Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 7. sept. 1935 3 Blaðadómur um kapp- leikinn í Hamborg. Islendingum hælt fyrir góða frammistöðu. Morgunblaðinu hefir borist eintak af þýska blaðinu „Ham- burger Fremdenblatt“ frá 29. ágúst, þar sem birtur er dómur um knattspyrnukappleik ís- lendinga í Hamborg. Greinin er á þessa leið: — Islenski knattspyrnuflokk- urinn kepti fjórða og síðasta leik sinn í Þýskalandi í gær. Um 5000 áhorfendur voru við- staddir. Það munaði minstu að hinn íslenski knattspyrnuflokkur sigraði og höfðu fæstir búist við að þeir stæðu sig svo vel sem raun varð á. Sigur Þjóðverjanna er að nokkru leyti bygður á hepni og sýna úrslitin engan veginn hinn raunverulega gang leiks- ins. Ef leikurinn hefði endað með 1:1 hefði það sagt meira um hinn raunverulega gang leiksins. Eitt er víst að íslenski flokk- urinn hafði óskifta aðdáun allra áhorfenda og meðal þeirra voru ýmsir háttsettir embættis- menn. M. a. Richter þingmaður Hamborgarsenatsins o. fl. Mest urðu menn forviða á úthaldi Islendinga. Við höfðum satt að segja ekki búist við jafngóðum leik af gestum okkar eins og raun bar vitni um. Flokkur þeirra var viðbragðsfljótur og þar að auki innblásinn miklum eld- móði. Að leikslokum mátti glögt sjá, að íslenáku knattspyrnu- mennirnir höfðu lært mikið. — Það sá maður sjerstaklega á framkomu (Björgvins) Schram, sem ljek ekki að eins vel í vörn, heldur sýndi og mikla leikni í öllum upphlaupum ís- lendinga. Hann var langbesti knatt- spyrnuleikarinn meðal Islend- inga. Næst honum standa að leikni þeir (Hermann) Her- mannsson markvörður, (Jón) Magnússon og (Gísli) Halldórs- son, sem allir voru ágætir. Hinir voru frekar þungir á sjer og veiktu með því flokk- inn. (Nú er lýst liði Þjóðverja, og leik þeirra, og er því slept í þýðingunni). .... íslendingar gerðu þeg- ar í byrjun mörg góð upphlaup en brást fimni til að skjóta á markið. Eftir 10 mínútna leik gerðu okkar menn, Seeler og Dörfel upphlaup gegnum ljelega vörn og skoruðu mark. Þjóðverjar höfðu síðan yfirhöndina í leikn um um stund, sökum betri leikni, en í upphlaupinu var samspil þeirra ekki gott. I seinni hálfleik var leikur ís- lendinga djarfari og nálguðust þeir nú oft mark Þjóðverjanna, og eftir 40 mínútna leik tókst íslendihgum að skora mark. Síðustu 12 mínútur leiksins var orðið skuggsýnt og hjálpaði það Þjóðverjum til að setja seinni mörkin tvö; Að afloknum leik voru báð- ir flokkar gestir Hamborgar Senatsins. Þá kom fram önnur uppá- stunga um það, að í nefndinni væru aðeins þrír menn. Full- trúar frá Póllandi, Tyrklandi og Spáni. En fulltrúar Póllands, Tyrklands og Spánar færðust undan þeirri áskorun að vinna í nefndinni án þess að breskur og franskur fulltrúi ættu þar einnig sæti. Þá kom fram þriðja uppá- stungan og var hún á þá leið, að alt Þjóðabandalagsráðið skyldi starfa sem nefnd í mál- inu. ítalski fulltrúinn þvertók fyrir það, vegna þess, að full- trúi Abyssiníu ætti þar einnig sæti. Þessu næst gerðist það að fulltrúi Itala tók aftur mót- mæli sín gegn fyrstu uppá- stungunni. Ákveðið var um skipun nefndarinnar á lokuðum fundi, og hún síðan staðfest á opn- um fundi, sem var í þann veg- inn að byrja, þegar síðustu fregnir voru sendar. 