Morgunblaðið - 22.10.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1935, Blaðsíða 5
í»riðjudaginn 22. okt. 1935 MORGU NgLAÐIS Vindaflstððlf Vestmannaeyjum. ft*S Eftir Quðmund Jðnsson, verkfræðing. Útlendingar, sem komið hafa hingað til landsins, brngða því við, hversu stormasamt landið sje, en af oss íslendingum er því oft viðbrugðið hve stormasamt sje í Vestmannaeyjum. Samkvæmt mælingum, sem •gerðar hafa verið í Vestmannaeyj- mm í sambandi við veðurathug- anir er meðalársvindhraði nokkuð ofan við 5 vindstig og samsvarar það til ca. 9 metra hraða á sek- iindu. Víða erlendis hafa verið frarn- 'kvæmdar nákvæmar vindhraða- mælingar og má nefna Þýskaland þar í fremstu röð. Meðalvindhraði þar mun vera nálægt 4,5 metrum •á sekúndu, eða nálægt því helm- ingi minni vindhraði en í Vest- mannaeyjum. Erlendis þar sem vindhraðinn er ekki meiri, hafa •'verið notaðir vindmótorar með góðum árangri við ýmiskonar rekstur, svo sem til þess að þurka npp mýrarfláka, mala korn, og í •seinnj tíð til raflýsingar. Stöðvar þessar hafa gefist vel, hafi þær verið bygðar með nýtísku sniði og hafi til þeirra verið vandað frá fyrstu hendi. Hinsvegar hafa hinir eldri vindmótorar þurft :mikið viðhald, sem hefir oft átt rót sína að rekja til þess, að þeii- hafa verið bygðir nokkurnveg- inn af handahófi, einnig var nota- gildið fremur lítið hjá þeim, sem stafar af sömu orsökum. Til þess að notagildið sje gott hjá slíkum vjelum, eða með öðrum orðum, að til þess að orka vindsins yfirfær- ist vel, yfir á mótorinn, þurfa vængir hans eða orkufletir að vera nákvæmlega útreiknaðir, því til þess að orkan yfirfærist vel — úr vindinum, verður hann að strjúkast eftir ákveðnum línum um leíð og hann strýkst eftir vængjum eða orkuflötum mótorsins. Um vindorkuvjelar er líka líkt að segja og um vatns- aflsvjelar að notagildið er mjög breytilegt, eftír því með hvaða álagi vjelarnar vinna. Notagildið minkar ef vjelin vinnur með öðr- um vindhraða en þeim, sem hún var reiknuð fyrir. Ein aðalorsökin til þess, að vindmótorar hafa ekki breiðst verulega út til notkunar, bæði fyrir einstök býli og bæi, er sú að ekki hefir enn fundist ódýr og handhæg aðferð til þess að geyma þá orku, sem fram yfir var, þeg- ar stormur var til þess tíma, sem ekki var vindur, svo hægt væri að fá samhangandi orku frá vind- aflstöðinni. í þessum tilgangi hafa menii notað rafhlöður, en það era frekar dýr tæki og hafa eigi ver- ið notuð, nema um smástöðvar sje að ræða. Hátankar eða hágeymar hafa einnig verið notaðir, þannig að vatni hefir verið dælt með þeirri orku, sem umfram var, þegar stormur var, í gejrmir, sem komið hefir verið fyrir í liáuin turni eða á hæð, hafi hún verið nærri Þegar logn var eða lítill rindur hefir þetta vatn verið látið knýja áfram vatnssnældu eða aðra yatnsorkuvjel, sem svo aftur hef- ir knúið rafmagnsdynamo. Guðmundur Jónsson. Með þessu móti hefir verið hægt að fá óslitna orku frá orku- verinu, þótt logn eða lítill vind- ur hafi verið. Báðar þessar fyrtöldu aðferðir til að geyma orkun'a frá storma- dögum til logndaganna, hefir í flestum tilfellum ekki verið