Morgunblaðið - 24.05.1935, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 24. maí 1935.
Allir Reykvíkingar iesa auglýsingar Morgunblaðsins.
Jfoujts/íajtuv
StíkyMtiiufav
Sparisjóður Hafnarfjarðar.
Glæný rauðspretta í öllum. Dömur og herrar geta feng-
fiskbúðum Hafliða Baldvins- ið 1. flokks fæði í Tjarnargötu
sonar. Sími 1456, 2098 og 4402. 16, 2. hæð. Sími 1289. Þórarna,
------------------------------- Thorlacius.
Glænýr stútungur í dag.
Fiskbúðin, Brekkustíg 8. Sími
1689.
Jarðarberja- og fleiri fjöl-
ærar plöntur til sölu í Blátúni.
Sími 4644.
Kaupum gamlan kopar. —
Vald. Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupsvslumenn!
Það er viðurkent, að maturinn
á Café Svanur sje bæði góður
og ódýr.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
flytur auglýsingar yðarj
og tilkynningar til
flestra blaðlesenda um
alt land, í sveit og við
sjó - utan Reykjavíkur.
Tek hús utan sem innan til
hreingerninga. Sívaxandi að-
sókn sannar vinnugæðin. Ágúst
Jónsson, Frakkastíg 22, sími
2613.
Eins og undanfarin ár tek
jeg að mjer að gera við leiði.
Hefi um 30 tegundir af plönt-
um að velja úr. Johann Schröd-
er, garðyrkjumaður. Til viðtals
í síma 4881 eftir 7 á kvöldin.
Blaðið kemur út vikulega
8 síður samanlímdar.
Ekkert blað er lesið jafn
víða í SVEITUM lands-
ins og
Jafnaðarreikningur pr. 31. des. 1934.
A k t í v a
1. Skuldabrjef fyrir lánum: >
fasteignarveðskuldarbrjef............................. kr. 445.965.56
2. óinnleystir víxlar ..................................... — 465.361.09
3. Bankavaxtabrjef og önnur slík verðbrjef ................ — 17.197.00
4. Inneign í bönkum ....................................... — 61.499.91
5. Aðrar eignir (skrifstofuhúsgögn) ....................... — 2.307.56
6. Ógreiddir vextir ........................................ — 6.193.98
7. Peningar í sjóði 31. des. 1934 ........................ — 16.941.48
kr. 1015.466.58
P a s s í v a
1. Innstæðufje 1839 viðskiftamanna .................. kr. 814.722.31
2. Innheimt fje óútborgað ............................. — 949.21
3. Fyrirfram greiddir vextir ........%.............. — 11.398.73
4. Varasjóður ....................................... — 188.396.33
________ kr. 1015.466.58
»
Hafnarfirði 8. apríl 1935.
Þ. Edilonsson. Ólafur Böðvarsson. Sigurgeir Gíslason.
Framanritaða reikninga, bækur, verðbrjef og önnur skjöl Sparisjóðs Hafnar--
fjarðar, höfum við undirritaðir yfirfarið, talið peningaforða sjóðsins og ekkert
fundið athugavert.
Hafnarfirði 11. maí 1935.
Ingólfur Flygenring. Böðvar Böðvarsson.
I 8NÖRUNNI. 20.
því að það heyrðist sjerstaklega lítið í bílnum.
Til allrar óhamingju beindist athygli hans frá
bílnum í svip, að bifhjóli hinum megin við götuna,
sem var ljóslaust, og hann fór til þess að skrifa
niður númerið. En þegar hann kom aftur yfir göt-
una, var bíllinn horfinn. Þetta er alt og sumt, sem
við vitum, enginn annar hefir heyrt vagninn eða
sjeð.
— Vagn, sem er við húsið einmitt um þetta
leyti er grunsamlegur, sagði Matterson.
— Jeg hefi fengið tveim leynilögreglumönnum
það hlutverk, að finna vagninn, sagði Cowling.
— Það var áætt, sagði foringinn hugsi.
Matterson ræskti sig. — Reyndar hefði jeg
gaman af að vita eitthvað nánar um samband
dómsmálaráðherra okkar, og frú Brandts og
manns hennar.
— Jeg held satt að segja, að það skifti litlu
máli, svaraði yfirmaðurinn. — Sir Humphrey er
ekki ljettúðugur, og hefir aldrei verið það. Jeg
veitj hvað jeg er að fara. Jeg hefi oft verið með
þeim þrem, og jeg er þess fullviss, að það hefir
aldrei verið neitt á milli þeirra, enda hefir aldrei
verið neitt talað um frú Brandt og sir Humphrey.
Annars skuluð þjer fylgja yðar eigin geðþótta í
þessu. Get jeg verið yður hjálplegur með nokkuð,
Cowling?
— Jeg vildi gjarna fá listann yfir veiðigestina
á Keynsham Hall, svaraði hann.
— Þjer ætlið þá, þegar öllu er á botninn hvolft,
að haga rannsókninni, eins og þessi tvö mál stæðu
í sambandi hvort við annað.
