Morgunblaðið - 15.09.1935, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 15. sept. 1935,
MORGUNBLAÐIÐ
3
Hólmganga Linnets fógeta í Vest-
mannaeyjum fór fram í fyrradag.
Fógeti boðar til borgarafund-
ar í húsi kommúnista, en fer
hraklega sneypuför og verð-
ur til almenns athlægis.
Þeir, sem lesið hafa skrif Kr.
Linnets fógeta í Vestmannaeyj-
um, sem birst hafa í Alþýðu-
blaðinu að undanförnu, minnast
þess eflaust að mikið stóð til
hjá þessum „stóra Napóleon" í
Eyjum. (Fógetinn var tveim
sentimetrum hærri en Napoleon
mikli!)
Fógeti ljet m. a. þau boð út
ganga í skrifum sínum, að hann
mundi bráðlega boða forráða-
menn og stjórnendur Vest-
mannaeyja til „hólmgöngu-
fundar“, þar sem þeir yrðu
krafðir reikningsskapar sinna
gerða.
Forspilið.
Síðastliðinn föstudagur varð
venju fremur viðburðaríkur í
Vestmannaeyjum.
Yfirskattanefnd kaupstaðar-
ins ljek forspilið að þeim leik,
sem sýndur var í Eyjum á föstu
daginn var. Formaður yfir-
skattanefndar er Kr. Linnet fó-
geti, og meðnefndarmenn þeir
Magnús Guðmundsson, Vestur-
húsi og Halldór Guðjónsson
kennari.
Á föstudaginn ljet yfirskatta-
nefnd dreifa út um kaupstað-
inn tilkynningu til 555 útsvars-
gjaldenda í Eyjum, þar sem
þeim er tjáð, að yfirskattanefnd
hafi lækkað ústvör þeirra um
5—10—15 krónur.
Engir þessara gjaldenda
höfðu kært útsvar sitt og eng-
inn hafði kært útsvar þessara
manna á þann hátt, að bera sig
saman við þá.
En tilkynning yfirskatta-
nefndar hafði fleira að geyma
en þetta.
Þar var einnig boðskapur til
fjölda gjaldenda, sem tjáð var,
að þeir fengju margfalda hækk-
un sinna útsvara.
Yfirskattanefnd hefir m. ö. o.
umturnað allri niðurjöfnun út-
svaranna, sem niður jöfnunar-
nefnd hafði gert.
Niðurjöfnunarnefnd lauk sín-
um störfum s. 1. vor, en það
er fyrst nú, að yfirskattanefnd
framkvæmir þessar gerbreyt-
ingar og eftir að allir kæru-
frestir eru löngu liðnir!
Auðvitað eru þessi vinnu-
brögð yfirskattanefndar lög-
leysa frá rótum.
* Yfirskattanefnd ber fyrir sig,
að hún hafi samið sjer nýjar
reglur og alt aðrar en niður-
jöfnunarnefnd hafði notað. Scg
ist yfirskattanefnd hafa notað
reglur niðurjöfnunarnefndar
Reykjavíkur, margfaldaða með
þremur.
En það einkennilega kom í
ljós, að þessar nýju reglur urðu
til að lækka útsvar allra nefnd-
armanna í yf irskattanefnd!
Má segja, að þetta sjeu hygg-
indi sem í hag koma!
Þ&tta var forleikurinn að
hólmgöngu fógetans.
Hólmgangan.
Þessum forleik fylgdi svo
hólmganga Linnets fógeta.
Hann boðaði til almenns borg
arafundar í húsi kommúnista á
föstudagskvöld „til þess að
ræða bæjarmál“, eins og stóð í
fundarboðinu.
Fundurinn varð mjög fjöl-
mennur, eða um 500 manns, og
stóð fram á nótt.
Fógeti hóf umræður á fund-
inum og stóð mikið til. Nú ætl-
aði hann að stækka, a. m. k. í
áliti fólksins.
En þetta fór mjög á annan
veg.
Þegar fógeti hafi lokið frum-
ræðu sinni, töluðu þeir hver af
öðrum, Jóh. Gunnar Ólafsson
bæjarstj. og bæjarfulltrúarnir,
Jóh. Þ. Jósefsson, Ólafur Auð-
unnsson og Páll Eyjólfsson svo
og fátækrafulltrúinn Guðlaug-
ur Br. Jónsson.
Fór fógeti hina herfilegustu
hrakför í þessum umræðum,
minkaði jafnt og þjett, uns
hann varð að engu.