hægt að framkvæma nema í smáum stíl, t. d. í seinni tilfellum er það takmörkum bundið hvað hægt er að safna mikilli orku fyrir í há- geyma, því eftir því sem hæð geymisins frá vatnssnældu hefir verið minni, eftir því hefir líka vatnsmagnið orðið að vera meira, sem geyma átti, til þess að nægja yfir eitthvað ákveðið tímabil. Aðferðir þessar hafa gefist vel, fyrir einstök býli, heilsuhæli o. fl., en í stærri stíl hafa vindafl- stöðvar ekki verið reistar svo neinu nemi, og stafar það af örð- ugleikum á því að geyma orku frá stormadögum yfir til Iogn- eða vindlítilla daga, eins og áð- ur hefir verið um getið. Ef við hverfum nú aftur til Vestmannaeyja og athugum stað- hætti þar, þá verður maður fljótt í engum vafa um það að mögu- leikar fyrir vindaflsvirkjun í Vestmannaeyjum er margfalt meiri, heldur en víða erlendis. Meðalvindhraði í Vestmannaeyj um er nálægt tvöfalt meiri en meðalvindhraði er t. d. í Þýska- landi og þess vegna er hægt að smíða vindaflsvjelar fyrir þessa staðhætti miklu afkastameiri heldur en tíðkast erlendis, því orka vindsins vex ekki einungis hlutfallslega með hraðanum, held- ur vex hún með vindhraðanum í þriðja veldi, sem kallað er, það er með öðrum orðum, að hafi vind hraðinn tvöfaldast frá einhverjum ákveðnum punkti, þá hefir orkan ekki einungis tvöfaldast eins og maður skyldi halda fljótt á litið, heldur hefir hún 8 faldast. Það er þessi mikli vindhraði sem gjörir það að verkum að hægt væri að smíða vindorkuvjel- ar fyrir Vestmannaeyjabæ, sem nægðu til ljósa og suðu og ef til vill að einhverju leyti til upp- hitunar. Til þess að ná þessum árangri, þyrfti þó ekki fjólda af vjelasamstæðum. í Vestmannaeyjum er sjaldan logn og fá tilfelli munu það vera að þar sje .logn í heilan sólarhring í einu. Þar næða lengstan tíma sólarhringsins sterkir vindar, sem ennþá eru með öllu óbeislaðir, en sem bíða þess eins og önnur nátt- úruöfl, að þeir verði teknir í þjónustu fólksins. Vestmannaeyjabær er svo stór að ekki væri tiltækilegt að liafa þar rafhlöður fyrir þann stutta tíma, sem logn eða mjög vindlítið væri, nema þá að einhverju leyti. Þá hagar aftur á móti vel til að koma fyrir hágeymi. Fjöllin í Vest mannaeyjum eru nokkuð há, t.d. er Klifið rúml. 200 metra hátt, og um leið er það vel til þess fallið að koma þar fyrir hágeymi. — Vatnsmagn það, sem slíkur geymir þyrfti að rúma væri hinsvegar ekki svo mjög mikið sökum hinn- ar miklu fallhæðar. Þegar svo vindhraðinn væri það mikill, að öll sú orka sem framleiddist not- aðist ekki upp fyrir augnabliks þörfina, þá væri hægt að nota það sem framyfir væri til að dæla vatni upp í hágeyminn, og síðan þegar logn eða mjög vindlítið væri, þá væri hægt að nota það vatn, sem þannig væri tilkomið til að framleiða rafmagn. Óvíða munu betri skilyrði til vindaflsvirkjunar en einmitt í Vestmannaey jum. Miklar athuganir þarf samt til þess að ráðast í svo stórt fyrir- tæki. T. d. þarf að finna með ná- kvæmum vindhraðamælingum þann heppilegasta stað, sem vind- orkustöðin ætti að standa á. — Margir munu t. d. halda að besti staðurinn væri upp á fjöllunum á Klifi, Heimakletti