1 nefndinni verða: Anthony Eden, af hálfu Breta, Laval af hálfu Frakka, Beck, af hálfu Pólverja, Signor Madáriago af hálfu Spánverja, og Paras, af hálfu Tyrkja. Abyssinía skiftir um fulltrúa í Gcnf. Abyssiníukeisari hefir skip- að sendiherra Abyssiníu í Par- ís, sem aðalfulltrúa Abyssiníu í Genf, vegna þess að ítalski fulltrúinn hafði haft á móti því af þjóðernislegum ástæðum, að dr. Yeze væri fulltrúi Abyssin- íu. — Frönsku blöðin ákveðnari gegn ítölum. Parísarblöðin flytja í dag ýmsar athugasemdir um at- burði þá, sem gerðust í Genf í gærdag. Journal talar um það uppá- tæki ítalska fulltrúans að ganga af fundi, sem algerlega þýðingarlaus látalæti. Italska stjórnin, segir blaðið, var búin að heita því, að leggja fram röksemdir, sem fullkomlega rjettlættu stríð á hendur Ab- yssiníu. En þessar röksemdir Italíu á 700 bls., eru sáraveiga- litlar. Echo de Paris segir, að deil- an sje enn óleyst og vofi yfir í allri sinni alvöru. Ekki ein- ungis deilan milli Ítalíu og Ab- yssiníu, nje heldur deilan milli Italíu annars vegar og Frakk- lands og Bretlands hinsvegar, heldur milli ítala annarsvegar og allra annara meðlima Þjóða- bandalagsins hinsvegar. Populaire segir, „ef París á Blaðamenska rauðliða Alþýðublaðið flytur í dag all- langa grein um fjelagsskap, sem það segir að undirbúinn hafi veri'ð og ' stofnaður af Sjálfstæðismönn- um hjer í Reykjavík. Varla þarf að taka það fram, að alt það, sem blaðið segir frá eigin brjósti um þessi samtök, er ó- sannindi. Er kin alveg einstæða óráðvendni þessa blaðs, svo lands kunn orðin, að menn trúa nú orðið engu orði sém þar stendur á á- byrgð blaðsins, og fáir lesa þann þvætting, nema flokksmenn, sem finna svölun í því, að heyra skammir úm andstæðinga sína, þó þeir viti að þær sjeu lognar. — Jeg mundi því engu hafa svarað þessari grein, ef ekki væri þar vikið sjerstaklega að Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og því starfi, sem fram fer á skrifstofu Mið- stjórnarinnar. En formsins vegna ber mjer ekki að láta ósannindum um þá starfsemi ómótmælt. Vil jeg því taka fram, að hvorki jeg nje Miðstjórn flokksins hafa gengist fyrir stofnun fjelagsskap- ar, sem blaðið skýrir frá, og að jeg er alls ekki meðlimur f jelagsins Enginn stafur í brjefi því, er blað- ið birtir og segir að samið sje og sent út af skrifstofu Miðstjóm- arinnar, hefir verið saminn þar eða ritaður. En taka vil jeg fram, að mjer virðist, að þátttaka í fjelagi, sem hefir þann tilgang, er í brjefinu greinir, sje hverjum góðum borg- ara vel sæmandi. Og af því Al- þýðublaðið lýsir sjerstaklega fjandskap gegn tilgangi fjelags- ins, eins og hann er birtur í blað- inu innan gæsalappa, þykir mjer rjett að birta hann hjer einnig, svo alþjóð geti sjeð hvað það er, sem áhangendur Alþýðublaðsins telja andstæðast sinni stefnu: Öjer er þá tilgangur fjelagsins, eins og hann er birtur í Alþýðu- blaðinu: „Markmið fjelagsins er að hefja og halda uppi fjelags- bundinni samtaka baráttu gegn hverskonar kúgun og fjandskap við athafna- viðskifta- og atvinnulíf Reykja- víkur, jafn framt því, að efla það eftir mætti, svo og að stuðla að hagkvæmum og heilbrigðum viðskiftum við þá framleiðendur í sveitum landsins, sem vilja vinsamleg, óþvinguð viðskifti við Reykvíkinga". Ef Alþýðublaðið hefði ekki gjört það að lífsnauðsyn sinni að fara með ósannindi, hefði það ef- laust ekki í þetta skifti ratað í það ólán að gefa yfirlýsingu um það, að markmið þess sje gagn- stætt því markmiði, sem að ofan er birt. Reykjavík, 6. sept. 1935. Sigurður Kristjánsson. annað borð er í bandalagi við London þá hefir Þjóðabanda- lagið nægilegan siðferðilegan styrk til þess að koma í veg fyrir ófrið“. Hænu§óttin breiðist út Iijer í bænum. 2-3 ný tiltelll í gœr. Óskað er eftiir, að fólk, sem hefir haft mænusótt, leyíi að láta taka úr sjcr blóð, til hjálpar þeim sjúku. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fekk í gærkvöldi hjá hjer- aðslækni. fundust tvö ný tilfelli af mænusótt í gær. og ennfremur eitt, grunsamlegt. Hafa þá hjer í Reykjavík alls fundist 15 mænusóttartilfelli, að meðtöldu því fyrsta, sem hing- að kom úr Biskupstungum. Þó er vafasamt hvort þrír sjúklingar hafi mænusótt, en þeir eru grun- samlegir. Þrír hafa þegar dáið hjer í Reykjavík úr mænusóttinni. Þau mænusóttartilfelli sem fund ist hafa hjer í bænum eru til og frá um bæinn og ómögulegt er að rekja feril veikinnar. Morgunblaðið átti einnig tal við landlækni í gærkvöldi og spurði hvað hann vissi um útbreiðslu veikinnar út um land. Sagði landlæknir, að hann vissi ekki um nein ný tilfelli; en fregn hefði borist um það, að barn hefði dáið á Suðureyri í Súgandafirði, úr mænusótt, en þar var veikin. að þetta sje eina hjálpin, sem hægt sje að láta sjúklingunum í tje. Þá skýrði prófessor Dungal frá því„ að pantað hefði verið frá Danmörku lítið eitt af þessum blóðvessa, en líterinn kostaði 1500 krónur, eða 80 krónur sprautan í einh sjúkling. Þetta væri svo dýrt, að lítt mögulegt væri að fá meðalið þann ig- Þess vegna er það mjög æski- legt, að sjálfboðaliðar gefi sig fram hjer og leyfi að láta taka úr sjer blóð, svo að Rannsóknarstofa Háskólans geti búið til blóðvess- ann. Blóðtakan hefir engin áhrif, því mjög lítið er tekið ur hverj- um einstökum, og eru menn jafn- heilbrigðir eftir. Skorað er á sjálfboðaliða að gefa sig strax fram við prófessor Niels Dungal, því það getur orðið til ómetanlegs gagns, ef mænu- sóttin ætti eftir að breiðast hjer mikið út. Öskað er eftir blóði úr mönnum, sem fengið hafa mænu- sótt, til hjálpar þeim sjúku. Athygli shal vakin að auglýs- ingu frá keilbrigðisstjórninni, sem birtist hjer í blaðinu í dag. Þar fer heilbrigðisstjórnin fram á, að þeir, sem fengið hafa mænu- sótt, leyfi að láta taka lítils- háttar blóð úr sjer, til hjálp ar þeim sjúku. Er óskað eftir sjálfboðaliðum í þessu skyni, og að menn gefi sig fram við prófessor Níels Dungal, sími 4518. Samtal við próf. Dungal Morgunblaðið átti í gær tal við Niels Dungal, prófessor og spurði hann nánar um þessa blóðtöku. Hann skýrði blaðinu þannig frá, að tabð væri, að mænusóttarsjúkl- ingum gæti orðið talsverð bót að því að dælt væri í þá blóð- vessa úr fólfei, sem áður hefir haft mænusótt. Blóðvessi þessi væri búinn til \ir blóði úr þessu fólki. Erlendis hefði þessi aðferð ver- ið reynd og álitið væri, að hún hefði gefist vel, og komið að gagni, þégar blóðvessanum væri dælt inn áður en sjúklingurinn fengi lömnn (ef lömun fylgir veik- inni). Það er álit ýmsra merkra lækna ’ erlendis, segir prófessor Dungal, Um 1000 manns fórust i Florida. London, 5- sept. FIJ. Fulltrúi ríkisstjórans í Florida sagði í dag, að tala þeirra, sem látið hefðu lífið í ofviðrinu í fyrradag, myndi nálægt 1000. Ríkisstjórninni er legið á hálsi fyrir það, að hún skyldi ekki kalla uppgjafahermennina, sem voru við brúar- og vegagerð í Florida Keys, frá verki, þégar tilkynningar bár- ust um, að óveður væri í aðsígi, en manntjón virðist hafa verið hlutfallslega mest meðal þeirra. Þeir vorn þarna í atvinnubóta- vinnu á vegum sambandsstjórnar- innar. Roosewelt forséti hefir skipað að láta rannsaka það, hvort um vanrækslu hafi verið að ræða. Utan Florida Keys, virðist tjón- ið hafa prðið mest í. Tampa, á vesturströnd Floridaskagans, og þó nokkuð í Sarasota, stuttu sunn • # ar. Avaxtauppskera er að heita má eýðilögð á mörgum svæðum. Kappflng I Englandl. London 6. sept. FÚ. I Bretlandi var háð kapp- flug í dag og var flugleiðin 931 ensk míla á lengd. Fyrstu 5 vjelarnar flugu allar með fiá 161 til 164 mílna hraða á klukkustund. Fyrstur varð að marki liðsforingi eihn að nafni Miles.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.