að rita. Aftur þykir H. II. ekki ósennilegt, að Bjarnharður enn bókvísi, er Ari segir að dvalið hafi hjer' 5 ár, kunni að bafa kent einhverjum að lesa og skrifa, að minsta kosti bendir viðurnefni hans til, að mönnum hafi fundist til um kunn- áttu hans í þeim efnum, en hann mun liafa verið enskur, og bækur hans því með engilsaxneskri skrift. Og athugavert er það, að mörg orð um bækur og skrift í íslensku eru úr engilsaxnesku tekin eða þýdd. Þá var og Rúð- ólfur biskup hjer 19 ár og bjó á Bæ í Borgarfirði þangað til um 1049. Hann hefir verið uppalinu í Normandí og því að líkindum kunnað Karlungaskrift. Má því gera ráð fyrir, að Islendingar hafi þannig í öndverðu kynst bæði því letri, er tíðkaðist á meginland- inu, og hinú, er ritað var á Eng- landi. En þar sem Tsleifur biskup lærði í Saxlandi, en Jón Og- mundsson og Teitur ísleifsson bjá honum og stofnuðu livor sinn skólann — á Hólum og í Hauka- dal — og Sæmutodur fróði lærði í Frakklandi, þá má telja auðsætt, að álirifin frá meginlandinu hafi orðið sterkari en hin erisku. Þó Hefir enskra áhrif'a einnig gætt, svo sem gerðin á þ sýnir, og bæði Þorlákur biskup Þórhallsson og Páll biskup Jónsson stunduðu nám í Englandi. Elsta íslenskt handrit, sem nú er til, er frá því um 1150, og elsta handrit með myndum frá því um 1200. Það er Physiologus, dýrakverið, með myndum af ýms- um dýnrni, sönnuin eða ímynduð- um, og lýsingu á einhverjum eig- inleikum þeirra og lærdómur dreginn af. En tíðasta skrautið var fólgið í upphafsstöfunum í byrjun kapítula. Rómanskir upp- hafsstafir voru ekki með mynd- um í, en það kom með gotneska stílnum, að farið var að draga smámyndir í upphafsstafina, venjulega til skýringar éinhverju atriði meginmálsins. Þetta„kemur fyrst fyrir hjer á landi í handrit- um frá því um 1300. Stíllinn er ,hinn sami og þá tíðkaðist á Eng- landi og Frakklandi, hvort sem áhrifin hafa náð hingað beint frá þeim löndum, eða yfi'r Noreg. Há- marki sínu nær þessi skrautlist hjer á landi á 14. öld, svo sem í Stjórn, þýðingu á nokkrum bók- um Gamla testamentisins, hand- ritum af Jónsbók, svo sem Sval- barðsbók, Skárðsbók og Belgs- dalsbók, og í Flateyjarbók. Að líkindum hafa flestir þeirra, er rituðu og skreyttu handritin, ver- ið munkar eða andlegrar stjettar menn, og fæstir verið listamenn að atvinnu. Um skrautið segir H. H.: ,,í heild sinni kemur ekki mikill frumleiki fram í skrautinu; það er að mestu leyti eftirlíking erlendra fyrirmynda, en oft gert af mikilli leikni og góðum smekk; sem leikmannslist verður að telja það mjög sómasamlegt. Það er raunar hið hesta í sinni tegund, sem gert var á Norðurlöndum, að Jninsta kosti af því, sem geymst hefir til vorra tíma“. . . . „Þó að handritin sjeu frá- brugðin um margt, getum vjer naumast talað um mismunandi skóla. Rómönskum fyrirmyndum var fylgt þangað til gotneska hreyfingin náði til íslands, og eftir það eru þessar stefnur jafn- hliða í meira e~ða minna samræmi. Fyrirmyndirnar eru ekki mjög margbreyttar, en með því að setja þær ýmisiega saman og með leikui og smekkvísi í meðferð lita, tekst oft að gera áhrifin 1 júf og all- fjölbreytt, jafnvel í sama hand- ritinu. Litirnir eru yfirleitt nokk- uð daufir, og getur það oft verið af því, að þeir hafi dofnað með tímanum. Bæði sterkir og veikir litir voru not-aðir. Eru það ýmis blæbrigði af rauðu, bláu og grænu; gult er oft haft í grunn- inn og til að fylla upp drætti stafanna. Einskonar grænt, ef til vill eirgræna, hefir stundum etið skinnið. Litirnir hafa aldrei, svo að jeg viti, verið rannsakaðir efnafræðilega, svo að ekki er vit- að, að hve miklu leyti þeir hafa verið fluttir inn eða gerðir af inn- lendum efnum. Gull og silfur var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.