Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 2

Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 27. név. 1935 ÚtBef.: H.f. Árvaknr, Reykjavlk. Rltatjðrar: Jön KJartansson, Valtýr Steíánsaon. Rltstjörn og afgrelBsla: Austurstrœtl 8. — Sfml 1800. A’T£lýgln£a8tjörl: E. Haíbergr. Augrlýsingaskrífstofa: Au turstrœtl 17. — Slml 8700. Helmaslmar: Jön Kjartansson, nr. 8742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árnl Óla, nr. 8045. H. Hafberg, nr. 8770. Áskrlftagrjald: kr. 8.00 & m&nuBl. 1 lausasölu: 10 aura eintaklS. 20 aura meS Lesbök. Nýj sáttmálí. Svo þetta var það, sem koma skyldi eftir rifrildi stjórnarflokk- ánná undanfarna daga. Þeir voru bara að hvæsa sig saman eins og ketlir að húsábáki. Þetta var það sem koma skyldi eftir alt tal Eysteins Jónssonar um lækkun útgjalda, og bollalegg- ingar Jónasar Jónssonar um hina nýju sparnaðarstefnu í fjármál- urn : Allur niðurskurður gerður að engu með nýjum útgjöldum. Nýjir skattar á þjóðina, seto nema á aðra miljón króna á ári. Þetta var það sem koma skyldi, eftir að sýnt hafði verið á Alþingi, og þar á xneðal af jafnaðarmönn- um, að bæjarfjelögin, geta ekki þrifist vegna ágengni ríkissjóðs á tekjustofna þeirra: Alt að 40% hækkun á tekju- og eignaskatti, aðal tekjustofni bæjar fjelaganna. Þetta var það se'm koma skyldi, eftir að fulltrúar „hinna vinnandi stjetta“ hafa tárvotum augum kjökrað yfir versnandi afkomu al- mennings, meðal annars vegna hinna háu tolla á þurftarvörum: Hækkun á kaffi og sykri, fatn- aði og skóm, auk alls annars. Sáttanefnd hefir „talað á milli“ stjórnarflokkanna. Arangurinn af starfi he'nnar má miklu fremur kallast samsæri eú sættir. Því þeg- ar meirihlutavaldi Alþingis er beint á þennan hátt, gegn atvinnu- vegum landsmanna, gegn bæjar- fjelögunum, gegn öllum almenn- ingi í lahdinu, þá er gengið svo langt txt fyrir t.akmörk alls þess sem af vitibornum og ábyrgum mÖnnuin er krafist, að engu e'r líkara en að þeir hafi tekið hönd- úm sáman til að koma öllu fyrir kattarnef — og það sem allra fyrst. Ef Iitið væri einungis á flokks- aðstöðu, væri engin ástæða fyrir Sjálfstæðismenn að harma að þetta samsæri komst á. Því þessi „sig- ur“ stjómarflokkanna getur ekki táknað annað en „uppliafið af endinum“. En fyrir allan almenn- ing verður skólavistin of dýr áður e'n hann fær tækifæri til að reka rauða liðið endanlega frá völdum. Sjálfstæðisflokkurinn hefir sömu afstöðu og áður til fjármál- anna. Hann mun beitast gegn hækkun útgjalda. Hann mun beitást fyrir niður- skurði á gjaldaliðum. Hann mun beitast gegn öllum nýjum skattaálögum til hins ítr- asta. Auknir skattar á Iffsnauðsynjar almennings eru bjargráð stjórnarliðsins úr fjárbagsðrðugleikum þjúðarinnar! ffAlþýðublaðið boðar „luxu$skafta“- Ifálagningu á kaffi, $ykur og fle$fallar ^nauðiynjaTÖrur almennings. Stjórnaflokkarnir rígmontnir af þessum efndum kosningaloforðanna. Undanfarið hafa stjómarflokkarnir setið að heita má nætur og daga saman á ráðstefnu til þess að bræða sig saman um afgreiðslu fjármálanna á Alþingi. Var sjerstök sáttanefnd kos- in til þess að vinna að þessum málum og áttu sæti í henni tveir fulltrúar frá hvorum flokki og auk þess fjármála-1 ráðherrann, sem einskonar sjer- fræðingur á sviði fjármálanna! Og nú tilkynna stjórnarblöð- in,' að komið sje á fult sam-:, komulag milli flokkanna, bæði