Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 5
Laugardaginn 7. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ Sláturfeyfin ð Austfjðrðum. Svar til „brjefritarans á SeyðisficðiM. Fyrir skömmu skrifaði jeg leyfi veitt einum, tveimur eða greiuarkorn í Morgunblaðið um þremur kaupmönnum, auk við- sláturleyfin á Austfjörðum í fyrra baust, þar sem jeg leið- rjctti og andmælti noltkrum vill- andi og röngum atriðum í frjetta- brjefi frá Austfjörðum, sem sama blað hafði áður birt. Nú liefir Morgunblaðið aftur flutt grein •um sama efni frá þessum „brjef- ritara á Seyðisfirði“, sem enn kýs uð dylja nafn sitt undir tölu- stöfunum 7—10 (en er talinn að *vera Gísli Jónsson umboðssali). Þótt jeg bafi enga löngun td þess að þrátta við þennan g-rímu- klædda Seyðfirðing nje aðra, vil jeg þó leyfa mjer að taka fram eftirfarandi, honum og öðrum til athugunar. 1. Brjefritarinn vii'ðist í báð- um greinum sínum vera allskelk- aður út af því, að hann hefir feng- ið þá flugu í liöfuðið, að kaup- fjelögin geti fengið „skilyrðis- >laust“ leyfi tíl slátrunar, en kaup- menn verði að sæta ýmsum skil- yrðum og fái þó jafnv(í ekki leyfi. Jeg reyndi í fyrri grein minni að benda á það, að fjelögin væru á engan hátt undanþegin. skilyrð- um laganna um kjötmat o- fl. frá 19. júní 1933, en höfundurinn vill ekki láta sjer skiljast þetta og telur, að þau nái aðeins til kaup- manna. Jeg vil nú benda honum á, — aðrir þurfa þess ekki með — að ná sjer í áðurnefnd lög um kjötmat, þau eru á bls. 64 í A-deild Stjómartíðindanna frá ár- inu 1933, og ef hann les þau, mun hann sjá, að enginn munur er þar gerður kaupfjelaga og kaupmanna og öll hin sömu skilyrði sett um hús og annan útbúnað ,um mat og lænisskoðun o. s. frv., alt eftir því hvernig kjötið á að verkast og seljast. Síðan ætti hann að lesa kjötlögin — bráðab.lögin frá 9. ágúst 1934 — enn betur en hann er búinn, og gefa því sjer- staklega gætur, hvort með þeim eru nokkur lög numin úr gildi. Um þessa meinloku höf. ætti að vera óþarfi að segja fleira, þar sem enginn annar skynbær maður mun halda slíkri fjarstæðú fram, eins og hann hefir gert í þessum skrifum sínum. 2. Aðalkaflinn í grein brjefrit- arans á að vera tdraun um að sanna ályktun hans í fyrri grein- inni, þar sem hann sagði: „að bændur og aðrir fjáreigendur væru neyddir til, að fara til kaup- fjelaganna með kjöt sitt“ en jeg hefði sagt, að sannanir fyrir þessu vantaði af hans hendi, og til sönn- tinar því að þetta væri fjarstæða hjá honum gaf jeg skýrslu um veitingu sláturleyfa í umræddum landshluta, þ. e. á svæðinu frá Vopnafirði td Djúpavogs, sem bar með sjer, að fleiri lcaupmenn en kaupfjelög fengu sláturleyfi, og að á öllum slátrunarstöðunum, að Norðfirði frátöldum, þar sem ann- «rs voru fleiri en ein verslun, var komandi kaupfjelagi. Á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði var að eins ein verslun og komu þar ekki aðrir til greina en kaup- fjelögin þar. Á Norðfirði virtist ekki vera um þann sláturfjár- fjölda að ræða, að ástæða væri til að dreifa slátruninni á margar hendur. Þessa skýrslu mína hef- ir enginn rengt enda er hún rjett í öllum atriðum, en þessi brjefrit- ari reynir hinsvegar að læða