Morgunblaðið - 24.09.1935, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
‘+um&ísk
Þriðjudagiim 24. sept. 1935,
Kaldar
Á fimtugsafmæli Landsbanka Is-
lands var bankanum sýndur mikill
hlýleiki og margur vottur þakk-
lætis og virðingar.
Skeyti og blóm bárust bankan-
um hváðanæfa, og blöðin keþtust
á um að fagna þessari þjóðnytja-
stofnun. Þannig kom málgagn
kaupmanna, Verslunartíðindin, út
í stóru hefti prýddu mörgum
myndum og f jallaði eingöngu um
Landsbankann. Slíkt hið sama
var um Bankablaðið, og öll voru
Reykjavákurblöðin, með Mbl. í
fararbroddi, að mestu helguð
þjóðbankanum þennan dag, öll,
með einni undantekningu þó.
Það mun hafa vakið nokkra at-
liygli, að blað Sambands íslenskra
samvinnufjelaga, eitt allra blaða,
skyldi leiða afmæli þjóðbankans
nær alveg hjá sjer, og ekki láta
hans getið að neinu góðu, nje
senda hönum nokkurt hlýtt orð á
tyllideginum. Þetta vakti ekki
aðeins athygli, heldtir og undrun.
Ekki eihgöngú végna þess, að
Sambandið, sem alla tíð hefir not-
ið hins besta stuðníngs bankans,
og mun enn, þrátt fyrir miljóna
kreppuhjálp ríkissjóðs, skuld-
skeyttara bankanum en nokkur
annar, hefði vel mátt minnast
bankans á þessum hátíðisdegi, —
heldur einnig og fyrst og fremst
fyrir það, að til þessa hafa blöð
Tímaklíkunnar þóst þjóðleg, og
þá' 'að sjálfsögðu hlynt þessari
þjóðlegustu stofnun landsins.
En þótt nú þessi framkoma
blaðsins vekti nokkra athygli og
Undrun, munu menn hafa leitt það
hjá sjer, með þeirri hugsun, að
Sambandinu hefði láðst að skipa
fyrir, en Tíma-Gísli, sem ekki hef-
ir verslað með annað en hrossa-
kjöt og engan stuðning hlotið frá
LáhdsbankanUm til að reka sviká-
viðskifti sín við fátækar ekkjur,
hafi bara gleymt deginum, og var
hvorugt gott.
En þó var hins verra von.
Á laugardaginn birtist í sama
blaði mjög meinleg grein um
Lándsbankahn vegna afmælisfagn-
aðár þéss, er fram fór í sölum
bankans.
'Er þar dregin upp með lævísi
ljót mynd af því er fram fór.
Fyrst er sagt að það muni „hafa
verið látið berast út í einu dag-
blaðanna hjer, að bankastjórnin
yrði viðstödd í afgreiðslusalnum".
Er síðan gefið í skyn, að þeir
sem „fram hjá gengu“, hafi skot-
ist inn til að drekka, og sagt að
mjög sjeu skiftar skoðanir úm
„hvort viðkunnanlegt hafi verið
af bankastjórninni að láta fram
fara veitingar á þessum stað eins
og gert var“. Sagt er, að til sjeu
þeir, sem ekki vilji önnur afnot
kirkna en til guðsþjónustu, og
sje það þó síst verra en að gera
„afgréiðslusal þjóðbankans að
fyrirskipun um að leggja af stað.
í Svartahafsdeild rússneska flot-
ans eru 11 herskip, auk smáskipa,
og samkvæmt fregnum frá Kon-
stantinopel leggur flotinn af stað
næstu daga um Dardánellersund
til Miðjarðarhafs (NRP—PB).
kveðjur.
iðurinn og blað hans.
veitingasal“ o. s. fry. og er helst
að skilja á tóninum, að „veitingar-
salur“ eigi að tákna „drykkju-
krá“, og að þarna hafi verið öl-
æði mikið, og þjóðbankanum ver-
ið breytt í svínastíu.
Hver stendur fyrir slíkum
skrifum í blaði formanns banka-
ráðs Landsbankans, Jóns Árna-
sonar?
