Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þrjú herbergi og eldhús laus til íbúðar 1. október, í góðu húsi, á besta stað í Hafnar- firði. Upplýsingar hjá Jóni ■Gíslasyni, sími 9165. SiCJíytHtingae Smábarnakensla eins og að undanförnu. Sími 3664. Laugardaginn 7. sept. 1935* Hár. Leikstjórinn: Við getnm ekki ,sýnt „Othello“ í kvöld, við eig- um engan svartan andlitsfarða. Framkvæmdastj.: Eigum við gulan farða. Hraðpressan, Laugavegi 49, Hreinsar og pressar. Sími 1379' Hefi altaf fyrirliggjandi hár við _ Já> nóg af honum Vandlátar húsmæður skifta við Nýju Fiskbúðina, Laufás- veg 37. Sími 4052. Munið Smurðs Brauðs Búðina, Laugaveg 34. Sími 3544. —mmam—ai m — ■ mrnmrnmmm Stúlka, vön hússtjórn, óskar eftir ráðskonustöðu 1. október. Upplýsingar veitir Helga Jónas- ardóttir, afgr. Morgunblaðsins. íslenskan búning. Verð við altra hæfi. Versl. GoðafossJ Laugaveg 5. Sími 3436. j Biðjið ui Þá sýnum við „Mikadoinn“. — í gær sagði Páll við mig, að jeg væri sú yndislegasta stúlka, (sem hann hefði sjeð. — Það sagði hann við mig í Hann: Viljið þjer giftast mjer? Hún: Þjer verðið fyrst að spyrja D) INferriHm & ©lseini (( | Nýveiddir | ódýr húsgögn til sölu. Göm- fyrra. ul tekin í skiftum. — Hverfis- — Jeg veit það. En þetta segi mömmu. götu 50. Húsgagnaviðgerðar- jeg til að sýna þjer það, hvað , Hann: Jeg er búinn að því stofan. smekkur hans hefir batnað. . en hún vildi mig ekki. Xil Akureyrar. Á tveimur dögum: Alla þriðjudaga, fimtudaga og laugardag&, Á einum degi: Hraðferð um Borgarnes, alla þriðjudaga o®: föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð Islands. — Sími 1540. BifreiQastöH Akureyrav. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FMGBSN FRA TOBOLSK. 36. Landslagið var autt og eyðilegt, skuggalegir skógar lágu sitt hvorum megin, og næstum geig- vænleg kyrð, er aðeins var rofin, er vindurinn þaut í trjátoppunum, hvíldi yfir öllu. Tunglið var ekki enn komið upp, og stjörnuskinið gaf aðeins daufa birtu. Þeir höfðu verið svo hepnir að engin mann- eskja hafði orðið á leið þeirra, síðan þeir fóru frá Tobolsk. Eina þorpið sem þeir fóru um var sem útdautt, — þaklaus hús, rústir og brunatóftir — sorglegar menjar um hina skæðu bardaga stjórn- arbyltingarinnar, sem geysaði eins og eldur í sinu um gjörvalt Rússland. Þeir ákváðu að halda viðstöðulaust áfram alla nóttina, en hlífa hestunum þó eftir mætti. Nú var fangi þeirra farinn að sýna á sjer lífsmark og stynja, en þeir bundu hann þá á höndum og fótum og komu honum aftur fyrir í sleðanum. Rex fór í stígvjel hans og tók við taumunum, en hertoginn og Simon skriðu undir húðfeldinn og reyndu að fá sjer blund. Er þeir voru komnir út úr dimmu skógarþykn- inu, út á opnar sljettur, herti Rex á ferðinni, því að vegurinn var stöðugt sljettur og góður. Snemma um morguninn komu þeir til smábæj- arins Uvatsk. Til allrar hamingju voru allir þar enn í fasta svefni. de Richleau hafði þegar á fyrri ferð þeirra tekið bjöllurnar af aktýjunum, svo að ekkert heyrðist til ferða þeirra, nema hófadynur- inn í hörðum snjónum. Nokkra km. frá Uvatsk ók van Ryn sleðanum inn í fylgsni við vegarbrúnina. Þegar hann var búinn að ganga úr skugga um, að þeir sæjust ekki frá veginum, vakti hann fjelaga sína. Þeir fóru nú að matreiða. Simon og de Richleau höfðu geymt bakpokana vendilega. Og þegar að var gætt, kom í Ijós að þeir höfðu nesti til þriggja til fjögurra daga. Eftir þann tíma vonuðu þeir, að þeir væru komnir langa leið frá