Morgunblaðið - 22.10.1935, Blaðsíða 8
8
L.
MORG UNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 22. okt. 1935.-
HÚLSAUMUR.
Guðrún Pálsdóttir,
Vesturbraut 3.
Hafnarfirði.
SAUMASTOFAN, Hafnar-
stræti 22, yfir Smjörhúsinu
„Irma“, saumar: Dömukjóla og
kápur, barnafatnað og drengja
föt. Tekur mál og sníður. Ný-
tísku saumur. Vönduð vinna.
Otto B. Arnar löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 11. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft
netum. |
Hvert sem þjer flytjið, þá Fornsalan, Hafnarstræti 18,
! verður samt altaf næst í Nýju kaupir og selur ýmiskonar hús-
Fiskbúðina, Laufásveg 37, sími gögn og lítið notaða karl-
4052. mannafatnaði. Sími 3927.
Kenni smábömum. Upplýs-
ingar í síma 2025.
Kenni þýsku byrjendum og
•lengra komnum. Sigurður Jón-
asson, Grettisgötu 22 B. Sími
2659.
Nuddlækningar, Sólveig Guð-
mundsdóttir, Ásvallagötu 9.
Sími 3254.
Það er ávalt best að muna
að Reykhúsið „Reykur“, hefir
sima 4964. Guðjón Jónsson —
heimasími 1298.
Borðið í Ingólfsstræti 16.
Söngkenslu hefi jeg í vetur.
Pjetur Jónsson, Ásvallagötu 3.
> Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
Bálfarafjelag lslands.
Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslun
Snaebjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00.
ÆfitiHag lcr. 25.00. — Gernt f jelagar.
Jáuifi&áapuv
j Athugið. Hattar og aðrar
karlmannafatnaðarvörur, ný-
komnar. Hafnarstræti 18. —
Karlmannahattábúðin. Hand-
unnar hattaviðgerðir, þær ein-
ustu bestu, sama stað.
-r-------------------------
fslensk frímerki keypt. Ut
lend frímerki seld. Gísli Sigur-
björnsson, Lækjartorgi 1. Opið
1—4 e. h. Sími 4292 og Lauga-
vegi 49 (Hraðpressan). Opið
9—7, sími 1379.
Húsdýraáburður til sölu. —
Dreift í garða ef óskað er. —
Sanngjarnt verð. Uppl. í síma
1439.
Glæný smálúða og beinlaus
fiskur í dag. Sími 1689. Sent
um allan bæ. Fiskbúðin,
Brekkustíg 8.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen. Klapparstíg 29.
Standlampar og borðlampar
hvergi ódýrari en í Hatta- &
skermabúðinni, Austurstræti 8.
Kaupi ísl. frímerki, hæsta
verði. Gísli Sigurbjörnsson,
Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.)
Skermagrindur seljast fyrir
hálfvirði í Hatta- & skerma-
búðinni, Austurstræti 8.
Skermar úr silki og perga-
| ment, afar ódýrir. Hatta- &
I skermabúðin, Austurstræti 8.
Flestar útvarpsstöðvar í heim-
inum senda út sjerstaka dagskrá
fyrir kvenfólkið. Bftir seinustu
hagskýrslum sjest að japönsku
stöðvarnar nota þrisvar sinnum
meira af dagskrártíma sínum fyr-
ir kvenfólkið, en stöðvarnar í Ev-
rópu.
Fálkaveiðar í Hollywood. — í
Hollywood er nú komið í tísku
að veiða með fálkum. Það er því
útlit fyrir að fálkaveiðar kom-
ist á að nýju. Eðlilega eru það
kvikmynda„stjörnurnar“, sem
hafa fundið upp á þessu. Því það
kemur fyrir að þær hafa ekki
altaf mikið að gera.
Marlene Dietrich kann ekki vel
við sig í Hollywood. Hún hefir
nú gert samning við enskt kvik-
myndafjelag um að leika hjá því
næsta ár.
Leigulóðir.
5 tvíbýlislóðir við Hringbraut, austan Hofsvallagötu,
verða leigðar til íbúðarhúsabygginga.
Umsóknir sendist borgarstjóraskrifstofunni, sem gef-
ur nánari upplýsingar, fyrir hádegi næstk. föstud. 25. þ. m..
Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. okt. 1935.
PJelur Halldérsson.
Allir Reykvíkingar l a auglýsingar Morgunblaðsins.
IANG1M FBA XOBOLSK. 64.
vildi fyrir hvern mun ná slöngunni út úr skýl-
inu.
„Hvað á jeg að gera við stigann?" kallaði
María Lou.
„Burt með hann, burt af vjelinni“, skipaði Rex
lágt.
Hún stjakaði við stiganum — og með miklum
gauragangi skall hann í bárujárnsveggnum.
„Nú er alt eyðilegt“, tautaði Rex fokvondur.
„Komdu þjer upp í vjelina, maður, í guðsbæn-
um .
de Richleau var ekki seinn á sjer að klifra
upp og setjast við hlið hans.
Þau lögðu við hlustirnar og bjuggust fastlega
við, að heyra mennina koma þjótandi — en ekk-
ert skeði.
„Eruð þið tilbúin?“ öskraði Rex. Símon og
María Lou jánkuðu því hraustlega. „Hamingj-
, unni sje lof, að þetta er nýjasta tegund, með
sjálfvirkri rafmagns-ræsivjel, og t—“.
