Morgunblaðið - 14.05.1935, Side 5
J»riðjudaginn 14. maí 1935.
M0RGUNBLAÐI9
B
imeð kænsku, með hetjuseiglu, með
ofbeldi ' og slóttugri þolraun, er
meistaralegt, grípandi meitlað af
fínni högglist ...
Guðmundur Kamban finnur
. sig auðsjáanlega svo skuldbund-
inn sínu strang-sögulega efni, að
hann vill ekki neyta frjálsræðis
skáldsins til þess að fara hjer
með persónur og efni að eigin
lögum. Og saint hefir þessi bók
hans skelfahdi stórleik og kraft“.
„Frankfurter Zeitung" ritar 30.
■ okt.:
,,Það má telja það m'eð stærstu
kostum þessárar bókar að hún
virðist ekki' vera kompóneruð.
iHúii er líkt qg' hið víða land.
Valdboð örlaganna virðist liún
vera. Það er ekki fyr en seint að
maður skilur mennina. En þá veit
maður líka að athafnir þeirra og
þjáningar heita nauðsyn
j Sjaldan leggur maður frá sjer
^ bók er sannfærir eins og þetta
verk, sem fjallar um óþekta
norðlæga ey, með siðum sem oss
eru annarlegir, og menn sem lifðu
á löngu horfinni öld“.
„Berliner Börsen Zeitung“ (sem
; er eitt stærsta og áhrifamesta
i þýskt blað nú á tímum) skrifar
m. a. 17. febr.:
„Og þessari elfi (þ. e. af þýdd-
um norrænum bókmentum) barst
! nýlega vöxtur úr merkilégri upp-
Salazar leiðtogi Portugala
f Víðsjá blaðsins í dag birtist fyrrihluti greinar eftir Guðmund
Hannesson prófessor um liinn mikilhæfa stjórnmálaleiðtoga Portúgala,
Salazar, forsætisráðherra, sem á fáum árum gerbreytti stjórnmála- og'
fjármálaástandi þjóðar sinnar með fyrirliyggju og röggsemi.
Á myndinni hjer að ofan sjest Salazar ásamt Carmona forseta á
leið til þingsetningar, Salazar til hægri á myndinni.
sprettu: skáldsaga eftir Guðmund
Kamban, „Skálliolt". Það er sögu- i
legur róman, en ekki í grunnum
skilningi æfisögulegrar endur-
sagnar eða með ryklykt skjala-
snuddarans, heldur sögulegur og
skáldPegur ,éins og sjálfar forn-
sögurnar eru.......
En þá fyrst (þ. e. eftir barns-
fæðing Ragnheiðar) . setur að
voldugur mikilleiki hins stranga,
norræna lieims og hinnar skapandi
glóðar skáldsins, hóflátrar glóðar,
sem afmarkar sig í tærri, alt að
því stílþurri frásögn. . . . í þess-
ari dýrlegu, hptjufengnu ástar-
sögu, þar sem ung stúlka geldur
skammvinnrar sælu svo, beisklega
með þjáningum og lífi, dregur
skáldið fjölmargar myndir og lit-
sterkar úr germönskum norður-
Aregum 17. aldar, myndum lífs-
hátta, landssiða og sögu, sem
fræða og fanga huga vorn. . . .
Svo stórar sem skapgerðir þessa
verks eru og örlög þeirra skelf-
andi, svo mjög auðgar oss þetta
verk, sem vill láta glíma um sig,
alveg eins og p'ersónur þess verða
að berjast (hart og vasklega fyrir
lífi sínu, örlögum og óláni. Voldug
leiki landsháttanna, hinn skírlífi
stórleiki manna og kvenna, hin
harða nauðsyn laganna, alt eru
þetta hlutir og viðfangsefni sem
auka á vöxt vorn. En sá er hinn
óendanlegi ávinningur þeim,
<er þessi bók héfir hlotnast, að
hann styrkist í skyldu sinni og efl-
ist td að fylgja lögmáli eigin eðl-
isf ars‘ ‘.
„Skálholt“ (1—2) kemur út í
haust á ensku og samtímis í enskri
og amerískri útgáfu, og síðar að
vetri kemur út tjekknesk þýðing
í Prag. En áður er verkið komið út
í þessum fjórum löndum, auk fs-
lands: í Þýskalandi, Danmörku,
Svíþjóð og Hollandi.
