Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 7. sept. 193% Hagsmunir stórveldanna rekast á í Abyssiníudeilunnu T. v. að ofan: Járnbrautarlest á einu jámbrautarlínunni, sem til er í Abyssiníu; hún liggnr frá Addis Abeba til Djibouti, sem er bær á ströndinni í frakkneska Somalilandi. Neðri myndin t. v. er af fiskimönnum á Tsanavatni, sem er 1755 m. yfir sjávarflöt, en þar hafa Englendingar mikilla hagsmuna að gæta, því þar eru upptök Bláu Nílar. Myndin t. h. gefur nokkra hugmynd um hvernig vegum er háttað suður þar; þeir eru ekki sjerlega greiðfærir. Stórveldasammng- urinn frá 1906 Mussolini vildi ekki láta ræða Abyssiníudeiluna á ráðsfundi Þjóðabandalagsins. En fjelst þó á, að málið yrði rætt á stór- veldafundi, þar sem eingöngu væru mættir fulltrúar Englend- ga, Frakka og Itala. Þessi ríki ; rðu með sjer samning um . -yssiníu árið 1906.Samningur ; a skuldbindur England, akkland og Ítalíu til þess að ;•(!• . og viðurkenna sjálfstæði xlb. . siníu og ákveður hags- munasvæði þessara þriggja ríkja þar í landi. Samningurinn miðar að því, að hindra samkepni með Eng- lendingum, Frökkum og ítölum í Abyssiníu. Landvinningaáform Itala koma í bága við þennan samn- ing. Mussolini gat því ekki neit- að að tala við hina samnings- aðiljana um málið. Abyssinía hefir aldrei viðurkent samning- inn frá 1906. Mussolini gafst því þarna ágætt tækifæri til þess að útiloka Abyssiníu frá umræðunum. Þríveldafundurinn í sumar Þríveldafundurinn var eins og kunnugt er haldinn í París um miðjan ágúst. Hlutverk fundarins var það, að reyna að afstýra hinu yfirvofandi stríði milli Italíu og Abyssiníu. En það var fyrirsjáanlegt, að mála miðlun mundi ekki takast. Mussolini heimtar full yfirráð yfir Abyssiníu, en keisari Abyss iníu hefir hvað eftir annað lýst yfir því, að hann fallist aldrei á, að landið gangi undir er- lenda vernd. Mussolini ætlar í stríð við Abyssiníu í viðtali við Daily Mail sagði Mussolini fyrir skömmu með berum orðum, að ítalir ætli sjer að leggja Abyssiníu undir sig. Mussolini segir að þetta sje nauðsynlegt af tveimur ástæð- um. ítalir verði að ráða yfir Abyssiníu, til þess að geta verndað nýlendur sínar í Aust- ur-Afríku. Og ítalir þurfi á auknu landrými að halda vegna hins of mikla og sívaxandi' fólksfjölda í Ítalíu. ítalir hafa numið land í' Libyiu í Norður-Afríku. En* lanakostir eru þar slæmir, og þangað verða ekki sendir nema' mokkur hundruð þúsund ítalsk-J i ir landnemar. Haftastefnan hef : ir aukið erfiðleikana. Fólksút-! flutningur frá Ítalíu til Banda-; iríkjanna hefir að mestu stöðv- ! ast, og markaðirnir fyrir ítalsk-j ' ar vörur lokast hver af öðrum. | Abyssinía hefir boðist til að slaka mikið til við ítali. Keis-; ari Abyssiníu hefir boðist til' þess að láta hjeraðið Ogaden af hendi við ítali, ef Abyssinía fái aðgang að bresku höfninni Zeila í Somalilandi. Svipað til- boð lagði Eden fyrir Mussolini í júní. En Mussolini neitaði að fallast á það. Ogaden er ófrjóv- j !söm hásljetta. ítalir vilja fyrst jog fremst fá aðgang að frjóv- sömum hjeruðum. Þar sem þeir geti rekið atvinnu. Þar að auki er Frökkum ekki um það, að Abyssiníumenn fái aðgang að Zeila. Frakkar óttast að Zeila verði þá hættulegur keppinaut- ur franska hafnarbæjarins Dji- buti í franska Somalilandi skamt frá Zeila. ítalir hafa ennfremur fengið tilboð um víðtæk leyfi til at- vinnurekstrar