Morgunblaðið - 22.10.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ arv -^rmm Þriðjudagiim 22. okt. 1935. KVEMÞJÓÐIN OG HEIMILItt Hvers vegna fara stúlkur úr vistinni? Vinnustúlkuekla er víða ann- arsstaðar en í Reykjavík. í Ame- ríku t- d. et mjög ilt að fá hjálp- arstúlku til innanhússtarfa, og fáist stúlka, er hún máske hlaup- in á brott xir vistinni, áður en varir. Þetta þekkist líka hjer. Óánægja er á báða bóga, stúlkan fellir sig ekki við húsmóðurina eða heimilisháttu — og húsmóðirin kann ekki við stúlkuna. NEFND ATHUGAR MÁLIÐ. En Ameríkanar reyna að ráða fram úr vandræðunum. Þegar þau keyrðu fram úr hófi, skiþuðu þeir nefnd, til þess að athuga málið, og hefir sú nefnd skilað áliti sínu, eftir að liafa setið á rökstólum um lengri tíma. Margt hefir nefndin fram að færa, bæði af hálfu húsmæðra, og „hjálparengla“ þeirra. Sumt gæti eins átt heima hjér. f greinargerð nefndarinnar seg ir m. a.: HVERS VEGNA STÚLK- URNAR FARA ÚR VIST INNI. Við þeirri spumingu, hvers vegna stúlkumar færa úr vistinni, hafa iinargar svarað, áð þær fengju of lítið að borða og hefðu of mik- ið að gera. Ennfremur hafa þær haft þær ástæður fram að færá, að þær mættu ekki baða sig í bað- keri heimilisins, mættu ekki síma • V o.g ekki láta kunningja sína heim- spekja sig. Að þær yrðu að gera ýmislegt, sem viðkæmi ekki þeirra skylduverkum. Ein stúlkan sagð- ist hafa sagt upp af því, að hún hefði átt að bursta tennurnar í kelturakka húsmóðurinnar! HVERS VEGNA STÚLK- UNUM ER SAGT UPP. Húsmæðumar hafa látið stúlk- urnar fara: 1. Af því að þær voru óvanar og kunnu ekki þau verk, sem þeim var ætlað að vinna. 2. Af því, að þær neituðu að gera það, sem þeim var sagt. 3. Af því að þær þoldu ekki, að fundið væri að við þær. 4. Af því að þær voru óáreiðanlegar. Og loks: Af því að karlmenn komu alt of oft að heimsækja þær. MARGT BER Á MILLI. Þá segir nefndin ennfremur, að oft komi óánægja upp milli stúlkunnar og húsmóðurinnar vegna þess að stúlkunni finnist húsmóðurin hafa of mikið gát á sjer (stundum til þess að læra af henni (stúlkunni)), eða vegna þess að stúlkan geti ekki borið nægilega mikla virðingu fyrir húsmóður sinni, fyrir þá sök að hún sje sjálf ómyndarleg og ó- reynd húsmóðir. STÚLKUNUM FINST BÖRN LEIÐINLEG. Oft verða börn á heimilinu til þess að auka á óánægjuna. Þeim leyfist að vera ódæl við stúlk- una, líta niður á hana og láta hana stjana alt of mikið við sig. Sum- ar stúlkurnar segjast ekki geta þolað óþekka krakka. SÁTTATILLÖGUR. Að endingu kemur nefndin með nokkrar tillögur, er hún telur að mættu verða til bóta í þessum vandræðum, sem ríkjandi sjeu í heiminum, og mættu verða til þess að stuðla að sætt og samlyndi milli húsmæðra og h.jálparstúlkna. Þær eru eitthvað á þessa leið: 1. Að vinnustúlkur sjeu jafn rjettháar og stúlkur sem vinna við önnur störf, t. d. í búð eða verksmiðju. 2. Að þær fái sæmi- legt kaup. 3. Að komið sje vin- gjarnlega fram við þær, að ekki sje litið niður á þær. Að þær fái við og við einhverja tilbreytingu frá hversdagslegum störfum, og megi finna, að þær eigi hauk í homi hjá húsbændum sínum óg vinnuveitendum. SKÓLI FYRIR HJÁLP- ARSTÚLKUR. Nefndin 'lýkur máli sínu með því að benda á, að nauðsynlegt sje að stúlkur, sem ætli í vist, kunni eitthvað til starfsins. Þær ættu að fá tækifæri til þess, að ganga í sjerstakan skóla og fá tilsögn í faginu, svo að þær gætu leist starf sitt sómasamlega af liendi. 