Morgunblaðið - 14.05.1935, Side 8

Morgunblaðið - 14.05.1935, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 14. maí 1935. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. Silki- og- Georgettevasaklútar með handgerðum faldi. Versl. „Dyngja“. | Kvenbolir frá 1.25, Kven- Stúlka óskast í vist til Hafn- buxur frá 1>25> Corselet, Líf- arfjarðar, með annari. Verður stykJd> Sokkabandastrengir, farið í sumardvöl. Upplýsingar Silkináttkjólar> Silkináttföt, í síma 9234. Jíauft&fíajuu: Sumarkjólaefni á telpur, af- ar mikið úrval frá 1.65 mtr. Versl. „Dyngja“. Strigaefni í kjóla. Einnig als- konar sumarkjólaefni. Versl. „Dyngja“. Silkibolir, Silkibuxur, Silkiund- irkjólar. Versl. „Dyngja“. Barnasokkar, ísgams, óvenju- lega gott lag. Hálfsokkar frá 0.95 parið. Sportsokkar, ullar, ! á 1.75 parið, gott úrval. Hosur í ágætu úrvali. Versl. ,Dyngja‘. Nokkur ekta Rúskinnsbetti höfum við fengið. Einnig ágætis úrval af Lakk- og Leðurbeltum. Versl. „Dyngja“. Lítið hús óskast keypt, út- borgun kr. 2000.00. Tilboð, er tilgreinir stærð og stað, merkt „17“, sendist A. S. 1. fyrir 17. maí. Silkisokkar, Ijósir litir, frá 2.95 parið. Versl. „Dyngja“. örfá stykki af Drengjafötum á drengi á 1. og 2. ári. Einnig nokkur útiföt. Versl. „Dyngja“. Gott notað píanó óskast til kaups. Upplýsingar hjá Þórunni Elfar. Sími 2673. Pergamentskermar. — Hefi ávalt fyrirliggjandi mikið af handmáluðum pergamentskerm um. Mála einnig skerma á krukku-lampa. Púðar uppsettir. Opið frá 1—6. Rigmor Hansen, Suðurgötu 6. íföCfztjMwngav Þvottahúsið Grýta er flutt frá Laufásveg 19, á Laufásveg 9. Vörusalinn, Týsgötu 3, tekur til sölu alskonar notaða muni. Reiðhestur, ágætur kvenhest- ur, til sölu strax. A. S. í. vís- ar á. Spegilflöjel í Peysuföt. Nýtt elegant úrval af Upphluts- skyrtu- og Svuntuefnum frá 8.75 í settið. Versl. „Dyngja“. Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Hangikjöt, nýreykt. Norð- dalsíshús. Sími 3007. Slysavarnafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur sje bæði góður og ódýr. Kasmírsjöl. Frönsk Sjöl. Versl. „Dyngja“. Sumarhanskar í góðu Og Ó- dýru úrvali. Versl. „Dyngja“. Svart Georgette í Upphluts- skyrtur, fallegt og ódýrt. Versl. „Dyngja“. Glænýr silungur. Norðdals- íshús. Sími 3007. Baðsloppar, sumarkjólaefni og gardínutau. — Hólmfríður Kristjánsdóttir, Bankastræti 4. Körfustólar, margar tegund- ir, fyrirliggjandi, einnig smá borð. Legubekkir ódýrastir á 35 kr. Körfugerðin, Banka- stræti 10. Húsmæður! Munið fisksím- ann 1689. 2 samliggandi herbergi með forstofuinngangi og öllum þæg-1 indum til leigu á Amtmanns- stíg 4. Að eins einhleypir koma til greina. íbúð með baði óskast strax. Ziegler. Sími 4126. Aliir niuii á. S.L BHfc • í SNORUNNI. 13. viknum stað. En á leiðinni þangað sat einn ná- ungi með byssuna á lofti, og hjelt mjer föstum. Farangur minn skildu þeir eftir á götunni og bif- reiðin hvarf sem örskot. — Það sýnir a. m. k. að bifreiðarstjórinn hefir verið í vitorði með þeim, sagði Matterson íbygg- inn. — Tókuð þjer númerið á bifreiðinni? — Nei, skiltið sat líka laust, svo að jeg hugsa að það hafi verið tilbúið. En jeg veitti því sjer- staka athygli, að vagninn var óvenju hraðskreið- ur. — Það ætti ekki að vera erfitt að finna þaún vagn, tautaði Matterson. Jeg tel hyggilegast að byrja rannsóknina frá Keynsham Hall. Getið þjer sagt okkur nokkuð fleira, Sir Humphrey, sem kynni að geta orðið okkur til leiðbeiningar? — Ekki hið minsta, svaraði Sir Humphrey, og stóð á fætur. — En þið getið altaf náð tali af mér, ef þið vilduð fá einhverjar upplýsingar. Þið afsakið, en nú verð jeg að halda af stað, þetta hefir verið erfiður dagur. — Þetta er sannarlega einkennilegt mál, Sir Humphrey, sagði Moore yfirforingi um leið og hann fylgdi gesti sínum til dyra. En án þess aS vera of bjartsýnn, geri jeg mjer vonir um, að ráða fram úr því. Hvað haldið þjer, Matterson? — Það verður