Halldór Guðjónsson kennari
reyndi að hjálpa fógeta, en
jafnvel hann neyddist til að
gefa þá yfirlýsingu í áheyrn
fundarins, að það sem fógeti
hefði sagt um greiðslur bæjar-
ins undanfarin ár væri ekki
nema Víá sannleikur. Halldór
lýsti því einnig yfir, að hvorki
hann nje samverkamaður hans
í yfirskattanefnd, Magnús Guð-
mundsson, Vesturhúsi, vildu
neina lagalega ábyrgð bera á
hinni nýju útsvarsálagningu yf-
irskattanefndar. Þá ábyrgð yrði
: fógeti einn að bera.
Fógeti gaf á fundinum merki
1 lega yfirlýsingu um það, hvað
(hefði komið honum til að um-
turna niðurjöfnun útsvaranna.
Fógeti sagði, að fyrir tveim-
ur árum hefði hann skrifað rík-
isskattanefnd og gert tillögu
um, hvernig jafna ætti niður
jútsvörum og óskað svars nefnd-
arinnar.
En ríkisskattanefnd hafði
stungið tilllögu fógeta undir
stól og ekki virt hann svars.
Nú ætlaði fógeti að knýja
ríkisskattanefnd til að svara,
því nú hefði hann framkvæmt
tillöguna í embættisnafni!
Kommúnistar
koma til hólm-
göngunnar.
Þegar mjög var liðið á fund-
inn og kommúnistar sáu að fó-
geti var altaf að minka, fóru
þeir að bera fram tillögur um
landsmál.
Þeir báru fram tillögu um
verðjöfnunarsjóð og um „land-
ráðasamninginn“' við Þýska-
land; en tillögunum var vísað
frá.
Þá komu kommúnistar með
aðrar þrjár tillögur, um bæjar-
mál.
Var ein tillagan um fátækra-
flutninga, önnur um þing-
málafund (hvenær skyldu
haldinn) og, hin þriðja um bæj-
arvinnu.
Voru um 80 manns eftir á
fundi, þegar þessar tillögur
kommúnista voru bornar upp.
Með fyrstu tillögunni greiddu
17 atkvæði, annari 12 og þriðju
20—80.
Þannig endaði þessi hólm
ganga Linnets. Fólkið kendi i
brjósti um manninn, því hann
var orðinn svo lítill.
Eftirleikurinn.
Fógeti hafði hugsað sjer, að
vinna hylli fólksins, þegar til
hólmgöngunnar kæmi, með
5—10—15 króna útsvarslækk-
uninni.
En þetta fór mjög á annan
veg.
Þessi útsvarslækkun er svo
lítil, að hún hefir enga þýðingu
fyrir fjöldann. Þarna eru t. d.
198 menn, er margir höfðu frá
200—500 kr. útsvar, sem fá 5
kr. lækkun hjá fógeta! Enn-
fremur eru þama 67 menn með
10 kr. lækkun á útsvari.
Fólkið sá og skildi strax, að
allur þessi skrípaleikur fógeta
var gerður til þess, að gera bæj-
arfjelaginu í heild bölvun.
Því að með þessu tiltæki fó-
geta, stöðvast nú allar útsvars-
greiðslur í Eyjum og af því
geta hlotist stórvandræði fyrir
kaupstaðinn.
Yfirskattanefnd, með Linnet
fógeta í broddi fylkingar, hefir
án efa farið hjer út fyrir sitt
verksvið og framið lögleysu.
Enda sjá allir, að f jármálum
bæjar- og sveitarfjelaga væri
stefnt í hið mesta óefni, ef yfir-
skattanefnd gæti, eftir dúk og
disk, — og löngu eftir að allir
kærufréstir eru útrunnir —
eyðilagt alt starf niðurjöfnunar-
nefndar og ómerkt hennar nið-
urjöfnun.
Það kemur og berlega í ljós,
að yfirskattanefnd er sjer þess
meðvitandi, að hún sje hjer að
fremja lögleysu og vitleysu, því
að í niðurlagi „rökstuðnings“
nefndarinnar fyrir breytingu
útsvaranna, segir hún, „að þar
sem breyting hennar á útsvör-
um mjög margra manna er ekki
gerð fyr en 10. þ. m.,
þá kunni að orka tvímælis
hvort lagalegt gildi slíkar
l breytingar hafi, enda þótt
ríkisskattanefnd fallist á
rjettmæti þeirra".
Á þessu er ljóst, að Kr. Linn-
et er með þessu tiltæki sínu að
gera „sprell“.
En það fer ekki vel á, að
svona „sprell“ sje gert í em-
Brelar senda
tíl Miðfarðarhafsins.