K. A.
Vík i Mtyrdal. - Eyjafiðll. - Fljotshlíð.
í dag hefjast sumarferðir vorar.
Til Víkur: Mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga. Suður næsta dag.
Að Steinum: Þriðjudaga, fimtudaga og laugar-
daga. Suður næsta dag.
Að Þverá og Hemlu alla daga vikunnar, til og frá
Burtfarartími frá Reykjavík:
Til Víkur og að Steinum kl. 10 f. h., að Þverá kl. 5 e. h.
Bllraiiistfii Reykiivlkur
Sími: 1720. Sími: 1720.
(Ath. Viðskiftamenn vorir eru beðnir að athuga að
enginn verður sóttur heim og öll fargjöld staðgreiðist)
$nmarbú§(aðar
við Álafoss, fæst leigður frá 1. jffiní.
Öll bestu og fínustu þægindi. —
Upplýsingar hjá Brynjólfi Árnasyni, lögfræðing,
Hafnarstræti 8. Sími 3294.
Tíl Boroartiarðar no Búðardals
verða bílferðir í sumar alla mánudaga og
fimtudaga. Frá Búðardal og Borgarfirði
alla þriðjudaga og föstudaga.
• «.
BlfteiOaslððin HEKLA
Sími 1515.
færi og taka jafnframt móti
fjölda manna“, sagði hann við
Ferro. Hann lifir mjög einföldu
‘Og óbrotnu lífi, sparsamlegar en
flestir aðrir og helsta skemtunin
»er að aka í bíl upp í sveit. Hann
ú þar kotið, sem faðir hans bjó á,
rekur þar búskap og er ágætur
bóndi. Eins er skrifstofa hans,
í stjórnarbyggingunni. Þar er fátt
inni annað en skrifborðið, bóka-
skápar og einfaldur legubekkur.
Á veggnum er mynd af aldraðri
konu og tvær kaþólskar helgi-
myndir.
Þannig er manninum lýst, en
'hvað hafðist hann svo að, og hver
ráð fann hannn. til hagsbóta fyr-
ir landið?
Það liggur í augum uppi að
maðurinn, sem rjeði öllum fjár-
málum, varð að láta flest til sín
taka í landinu, en fyrst og fremst
að gera fjárlögin svo úr garði að
tekjur hrykkju fyrir gjöldum,
'því honum var ekkert fjær skapi
en að taka ný lán og eyða meiru
en aflað var. Það var þá aðeins
um tvent að gera, að halda sem
sparsamlegast á öllu og afla liins-
vegar sem mestra tékna. Hann
gerði hvorttveggja. Skattar voru
auknir til mikilla muna og var
það vitanlega ekki vinsælt, enda
þótti stjorn Salazars hörð í horn
að taka til að byrja með og mætti
árásum úr ýmsum áttum. Hins-
vegar sagði hann, að hjá þessu
yrði ekki komist og hefði þess
verið vandlega gætt, að skattarnir
sliguðu enga atvinnuvegi, sem
reknir væru á heilbrigðan hátt.
Svo mun þetta hafa reynst,, og
óánægjan hvarf fljótlega, er menn
sáu fjárliaginn batna og alt kom-
ast í betra lag. Annars er það álit
Salazars, að það borgi sig fyrir
landið, úr því sem komið er, að
hafa tiltölulega háa skatta, því
bæði þurfi að grynna á ríkis-
skuldunum og koma mörgum
framfaramálum í framkvæmd, sem
einstaklingar hafa ekki bolmagn
til. Segja svo sumir, að hann geri
ríkið auðugt en borgarana fátæka.
— I augum Salazars verður flest
að fjármálum. Hann spyr ætíð
hvað lcostar það, hvernig ber það
sig og livar á að taka peningana 1
Alt kák og hálfverk er honum
fjærri skapi. Þegar hann veitir
fje til einhvers fyrirtækis þá er
það nægilegt.
