Morgunblaðið - 13.04.1935, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaginn 13. apríl 1935.
5má-auglösingar
Kalkúna og gæsaegg fást í
Grafarholti.
Hremgerningar tek jeg að
mjer. Ágúst Jónsson, Frakka-
stíg 22, sími 2613.
Sumarbústaður, í nágrenni
Reykjavíkur, óskast til leigu í
sumar. A.. S. í. vísar á.
Dömur, altaf verður hest að
láta sauma föt ykkar hjá Hrað-
saumastofunni, Njálsgötu 13A.
Engin bið. Vönduð vinna. —
Sóley Njarðvík.
Til leigu ágæt 3—4 her-
bergja íbúð á Vesturgötu 17; |
neðstu hæð. j
Kaffistell frá Hjálmar Guð-
mundsson, Laufásveg 44, er
brúðargjöfin.
Það er viðurkent, að maturinn
á Café Svanur sje bæði góður
og ódýr.
Ódýra kjötíð
er til ennþá.
Hangikjöt af Hólsfjöllum
Sjerstaklega gott saltkjöt.
Hiötbúð
ísgeirs Hsseirssonar.
Þingholtsstr. 15. Sími 3416.
Hár.
Hefi altaf fyrirliggjandi hár við
Kaupum gamlan kopar. — íslenskan búning.
Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. ve’rg við allra hæfi
Sími 3024. |
— Eftir að hún íjeKk verólaun
á dýrasýningunni, vill hún ekki
jeta úr sama trogi og við hin.
SMEKKLEG EFNI í spari-
föt, hversdagsföt og sportföt. Laugaveg 5
GEFJUN, Laugaveg 10. Sími
2838.
Hýtt alikállakjfit.
Spikfeitt nautakjöt. Nautakjöt í
gullach, steik og buff. — Nýkomið
blómkál.
Milnersbúð,
Laugaveg 48. Sími 1505.
Pergamentskermar. — Hefi
ávalt fyrirliggjandi mikið af
handmáluðum pergamentskerm
um. Mála einnig skerma á
krukku-lampa. Púðar uppsettir.
Opið frá 1—6. Rigmor Hansen,
Suðurgötu 6.
AÐALSTÖÐIN. Sími 1383 (2
línur).
Hýtt nautakiðt
af ungu.
Nýreybt hanglbjöt.
Hiötbúðin Heiðubreið.
Hafnarst/æti 18. Sími 1575.
Biðiið ávalt
um bið besta.
)) feimiN] & úl
Versl. Goðafoss
Sími 3436.
Spikað kjöt
af fullorðnu á 55 og 65 aura kg.
Saltkjöt, hangikjöt af Hólsfjöllum.
Svið og rjúpur — og margt fleira.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
K.JU
i pöbbtim og bössum
Suður
til Njarðvíkur,
til Keflavíkur,
til Garðs,
til Sandgerðis,
kl. 6 x/i síðd. alla daga.
Biireiðastöð Steindérs.
Sími 1580.
Áttavitar, fyrir f jallgongu- og útilegumenn hins nýja tíma^
Verð frá 2,50 til 45.00.
Bakpokar frá 6.00, og með grind frá 15.50.
SPORTV ÖRUHÚS REYKJAVÍKUR,
Sími 4053. Bankastræti 11..
BABYLON. 64
sinni sök. Jafnvel eftir, að Eugen var búinn að
liggja veikur í Ostende, voru þeir órólegir, og
hræddir um, að ef til vill myndi hann samt ekki
hitta Levi of seint. Svo þeir sneru sjer til mín aft-
ur. Og í þetta sinn vildu þeir losna við Eugen
fyrir fult og alt — þjer skiljið. Og þeir buðu
góða þóknun.
— Hvað góð»a?
— Jeg hafði fengið 50000 pund fyrir það fyrra,
og þar af fjekk Rocco helming. Rocco átti líka að
fá fína orðu, ef alt gengi vel. Og þ»að mat hann
meir en peninga — hjegóminn sá arna! Fyrir
seinna verkið var mjer boðið 100000. Það er nátt-
úrlega þolanleg borgun, og það er leitt, að jeg
skyldi ekki geta unnið til hennar.
— Er yður »alvara, sagði Racksole, skelfdur af
þessari rólegu játningu, þrátt fyrir það, sem hann
hafði áður vitað, — að þjer hafið tekið að yður
fyrir hundrað þúsund pund að drep»a Eugen fursta
á eitri?
— Þjer orðið þetta svo ruddalega, svaraði Jules.
— Jeg myndi heldur vilja orða það þannig, að
mjer voru boðin hundrað þúsund pund, ef Eugen
fursti dæi innan tiltekins tíma.
— Og hvaða fantar höfðu yður í vinnu?
— Þ»að get jeg sannarlega ekki sagt um.
— Þjer vitið þó líklega hver greiddi yður fyrri
upphæðina, og hver lofaði yður þeirri síðari?
