Morgunblaðið - 22.08.1935, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 22. ágúst 1935..
mmBBSBsmssBamsasBsmssBsmmms
9fAsn€SíZí
Herbergi óskast 1. okt. ttá-
lægt miðbænum. Skilvís borg-
un. Upplýsingar í síma 2130
kl. 8—9 síðd. í dag.
€l}imiruX'
Kennaralærð stúlka óskar
að segja til börnum eða ungl-
ingum á góðu heimili í bæn-
um, gegn fæði og húsnæði. —
Innanhússtörf geta komið til
greina. Upplýsingar í síma
3544.
e.
Ef þjer viljið fá heimsendan
góðan miðdegisverð þá hringið
í síma 1289.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
SiCínftvninqac
Prjónasilkið í peysuföt er
komið aftur, sjerstaklega fal-
legt. Versl. „Dyngja".
Afarmikið úrval af einlitu
Crepe de Chine í kjóla og
blússur, verð frá 2,75 mtr. —
Versl. „Dyngja“.
Höfum fengið svört efni í
peysufatasvuntur. Einnig dálít-
ið af mislitum svuntuefnum,
Georgette í svuntur og upp-
hlutsskyrtur, nýkomið, 11,25 í
settið. Versl. „Dyngja“.
Káputau og Ulsterefni í góðu
úrvali. Ullartau í kjóla og pils.
Kápufóður frá 2,15 mtr. —
Versl. „Dyngja“.
Tvistar í kjóla og svuntur.
Tilbúnir morgunkjólar frá 4,95
stk. Versl. „Dyngja“.
Nýr silungur daglega. Lægst
verð. Fiskbúðin Frakkastíg 13.
Sími 2651.
ódýr húsgögn til sölu. Göm-
ul tekin í skiftum. — Hverfis-
götu 50. Húsgagnaviðgerðar-
stofan.
Islenskar kartöflur fást í
Verslun Símonar Jónssonar,
Laugaveg 33.
Silungur glænýr fæst dag-
lega í Nordalsíshúsi. Sími 3007.
Hangikjöt nýreykt. Nordals-
íshús. Sími 3007.
Kaupum gamlan kopar. —
Vald. Poulsen, Klapparstíg 29.
Sími 3024.
Það eru færri vitlausir en mað-
ur heldur, en fólkið skilur ekki
hvort annað.
Franskur málsháttur.
Hlátursmælir. 1 Cirkus í horg-
inni Manchester vinna tvö fífl,
sem keppa sín á milli um hylíi
| áhorfenda. Til þess að geta fúll-
vissað forstjórann um livor þeirra
veki meiri hlátur hjá áhorfend-
um, hefir annar þeirra fundið
upp áhald til að mæla hlátur-
inn. Það er þannig, að línurits-
mælir er í sambandi við hljóð-
nema. Eftir því sem áhorfendur
hlæja meira, því hærri strik koma
á línuritið!
Ódýrt að lifa í Abyssiniu. Ensk-
ur blaðamaður, sem dvelur í
Abyssiniu skrifar blaði sínu að
matvæli sjeu afar ódýr þar eystra.
T. d. sje hægt að fá 20 egg fyrir
1 krónu og 5 kg. af kaffi fyrir 2
krónirr.
Erfitt próf. Það er ekki auðvelt
að fá aðgang að balletskólanum í
Konunglega leikhúsinu í Höfn.
Yfir 200 börn sóttu um upptöku
í skólann fyrir næsta ár, en hið
erfiða próf stóðust aðeins fjögur.
Eftirsótt merki. Lögreglan .í
New York hefir látið gera skrá
yfir alla leigubílastjóra, sem hafa
ekið í 15 ár án þess að verða
fyrir slysi. Bílstjórarnir fá merki,
sem þeir fá leyfi til að merkja
vagna sína með.
Lata menn langar ætíð til að
gera eitthvað.
Franskur málsháttur.
Til Akureyrar.
Á tveimur dögum:
Alla þriðjudaga, fimtudaga og Iaugardaga,
Á einum degi:
Hraðferð um Borgarnes, alla þriðjudaga og:
föstudaga.
Frá Akureyri áframhaldandi ferðir:
Til Austf jarða.
Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands.
Sími 1540.
BflfreiðastöÐ Akureyrav.
e
Morgunblaðsins.
Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar
FAXGIM FRA XOBOLSK. 20.
Valeria Petrovna var köld og róleg fyrir þessu.
Þegar fulltrúinn kom í þessar óboðnu heimsóknir,
stríddi hún honum á hinni hljómþýðu, rússnesku
tungu, og Simon brosti þá gjarna út í annað munn-
vikið, eins og honum var títt, er hann sá hvernig
hún hafði vald yfir þessum áhrifamikla manni,
sem var án efa óvitlaus.
Þetta var sjöundi dagurinn, af þeim sæluríku
dögum, sem þau Simon og Valeria Petrovna nutu
saman. En um kvöldið varð Simon þess var að
hún var venju fremur fáskiftin og hnuggin. Hann
tók báðar hendur hennar í sínar og spurði hana
blíðlega, hvað amaði að henni.
„Ó, mon ami“, sagði hún hrygg. „Jeg held, að
mjer þyki alt of vænt um þig“.
„Yndið mitt“, hvíslaði Simon, og kysti varlega
ljósrauða lófa hennar.
„Já, jeg er hrygg — því að nú er jeg búin að
fá að vita, hvar vinur þinn er“.
Simon leit snögglega upp.