Það er næsta ótrúlegt að hann
geri það sjálfur.
En það er þó nærri enn ótrú-
legra a,ð strákúr, i eins og Tíma-
Gísli, sem til þessa hefir aldrei
unnið fyrir mat sínum með öðru
en því að segja það sem lionum
var sagt að segja, leyfi sjer að
svívirða þannig þá stofnun, sem
húsbóndi hans, Jón Árnason, fer
með formensku fyrir, án þess að
liafa a. m. k. borið sig saman við
Jón Árnason.
Svona lýtur þetta út í augum
ókunnugra.
En þeir, sem heimsóttu bank-
ann þennan dag, lilýddu á ræð-
ur manna, bæði Jóns Árnasonar
og annara og þágu veitingar
framreiddar af bankastjórn og
bankaráði, liljóta að hafa til-
hneygingu til að fella Jon undan
sök, þar til annað reynist, rjettara.
En þess er þá líka að vænta, að
Jón láti sjá, að Íionum falli miður
illkvitni hins siðlausa vikadrengs,
og ennfremur að hann skýri opin-
berlega frá því, að það var ekki
bankastjórnin (sem menn alment
skilja sem bankastjórarnir) sem
Ijetu „berast. út í einu dagblaði“
o. s. frv., heldtir hafði bankaráð-
ið, undir forvstu Jóns Árnason-
ar sjálfs, tekið ákvörðunina, og
tilkynt hana Frjettastofu blaða-
manna, og að þessi ákvörðun. var
m. a. tekin vegna þess, að eins og
allir vita, sem einhverja manna-
siði kunna, er alls ekki hægt, að
komast hjá slíkri móttöku a öðr-
uin eins hát.íðisdegi bankans. Stóð
móttaka þessi í tvo tíma, frá 3%
til 51/2 og komu þangað auk ýmsra
fulltrúa erlendra ríkja, margir
helstu menn úr verslunar- og at-
hafnalífinu, sem og ýmsir stjórn-
málamenn, bókmentafrömuðir og
embættismenn ríkisins, með ríkis-
stjórnina í fararbroddi-
Formanni bankaráðsins, Jóni
Árnasyni, ber skylda til að leið-
rjetta slíkar rógkendar slúður-
sögur um Landsbankann 1 hvaða
blaði sem þær liefðu birst. En
augljósust er þó sú skyldan, þeg-
ar söguburðurinn kemur fram í
hans eigin blaði, því láti Jón
Árnason þeim ómótmælt þar,
munu menn telja, að úr því sjálf-
ur formaður bankaráðsins óg hinn
eiginlegi forseti samkundunnar
sjái sjer ekki fært að mælast und-
an nje mótmæla dylgjum og á-
mælum í sínu eigin blaði, þá hafi
eitthvað stórhneykslanlegt fram
farið við móttökuna.
Bankans vegna verður Jón því
að mótmæla, auk þess sem margur
mun mæla, að Sambandið oflauni
ekki áður þeginn stuðning, þótt
það láti bankann a. m. k. hlut-
lausan á hátíðisdeginum.
Fjárseklir
fyrir að vanrœkja
að filkynna bú*
sfaðaskiffi.
Á lögregluvarðstofunni er
spjaldskrá yfir alla menn, búsetta.
hjer í bænum. Skrá þessi á að
vera svo fullkomin að hún veiti
rjettar upplýsingar á hverjum
tíma um heimilisfang hvers
manns, búsettum í bænum.
Samkvæmt gildandi lögum er
húsráðendum skvlt að tilkynna
lögreglunni ér menn flytja úr hús-
um þeirra eða í. Ef út af er
brugðið Jiggja við fjesektir.
Húsráðendur hjer í bænum
hafa trassað mjög að gefa upp
nöfn leigenda sinna til lögregl-
unnar, hefir það valdið lögregl-
unni mikilla og óþarfa erfiðleika.
Ákveðið hefir nú verið að kippa
þessu í lag og framfylgja lögunum
hið ýtrasta.