því inn lijá mönnum, að jeg liafi skýrt rangt eða villandi frá ein- hverjum atriðum í sambandi við þetta mál, og gefur þá lielst í skyn, að kaupmenn hafi fengið svo takmörkuð sláturleyfi, að þeir liafi þess vegna ekki getað tekið á móti sláturfje eins og þeir vildu og þurftu, og þá liafi menn verið neyddir til viðskifta í kanpf jelögunum. Þó hafði jeg látið þess getið, að margir kaupmenn hefðu ekki notað nema nokkurn hluta sláturleyfisins, þ. e. fengið miklu hærri fjártölu leyfða en þeir síðan notuðu, með þessu taldi jeg nægilega gert g-rein fyrir staðleysum brjefritar- ans, en til þess nú, að hann sjái svart á hvítu, hvernig sláturleyfi kaupmanna voru notuð, tilfæri jeg eftirfarandi skýrslu: að engin kaupmannsverslun á Seyðisfirði hafði sent um- sókn um sláturleyfi áður en umsólmarfrestur var liðinn. að Kauþfjelag Austfjarða eitt fekk leyfi í byrjuninni og átti fullan rjett á því, vegna ákvæða kjötlaganna, vegna aðstöðu til slátrunar og vegna þess, að enginn annar liafði sent umsókn á rjettum tíma. að Verslun Jóns Stefánssonar sendir fyrst umsókn 9. sept., eða hálfum mánuði seinna en átti að vera. Verslunin Dröfn og Verslun Gísla Gíslasonar sækja fyrst 21. sept; eða nærri einum mánuði síðar en tilskilið var og gerðu þess enga grein við fyrstu umsókn, hvort þær hefðu tilskilinn út búnað, hús o. s- frv. til þess að slátra í, en þær upplýsing- ar komu fyrst frá Dröfn, 23. sept. og G. G. ekki fyrri en 5. okt. og hafði þó verið beðið um þær frá Kjötverð lagsnefnd og þeim eru veitt' leyfin þannig: J. St. og G. G. 5. okt- en Dröfn 27. sept. og fyrir þeirri tölu alls sem áður greinir. að nefndin reyndi að taka til greina allar sanngjarnar ósk- ir, sem komu fram, bæði gagn vart slátrun á Seyðisfirði og annars staðar, og að þær mjög fáu ltvartanir, sem fram hafa komið út af starfi nefnd- arinnar, eru full sönnun þess, að framkvæmdir hafi tekist sæmilega yfirleitt. Nefndin auglýsti jafnskjótt og Veitt sláturleyfi. Slátrað. Verslun G. Kristjánssonar, Vopnafirði Gunnl. Sigvaldason sama stað Verslun Dröfn, Seyðisfriði Gísli Gíslason, sama stað Jón Stefánsson, sama stað Markús Jensen, Eskifirði Kristinn Magnússon, Rcyðarfirði Þ. Sölvason & Co., sama stað Thúlin Johansen, sama stað Marteinn Þorstenisson & Co., Fáskrúðsfirði Kristinn Bjarnason, sama stað Páll Benjamínsson ,sama stað C- Bender, Djúpavogi Sig. Þorsteinsson, Ekkjufelli Pöntunarfjel. Borgarfjarðar (Jón. Stef.) 1200 150 500 300 400 2200 1600 900 2000 2000 600 300 400 300 1500 221 147 370 281 388 1882 1385 779 1395 1559 543 181 238 215 740 Tölur þessar um slátrunina hef- ir núverandi formaður Kjötverð- lagsnefndarinnar gefið mjer og vænti jeg, að þær verði ekki vje- fengdar. Það skal einnig fram tekið, að auk þeirra sláturleyfa, sem að of- an greinir fjekk trúnaðarmaður nefndarinnar á Seyðisfirði heim- ild til þess að veita einstökum sláturleyfishöfum þar aukaleyfi, eftir því, sem nauðsyn bæri til, ef ekki væri unt að leita sam- þykkis nefndarinnar nógu fljótt vegna símslita eða annara á- stæðna. Brjefritarinn gefur í skyn, að sláturleyfi kaupmanna hafi verið veitt of seint og því ekki komið kíin var tekin til starfa, að um- sóknir um sláturleyfi yrðu