Slyrjöld virðisf óumflýjan-
leg i sepfemberlok.
Verður Egiptaland orustusvæðið?
Oslo 14. sept.
Undanfama daga hafa menn
hvarvetna biðið þess með hinni
mestu óþreyju, að eitthvað
gerðist í Genf, sem leiddi skýrt
í ljós, hvort unt mætti verða
að koma í veg fyrir styrjöld
út af Abyssiníudeilunni ,eða
ekki. En þrátt fyrir hina skýru
og einarðlegu afstöðu, sem
Bretar, Frakkar og fleiri þjóð-
ir hafa nú tekið, um að hvika
í engu frá sáttmála bandalags-
ins, er óvissa manna um hvað
nú muni gerast engu minni en
áður.
Og menn bíða þess um öll
lönd milli vonar og ótta hvað
gerast muni.
Fregnir þær, sem berast frá
Rómaborg og víðar að, benda
til þess, að undirbúningnum
undir styrjöld sje haldið áfram
í fullum krafti, og ítalir halda
herflutningunum fiil nýlendna
sinna í Afríku áfram.
Frá Rómaborg berast einnig
fregnir um það, að Bretar hafi
sent fleiri herskip og aukinn
liðsafla til flotastöðva sinna í
Miðjarðarhafi, bæði til Gibralt-
ar, Malta, Cypruseyjar og
Haifa.
Á öllum þessum stöðvum ef
alt reiðubúið til árásar eða
varnar.
Frá Addis Abeba er síma(5
til þýskrar frjettastofu, að með-
al helstu stjórnmálamanna Ab-
yssiníujsje búist við, að Italir
hefji styrjöldina í síðasta lagi
29. september, þrátt fyrjr það,
sem Þjóðabandalagið kunni að
gera, til þess að reyna að
þying^ þá til þess að hættá
við styrjaldaráformin.
Þrátt fyrir það, að Þjóðá-
bandalagið stendur nú einhugá
að því, að undanteknum ítöl-
um, að koma í veg fyrir styi*j-
öld, horfir nú svo, að til styrj-
aldar komi og að Englendingar
verði til neyddir að taka þátt
í henni.
Það er vel líklegt, ef svo
fer, að Egiptaland verði aðal-
orustuvöllurinn, en ekki Abyss-
inía.
Frá Addis Abeba er símað til
enskra blaða, að 14.000 ítalskir
hermenn í Addis Abeba sjeu
haldnir smitandi sjúkdómuni.
(NRP—FB).
Rickett í London.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Rickett, sá er gerði sjerleyfis-
samninginn við Abyssiníukeis-
ara á dögunum, er nú kominn
til London.
Stauning
lætur undan kröf-
um Færeyinga.
Stauning forsætisráðherra hef-
ir sent Samuelsen þingmanni sím-
skeyti, þar sem hann tilkynnir að
færeyska skipið „Ananá“ inuni
í'á leyfi til að nota höfnina í Tov-
kusak og senda þaðan út báta til
fiskjar.
Leyfi þetta gildir fyrst um Sinn
fyrir þessa vertíð.
(Sendiherrafr jett).
Rickett.
Hann fór mjög huldu höfði
á leiðinni, og fór alls konar
krókavegi. Kveðst hann hafa
gert það til þess að forðast
hnýsni manna og þjófa, sem
kynnu að vilja stela skjölum
hans. Páll.
bættisnafni, þegar afleiðingin
getur orðið fjárhagsleg vand-
ræði fyrir heilt bæjarfjelag.
Væntanlega grípur ríkis-
stjómin strax í taumana og af-
stýrir vandræðum, sem af hljót
ast, ef Linnet fógeti fær að
halda sínum skrípaleik áfram.
Mænusóttin.
Eilt tilfelli í gær
í Reykjavík. ,
Eitt nýtt tilfelli af mænusótt
fanst hjer í- Reykjavík i gær, að
sögn hjeraðslæknis.
Að því er landlæknir tjáði blað
inu, tclja læknar á Akureyri, að
þar hafi alls fundist 25 mænu-
sóttartilfelli, síðan veikin gerði
vart við sig þar. Þrír hafa dáið
á Akureyri úr mænusótt, en 8 eru
lamaðir eftir veikina. Hin tilfell-
in eru flest mjög væg og jafnvél
vafasamt um sum tilfellin, hvort
mænusótt hafi verið.
Á Siglufirði og ísafirði hafa
engin ný tilfelli komið fram.
Innanfjelagsmót Ármanns held-
ur áfram í dag kl. 4.