Hvað eftir annað hefir Salazar
haft raunverulega mikinn tekju-
afgang, sem hefir þá verið notað-
ur til þess* að borga skuldir eða
annara nauðsynja ,en hverníg sem
alt hefir gengið, þá hafa tekjur á
fjárlögum hrokkið fyrir gjöldum
eins og sjá má á þessu yfirliti
(talið í milj.i eseudos*)
Þegar þess er gætt, að „krepp-
an“ hefir gengið yfir á þessum
árum og eitt sinn byltingartil-
raun, sem kostaði of fjár, þá er
það furða hversu Salazar hefir
tekist að halda fjárlögunum í
jafnvægi. Honum hefir jafnvel
tekist að fá fjárlög allra nýlendn-
anna hallalaus.
Það má segja, að það sje hæg-
ur galdur að hækka skattana og
rýja almenninginn. Þá list kunn-
um vjer líka. En Salazar hafðist
margt annað að. Honum tókst að
breyta miklu af ríkisskuldunum í
hagkvæmari lán og færa vextina
niður. Jafnframt var talsverðu af
erlendu skuldunum komið á inn-
léndar hendur. Urðu lánardrottn,-
ar og viðskiftamenn ríkisins fljótt
varir við að nú var flest tekið
öðrum tökum en áður, að ágæt-
lega var staðið í skilum við alla,
en annars seintekið að græða á
Portugal.
* The States mans Yearbook
1934. Tekjur Gjöld.
1929—’30 2033 2024
1930—’31 2104 2098
1931—’32 1947 1946
1932—’33 2135 2133
1933—’34 2213 2212
Annað stórmál var að bæta hag
bænda, sem lifðu við þungar álög-
ur í örbyrgð og fáfræði. Salazar
er það mikið áhugamál að geta
fjölgað býlum og gert þau arð-
vænleg, en ekki vill haim liafa
þau öllu stærri en svo, að fjöl-
skvldan geti annað störfunum.
Þetta kefir honum tekist á skömm
um tíma, öllum vonum framar,
bæði með sundurskiftingu stór-
jarða og nýrækt á ófrjóu landi,
sem vatni var veitt á. Er svo sagt,
að Salazar hafi tekist það, sem
engum öðrum (hefir lánast, að fá
bæjarbúa til þess að flytja upp í
sveitir. Jafnframt hefir verið
reynt til þess að kenna bændum
nýtískubúskap. Salazar lítur svo
á, að fjöldi sjálfseignarbænda sje
besta tryggingin gegn öllum öfga-
stefnum, jafnvel skilyrði fyrir
heilbrigðu þjóðlífi. Öllum ríkis-
rekstri er hann mótfallinn, þar
sem unt er að komast hjá honum,
en eftirlit vill hann hafa með
stóriðju o. fl.
Hvað verkamenn snertir í borg-
unum, þá hefir einkum verið unn-
ið að því, að þeir gætu fengið
sæmilegar íbúðir, og vinnu ef hana
brestur. Enginn atvinuleysisstyrk-
ur fæst handa vinnandi mönnum,
nema vinna komi móti. Salazar
segir Sjálfsagt, að ríkið geri
vinnumönnum jafnhátt undir
höfði og öðrum stjettunj, en að
hitt væri ranglátt að veita þeim
nokkur sjerrjettindi framar öðr-
um, eins og gert hefir verið í
Rússlandi.
Ymislegt mun Salazar hafa
lagfært í verslun og viðskiftuin
og meðal annars látið sjer mjög
ant um banlcana. „Helstu bank-
arnir eiga alt sitt undir því að
fjárhagur ríkisins og lánstraust
þ>ess sje í góðu lagi, og hvar stæð-
um við ef þeir gætu ekki staðið
í skilum“, sagði Salazar við Ferro.
Peningamálum hefir Salazar
stjórnað eftir sínu höfði. Þegar
breski gjaldeyrinn fell í verði
1 jet hann peningagildi hjá sjer
fylgjast með honum um tíma,
en breytti síðar (1931) um mynt
og verðfestí hana með gullgildi.
Voru svo peningar slegnir ur gulli
og silfri, en jafnframt er enskt
pund gjaldgeng mynt. Bankaseðl-
ar eru nú trygðir með gulli og
hefir Salazar lagt kapp á að Portu
galsbanki hafi nægan gullforða td
tryggingar. Hann segir jafnvel, að
þess verði skamt að bíða að hann
verði einn a£ traustustu bönkum í
álfunni.
Meira.