að sendast fyrir tiltekinn tíma, og þó að einhverjir hafi ekki tekið þetta til greina og dregið a senda þær, er ekki sanngjarnt af brjefritaranum að áfellast nefnd- ina fyrir það. Það er dálítið óskammfeilið af þessum brjefritara, að ásaka nefndina fyrir hlutdrægni um leyfisveitingar, þegar hann og aðr- ir vita, að um 70 kaupm. verslanir fá sláturleyfi, en aðeins 50 sam- vinnufjelög, og þegar það jafn- framt er margsinnis upplýst, í allar þessar kaupm. verslanir fá ekki til slátrunar nema rúmlega einn sjötta hluta alls sláturfjár- að fullu gagni, og sakar nefndina _ ins, þrátt fyrir það, að sláturieyfi þeirra voru svo rúm, að þeir ekki notuðu þau nema að nokkru leyti. Kaupmennirnir hafa ekki yfir neinu að kvarta í þessu efni, og gera líka mjög lítið að því, en það eru aðeins örfáir einstakir um seinlæti um úthlutun slátur- leyfa. Út af því vil jeg taka fram: að engum var veitt sláturleyfi, nema sótt væri um það til nefndarinnar. menn, sem finna köllun hjá sjer til kveinstafa fyrir þeirra hönd en sem betur fer alveg að ástæðu- lausu. Kaupmennirnir hafa vissu- lega fengið sinn mæli ekki að eins fullan heldur fleytifullan, það má með sanni segja, að þeir hafi ekki torgað því, sem þeim hefir verið skamtað. Hlutur kaup- manna hefir af nefndarinnar hálfu, verið gerður stærri en þeir hafa kært sig um í framkvæmd- inni, og ætti málsvari þeirra að veta þakklátur fyrir það, en ekki að vera með óþarfa ásakanir og ýfingar að ástæðulausu fyrir það, sem skjólstæðingum hans er vel gert. 3. Brjefritarinn var í fyrri grein sinni að átelja nefndina fyr- ir að veita illa stæðum kaupfjelög- um sláturleyfi, og vildi ætlast tih að hún kynti sjer liag þeirra áður en benti þá ekki á hvert hún ætti að leita fræðshinnar, í seinni grein hans kemur fram, að hann liafi ætlast til að Samb. ísl. samv.fjel. gæfi upplýsingar um þetta. Það er að vísu gott að fá í hendur góðar ávísanir sem inn- stæður eru fyrir, en mjer leikur grunur á því, að innlegg hans hjá Sambandinu sje tæplega svo mik- ið, að liann liafi á nokkuð að vísa þar, það kann nú að hafa verið vel hugsað að vara við illa stæð- um kaupfjelögum, en fyrir sam- ræmis sakir og til þess að unt sje að skoða aðvörun hans ann- að en markleysu, hefði hann átt að vara nefndina við illa stæðum kaupmönnum líka en það gerði höf. ekki. Var það af hlutdrægni, að hann ekki gerði það eða telur hann, að allar kaupmanna versl- anir sjeu slíkt hellubjarg fjár- hagslega, að þær geti .ekki bifast, og því óþarft að vara við hætt- um þar? Viðvíkjandi ógreiddu andvirði sláturfjár hjá kaupfjel. get jeg engar upplýsingar gefið höf., en mjer þæti ekki ósennilegt að finna mætti þá kaupmanna versl- un, sem ekki hefði að fullu lok- ið greiðslum á samskonar inneign- um frá ’síðásta hausti, eða máske síðustu haustum, ef athugun væri um það gerð. Og mundi ekki brjefritarinn vita um fleiri versl- anir en Kf. Eslrifj. og hitt kaup- fjel. „austur þar“, sem hann nafn- greinir ekki, sem átt, hafa og eiga nokkuð erfitt fjárhagslega? Hlutdrægnin er væntanlega ekki ennþá á ferðinni hjá greinarhöf. samfara óskammfeilni ? Eins og jeg mintist á í grein öiinni um daginn, tel jeg, að hag- ur fæstra verslana — kaupmanna og kaupfjelaga — sje þannig, að ástæða sje til fyrir hvom aðilann sem er, eða talsmenn þeirra að setja sig á háan hest hroka eða stærilætis, að því er við kemur fjárhagslegri afkomu þeirra, og jeg held, að hvoragur aðili geri sjer neinn heiður með því að þylja bæn fariseans á strætum og gatnamótum. Mundi ekki vera rjettast að gera þessum aðilum jafnhátt undir höfði um fjár- hagslega afkomu, hún er misjöfn hjá báðum og velgengni fallvölt, enda munu hvorirtveggja þurfa fullrar gætni og fyrirhyggju til þess að verjast þeim erfiðleikum, sem nú eru, hvað þá ef þeir kynntf að aukast. Brjefritarinn þarf ekki að fræða mig um þann þátt „verslunarmát- ans hjer austanlands" sem jeg drap á í grein minni þar sem jeg sagði, að meginhluti allra slátux- fjárafurða hjá bændum, færi til greiðslu úttektar — peninga og vara — sem búið væri að gera fyrir sláturtíð, mjer er vel kunn- ugt, að þetta hafi verið og er Jiannig, ekki einungis austan- lands, heldur og um alt land, kaupmannaverslanir ekki undan- teknar. Hinu neita jeg ekki og hefi ekki neitað, að oftast eru' einhverji’r einstaklingar ,sem ekki era búnir að taka út á innleggið fyrirfram, en það ósannar á eng- an hátt orð mín sem að ofan era (ilfærð um meginhluta sláturfjár- afurðanna, enda á vitund flestra skynbærra manna að svo sje. Þótt eitthvað fleira, sem höf. minnist á, sje athugavert og þurfi leiðrjettingar; skal hjer staðar numið, en vil þó að lokum láta þess getið ,að þó einhverjir gall- ar sjeu eða hafi verið um fram-^ kvæmd kjötlaganna að undan- förnu, þá eru þeir síst meiri en vænta mátti, þar sem alla reynslu skorti um það hversu haganleg- ast væri liáttað skipulagningu kjötsölunnar innanlands, og engiu gögn voru td um það hvað vænta mætti mikillar sölu, hvorki heild- arlega nje á hinum einstöku markaðsstöðum innanlands. Engar skýrslur voru til um það hve mikd framleiðslan var alls, sú er til sölu kemur, nje heldur liversu mikið var af hverri tegund kjötsins í fram. Nenfdin varð að mestu að ætlast á um það hvað ætla mætti innanlandsmark- aðnum, og haga veitingu sölu- leyfa að mestu eftir hugboði. Auk þess var slátrun þegar byrjuð á ýmsum stöðum á landinu þegar nefndin tók til starfa og aðeins einn mánuður fram að byrjun að- alslátrunar. Á þeim skamma tíma varð nefndin að hafa gert sjer grein fyrir hvað miklu innanlands- markaðurinn tæki við, vera búin að veita eða synja um sláturleyfi, íitvega sjer trúnaðarmenn á hverjum slátrunarstað, kynna sjer aðstöðu um sláturhúsin um alt land, gera ákvarðanir um verð- lagið á hverri tegund kjötsins, og var það alls ekki vandalaust eins og á stóð og gat haft hinar af- drifaríkustu afleiðingar hversu tækist til um það, ekki einungis fyrir þá sláturtíð sem í hönd fór, heldur miklu lengur. Nefndin átti líka að ákveða verðjöfnun- argjaldið og sjá um að það yrði innheimt reglulega og án tafar og þó sem kostnaðarminst. Þessi atriði öll þurftu skjótrar úriausn- ar og haganlegrar en orkaði mjög tvímæhs hversu með ætti að fara í ýmsum atriðum. Horaafirði, 30. ágúst 1935. Jón ívarsson. Korain heim. Steinunn Guðmundsdóttir. (Nuddlækningastofan Ingólfsstræti 19).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.