máske nokkrum erfiðleikum bundið, en jeg vona fastlega að við, áður en langt um Iíður, getum haft hendur í hári þorparanna. En jeg er sammála Sir Humphrey í því, að þeirra sje ekki að leita í glæpamannaheiminum. Matterson kvaddi yfirmann sinn og ráðherra og <lró sig í hlje. 6. KAPÍTULI. Sama kvöld snæddi húslæknir Sir Rossiters mið- degisverð hjá honum á Chestow Square. Lækn- irinn var ánægður með framfarir sjúklingsins og hvatti hann jafnvel til þess að hressa sig á kampavínsglasi eftir erfiði dagsins. — Það er satt, sagði hann, — þú varst að tala um að eitthvað hefði hent þig, en þú sagðir mjer ekki nánar frá, hver hefði verið hin eiginlega or- sök þessa áfalls um nóttina. Að vísu varstu ekki vel heilbrigður, en það var þó engin ástæða til þess að búast við, að þú fengir slíkt kast. Sir Humphrey fitlaði við vínglas sitt. — Nei, jeg hefi ekki sagt þjer frá því, Standish, og jeg býst ekki við, að jeg geri það. Reyndar varð jeg í dag að rifja það upp og segja Scotland Yard frá öllu saman, en það vil jeg ógjarna gera aftur. En það sem fyrir mig kom hefði sannarlega getað gert taugasterkari mann en mig óstyrkan. En nú vil jeg gleyma þessu. — Já, við skulum sléppa því. Jeg spurði bara af mannlegri forvitni, kæri vinur. Mjer leikur miklu meiri forvitni á að vita, hvar þú hefir graf- ið upp þetta ágæta vín? Sir Humphrey brosti. — Það get jeg heldur ekki sagt þér. Þetta litla hús, sem jeg bý í, og hefi svo miklar mætur á, átti afi minn og síðan faðir. Hann hefir sjeð fyrir víninu í kjallaranum. — Já, þannig. Jeg hefi einmitt undrað mig á því, að þú skyldir kjósa að búa í þessu húsi, þegar þú hefir ráðherrabústaðinn. — Jeg nota hann sjaldan síðan konan mín dó. Jeg læt hina ráðherrana um opinber veisluhöld, nema undir sjerstökum kringumstætðum. Systir mín kemur í bæinn og hjálpar mjer, þegar með þarf. En hún hefir nóg að starfa, svo að jeg læt hana í friði, nema þegar brýn þörf krefur. En segðu mjer kunningi, má jeg ekki fá mér einn vindil í kvöld? Bætti hann við og brosti kumpánlega. -— Jeg myndi eiginlega ráða þjer frá því. Eitt glas af ljettu víni gerir þjer ekkert. En sterkarL drykkir og reykingar — haltu þjer frá því fyrst um sinn. Þú leggur mjög að þjer við starf þitt og það tekur upp á taugarnar. Ef þú værir ekki alveg eins samviskusamur, værir þú hraustari. En. þú ert nú einu sinni þannig gerður, að skyldu- störfin hvíla þungt á þjer og þú tekur nærri þjer það sem aflaga fer. En hugarástandið hefir mikil áhrif á heilsufarið, miklu meir en margan grunar.- — Já, getur verið. En mjer þætti gaman að sjá. þann mann, sem gæti verið í minni stöðu, án þess að taka hana alvarlega, svaraði dómsmálaráð- herrann alvarlega. — Það má vera, að þú hafir rjett fyrir þjer,. Humphrey. En það þýðir ekki fyrir mann að ætla sjer að vinna sí og æ. Þú ættir að iðka íþróttir, spila golf, fara á veiðar, og fara oftar í leikhús o. s. frv. Og jeg myndi jafnvel, ef jeg bara þyrði, ráða þjer til þess að kvænast á ný, eignast heim- ili, sem þú hefir yndi og ánægju af. — Og öll þessi ágætu ráð fæ jeg fyrir ekki neitt, sagði Sir Humphrey hlæjandi. Þegar maður vill fá sannleikann út úr lækninum sínum, er best að bjóða honum til miðdegisverðar, það sje jeg nú. — I þessu kom Parkins inn með kaffið og truflaði: samtalið. — Það var hringt til læknisins rjett áðan, og hann beðinn að koma til Harding House hið allra fyrsta, sagði hann kurteislega. ■— Já, þá verður þú að afsaka mig. Það er auð- vitað lafði Harding. Það gengur svo sem ekkert að henni. En henni er illa við að bíða. Nei, þakka Þegar Sir Humphrey kom aftur frá því að drekka kaffi, en viljið þjer ná í bíl fyrir mig. Þegar Sir Humphrey kom aftur frá því að fylgja gesti sínum til dyra, sá hann, að fjórir karl- mannshattar hengu í anddyrinu. — Hvaða safn af fallegum höttum er þetta^. spurði hann Parkins hissa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.