Morgunblaðið - 14.05.1935, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
1700 krónnm stollð
af aðkomumanni.
Þjófuriitn handsamað-
ur og var þá búinn að
eyða 250 krónum.
títg-erðarmaður einn úr Grinda
vík var staddur hjer í bænum
síðastliðinn sunnudag.
Hitti hann ýmsa menn og
mun hafa komist undir áhrif
víns er á leið daginn.
Kom hann víða við, og
var með mörgum mönnum, bæði
kunnugum og ókunnugum, þar
á meðal Spánverjum af spönsk-
um togara, sem tíjer lá í höfn-
inni.
Þegar komið var undir kvöld
var hann staddur vestur í bæ,
tók hann þá eftir að peninga-
veski hans var horfið, en í því
voru 1700 krónUr í peningum,
ásamt ýmsum pappírum.
Maðurinn fór þegar til lög-
reglunnar og tilkynti hvarf
veskisins.
Skýrði hann lögreglunni frá
með hvaða mönnum hann
hafði verið um daginn og hvar.
Einnig gaf hann lýsingu á þeim
mönnum sem hann ekki gat
nafngreint.
í gærmorgun náði lögreglan
í mann einn, sem hafði verið
með útgerðarmanninum. Var
það Hávarður nokkur Kristj-
ánsson sjómaður, stundum
nefndur Hávarður Isfirðingur.
Hávarður var all-drukkinn,
er lögreglan náði í hann. —
Fundust á honum 350 krónur
í peningum. Hafði hann falið
þá í fóðri á jakka sínum og
sokkunum. Hann játaði þegar
á sig þjófnaðinn.
Lögreglunni tókst fljótt að
hafá upp á hvar Hávarður
hefði verið um nóttina, með því
að spyrjast fyrir á bifreiða-
stöðvum. Hann hafði ekki köhi-
ið heim til sín alla nóttina, en
verið á ferðalagi í bílum víða
um nágrennið.
Hafði hann verið á Kolviðar-
hóli og komið við á Geithálsi.
Tvisvar fór hann í Hafnarfjörð,
kom hann við á verkamanna-
skýlinu þar. Verkamenn voru
margir þar, og bauð Hávarður
þeim öllum veitingar og gaf
þeim tóbak.
Tveir menn voru með Há-
varði á þessu ferðalagi hans.
Annar aðeins stutta stund, en
hinn, ungur maðúr, allan tím-
ann. Hafði Hávarður falið hon-
um til geymslu 1100 krónur og
lagt svo til við hann, að hann
geymdi þær fyrir sig, þangað
til hann væri orðinn ódrukk-
inn. Pilturinn afhenti lögregl-
unni þessa peninga.
í gærdag fann lögreglan
peningaveski mannsins, var það
á óbygðri lóð á horninu á Tún-
götu og Garðastræti. Pening-
arnir voru aliir farnir úr því.
Hávarður hefir þv.í eytt af þýf-
inu um 250 krónum.
»
Blrstúlki,
(Smörrebröds Jomfru)
óskast á Hótel Borg.
Þær einar koma til greina,
sem að einhverju leyti hafa
stundað þesskonar starf áð-
ur. Til viðtals kl. 1—4 e. h.
Fyrirspurnum ekki svarað í
síma.
Húsfreyjan.
Dragið ekki
til morgTuis, það sem þjer getið
gert í dag. — Líftryggið yðnr í
Andvöku,
Sími 4250.
Þeir,
sem vilja taka að sjer hestagæslu
í sumar, fyrir Hestamannafjelagið
„Fákur“, sendi skrifleg tilboð fyrir
föstudagskvöld, næstkomandi,
Daníel Daníelssyni.
Freðýsa
og
reyktur lax,
best í
Hiötbútin Heiöubreið.
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
Til Stykkishólms
▼erða fastar bílferðir alla mánu-
daga og fimtudaga. Til baka
þriðjudaga og föstudaga.
Bifreiðastöðin Hekla.
Sími 1515.
POTTAR,
aluminium með loki 1.00
Bollapör, postulín 0,35
Matardiskar, blá rönd 0.45
Kaffistell, 6 m., postulín 10.00
Kaffistell, 12 m., postulín 16.00
Ávaxtastell, 6 m., postulín 3.75
Ávaxtastell, 12 m., postulín 6,75
Vatnsglös, þykk 0.30
Borðhnífar, ryðfríir 0,75
Skeiðar og gafflar, ryðfrítt 0.75
Höfuðkambar, fílabein 1,25
Hárgreiður, stórar 0.75
Vasahnífar, ágætir 0.75
Matskeiðar og gafflar, alum. 0.20
Munum halda þessu lága verði
svo lengi sem byrgðir endast.
/
l [\mm * irra
Bankastræti 11.
Aóalfundur
Dýraverndanar-
fjelags íslands.
Föstudaginn 10. þ. m., var aðal-
fundur Dýraverudunarfjelags fs-
lands haldinn í Oddfjelagahúsinu
við Vonarstræti.