um framgang mála á Alþingi, og einnig um álagning nýrra skatta, sem f jármálaráðherra áætlar að nemi um miljón króna-1 Fjárlögin. Þess er ekki getið í stjórn- i arblöðunum, hváða afgreiðslu fjárlögin muni fá, enda ekki komnar fram breytingartillög- ur við fjárlögin ennþá. Fjármálaráðherra telur að útgjöld fjárlaganna muni nema um 15 milj. króna, og er það um einni miljón króna hærri útgjöld en áætluð voru 1935. Fjármálaráðherra segir, að samkomulag hafi náðst um all- verulegan niðurskurð á fjár- lagafrumvarpi stjórnariiinar, en hver sá niðurskurður er verð ur ekki sagt úm fyr en breyt- ingartillögurnar koma fram. En þrátt fyrir þenna „veru- Iega“ niðurskurð á útgjöldum f járlagafrumvarpsins, hækka þó útgjöld ríkissjóðs gífurlega, sem stafar af nýjum lögum, sem st jórnarf lokkarnir . haf a komið sjer saman um, að fram skuli ganga á þessu þingi. Frumvörpin, sem fram eiga að ganga. Hin nýju mál, sem stjórnar- blöðin segja að samkomulag hafi orðið um milli stjórnar- flokkanna, að fram skuli ganga á þinginu eru m. a. þessi: Lög um alþýðutryggingar, á- ætluð útgjöld um 300 þús., lög um samvinnubygðir og nýbýli, 200 þús. kr. útgjöld, lög um fóðurtryggingar í sveitum, 25 þús. kr. útgjöld; ennfremur framfærslulögin nýju, og lög um skuldaskil bæja- og sveita- fjelaga. Stjórnarblöðin . segja enn- fremur, að samkomulag hafi náðst múíi stjórnarflokkanna, að leggja á nýja skatta, sem f jármálaráðherra áætlar sem fyr segir að nema muni um miljón króna. Stórfeld hækkun tek juskattsins. Á árinu 1936 skal leggja á tekjuskatt eftir nýjum skatt- stiga, sem felur í sjer stórfelda hækkun á tekjuskattinum. Til þesS að almenningur geti sjeð þá ránsherferð í tekju- skattsálagningunni sem stjórnar flokkafnir hafa komið sjer saman um að f arin verði á næsta ári, birtum vjer á öðrum stað hjer í blaðinu báða skatt- stigana, þann sem nú gildir og hinn nýja skattstiga stjórnar- flokkanna. Getur þá hver skattgreiðandi reiknað út sína hækkun á tekju skattinum. Stjórnarflokkarnir hafa sýni- lega fengið eftirþanka af því, að slík herferð á hendur skatt- greiðendum myndi koma þungt niður á bæjar- og sveitarfjelög- um. Þess vegna hafa þeir farið þá leið, að skifta þessum „skatt auka“ milli ríkissjóðs og bæjar- og sveitarsjóða. En þessi „hjálp“. "til að- þrengdra bæjar- og sveitar- sjóða er vitanlega gagnslaus, því að tekjuskatturinn, eins og hann var áður en þessi gífur- lega hækkun kom, var rothögg á bæjar- og sveitarf jelögin, enda standa þau nú uppi ráða- laus, eins og best kemur í Ijós í þeirri frumvarpamergð, sem nú Iiggur fyrir þinginu, um bráða- birgðahjálp til þeirra. Fjármálaráðherra áætlar, að þessi skattauki nemi um 400 þús. krónum og kemur þá 200 þús. kr. í hlut ríkissjóðs. Umsetningar- gjald á innfluttar| vörur. Þessi stórfelda hækkun á j tekjuskattinum er ekki sú eina skattahækkun, sem stjórnar-1 flokkarnir hafa komið sjer saman um, að sögn stjómar- blaðanna. Stjórnarflokkarnir hafa, einn- ig komið sjer saman um, að leggja viðskiftag jald á inn- fluttar vörur, frá 2% og upp í 25% af innkaupsverði varanna, kominna um borð í skip. Alþýðublaðið segir, sennilega til að friða „alþýðuna", að við- skiftagjald þetta sje einkum lagt á „luxusvörur“. Nokkur sýnishorn skulu hjer nefnd, til þess að „alþýðan“ sjái svart á hvítu hvaða ,,luxusvörur“ hjer er um að ræða. 5% gjald skal tekið af j kaff i, sykri, búsáhöldum alls- konar, hreinlætisvörum alls- konar, svo sem sápu, sápudufti og sápuspónum, .fólksflutnings- bílum o. s. frv. gjald skal tekið af allskonar fatnaði, skófatnaði, I vefnaðarvöru allskonar, og yf- ir höfuð öllu, sem fólkið þarf j til klæðnaðar. Hvílík „luxus- j vara!