Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.1935, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 7. sept. 1935* Nýslátrað dilkakjöf, lifur og svið kaupa allir í sunnudags> matinn í rerslun- um okkar. Ennfremur uý- slátrað naufakjöt og allskonar grænmeti. Kjðt&Fiskmetisgerðin Grettisgötu 64. i Yerkamannabústöðunum. Reykhúsið, Fiðla, (600 kr. virði) til sölu, afar ódýrt. — Uppl. gefur ívar Þórarinsson. Tryggvagötu 6. m.s. Eldboro fer til Snæfellsness og Breiða fjarðar, miðvikud. 11. þ. m Flutningi veitt móttaka þriðjudaginn 10. þ. m. . Afgreiðsla Laxfoss, Nýr lax Nýtt Hvammstanga dilka- kjöt og nýreykt hangikjöt, soðið og ósoðið. Kjötbúð Reykjavíkur •Vesturgötu 16. Sími 4769. Nýff dilkakjöt, Svið, Hjörtu, Lifur, Islensk- ar kartöflur, Gulrófur, Hvít- kál, Agúrkur, Púrrur, Rauð- kál, Selleri. Ekki að gleyma okkar við- urkendu salötum, ítalskt- og ávaxtasalöt. Milnersbúð, Laugaveg 48. Sími 1505. Fráfall Astrid Belgadrotningar. Astrid drotning' á líkbörunum í konungshöllinni í Bryssel. Frá hinu sviplega fráfalli Astrid ar drotningar hefir verið skýrt ítarlega hjer í blaðinu. Það mátti heita að öll Evrópa syrgði hina. vinsælu drotningu, sem talin var ein fegursta drotn- ing í álfunni. Umhyggjusöm móðir. Frá því hefir verið skýrt að hún sá sjálf um uppeldi barna sinna. Þótti það í frásögu færandi, því venjulega hafa drotningar sjer- stakar bamfóstrur til þess. Árið 1924, tveim árum áður en. hún giftist var hún á barnahjúkr- unarnámskeiði í Svíþjóð. Forstöðukona námskeiðsins lýs- ir umhyggju drotningarinnar fyrir börnunum með þessum orðum: „Hún var einstök í sinni röð sem barnfóstra. Það mátti heita að hún grjeti, ef barnið sem hún átti að gæta tók ekki venjulegum framfömm vikulega. Já hún elsk- aði að gæta bama, og vinnu sinnar gekk hún ótrauð til. Hún þvoði rýjnr, borðbúnað, mjólkurpela og gólf með skyldu- rækni og nákvæmni. Við eigum góðar minningar nm hana hjer á barnahælinu- Hin hamingjusama fjöl- skylda í Stoewenberg. Hin sænska prinsessa, Astrid, ’ varð brátt vinsæl eftir að hún! fluttist til Belgíu. Fyrst eftir hjónabandið bjuggu þau hjónin í höllinni Stowenberg rjett hjá Briissel. Belgiska ríkið átti höll þessa og hún liggur rjett hjá sumarhöll konungsins. í þessari höll dvaldi Astrid lengst af á meðan hún var krón- prinsessa Belgíu. Þar lifðu þau hjjónin í ró og næði fyrstu árin eftir hjúskapinn, þangað komu nánustu vinir og vandamenn í heimsókn, og heimil- islífið bar engan vott um hirð- líf. Það era ekki nema 18 mánuðir síðan Belgía misti konung sinn á vofleiflegan hátt, og nú heimsótti sorgin þetta land að nýju með sviplegum hætti. Astrid Belgadrotning með tvö elstu börn sín. Baudouin ríkiserfingja og Josephine Charlotte prinsessu. Astrid drotning . j Leopold konungur. Nýr lax. Nýr Silungur, Nýtt Dilkakjöt, Nýtt Alikálfakjöt, Nýtt Grænmeti. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575* Nýslátrað dilkakjöt, Sviðin svið, lifur og hjörtu* Fyrsta flokks gulrófur og m. fl. , Verslun Sveins Jóhannssonar. Bergstaðastr. 15. Sími 2091» Reykt dilkalæri. Tómatar og nýtt grænmeti. Verslunin Kjöf & Fiskur Símar: 3828 og 4764. Spikfeitt kjöt af fullorðnu á 55 aura og 65 aura % kg. Saltkjöt, Hangi- kjöt af Hólsfjöllum. Nýjar kartöflur, lækkað verð. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. Hreflnar Ijereftstuskur kaupir ísafoldarprentsmiðja. Gagnkvæm tortryggni. Eftirfarandi smásaga er frá litlu hollensku þorpi, þar sem menn voru frekar tortryggnir í hvers annars garð og þó sjerstak- lega lyfsalinn og veiðafærasalinn. Dag nokkurn sendi veiðafæra- salinn sendisvein sinn til lyf- salans til að kaupa rottueitur. Lyfsalinn vildi ekki láta það af hendi án lyfseðils, því hann sagð- ist ekki vita hvort veiðafærasal- inn notaði rottueitrið handa rott- unum eða til einhvers verra. Nokkrir dagar liðu og þá þurfti lyfsalinn að nota flagglínu. Hann sendi nú sendisvein sinn til veiða- færasalans. Heilsaðu húsbónda þínum frá mjer drengur minn, sagði veiða- færasalinn og segðn honum að jeg þori ekki að láta línuna af hendi an meðmæla, því jeg viti ekki nema hann ætli að hengja sig í henni. Sama kvöld fekk veiðafæra- salinn rottueitrið og lyfsalinn flagglínuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.