Morgunblaðið - 15.09.1935, Blaðsíða 2
wnpoTTvnr tnm
Sunnudaginn 15. sept. 1935.
2
ftMi ---------
Út«:ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltatjörar; Jðn KJartanasoa,
Valtýr StefAnaaon.
Rltatjörn og afgrelBala:
Anatnrstrætl 8. — Slmi l<Ot.
Auglýaln gafltjðrí: B. Hafberg.
Aaslýalngaskrtfatofa:
Austurstrætl 17. — Simi 8700.
Heimaatmar:
Jön KJartanaaon, nr. 8742.
Valtýr Stefánason, nr. 4220.
Árnl 6la, nr. 3046.
B. Hafberg, nr. 8770.
Áskrlftagjald: kr. 3.00 á mánuBi.
I iauaaaölu: 10 aura elntaklB.
20 anra me8 Lesbök.
Fyrsta kveðjan.
MorgunblaSið gat þess í gær, að
fyrir bæjarráðsfundi á föstudag
hafi legið brjef frá Haraldi Guð-
mundssyni atvinnumálaráðherra,
þar sem ráðherra tilkynnir, að
stjórnin neiti að greiða Reykja-
víkurbæ þær 30 þús. krónur, sem
á vantar til þess að ríkissjóður
beri þriðjjung atvinnubótakostn-
aðar síðasta árs, eins og ráð var
fyrir geyt og fjárlög mæla fyrir.
Þetta er fyrsta kveðjan, sem
atvinnulausir verkamenn í Reykja-
vík fá frá „stjórn hinna vinn-
andi stjetta“> eftir að þeir koma
heim tóinhentir og allslausir, eft-
ir sumarið. ,
Einhverntíma hefði Alþýðublaðið
sent frá sjer gusu tii þess at-
vinnumálaráðherra qg , þeirrar
'Stjórnar, sem slíka kveðju sendi
áðþrengdum veíkalýðnum.
En nú ber svo einkeúnilega við,
að Alþýðublaðið minnist ekki með
einu einasta orði á þessa vmar-
kveðju.J'rá „stjórn hinna \-innandi
stjetta“ til verkalýðsins í Reykja-
vík.
Svo aumleg og ódrengileg er
framkoma Alþýðublaðsins, að það
er að skora á verkalýðinn að
jfyjgja fast fram „auknum kröf-
um“ til bæjarstjómar, um at-
•vinnubætur hjer í bænum, vel vit-
andi það, að þessi fyrsta kveðja
ríkisst j órnarin nar hlýtur að
draga . úr getu bæjarsjóðs í þess-
um efnum.
Væri ekki nær fyrir hræsnara
þá, sem Alþýðublaðið rita, að
safna verkalýðnum um þá kröfu
til atvinnumálaráðherrans í „stjórn
hinna vinnandi stjetta“, að hann
svíki ekki verkamenn bæjarins um
það fje, sem ríkinu ber að leggja
fram til atvinnubóta, til móts við
Reykjavíkurbæ 1
Vissulega sýndu skriffinnar Al-
þýðublaðsins meiri drengskap, ef
þeir beittu sjer fyrir þessu. En
til þess vantar þá allan manndóm.
Og sannið þið til, verkamenn
hjer í Reykjavík, það verður á-
reiðanlega ekki langt að bíða
þess, að Alþýðublaðið, sem þykist
vera sjálfkjörinn málsvari ykkar,
fer að verja af alefli þetta verk
Haralds Guðmundssonar!
Nema það taki þann kostinn að
þegja -— og skammist sín!
Eimskip. Gullfoss kom til
Reykjavíkur frá útlöndum kl. 10
í gærmorgun. Goðafoss fór frá
Hamborg í gær á leið til Hull.
Dettifoss var á Akureyri í gær.
Brúarfoss fór frá Leith í gærdag
‘á leið til Kaupmannahafnar. Lag-
arfoss kom til Kaupmannahaföar
í gær. Selfoss er á leið til útlanda.
FriOarvonir kvikna f Genf
Ef Mussollni mýkist þegar
Frakkar og Bretar standa
sameinaðir.
■, n ■■ Sfp ; ...
Verður honum sent nýtt sáttatilboð?
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Mjög eru Bretar ánægðir með ræðu Lavals,
þá er hann hjelt í Genf í gær, því þannig er á
ræðuna litið, að hún gefi það fyllilega til kynna,
að Frakkar muni taka f>átt í refsingum á hendur
Itölum ef til kemur.
En þess ber þó að gæta, að
Laval sneyddi gersamlega hjá
því að minnast einu orði bein-
línis á refsiákvæði Þjóðabanda-
lagsins.
Laval sagði að vísu, að
Frakkar myndu styðja Breta í
viðleitni þeirra til styrktar
bandalaginu.
En hann Ijet líka svo um
mælt, að þá yrðu menn að
ganga að því vísu, að samvinna
Breta og Frakka yrði eindregin
gagnvart hvaða þjóð, sem væri,
og hvað sem fyrir kæmi.
Ræða Lavals leiddi það í
Ijós, svo og annað, sem
fram hefir farið í Genf
undanfarná daga, að mið-
stöð Evrópumála er í
Þjóðabandalaginu. Þar eru
markaðar stefnurnar í öll-
um mikilsverðum málum
álfunnar.
Meðan Laval flutti ræðu sína,
sat Aloisi bárón fulltrúi Itala
þögull og hugsi. Enginn gat á
honum sjeð, hvort honum lík-
aði miður. Nema þegar að því
kom í ræðu Lavals, að sýnt var,
að ítalir stæðu einir síns liðs.
Þá skifti hann litum.