Áður en gengið var til dag-
skrár, íuintist formaður fjelagsins
Þórarinn Krístjánsson hafnar-
stjóri, látinna fjelagá á starfsár-,
inu, en látist höfðu: Samúel Ól-
afsson fátækrafulltrúi, Haraldur
Sigurðsson, forstjóri, og Theodór
Sigurðsson deildarstjóri. Risu
fundarmenn upp úr sætum sínum
til minningar um hina látnu fje-
laga.
Fyrsta mál á dagskrá var upp-
taka nýrra fjelaga. Bættust fje-
laginu á fundinum 6 nýir með-
limir .
Því næst lagði gjaldkeri fje-
lagsins, Tómas Tómasson ölgerð-
armaður, fram reikninga fjelags-
ins og Tryggvasjóðs, fyrir næst-
liðið ár. Voru reikningarnir end-
urskoðaðir og nppáskrifaðir af
endurskoðendum fjelagsins. Sam-
þykti fundurinn reikningana.
Síðan skýrði formaður fjelags-
ins frá starfsemi þess á árrnu, og
verður skýrsla hans birt í mál-
gagni fjelagsins, Dýraverndaran-
um, ásamt reikningum fjelagsins
og Tryggvasjóðs.
Þá fór fram kosning stjómar.
Var stjórnin endurkosin, en hana
skipa: formaður Þórarinn Kristj-
ánsson hafnarstjóri, ritari Ludvig
C. Magnússon endurskoðandi,
gjaldkeri Tómas Tómasson ölgerð-
armaður, og m'eðstjórnendur era
Sigurðnr Gíslason lögregluþjónn
og Björn Gunnlaugssíon innheimtu
maður.
Endurskoðendur voru og líka
endurkosnir, þeir Ólafur Briem
framkv.stj. og Guðmundur Guð-
mundsson verslunarmaður.
f st j órnárnef nd „Ártíðarskrár
dýranna“ voru kosnir: Tómas
Tómasson gjaldkeri fjelagsins,
Einar E. Sæmundsson ritstjóri,
Guðbrandur Magnússon forstjóri.
Loks var á fundinum kosin
nefnd, er starfa á sjerstaklega að
því, að. úlbr'oiða „Dýraverndar-
ann“, blað fjelagsins, og safna nýj
um meðlimúm í fjelagið. Nefndina
skipa: Hjörtur Hansson umboðs-
sali, Einar E. Sæmundsson rit-
stjóri, Loftur Guðmundsson kaup-
maður, Jón N. Jónasson kennari
ari og frú Jóhanna Pjetursdóttir.
Enn fremur komu fram á fund-
inum ýmsar aðrar tillögur og
bendingar til stjórnar fjelagsins,
bæði menningar- og fjárhagslegs
efnis. Miðuðu þær allar að því að
efla framkvæmdir á hugsjónamál-
um f.jelagsins, dýravemdunarmál-
inu.
Ríkisþingi Dana er slitið. Fyrir
því lágu að þessu sinni 132 laga-
frumvörp, en 87 voru samþykt.
(Sendiherrafr jett).
Barnaskólaböm
í Hafnarfirði
vinna að skógrækt,
13. maí. FÚ.
Barnaskólanum í Hafnarfirði
var slitið í dag. Um 500 börn sóttn
skólann 'en 69 luku fullnaðarprófi.
í gær var sýning á handavinnu,
teikningum og vinnubókum nem-
enda. Sótti hana fjöldi manns.
Lýsisgjafir voru eins og að und-
anfömu og mjólkurúthlutun síð-
ari hluta vetrar. Börnin söfnuðu í
vetur um 600 krónum í ferðasjóð
með merkjasölu, blaðaútgáfu og
skemtisamkomu. Bæjarsjóður legg
ur ferðasjóði til 400 kr. á þessu
ári.
Skemtiferð er ákveðin næsta
miðvikudag suður í Undirhlíðar,
suðvestur af Kaldárseli, til þess
að gróðursétja þar trjáplöntur.
Ætlast er til að sá siður verði tek-
inn upp, að börnin hafi einn skóg-
ræktardag að vorinu, um það leyti
er skóla er slitið. Staðurinu er
mjög vel fallinn til skógræktar.
Eru þar lteifar af' hirkiskógi, sem
hefir áður þakið hlíðarnar, og hef-
ir Bæjarsjóður látið girða þar og
friða dálítið svæði. Skógrætar-
stjóri hefir látið skólanum í tjé
nokkrar furuplöntur, sem börnin
eiga að gróðursetja.
Vorið góQa
grænt og hlýtt...
Sumarylur, blíður blær.
Ósjálfrátt vaknar löngun í huga
okkar og hjörtum að fagna sól og
sumri með því að hreinsa til inni
og úti. Náttúran laðar okkur til
þess, hún er á þessum yndislegu
vordögum svo hrein, svo ung og
svo fögur. Okkur mannanna höm
hlýtur að langa til að eiga ein,-
hvern þátt í þessari fegrun, í
þessari endurreisn.