Nokkrir menn, sem hafa sýnt
vanrækslu í þessum efnum hafa
því undanfarið verið látnir sæta
fjesektum. Mun verða haldið
áfram að framfylgja lögum þess-
um þangað til sjálfsögð regla er
komin á.
Erlendis er tekíð afar hart á
því, ef ménn vanrækja að til-
kynna bústaðaskifti og liggja há-
ar fjesektir við.
Á hverjum degi köma menn á
lögregluvarðstofuna til að fá upp-
lýsingar um bústaði maiina, sem
þeir þurfa að hitta, en vegna
þess live menn hafa vanrækt að
tilkynna bústaðaskifti hefir lög-
reglan oft e'kkí getað gefið rjett-
ar upplýsingar.
Það er aðeins einu sinni á ári,
sem bústaðaspjaldskráin er alveg
r.jett og það er eftir manntal —
en skráin á að vera rjett alt árið
og það getur hún verið með því
að menn fylgi settum reglum og
tilkynni þegar bústaðaskifti.
Eins og nú stendur á, er ástand-
ið til .skammar fvrir húsráðendur
og skaða fyrir lögregúina, og þá
sem þurfa að fá rjettar upplýsing-
ar um dvalarstaði manna.
Þetta ættu rjettir hlutaðeig-
endur að athuga.
Black flugmanni
hlekkist á.
Flugvfelin hrap-
aði og brann.
London, 23. sept. FÚ.
Enski flugmaðurinn Camp-
bell Black og aðstoðarflugmað-
ur hans komu til Kabushia í
dag, en Kabushia er hjer um
bil 130 mílur norður af Khar-
toum. Þeir komu ríðandi á úlf-
öldum. Flugvjel þeirra hafði
hrapað og síðan kom upp eld-
ur í henni. Sjálfir höfðu þeir
bjargað sjer á fallhlífum og
komu heilu og höldnu niður á
vesturbakka Nílar.
Flugmennirnir lögðu af stað
frá Hatfield á laugardaginn
var og ætluðu að fljúga ti
Ilöfðaborgar. Þeir höfðu flogið
2240 mílur, er slysið vildi til,
með rúmlega 200 mílna meðal-
hraða á klukkustund.
Stórbruní i Vorsabæ í Olfusi.
Þrír nautgripir brenna inni
Eldurinn kom upp í heyhlöðu.
Tfónið ómetanlegt fyrlr ffölskylduna.
Aðfarauótt suunudags kom eld-
ur upp 1 liéyhlöðu Jóns Ogmunds-
sonar, bónda á Yorsabæ í Olfusú
Kona JónS, frú Sólveig Nikulás-
dóttir varð eldsins fyrst vör, og
vakti, hún óðara heimafólkið. Sáu
níenn þá hvar logaði upp úr hlöð-
inni og var eldurinn þegar kom-
irvn í hestUúsið, svo það stóð í
björtu báli-".— en þar inni voni
úríp naútgripir.
Brugðu menn skjótt, við og
vildu bjarga skepnunum — en það
var um seinan, þakið fell og
brunnu nautgripirnir allir innú
Eldurinu liafði og náð til fjár-
húsanna, þar sem öll reiðtýgi,
reipi, smíðaáhöld og héyvinslu-
verkfæri, auk þess tveir vagnar,
reiðhjól og tjöld, voru geymd og
eyðilagðist, alt- Einnig liafði eldur
komist í fjósið, en var þar strax
slöktur og björguðust þaðan allir
gripir —: og stendur fjósið eftúr
lítt skemt.
Eldsins varð fljótt vart úr
nágrenninu og varð þegar mann-
margt á staðnum, en ekkert fekst
ráðið við eldinn í hlöðunni, fyr
en kl. 7 á sunnudagsmorgun að
slökkviliðsvagn úr Rvík kom
með slöngu og- dælu. Eftir tæp-
lega klukkutíma starf náði slökkvi
liðið valdi á eldinum en við og
við gusu uþp blossar, því vindur
bljes að austan, en ekki tókst þó
að slökkva hann að fullu fyr en
kú 8 á sunnudagskvöld.
Ekki var með fullu vúað, livað
mikið hey hefir hrunnið, því mik-
ið af því voru gamlar fyrningar.