Þau fengu aldrei að heyra endirinn, því að há-
vaðinn í aflvjelinni yfirgnæfði orðin. Gnýrinn,
sem endurómaði í bárujámsskúrnum, ætlaði al-
veg að æra þau, — en flugvjelin hreyfðist ekki
úr stað.
„Kemurðu henni ekki af stað?“ æpti hertog-
inri í eyrað á Rex.
Rex svaraði einhverju, sem ómögulegt var að
heyra fyrir skarkalanum. Hann yfirgnæfði alt.
En hjer og þar í kring sáu þau menn koma
hlaupandi í áttina til þeirra.
Alt í einu stóð lítil og dökk mannvera fyrir
framan dyrnar. Hann var berhöfðaður og vopn-
laus, en andlit hans var eitt spurningarmerki.
Hann kailaði eitthvað, sem ómögulegt var að
heyra.
de Richleau hóf skammbyssu sína á loft. En á
jsíðasta augnabliki var eins og hann áttaði sig og
hætti við að skjóta, og um leið hallaði hann sjer
aftur og kallaði til Símonar, óttasleginn á svip:
„Skjóttu ekki, í guðs bænum, skjóttu ekki!“
„Nú eða aldrei“, tautaði Rex fyrir munni sjer
og brosti. Hann hafði ekki eytt þessum fáu sek-
úndum til ónýtis. Nú rann vjelin áfram — mað-
urinn, sem stóð við dymar, varð að hörfa til hlið-
ar, til þess að verða ekki fyrir hægri vængnum.
Brátt voru þeir komnir út, úr skúmum og flug-
vjelin brunaði áfram með meiri hraða.
ótal menn komu nú hlaupandi út í myrkrið. —
Það var frámunalega skringilegt að sjá þá bað-
andi út höndunum, hjálparvana og ráðalausa, æp-
andi eitthvað, sem enginn fékk skilið. Þeir vissu
augsýnilega ekki sitt rjúkandi ráð. Einn datt aft-
ur fyrir sig, er hann reyndi að forða sjer undan
flugvjelarvængnum.
Flugvjelin barst áfram með æ meiri hraða, og
að vörmu spori var hún komin langt á undan þess-
um úrræðalausu mönnum.
„Nú miðar okkur áfram“, kallaði Símon til
Maríu Lou. Og nú fyrst tók hún eftir, að þau voru
komin langt frá jörðu.
Alt í einu heyrðu þau byssuskot og strax á eft-
ir sáu þau mikið eldhaf.
Hertoginn /hló ánægjulega um leið og hann
klifraði yfir til Maríu Lou og Símonar.
„Hvað hefir komið fyrir?“ spurði Símon stein-
hissa.
„Jeg lokaði ekki fyrir bensínið“, svaraði hertog-
inn og hló hreykinn.
„Þessvegna bönnuðuð þjer mjer að skjóta?“
„Já“, hann kinkaði kolli. „Það var rjett með
naumindum, að jeg áttaði mig sjálfur. Hefði jeg
skotið á manninn, hefði orðið ógurleg sprenging".
„Lítið þið á“, hrópaði María Lou áköf, og benti
niður. „Flugskýlin standa í björtu báli“.
Flugvjelinni miðaði drjúgum áfram. Að baki
sjer, langt fyrir neðan, sáu þau eldblossana stíga
upp, og í ljósbjarmanum voru mennirnir, frá þeim
að sjá, eins og litlir deplar. Þeir voru á sífeldum
hlaupum fram og aftur.
Alt í einu skaut upp Ijóssúlum hjer og þar frá
flugvellinum. „Nú eru þeir famir að lýsa eftir okk
ur með ljóskösturum!“ andvarpaði Símon.
Brátt lenti einn Ijósgeislinn á vjelinni, svo að
albjart varð um stund í klefanum. En Rex ljet
vjelina óðara falla djúpt niður, án nokkurrar við-
vörunar. María Lou fölnaði upp og de Richleau
datt endilangur á gólfið.
„Nú sjá þeir okkur áður en varir“, stundi Sí-
mon.
Hertoganum hrökk hlótsyrði um leið og hann
stóð á fætur.
„Vertu óhræddur — Rex er fær um að forðast
þá“.
Vjelin þaut áfram. Ljóskastaranum var beint
langt fyrir ofan þau, í sömu hæð og flugvjelin
hafði verið nokkrum mínútum áður. Síðan dréifð-
ust geislarnir og stefndu síðan yfir himininn á
vjelina. En Rex kunni að gabba Rússana. Hann
hjelt flugvjelinni svo neðarlega, að illmögulegt
hefði verið að skjóta svo lágt með fallbyssum,
þó að flugvjelin hefði verið sjáanleg.
„Æ, fyrirgefið“, sagði María Lou skyndilega.
„Hvað er að?“ spurði Símon.
„Ó, farið þjer, mjer er ilt“.
„Á jeg ekki að hjálpa yður?“ spurði hertog-
inn.
Hún hristi höfuðið óþolinmóðlega, en hann
hjálpaði Símoni inn í klefann. Þar var eitt fast
borð og legubekkur sitt hvoru megin. Gegnum
litla glerrúðu á veggnum sáu þeir hinar breiðu
herðar Rex.
Hertoginn fékk Símon til þess að leggja sig til
hvíldar á annan legubekkinn, því að hann var
orðinn dauðþreyttur. Litlu síðar kom María Lou
inn, föl og niðurdregin. Án þess að mögla ljet hún
hertogann búa um sig á hinum legubekknum. Síð-