31 árs gömul amma. Yngsta amma í Evrópu, og lík- lega í öllum heiminum, á heima í Pólandi, og heitir Mathilde Francis. Hún er aðeins 31 árs. gömul. Giftist hún þegar hún var 14 ára, og eignaðist dóttur, þegar hún var 15 ára gömul. Dóttirin var lítið áeinni á sjer en móðir hennar, því að hún giftist fimtán ára og er nú orðin móðir. Það er ekki ómögulegt, að frú Francis verði langamma 46 ára gömul. M U N I Ð • ---------að kaffikorg má nota sem áburð fyrir pottajurtir. Bland ið kaffikorg saman við moldina, efst í pottinum. Auk þess að vera nærandi fyrir jurtina, er kaffið líka ágætis meðal við bláðlúsum. — — — að gott er að nota lauk til þess að draga úr máln- ingarlykt. Skerið laukinh niður í stórar sneiðar, leggið þær í skál með köldu vatni, og látið hana standa í hinu nýmálaða herbergi yfir nóttina. ---------Að þsgar sjóða á rnak- aróni eða hrísgr.jón, eru þau ekki sett í suðuvatnið, fyr en það er sjóðandi heitt. f köldu vatni vilja þau límast saman. Tfskubrjef frá London. Nýjar og óvenjulegar litasamsetníngar. Efri myndin sýnir nýtísku „cape“, og er hatturinn kallaður „hátalara-hattur“. Á neðri myndinni sjest síð kápa úr astrakan. Við hana er notað hand- . skjól og húfa úr sama efni. Skinn eru mikið not- uð. Skinn eru notuð í mesta óhófi, þrátt fyrir ltreppuna. Það er Það eftirtektarverðasta við hausttískuna eru hinir mörgu nýju litir og ótrúlega litasamsetn- ing. Hefir Renaissance-máverka- sýningin í París haft allmikil á- haft á öllum mögulegum og ó- hrif á tísku-listamennina. mögulegum stöðum. Á baki, erm- Því óvenjulgei'i, sem litasam- um, krögum, belti og vösum, setningin er, því betra. jafnvel beint framan á miðri kápu, Tískudrotningin Schiaparelli er í stuttu máli sagt, skinn má hafa allra manna djörfust að venju. hvar sem vera skal, ef því er að Hún leikur sjer að því að setja eins* snoturlega fyrir komið. — saman bláa, rauða og rauðfjólu- Astralcan og* „breitschwantz“ hvítt bláa liti. T. d. liefir hún gráblá- kattarskinn, svart selskinn (eða an kjól við % síðan vetrarfrakka, litað dökkgrænt) og hljebarða- sem fóðraður er vinstra megin skinn eru aðalskinnin, og eins eru með rauðfjóþibláu, en hægra meg- mikið notuð skinnslá, sjerstaklega in með sterkfjólubláu, og er hann úr silfurrref. þannig í sniðinu, »að vel sjer í fóðrið.. Beltið er breitt — fjólu- blátt. Annan kjól mætti nefna til dæmis. Hann er möndlugrænn, mcð olíuviðargrænuin ermum og belti. Ennfremur hefir tískudrotn- ingin eirlit með gráu, og dökk- blátt, fjólublátt og ljósrautt saman. Svart er altaf uppá- haldslitur Parísar- stúlkunnar. Þrátt fyrir alla þessa fögru og nýju liti, snýr Paíísarstúlkan ekki baki við uppáhaldslit sínum, sem er svart. Sjest hann meir en nokkru sinni áður, það er að segja aðeins á daginn, aðrir litir eru mest not- aðir á kvöldin. * S. Gamla loðkápan Er ekki tilvalið að búa til svona slá, með viðeigandi húfu úr gömlu loðskinnskápunni, sem