Alls voru í hlöðunni um 2000
hestar og unnu milti 40 og 50
manns í 10 tíma við áð bjarga
heyinu. Þykir líklegt að um 800
-^-1000 hestar heys háfi brunnið.
Eldurinn, álíta menn, að hafi
komið upp i heyinu sjálfu, og
muni liann lengi hafa hrunnið á
botni hlöðunnar, þó hann kæini
ekki fyr upp á yfirborðið- Tjón
þettá er ómetanlegt, 'þar seiii, auk
þess, sem meiri hluti Ireyforðans
brann, fjellu hús og’ brúnfiú öll
áhöld, eiiis ög fyr er sagt. Alt vár
óvátrygt!
Eldsvoði
á Hellissandi.
Sunnudag. (FÚ.).
Eldur braust út í húsi Bárðar
Jónassonar á HellisSandi á
Snæfellsnesi í gær. Menn urðu
þegar eldsins varir, og tókst
að slökkva hann eftih rúriíá
klukkustund.
Skemdir urðu talsVehðar á
húsinu, en húsgögnum VárS
bjargað lítt skemdum.
Óvíst er um upptök eldsins.
Tjón hefir ekki verið niétið.
Eldur á Akranesi.
23. áept. F. Ú.
Klukkan 10,30 í morgun braust
út eldur í húsi Ólafs Magnússonar
Austurvvölhun á AkraneSÚ
Eldurinn var slöktur áðuv ,en
slökkviliðið kom. Kyiknað hafði
í tólgarpotti á eUlavjeí. E'.dhiisið
brann töluvert að innan Áðrar
| j fjj$-íJXTÍ 1 r
skemdiv urðu litlar.
Skipsflak fundið. -
Talftð vera af skóla-
iskftpftnu ,Kobenliavn‘
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Samkvæmt símskeyti til
„Daily Telegraph“ í London
hefir fundist flak af björgunar-
bát undan suðurvesturströnd
Afríku, og voru í flakinu beina-
grindur, sem virðast vera af
horrænum mönnum.
Er þess til getið að flakið
geti verið af björgunarbát
frá skólaskipinu „Köben-
havn“, sem týndist árið 1928.
Páll.
Ka rfaveiðarnar
ganga vel.
23. sept. F- Ú.
Þrír togarar lögðu á land afla
sinn á Flateyri í gær: GuUtoppur
213 smálestir karfa og 17 smál'ést-
ir ufsa, Snorri goði 160 smálestir
karfa og 16 smálestir ufsa og
Sindri 134 smálestir karfa og 7
smálestir ufsa. Auk þess lögðu
þessir togarar samtímis á land
þorsk sem svarar 80—90 tn. lifrar.
Veiðitími skiþanna vár að jiésSú
sinni 11/2 sólarhringtir.
Allir togararnir fóru aftur á
veiðar i gier og í nótt.1 ' fkísI*'
ítslenskii* slúdentar
i Danmðrku,
Kalundborg, 23. sept. FÚ,
í danska útvaVpínu var frá
því sagt í dág að fleiri íslenskir
stúdentar stunduðu nu nám við
Ka u pmannaha f narh áskóla en
nokru sinni áður.
Próféssor Arup, sém er með-
limur dansk-íslensku' lögjafnað-
arnefndarinnar, skýrir útvarp-
inu svo frá að þessi fjölghn eígi
rót sína að rek.ja ti-1 þesss hve
íslenskum námsmönnum 1sjé nú
kostnaðarsamt að stunda nám
í Þýskalandi og Englandi. Enn-
fremur þakkar hann þetta batn-
andi samkomulagi milli þjóð-
anna í stjórnmálum og við-
skiftamálum.
Eimskip. Gullfoss er væntan-
legur að vestan og norðan í dag.
Goðafoss er í Reykjavík. Brúar-
foss er á leið til Vestmahnaéyja.
Déttifoss kom til Hull í gærkvöldi.
Lagarfoss er í Leith. Selfoss fór
frá Antwerpen í gærkvöldi á leið
til London.
I