eða uppi á Helgafelli, því vindhraðinn á þess- um stöðum væri meiri en niðri á jafnsljettunni. Margar orsakix*, sem maður einungis fyndi með mælingum gætu aftur á móti dæmt þessa staði ómögulega. Þar sem fjöllin eru snarbrött og flöt- urinn lítill, þegar upp er komið, er hætt við því að mjög svipðtt sje þar uppi, einnig er hætta á því að lognbelti gætu myndast þarna í sumum áttum, þó að nægir vind- ar væru annarsstaðar. Til þess að finna hinn heppileg- asta stað fyrir orkustöðina, þyrfti að koma fyrir á hinum tiltækileg- ustu stöðum, sjálfvirkum vind- hraðamælitækjum. Með þessu móti er hægt að sjá hvar meðalvind- hraði er mestur og um leið er hægt að finna út hvar vindurinn er jafnastur. Einnig fær maður yfirlit yfir það, hvað vindhrað- inn er mikill í hörðustu vindhvið- unum. Eins og kunnugir menn vita, geta vindsvipir orðið ákaflega harðir í Vestmannaeyjum, en á meðan maður veit ekld, hvað vind- hraðinn er mikill í þeim, þá ’veit maður heldur ekki hvað vjelarnar þurfa að vera sterkbygðar til þess að standast þá. Til að fá örugt yfirlit yfir vind- hraðamælingar þessar, þá þurfa þær að framkvæmast yfir lengra tímabil. Á vetrarvertíð 1934, var jeg starfsmaður hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja og gafst mjer þá sjerstakt tækifæri til að athuga þá geysi þýðingu, sem það hefði fyrir eyjabúa að fá rafmagn fram- leitt með vindorku. Jeg átti þá tal um þetta við ýmsa menn þar á staðnum, svo sem Jóhann Þ. Jó- sefsson, alþ.m., Ástþór Matthías- son o. fl. og voru menn mjög sam- huga um það hvaða þýðingu það gæti haft fyrir kaupstaðinn, ef komið væri upp vindaflstÖð. Ekki varð þó neitt úr framkvæmdum að svo stöddu. Jeg aflaði upp- lýsinga um hvað slík stöð þyrfti að vei*a stór til að fullnægja þörf- inni fyrir ljós, suðu og að ein- hverju leyti til upphitunar. Einnig liefi jeg hugsað mjer vindmótor af sjerstakri gerð, með tilliti til stærðar vindaflstöðvar eins og um yrði að ræða í Vestmannaeyj- um. Líka aflaði jeg mjer tilboða á sjálfvirkum vindhraðamælitækj- um af nýjustu gerð. Möguleikar eru líka fyrir því, að leiða rafstraum ofan frá Sogi til Vestmannaeyja, en rafmagns- taugar þangað yrðu altaf mjög dýrar og einnig yrðu þær líkum hættum undirorpnar og sæsím- inn, sem liggur milli lands og eyja en sem oft hefir bilað, þegar verst hefir staðið á. Það er varla hægt að meta það, livaða geysi þýðingu það hefði fyrir Vestmannaeyjabæ að fá þessa ódýru og innlendu orku. Fyrst og fremst myndi erlendur gjaldeyrir sparast fyrir ljósmeti og eldsneyti. Kaupstaðurinn á eft- ir að stækka mikið og þar af leið- andi fer ýmiskonar iðnaður að rísa þar upp, svo sem títt er í öðrum kaupstöðum landsins. Óreiknað er það líka hve þæg- indi fólksins ykjust við það að hafa rafmagn til ljósa, suðu og að nokkru leyti til hitunar, í stað- inn fyrir að vera að mansast með eldavjelar og önnur slík tæki, sem altaf verður að hafa gát á. Nú strax þyrfti að hef jast handa og byrja á hinum nauðsynlegu rannsóknum. — Því fyr, þess betra. Glfmufjelagið Armann Aðalfundur þess var lialdinn á. fimtudagskvöldið í Varðarhús- inu og sátu hann