— Aðeins að einu leyti, svaraði leynilögreglu-
maðurinn. Annars mun jeg halda hverju fyrir sig.
— Listann skuluð þjer fá. En jeg held nú að
það komi að litlu gagni.
Cowling stóð á fætur.
— En jeg byrja að sjálfsögðu á Savoy Court,
sagði hann og strauk yfir hatt sinn. — Mig skyldi
ekki furða á því, þó að það væri það sama, sem
hefir komið fyrir frú Brandt til þess að halda ekki
orð sitt og það sem fekk sir Humphrey til þess að
fara út að borðstofuglugga sínum.
— Jeg hefi altaf verið mótfallinn fljótfærni.
En auglýsingarnar hjálpa okkur altaf um nokkra
daga. Það er annars erfitt að ætla sjer að fara á
bak við blöðin um þessar mundir.
— Jeg hefi þegar sent fjóra af mínum bestu
mönnum af stað. Og jeg skal ekki láta eina mín-
útu fara til spillis, svaraði leynilögreglumaðurinn.
Þegar tveir æðstu menn Scotland Yard voru
einir eftir, gaf Moore yfirmaður hinum merki um
að koma nær.
— Já, hvað líst yður, Matterson, spurði hann.
— Já, hvað skal segja. Jeg fyrir mitt leyti
gæti vel trúað því, að hvarf frú Brandt og sir
Humphreys standi í sambandi hvort við annað,
að sömu menn standi bak við hvort tveggja.
— En hvernig í áranum ættum við að geta sann-
að samband þar á milli?
— Það er nú einmitt vandinn. Hjer er við tvent
að etja, lítur út fyrir. En að svo stöddu er ómögu-
legt að finna orsök sem gæti verið fyrir þessu
þrennu: Hinu fyrra hvarfi sir Humphreys, hvarfi
frú Brandt og nú þessu, að sir Humphrey er á
ný horfinn.
Við höfum þegar komist að því, að allar okkar
glæpamanna-„stjörnur“ eru saklausar að þessu.
En ef það eru viðvaningar, sem hjer eru að verki,
þá segi jeg bara — guð sje oss næstur — en nú
sje jeg að yður dettur eitthvað sniðugt í hug?
Moore hristi höfuðið.
— Nei, ekki neitt sniðugt, sagði hann, en það
sem mjer datt í hug var þetta: Eina manneskjan,
sem hefði getað fengið sir Humphrey út að glugg-
anum, án þess að hugsa sig um, er Katherine
Brandt.
— Má vera. En ef hún vildi sir Humphrey eitt-
hvað, hví í skollanum gat hún þá ekki komið til
miðdegisverðar á tilsettum tíma?
— Já, ef við vissum það, væri gátan ráðin, svar-
aði hinn þurlega. — En nú verð jeg að fara í ut-
anríkismálaráðuneytið. Ef þjer heyrið eitthvað>
nýtt vitið þjer hvar mig er að hitta.
I Savoy Court voru menn heldur en ekki hrifnir
af að fá tækifæri til þess að vera Scotland Yard
hjálplegir, og einn af forstjórunum vísaði sjálfur
Cowling upp til herbergja Katherine Brandt, og
bað hann blessaðan að hafa sína hentisemi og
gera húsrannsókn eins og honum þóknaðist. Og
Cowling ljet ekki segja sjer það tvisvar og byrj-
aði þegar nákvæma rannsókn, ekkert, sem nokkru
máli kunni að skifta, fór fram hjá honum. Að
lokum ljet hann kalla á herbergisþernu frú
Brandt. Hún var ensk, stilt og prúð stúlka, heldur
lagleg og vel klædd, en dálítið feimin. Cowling
var eins elskulegur og hann gat og flýtti sjer að'
bjóða henni sæti.
— Jeg sje, að ferðakisturnar eru tilbúnar?
— Já, alt er tilbúið til utanferðarinnar, svaraði
hún.
Frúin sagði mjer, að við legðum af stað í dag
eða á morgun, bætti hún við.
— Hvert, til meginlandsins?
— Til Cannes.
— Frú Brandt var búin að fá farmiða með
„bláu lestinni“ í morgun, sagði nú forstjórinn, og
við erum búnir að hringja til Cárlton í Cannes og
fá herbergi fyrir hana.
— Frú Brandt hefir ekki látið yður vita neitt
um, að hún hafi breytt ákvörðun?
— Nei.
Cowling sneri sjer aftur að stúlkunni. — Hefir
frú Brandt nokkuð minst á, að hún ætlaði að
hætta við að fara til Frakklands?
— Nei, ekki einu orði. Jeg skil ekki hvað hefir
komið fyrir. Jeg gæti best trúáð, að frú Brandt
kæmi þá og þegar, tilbúin til þess að fará með
lestinni í fyrramálið. Hún hefir heldur ekki verið
í burtu nema eina nótt.
Forstjóri Savoy Court kímdi.
— Yður finst við kannske gera fullmikið úr
hvarfi frúarinnar í eina nótt.