annars er orðin of slitin. Það er prýðilegt Fjölbreytt ullarefni. í þurru og góðu veðri, utan yfir Ullarefnin hafa aldrei verið hlýjan vetrarkjól. jafn skemtileg og fjölbreytt og En fáist ekki heilt slá úr káp- ------að gamlar regnkápur, nú. Sum eru með apa- og bjarn- unni, má áreiðanlega nota hana í sem ekki eru iengur nothæfar dýrahárum, önnur með gyltum belti, kraga, hnappa og ermar og flíkur, má nota til margs. T. d. er og silfurlituðum hringjum, sem lítinn vasa, eins og sjest á mynd- gott ráð að búa til úr þeim hlífð- límdir eru á efnið. Önnur eru inni. Ekki væri heldur úr vegi að arsvuntur við þvotta og hrein- með smá skinnpjötlum hjer og sauma litla skinnhúfu við káp- gerningar. þar, og sum jafnvel með trje- una. Skinnhúfur tískast mjög í I plötum. vetur. Blómlaukar. Þær húsmæður, sem ætla að setja niður blómlauka og reyna gæfuna með að láta þá blómstra, mega nú ekki láta það dragast öllu lengur. Hyasintur. Hyasintur má rækta innanhúss með tvennu móti, í mold í jurta- pottum og í vatni í blómlauka- glösum. Síðari aðferðin er öllu þægi- legri. Blómlaukaglasið: er fylt með vatni, svo að það nái rjett aðeins upp að lauknum. Gott er að setja dálítið af viðarkols- molum í vatnið, svo að það fúlni ekki. Síðan er glasið látið standa á dimmum stað og heldur köld- um, t. d. í kjallara í 6 til 8 vik- ur. Við og við er vatni bætt í glasið, svo að ræturnar, sem vaxa niður, nái niður í það. Þegar þær ei'u orðnar vel þroskaðar, má taka hyasinturnar fram í birtuna og láta glösin standa í glugga. Gangi blómunum illa að komast upp á milli blaðanna er gott að setja örlítið af saltpjetri í vatn- ið. Sjeu hyasinturnar ræktaðar í pottum, er notuð góð og sandi- blandin mold. Eru laukarnir sett- ir í pottana, sem eru ca 12—14 cm. á stærð, þannig, að rjett að- eins broddarnir standi upp úr moldinni. Pottarnir eru látnir standa í skugga, á köldum stað (um 6—8 vikna skeið) og vökv- að lítið eitt við og við. Þegar laukarnir eru búnir að ná nokkr- um þroska og farið að sjást í blómknappana, eru pottarnir fluttir út í glugga. Eftir þann tíma er vökvað reglulega volgu vatni. Það hepnast sjaldnast að fá laukana til þess að blóm^tra) á öðru ári. En eigi að gera það, eru laukarnir settir til hliðar og geymdir í myrkri uns þeir eru búnir til vaxtar á ný í ágúst eða septeinber. Crocus. Líkt er farið með crocusa og hyasintur. Eru þeir settir þrír eða fjórir saman í jurtapott og blómstra venjulega þrem mánuð- um eftir að þeir hafa verið settir niður. Narcissur. Allir kannast við þessa tegund blómlauka, t. d. páskaliljur og hvítasunnuliljur. Þær eru fljótar til að blómstra, eru ræktaðar í pottum eins dg hyasintur. Tulipanar. Tulipanalaukana má hafa þrjá saman í potti, svo sem 12 cm. á stærð. Að öðru leyti er farið líkt með þá og liyasintulaukana. Abyssinskt danslag. Um fátt er nú meira talað, en stríðið í Abyss- iniu. í vetur fá menn tækifæri til að dansa eftir nýju abyssinsku lagi eftir Abyssiniumanninn Neg- us L. Halli. Danslagið heitir á ís- lensku: „Hin svarta Cheba frá Addis Abeba“. Lag þetta er enn eklci komið til landsins svo kunn- lusrt sje.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.