— Já, jeg náttúrlega veit, að tilboðið kom yfir
Vín frá-----Bosníu. Mjer skildist, að þetta stæði
í einhverju sambandi — beinu eð»a óbeinu — við
fyrirhugað kvonfang konungsins í Bosníu. Hann
er ungur þjóðhöfðingi, sem varla er sloppinn und-
an stjórn annar»a, og vafalaust hafa ráðgjafar
hans álitið, að betra væri að koma í kring kvon-
fangi honum til hand»a. Þeir reyndu það í fyrra,
en mismepnaðist af því að hlutaðeigandi prins-
essa hafði beint sínum fögru augum til annars
þjóðhöfðingja. Og það vildi svo til, að sá var
Eugen fursti af Posen. Ráðgjafar Bosníukonungs
kunnu á fingrum sjer fjárhiag Eugens fursta. Þeir
vissu að hann gat ekki kvænst án þess að hreinsa
til í skuldasúpu sinni, og þeir vissu að það gat
hann ekki nem»a með tilstyrk þessa Gyðings, hr.
Sampson Levi. Til allrar ógæfu fyrir mig, vildu
þeir vera vissari um Eugen fursta en þörf krafði.
Þeir voru hræddir um, að hann myndi k»anske geta
bjargað sjer án hjálpar Levis og þess vegna ....
ja, þjer vitið það, sem á eftir fór. Það er leiðin-
legt, að þessi drengg»armur í Bosníu skuli ekki
geta fenglð þá konu, sem ráðgjafar hans vilja fá
handa honum.
— Svo þjer haldið þá ekki, að konungurinn
sjálfur eigi neinn þátt í þessum »andstyggilega
glæp? v
— Það held jeg áreiðanlega hann eigi ekki.
—Það gleður mig, sagði Racksole. ;— Og svo
þarf jeg að fá nafnið á þeim, sem rjeði yður til
verksins.
— H»ann var ekki annað en umboðsmaður.
Hann kallaði sig — Sleszak. En jeg býst
ekki við, að það hafi verið hans rjetta nafn. Og
rjett nafnið þekki jeg ekki. Þetta var gamall m»að-
ur og hjelt oft til á Hótel Ritz í París.
— Jeg á eftir að hitta hr. Sleszak, sagði Rack-
sole.
— Ekki í þessum heimi, svaraði Jules fljótt.
Hann er dáinn. Það frjetti jeg í gær — rjett áður
en við fórum í eltingaleikinn.
Þá varð þögn.
— Gott og vel, s»agði Racksole loksins. — Eugen
fursti lifir, þrátt fyrir öll samsæri. Og þá sigrar
rjettlætið.
— Hr. Racksole er hjer, en hann getur ekki
talað við neinn, ungfrú. Þessi orð heyrðust gegn
um dyrnar og röddin var sendilsins. Racksole þaut
upp og gekk »að dyrunum.
— Bull, sagði kvenrödd. — Hleypið mjer strax
inn!
Dyrnar opnuðust og Nella kom inn. Hún hafði
tárin í augunum.
— Ó, pabbi, jeg var nýbúin að frjetta, að þú
værir hjerna. Við vorum búin að leita að þjer um
alt. Komdu undir eins, Eugen fursti er að deyj»a
-----Þá sá hún manninn á rúminu og þagnaði..
Stundu síðar þegar Jules var orðinn einn, sagði
hann við sjálfian sig: — Það er enn ekki vonlaust
um þessi hundrað þúsund!
XXVIII. KAPÍTÚLI.
Strax eftir það, sem skeði með vínflöskuna í
borðsalnum hjá Eugen fursta, sáu Hans og Ari-
bert, að Eugen hafði hnigið niður máttl»aus á
stólnum. Þeir hjeldu báðir í fyrstunni, að hann
hefði þrátt fyrir alt drukkið úr flöskunni, en nán-
ari athugun sýndi, að það kom ekki til mála. Ef
erfð»afurstinn af Posen var dáinn eða að deyja,
var það ekki að kenna þessu vini úr flöskunni,
sem eitruð hafði verið. Aribert beygði sig yfir
frænda sinn og sterk lykt frá munni hans, sagði
glögt til um orsökina: Það v»ar ópíumslykt, og hún
virtist meira að segja svífa yfir öllu borðinu. Þá.
fann Aribert þegar í stað hina rjettu ástæðu:
Eugen h»afði notað sjer augnablikið, þegar athygli
hinna beggja var við annað, og hafði í augna-
bliks örvæntingu framkvæmt áfoi'rn sitt. Lyfið
hlaut að hafa v.erið í vasa hans, er þeir settust til
borðs, og það benti til þess, að vesalings furstinn
hefði haft þetta í huga, jafnvel eftir að hann gaf
frænda sínum loforðið. Aribert mundi nú alt of
greinilega orð frænd»a síns um það, að hann gengi
frá loforði sínu. Og tilraunin hlaut að hafa verið
gerð rjett eftir að hanr; sagðist ganga frá lof-
orðinu.
— Þetta er ópíum, Hans, sagði Aribert, vand-
ræðalega.
— H»ans hátign hefir þó ekki tekið inn eitur,
sagði Hans. — Það er ómögulegt!
— Því miður er jeg hræddur um, að það sje
mögulegt, sagði hinn. — Þetta er ópíum. Hvað
eigum við að gera? Fljótur »að hugsa!
— Það verður að gef»a honum móteitur. Við ætt-
um að bera hann inn í rúmið. Þeir gerðu svo og
lögðu hann í rúmið, og síðan blandaði Aribert
saman sinnepi og vatni til »að nota sem móteitur,
og gaf frænda sínum, en árangurslaust. Sjúkling-
urinn lá í dái með alla vöðva máttlausa. Hörund-