í Abyssiníu, en Mussolini svaraði, að tilboðið væri einskis virði, nema ítalir fái pólitísk völd í landinu, til þess að geta verndað ítalska landnema, sem þangað flytjist. Bretar vilja styðja Þjóðabandalagið Englendingar hafa gert sjer mikið far um að afstýra stríði í Abyssiníu. Ástæðurnar til þess eru margar. Þjóðabandalags- fjelögin ensku gengust í sum- ar fyrir atkvæðagreiðslu um af- stöðu Englands til Þjóðabanda lagsins. — Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós, að miljónir kjós- enda í Englandi vilja styðja Þjóðabandalagið, jafnvel grípa til þvingunarráðstafana gegn þeirri þjóð, er rýfur friðinn. Nú fara þingkosningar í hönd í Englandi, og enska stjórnin má búast við, að það skaði hana við kosningarnar, ef hún styð- ur ekki Þjóðabandalagið í Ab- yssiníudeilunni. En þar að auki vill enska stjórnin styðja Þjóða bandalagið af þeirri ástæðu, að utanríkispólitík Englendinga leggist á stefnu Þjóðabanda- lagsins. eins og Eden hvað eft- ir annað hefir sagt: „Stríð milli ítala og Abyssiníu getur orðið Þjóðabandalaginu að falli og breytt milliþjóðasamn- ingum, grundvelli friðarins, í gagnslaus pappírssnifsi,“ sagði Hoare nýlega í enska þinginu. . Hagsmunir Breta í Afríku í hættu En við þetta bætist að stríð milli Ítalíu og Abyssiníu snert- ir þýðingarmikla breska hags- muni. Englendingum er ekki um það, að ítalir fari að rækta baðmull í stórum stíl í Abyss- iníu og verði hættulegir keppi- nautar enskra baðmullarrækt- enda í Súdan og Egyptalandi. Ennþá alvarlegraer það ef ítalir ná yfirráðum Tsana-vatnsins í Abyssiníu, uppsprettum Bláu Nílar, sem frjóvgar Egyptaland og Súdan. Menn hugsi sjer að ítalir byggi stíflugarða og veiti vatninu aðra leið. Þeir geta á þá leið gert frjósöm akurlendi í Egyptalandi og Súdan að eyðimörk. En stríð í Abyssiníu hefir líka aðra hlið. Það getur valdið stríði milli Evrópuþjóða og blökkumanna, leitt til upp- reisnar meðal nýlenduþjóðanna gegn yfirráðum Evrópu. Loks er það, að ítalskur sig- ur í Abyssiníu mundi efla að- stöðu ítala við Rauðahafið, að- alleiðina til Indlands. Englend- ingar hafa lengi ráðið yfir sjó- leiðinni til Indlands. Þeir drotna í Rauðahafinu, í Miðjarðarhaf- inu og við Suez. En ítali hefir lengi dreymt um að ná aftur drottinvaldi í Miðjarðarhafinu eins og í fornöld. Margir Eng- lendingar óttast að tilgangur Mussolinis sje sá, að hnekkja valdi Englendinga í Afríku og Miðjarðarhafinu. Það er full- yrt, að Mussolini hafi sagt Ed- en að ítalir geti ekki lengur sætt sig við að Englendingar drotni áfram í Miðjarðarhaí- inu. Það er því skiljanlegt, að Englendingar leggi mikið kapp á að afstýra stríði milli Ítalíu og Abyssiníu. Frakkar synda milli skers og báru Frakkar eiga erfitt aðstöðu. Óttinn við vaxandi mátt Þjóð- verja er aðalatriðið í utanríkis- málum Frakka. Laval slakaði í vetur til við ítali í Afríku til þess að tryggja sjer stuðning þeirra í Evrópu. Laval vill því ógjarnan styggja Mussolini. Eden benti Laval á, að það skapar hættulegt fordæmi ef Itölum helst það uppi að rjúfa gildandi samninga og leggja Abyssiníu undir sig. Eden sagði að Frakkar geti þá ekki lengur sagt að samningar sjeu órjúf- anlegir og kallað Þjóðabanda- lagið til hjálpar, ef Þjóðverjar knýi fram með valdi breytingar á friðarsamningunum. Daily Telegraph segir, að Eden hafi hótað að slíta allri samvinnu við Frakka