á annað hundxað manns. Var lögð fram ársskýrsla stjórnarinnar og reikn- ingar fyrir starfsárið. Hafa um 400 manns stundað íþróttaæfing- ar, leikfimi, sund, glímur, róð- ur og frjálsar íþróttir, hjá fje- laginu síðastliðið ár, en þrátt fyr- ir hina margþættu starfsemi er fjárhagsafkoma fjelagsins góð. Jens Guðbjörnsson hefir nú setið í stjórn Ármanns í 10 ár og lengst af sem formaður. Var þessa minst á fundinum og færðu fje- lagar honum minningargjöf í til- efni af starfsafmæli hans og hylti fundurinn hann með ferföldu húrrahrópi. í stjórn fjelagsins hlutu kosningu: Jens Guðbjörns- son, endurkosinn formaður með öllum atkvæðum, og meðstjóm- endur Jóhann Jóhannesson, Ólaf- ur Þorsteinsson og Kristinn Hall- grímsson, allir endurkosnir. Fyr- ir voru í stjóminni: Þórarinn Magnússon, Rannveig Þorsteins- dóttir og Jón G. Jónsson. f vara- stjóm voru kosnir: Karl Gíslason.. Þorsteinn Hjálmarsson og Sigurð- ur Norðdahl. Eftir fundinn var sýnd knattspyrnumynd í. S. í. og einnig kvikmyndir frá íþrótta- mótum í sumar. — Æfingar byrja nú innan skamms hjá fjelaginu. 6 1 Verða leikfimisæfingar hinná fjölmennari flokka í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu, þar sem munu verða bestu húsakynni sem xöl eru á til í- þróttaæfinga, en aðrar æfingar verða í Likfimishúsi Mentaskól- ans. GaObrandur Þor sl el ntso n. 25 ára vifavarðar afmæli. Guðbrandur Þorsteinsson. bóndi og vitavörður á Loftsölum. í Mýrdal, sem nú er orðinn hálf- sjötugur að aldri, gat þ. 1. ágúst s. 1. haldið aldarfjórðungsafmæli sem vitavörður við syðsta vita fs- lands, Dyrhólaeyjarvita, sem einn- ig er fyrsti radioviti landsins, en G. Þ. hefir verið þar vitavörður frá byrjun, og var þetta því um leið 25 ára afmæli vitans. Þetta starf sitt, sem er hið vandasam- asta, liefir G. Þ. rækt með hinni mestu alxið og prýði, að dónxi vita- málastjórnar og annara, sem til þekkja. Og síðan radiovitinn var settur upp á Dyrhólaey. hefir G. Þ. haft einkar góða aðstoð sonar síns, Þorsteins, við vitagæsluna, og er það vel, að góður xnaður er þar til taks, ef G. Þ. lætur af starfinu. Gxxðbrandur Þorsteinsson og kona hans hafa lengi bxxið á Loft- sölum (Dyi'hólum) við miklar vinsældix*. Hafa þau komið npp fjölda barna, sem eru öll hin myndarlegustu. Bygt hefir hann á jörðinni vandað steinhús, og taka þau hjón hið besta á móti þeim, er að garði ber. Ýmsum trúnaðarstörfum hefir Guðbrandur gegnt í sveitarfjelagi sínu (Dyrhólahreppi), átt sæti í hreppsnefnd m. m. og hefir hon- um farist það alt vel úr hendi. Fjárniál tfalai. Fjárhagsörðugleikar ítala vaxa stöðugt. Fyrir tveim mánuðum var gullforði ítalíubanka 40 af hundraði af seðlaveltunni, en var um miðjan okt. ekki nema 29 af hundraði. — ítölum hefir veist erfitt að fá lán undanfarið, þar sem lánveitendur hafa krafist þess að fá greiddar gömlu skuld- imar, áður en þeir veittu þeim ný lán. Ekki batnar í ári fyrir ítölum þegar Þjóðabandalagið hefir beinlínis stofnað til sam- taka um að veita þeim engin lán. Stríðið er dýrt spang og ítalska þjóðin mun brátt finna það sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.