Það sýnir sig líka á degi hverj-
um hjer í bænum og í nágrenni
hans, að menn vilja taka þátt í
þessu starfi. Allir vita að ein alls-
herjar hreinsun fer fram inni í
húsum manna á vorinu, þar er
þvegið og viðrað burt vetrarrykið,
burstað og blásið. En menn láta
ekki þar við lenda, þeir, sem eiga
einhvern lófastóran blett, nokk-
ur græn grasstrá fara á stúfana
og hressa upp á þau, raka og
prýð, sá og rækta, og húsagarðam-
ir eru þrifnir fil, ruslið fært burt.
Sumir gera sjer hægt um hönd og
þvo húsin sín utan, og það ér
furða, hve þau taka miklum
stakkaskiftum við þá aðgerð. —
Krakkamir mála girðingarnar og
eru sigri hrósandi yfir að fá að
vera með í þessu fegrunarstarfi.
Já, börnin eru bestu starfsmenn
við alt þess háttar, og hversu þolt
er það ekki fyrir þau að vera
hjálpleg einmitt í þessari endur-
reisn. Lofið þeim að hjálpa til að
gera húsagarðana, sem eru svo
margir til hjer í Reykjavík, bak-
garðar, í góðu skjóli, lofið þeim
að hjálpa ykkur að taka þar til
og grækta nokkur strá eða nokk-
ur blóm og géra vistlegt, svo þar
úti megi hafast við sem mest í
sumar. Gleymið ekki að gera þar
sæti og vistlegan verustað í góðu
veðri, en dálítið rúm þarf að vera
eftir handa börmmum að leika
Þriðjudaginn 14. maí 1935.
sjer á, svo þau þurfi ékki að vera
á götunni, en uni sjer heima við
lriisið sitt. Fyriir litlu börnin þarí
að hafa sandkassa og lofa þeim
að hafa gullin síu þar úti í góðu
skjóli.
Reykvíkingar eru að verða úti-
verumenn miklir, allir, sem vetl-
ingi valda, vilja komast út í góða
veðrið, og fleiri ög fleiri þrá það
að eiga einlivern blett, eiga eiu-
hvern þátt í að láta tvö grasstrá
vaxa þar sem áður var. eitt; Er
það ekki heilbrigt, er það ekk?
ekki eðlileg-t!
Við eiguin einn Innna i'egursta
höfuðstað að legu ril og vegna
útsýnis, látum oss öll taka hön<f-
um saman um að halda bænum
hreinum og þrifalegum, hrækja
ekki á göturnar, þvo vél glugg-
ana, sópa gangstjettirnar, mála
girðingarnar, taka til kringum
húsin og láta það ekki líðast að
verið sje með sorpvagnana í glaða
sólskini um hádaginn á aðalgöt-
u mbæjarins.
Reykjavík, sem hefir fegurstu.
legu og fríðasta útsýni allra höf-
uðstaða, á líka að vera einn hinn
snotrasti og snyrtilegasti hær, að
allri nmgengni. Það getnr hann
orðið, ef við viljum!
Sfálfstæði
Filipseyfa.
Þjóðaratkvæðagreiðsla
um það í dag.
Washington 13. maí. FB..
Á morgun fer fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla á Filipseyjum
og eru kjósendur spurðir að því
hvort þeir sje samþykkir stjórn
arskrá þeirri, sem ætluð er Fil-
ipseyjabúum, þegar þeir fá
sjálfstæði sitt. Uppkast að
stjórnarskránni var lagt fyrir
þjóðfulltrúasamkundu í Manilla
8. febr. 1935 og var því næst
undirskrifað af Roosevelt for-
seta 23. mars, um leið og hann
lýsti yfir því, að uppkastið væri
í samræmi við lög þau um sjálf
stæði Filipseyja (The Philipp-
ine Independen^e Act), sem
þjóðþingið samþykti. Samkv.
lögunum verða þau atkv., sem
greidd eru stjórnarskránni„
einnig talin greidd sjálfstæði
eyjanna. í atkvæðagreiðslunni
á morgun hafa allir karlar og
konur, 21 árs að aldri, sem geta
lesið og skrifað, tekið þátt. —
Fyrir 2 árum samþyktu Filips-
eyjabúar að veita konum kosn-
ingarjett í fýrsta sinn. — At~
kvæðagreiðslan fer fram sam-
kvæmt þeim skilmálum, sem
þjóðþing Bandaríkja felst á, er_
lögin um sjálfstæði eyjanna
voru samþykt (Tydings-Mc*
Duffie lögin), en Roosevelt for-
seti undirskrifaði þau 24. mars-
1934 og felst þjóðþing FilipS-
eyja á þau 1. maí sama ár. —
Stjórnarskráruppkastið, sem
greitt er atkv. um á morgun,.
og var samið af þjóðfulltrúa-
samkundu, sem kom saman í
Manilla 4. júlí 1934 gerir ráð*
fyrir að sníðastjórnarfyrirkomu
lagið eftir því sem er í Banda-
ríkjunum. Forseti lýðveldisins-
verður kosinn til 6 ára og hefir
víðtækt vald. Þjóðþingskosning-
ar eiga að fara fram á 3 ára
fresti. Þingið er í aðeins einnl