Tobolsk. Og að öllum líkindum gátu þeir fengið nieira nesti á hverjum afskektum bóndabæ. Með þá sjálfa voru engin vandræði. Verra var með hestana. Að vísu hafði hertoginn sjeð svo um að hauspokar þeirra væru vel fyltir daginn áður, en það gat aldrei liðið á löngu, áður en þeir yrðu nauðbeygðir til þess að kaupa meira fóður, eða stela því. Best yrði að skifta um hesta, því að ef þessir ættu að halda lengi áfram, yrðu þeir að hægja á sjer þegar fram í sækti. Þó höfðu þeir mestar áhyggjur út úr fanga sínum. Tækju þeir hann með sjer, munaði töluvert um þann mat, sem hann yrði að fá. Og þeir yrðu ávalt að hafa gætur á, að hann fyndi ekki upp á því að kalla á hjálp. Eins og nú stóð á, gátu þeir leyst af honum fjötrana, því að hann var alt of stirður til þess að hyggja á flótta. Auk þess var hann stígvjelalaus og byssulaus. Þeir voru í svo góðu fylgsni, að þeir sprettu líka af hestunum og heftu þá aðeins á framfótum. de Richleau hafði dálítið ,,Meta“-brennsluefni í bakpoka sínum og með því hituðu þeir sjer vatn í te. En meðan það var að sjóða, tók hertoginn fram landabrjef og benti þeim á hvar þeir væru. „Hjerna erum við nú, vinir mínir“, sagði hann, „miðja vegu milli Uvatsk og Romanovsk. Við höf- um farið rúmlega hundrað og fimtíu km. á fjórtán klukkustundum. Það er ekki sem verst, sjerstak- lega þar eð við gerum ekki ráð fyrir að okkar verði leitað í þessari átt. En hvað eigum við nú að gera? Það eru liðlega fimtán hundruð km. að landamærunum. Hvernig eigum við að komast alla þessa leið með stolna hesta, strokufanga og rúss- neskan dáta?“ Simon skríkti sínum venjulega hlátri. „Nú höfum við farið laglega að“. „Jæja, mjer finst við hafa farið alveg rjett að, það er enginn staður á jarðríki, sem jeg vildi frekar koma til en Romanovsk“, sagði Rex hlæj- andi. „Nú sku-lum við ekki vera með gáska, Rex‘V. sagði hertoginn. „Við megum þakka guði fyrir, ef við komumst nokkurn tíma lifandi út úr Rúss- landi“. van Ryn hristi höfuðið. „Nú er jég í essinu mínu Þið vitið ekki, hvað kom mjer til þess að fara til þessa ömurlega lands“. Víst vitum við það“, svaraði Simon óðara. „Þú. ert að leita að Shulimoff-gimsteinunum — það* sagði Jack Straw okkur!“ „Nei, gerði hann það? Hann er afbragðs maður.. Prinsinn gamli átti annars landsetur rjett við Romanovsk, um tuttugu og fimm km. hjeðan, sem við nú situm. Þar eru fjársjóðirnir, og þið getið ekki neitað, að það væri synd, að yfirgefa slík verðmæti — við skiftum á milli okkar, vinirnir!“ „Mjer þætti gaman að heyra, hvaðan þú hefir þinn fróðleik um þessa fjársjóði“, mælti hertoginn. „Segðu okkur líka frá því, þegar þú varst tekinn fastur. — Við lofum hestunum að hvíla sig á meðan“. Rex rendi niður síðasta bitanum af svínasteik- ur-„sandwich“, og hallaði sjer upp að trjábol. „Þannig vildi það nú til“, sagði hann. „Síðastlið- ið haust lagði jeg af stað til þess að athuga dá- lítið smáríkin í Suður-Ameríku. Þau eru hreint ekki svo vitlaus, þegar nánar er aðgætt, þó að manni sje kent alveg öfugt í skólanum, en það kemur ekki þessu máli við. Nú jæja, á heimleiðinni fjell jeg fyrir töfrum Vestur-Indlandseyjanna“. „Kúbu?“, spurði hertoginn. „Já, Havana". „Þar er dýrðlegt. Jeg var þar árið 1926“. „Já, það væri yndisleg borg, ef þar væri ekki jafn mikið af löndum og er. Það er eins og á sunnudegi á Coney Island". „Þú hefir líklega verið þar í nóvembermánuði“. „Kemur heim. Havana er fyrir Ameríkana eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.