“ j 25% gjald skal tekið af I ávöxtum, nýjum og þurkuðum og allskonar grænmeti, nýju og þurkuðu o. s. frv. Þetta eru „luxusvörurnar“, sem Alþýðublaðið talar um! Fjármálaráðherra áætlar, að þetta nýja viðskiftagjald muni nema um 750 þús. krónum og þarf enginn að ímynda sjer, að hann áætli skattinn lægri en hann verður. I Þetta er þá nýjársgjöfin, sem þjóðin fær frá rauðu flokk- unum á komandi ári! í þessu koma fram efndirnar á hinum fögru kosningaloforð- um sumarið 1934. J í fyrra voru álögurnar hækk- aðar á þjóðinni um tvær mUj ónir. ! Síðan hefir atvinnuvegunum hi'akað, markaðir lokast, við- skifti torveldast, fleiri og fléiri örðugleikar komið í ljós. Þessu mætir stjórnarliðið með því, að leggja enn mil- jónaskatt á þjóðina, á alla, ríka sem fátæka. Beinir skattar hækkaðir, fje tekið úr umferð frá at- vinnuvegunum, svo að at- vinnuleysið eykst. j Svo að segja allar lífsnauð- synjar almennings eru hækk- aðar í verði. I Matvara hækkar í verði, iKlæðnaður hækkar í verði. Verkfærin, sem vinna þarf ,með hækka í verði. j ToIIahækkanir á vörum þess- um nefnir Alþýðublaðið Luxus- skatta! Það á auðsjáanlega að vera „luxus“ á fslandi að hafa í sig og á. I Eitt er eftir enn óskattlagt, Það eru flutningar og ferða- lög innanlands. En stjórnarliðið mun ætla að sjá fyrir því, að menn geti ekki heldur hreyft sig úr stað , h jer á landi, án þess að greiða aukna skatta í ríkissjóð. Því eftir því, sem blaðið frjetti í gær, er von á frum- | varpi frá stjóminni um að TVÖ FALDA bensínskattinn!! j Þetta eru bjargráðin, sem stjórnarliðið hefir fundið þjóð- inni til handa þegar atvinnu- vegirnir berjast í bökkum, og atvinnuleýsi fer vaxandi. Yfir þessu eru stjórnarblöðin hreykin. Þau eru hreykin yfir því, að flestar vörur hækka um 2% í verði, þau eru hreykin yfir því að kaffi og sykur hækkar um 5%. — Þau eru hreykin — sennilega fyrir hönd hinna vinnandi stjetta! — að fatnaður verður 10% dýrari. —• *Þau eru hreykin yfir því, að I búsáhöld, sápur og sódi hækk- ar um 5% og 10% í verði. — Ávextir hækka um 25%. Græn- meti hækkar um 25%. Kom- vörur hækka. Dýrtíð eykst. Og alt sem við gerum, gerum við fyrir hinar „vinnándi stjettir“, segja stjórnarblöðin. | En eitt er víst, að hinar vinn- andi stjettir,1 öll þjóðin, kann ekki að meta þessháttar „um- bótastörf". Þenna nýja sátt- mála, sem stjórnarflokkarnir hafa gert, þegar þeir í einingu andans og bandi friðarins koma sjer saman um að keyra hjer alt um þverbak í óstjómlegri eyðslu, og gapafengnu bruðli. Álit Ólafs Thors á fjármálastefnu og tekjuöflunar- frumvörpum stjórnarliðsins. Morgunblaðið sneri sjer í Jeg hefi ekki getað kynt gærkvöldi til formanns Sjálf- mjer til hlítar hinn nýja boð- stæðisflokksins Ólafs Thors, og skap stjórnarinnar, en ,í aðal- spurði hann um álit hans á atriðum er hann sá, að stjórn- hinum nýju stjórnarfrumvörp- in heykist á öllum sparnaði, en um. Honurú fórust þannig orð: leggur í þess stað nýja skatta Framhald á 3. síðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.