„Hann er — hann er þó ekki dáinn?“, spurði
hann óttasleginn.
„Nei. En það er eins og þú óttaðist, hann er í
einu af ríkisfangelsunum“.
„Það er strax betra, — en segðu mjer bara,
hvar hann er“.
„Ekki nú — seinna“ — andvarpaði hún. „Enn
er skamt liðið á kvöldið — jeg segi þjer það áður
en þú ferð“.
„Já, en elskan mín. Hví ertu þá svo hrygg. Ef
með nokkru móti er hægt að fá Rex sýknaðan, get
um við það áreiðanlega. Og þó að jeg verði að
fara til Londoii, þá kem jeg aftur — kannske í
næsta mánuði. Hamingjan góða, maður er ekki
nema tvo daga að fara frá London til Moskva í
flugvjel".
„En Simon, jeg varð að borga fyrir þessar upp-
lýsingar um vin þinn“.
„Hvernig á jeg að skilja það?“, spurði Simon
með áhyggjusvip.
Hún ypti sínum fögru öxlum. „Það var Leshkin,
sem sagði mjer það sem jeg vildi fá að vita. Jeg
hefi verið að dekstra hann síðustu tvo daga“.
„Mig grunaði ekki, að þú hefðir minst á þetta
við hann“.
„Nei, hvernig átti þig að gruna það, elsku vinur
minn. En jeg var búin að lofa að hjálpa vini þín-
um — og það tókst mjer líka“.
„En — eh — hvað heimtaði Leshkin í staðinn?“
Hún brosti til hans gegnum tárin. „Jeg varð að
lofa honum, að þú færir frá Moskva á morgun,
fyrir fult og alt“.
Um stund sátu þau þögul. Bæði vissu þau, að
Simon gat ekki verið í Moskva til lengdar, en þau
höfðu hrundið þeirri hugsun frá sjer. En nú þegar
þau urðu að horfast í augu við veruleikann, voru
þau alveg óviðbúin, heilluð í hinni fyrstu ástar-
vímu. /
„Þú getur komið til mín til Lundúna“, sagði
hann loks og glaðnaði yfir honum við tilhugsunina.
„Það verður langt þangað til. Jeg er nýbúin að
vera þar. Og Rússland vill ekki að listamenn þess
sjeu altaf að fara til annara landa. Jeg hefi mínar
skyldur gagnvart fólkinu, list mín tilheyrir því —
ekki mjer sjálfri“.
„Jeg gæti komið á móti þjer í Berlín“.
„Hver veit, við sjáum nú til. Segðu mjer nú hvað
þú ætlar að gera, til þess að bjarga vini þínum?“
„Jeg ætla gegnum sendiherraskrifstofuna að
fara fram á, að hann verið látinn laus, eða opin-
bera rannsókn á máli hans“, svaraði Simon, án
þess að hafa mikla trú á uppástungu sinni.
„Þetta stoðar ekkert. Stjórnarvöldin eru viss
með að neita því að vita, að hann sje yfirleitt til.
Hann fanst á landareign, þar sem ókunnum er
stranglega bannaður aðgangur. Það er mjög al-
varleg sök. Og ef til vill situr hann nú inni með
i
meiri þekkingu en stjórnarvöldin kæra sig um að
berist út úr landinu“.
„Þú lofaðir honum ekki, að jeg færi úr Rúss-
landi? Bara Moskva, er ekki svo?“
„Jú, bara Moskva“, brosti hún. „En jeg get
getið mjer til hvað þú hefir nú í huga — þú ætlar
að fara til hins forboðna landflæmis og leita vin
þinn uppi?“
Simon hló dálítið vandræðalegur. „Er annað
hægt að gera?“
Hún stóð á fætur og gekk að gömlum skáp í
Empire stíl, dró út skúffu og tók fram lítið fer-
hyrnt men, skreytt ótal perlum. Hún skoðaði lengi
hina litlu mynd í meninu af Maríu mey með barn-
ið, áður en hún kom til hans með það. „Taktu
þetta með þjer, batuslika, og berðu það ávalt á
þjer. Það mun vernda þig frá öllu illu“.
„Ó, yndið mitt — hví ertu svona góð við mig?“
Simon tók við hihni helgu mynd. „Jeg vissi ekki
að þú væri svo trúuð, — jeg hjelt að trúarhneigð
þektist ekki lengur í Rússlandi“.
„Þar skjátlast þjer, vinur minn“, sagði hún ró-
lega. „Það er að vísu satt, að margir prestar í
Rússlandi hafa verið reknir úr stöðum sínum, en
það er aðeins gott og rjettmætt, því að þeir voru
slæmir menn, sem drukku, og voru lítt færir til
þess að þjóna guði. En nú getur maður haft hvaða
trúarbrögð sem maður vill, og Rússland, — hið
gamla heilaga Rússland — er óbreytt undir yfir-
borðinu. Og að undanteknum fáeinum, ber sjer-
hver Rússi guð í hjarta sínu“.
Simon kinkaði kolli.
„Jeg held, að jeg skilji, við hvað þú átt, — að
minsta kosti ætla jeg ávalt að bera þetta á mjer“.
„Ef þú kemst í vandræði, skaltu senda mjer
menið. Sjáðu nú“, hún þrýsti á litla leynifjöður,
„hjerna getur þá falið brjef og sent mjer það í
meninu — enginn getur fundið það — en allir í
Rússlandi þekkja Valeríu Petrovna og jeg fæ það*
hvar sem jeg verð“.