og Þjóðabandalagið og jafnvel gera bandalag við. Þjóðverja, ef Frakkar hjálpi ekki Englendingum til að af- stýra stríði í Abyssiníu. Laval snerist þá á sveif Eng- lendinga að því leyti, að Laval og Eden sendu Mussolini úr- slitatillögur, sem áður hefir verið getið um. Mussolini hafn- aði þeim. Málið hefir verið lagt fyrir Þjóðabandalagið. Verður þá reynt að þvinga Mussolini til þess að halda frið? Eng- lendingar gangast varla fyrir þvingunarráðstöfunum, nema Frakkar styðji þær. En Frakkar hika stöðugt við að styggja Mussolini. „Við óskum sam- vinnu við England án þess að hætta samvinnu við ítali“, skrif- íþróttanámsskeið á Reykjanesskóla Undanfarin ár hefir af og til verið relrin íþróttastarfsemi í Reykjanési, og nú síðustu árin með föstu skipulagi. Til þeirrar starfsemi var bygð sundlaug, heimavistarskálar fyrir 40 manns og húningsklefar við laugina. — Norður-ísafjarðarsýsla og Kaup- staður Ijetu gera þessi mannvirki og hafa veitt styrki til íþrótta- námskeiðanna, og ýmist rekið þau eða aðrir í umboði þeirra. Að þessu sinni tók Réykjanes- skólinn námskeiðið að sjer, eftir tilmælum fyrnefndra aðila, gegn því að njóta þeirra styrkja, sem veittir voru á þessu ári, frá sýsl- unni, ltr. 300. 00, ísafjarðarbæ kr. 500.00 og þess ríkisstyrks sem veittur yrði til starfseminnar. Námskeiðið stóð yfir frá 22. júní til 21. júlí s. 1. Þátttakendur voru alls 57, flest börn frá 7—15 ára. Kent var sund tvisvar á dag, hverjum floklri. Stúlkum var kend leiltfimi og vildvakar, drengjum glíma. Iíandbolti og fótbolti iðk- aðir. Plöntum var lítilsháttar safnað og þær nafngreindar- Skólastofur höfðu nemendur til lesturs, brjefaskrifta, söngs og skemtana sinna á laugardags- kvöldum. Kennarar voru þeir Jakob Jóns son, íþróttakennari og Eiríkur Stefánsson, kennari Reykjanes- skólans. Ráðskonan var ungfrú Guði'ún Halldórsdóttir frá Arn- gerðareyri og aðstoðarstúlka, Kar- en Jóhannsdóttir frá Skjaldfönn. Á laugardögum var sundlaugin hreinsuð. Þá unnu nemendur að stjettargerð umhverfis laugina, og sýndu við þau störf sín sama áliuga og annað nám sitt hjer. Heilsufar var allgott, að undan- teknu einu skarlatssóttartilfelli, var skólinn í sóttkví um vikutímc. Kikhósti var í nokkrum börnum, en liamlaði engum frá námi. — Nemendur voru flestir frá ísa- firði og Hnífsdal, nokkrir úr sveit- um sýslunnar og tvær stúlkur frá Reykjavík. Helstu umbætur, sem gera þarf svo auðveldara sje um allan rekstur hjer er: Koma upp steypiböðum í sambandi við laug- ina, útbúnaði til þess að dæla sjo í laugina, byggja bryggjur og gera vegi, en síðast og ekki síst að ltoma upp íþróttavelli. Að þessum endurbótum þurfa ailir aðilar að vinna saman, enda myndi öU starf semin hjer njóta þeirra. 21. júlí s. 1. var íþróttanám- skeiðinu slitið með hjeraðsmóti. Skólastjóri setti mótið, stúlkur sýndu fimleika og vikivaka, dreng ir glímu — síðan fór fram sund- sýning. Að því loknu skemti fólk sjer við sund og dans, en lang- samlega flestir tóku laugina fram yfir danspallinn og var það á- nægjulegt, að dansinum ólöstuð- um. Reglusemi og háttprýði fólks- ins setti skemtilegan og virðuleg- an blæ á mótið. Veður var hið fegursta. Aðalsteinn Eiríksson. aði franskt blað nýlega. En annað mál er það, hve lengi Frökkum tekst að synda á milli skers og báru. Khöfn í ág. 1935. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.