Eftir ræðu Lavals hafa kvikn-
að vonir í Genf um það, að
betur kunni að rætast úr Abyss-
iníumálum, en áhorfðist í bili.
Menn gera ráð fyrir, að
þegar Mussolini sjer, að
Frakkar og Bretar standa
t sameinaðir gegn honum,
þá kunni svo að fara, að
hann verði sáttfúsari.
Minst hefir verið á,
hvort nokkur leið væri
til þess að gera Musso-
lini enn nýtt sáttatilboð.
Páll.
Allir með Þjóðabanda-
laglnu, segir Mussolini,
og friði ■ Evrópu.
En i Afríku fer feu' minu fram.
London 14. sept. FÚ.
Mussolini hjelt ráðherrafund
með ráðherrunum í stjórn Ital-
íu í dag. Fundurinn var hald-
inn í Róm.
Opinberleg tilkynning var
gefin út að fundinum loknum
og segir í henni, að Mussolini
hafi gefið ráðherrunum ítar-
legt yfirlit um vígbúnað Italíu
og hemaðarlega aðstöðu, eins
og nú stæðu sakir. Ennfremur
benti hann á þær breytingar,
sem orðið hefðu á hermálum
Italíu frá því að fundurinn í
Bolzano var haldinn.
Mussolini útskýrði það fyrir
ráðherrunum, að frá hernaðar-
legu sjónarmiði væri nú lagt
meira kapp á allan viðbúnað í
Austur-Afríku nýlendunum
vegna yfirvofandi árása frá
herliði Abyssiníumanna, sem
þegar væri komið á stað.
Ennfremur fullyrti hann, að
verið væri að efla bæði herlið
og fluglið í Libyu.
Mussolini.
Þá sagði Mussolini, að víg-
búnaður Italíu væri svo öflug-
ur, að hún væri fær um að
mæta hernaði og hernaðarhót-
unum úr hvaða átt, sem þær
kæmu. Nú væri verið að efla
bæði landher, lofther og flug-
Framhaid á bls. 6.
Goebbels tekur í lurginn
á kommúnistum.
♦
Ráðstjórnin rússneska glæpa-
mannasamkunda,
sem þjóðir Vestur-Evrópu verða
að halda í skefjum.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Á þingi Nasistaflokksins í Núrnberg, gerði
Goebbels útbreiðslumálaráðherra harða hríð að
kommúnistum, og fletti ofan af verknaði þeirra
fyr og síðar. Lýsti hann m. a. glæpaverkum
ýmsra helstu forvígismanna rússnesku kommún-
istanna og sagði, að ráðstjórnin rússneska væri
sokkin í fen glæpa og hermdarverka.
Goebbels.
ferðinni, og hvers er að vænta
af kommúnismanum.
Þetta er þeim mun nauðsyn-
legra, sem kommúnistar halda
uppi útbreiðslustarfsemi út um
heim, sem gefur fullkomlega
villandi hugmyndir um kom-
múnismann.
Bolsivisminn er barátta hinna
auðvirðilegustu og siðlausustu
manna, með Gyðinga í farar-
broddi, sem miðar að því, að
eyða menningu Vestur-Evrópu
þjóða.
Því næst gaf ræðumaður yf-
irlit yfir hryðjuverk kommún-
ista.
Hann sagði:
I Þýskalandi hafa þeir myrt
300 manns; í Ungverjalandi
270.
I En tvær miljónir manna
I ræðu sinni komst Goebbels drápu þeir í Rússlandi fyrstu
m. a. að orði á þessa leið: 5 árin, sem þeir voru þar við
Einræðisherra Rússlands,
Stalin, og utanríkisráðherrann
rússneski, Litvinoff, eru glöepa-
menn.
Árið 1907 stjórnaði Stalin
árás, sem gerð var með hand-
sprengjum á banka einn í
Tifiis.
En um sama leyti var Lit-
vinoff tekinn fastur fyrir að
hafa rænt peningum.
SKILNINGSLEYSI
EVRÓPUÞJÓÐA
Mentamenn Vestur-Evrópu-
þjóða hafa ekki ennþá skilið
hver hætta þjóðunum stafar af
kommúnismanum.
Stalin.
Þess vegna er það nauðsyn-
legt, að fletta ofan af mis-
gerðum kommúnista, svo menn
sjái greinilega hvað þar er á
völd.
Meðal þeirra, sem kommún-
istar drápu í Rússlandi, fram
til ársins 1930, voru 30 bisk-
upar, 1600 prestar og 7000
munkar.
Og hann hjelt áfram:
Ráðstjórnin rússneska er nú
orðin glæpamannasamkunda,
sem allar þjóðir verða að berj-
ast gegn með hnúum og hnef-
um, því stjórn þessi vinnur bein-
línis að því, að grafa undan
menningu heimsins.
Kommúnisminn er, sagði
Goebbels, stórfeld tilraun til
þess að koma hinum ariska kyn-
stofni fyrir kattarnef, og ryðja
lægstu manntegund, Gyðingum,
braut til valda í heiminum.
Páll.
Rfkisútvarpið
segir frá.
Berlín 14. sept. FÚ.
í útvarpsfrjett í gær, um
flokksþing Nasista, segir svo
um ræðu þessa:
Þá hjelt dr. Goebbels mikla
ræðu, þar sem hann gerði upp
reikningana við bolsivismann,
að því er hann sagði, og fór
um hann mörgum hörðum orð-
um. Sagði hann þar meðal ann-
ars, að bolsivisminn væri ekki
annað en stórkostleg tilraun
Gyðinga til að útrýma öllum
verðmætum þjóðum.