Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 5

Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 5
5 jVIiðvikudaginn 27. nóv. 1935_______________________________MORGUN BLAÐIÐ IFrú Esler Magnússon. Rinn 2. nóv. andaðist lijer í fbænum merkiskonaö írú Esther Magnússon á heimili sínu iierg- þórugötu 53 af heilablóðfalli, eftir suttta legu. Hún var fædd á Akureyri 5. apríl 1867. Foreldrar hennar voru Lauritz H. .Jensen gestgjafi og kona hans Helga Bjarnadóttir. ÍJm .lensfn var ritað í Akureyraf- blaði, þá er hann andaðist haustið 1893, að liann „var einn hinn mik- ilhæfasti maður, er Akureyri hefir átt, stórliuga og stafssamur". — Hann var danskur, ættaður frá Suður-.Tótlandi, en fluttist hing- að til lands 25 ára gamall 1850. Er í sama blaði lýst einstökum dugnaði hans og konu hans, „sem var honum samheiit í öllu“. Á fyrinnyndarheimili þessára for- -eldra sinna ólst frú Estlier upp til fullorðinsára og vandist þeirri '■reglusemi og starfstmi í heimilis- háttum, sem síðar varð einkenni á heimili hennar sjálfrár. Hún giftist haustið 1893 Sig- urði Magnússyni lækni, sem þá fjekk Þingeyrar aukalæknishjer- að og fluttust þau hjónin þangað og voru þar í sex ár. Árið 1899 var Sigurði veitt Patreksfjarðar- hjerað og þar voru þaar hjón í 24 ár. Þar eru mjög erfið ferðalög, yfir erfið fjöll að fara, oft fót- gangandi í ófærð á vetrum. — Treystist því Sigur^ur ekki til að gegna því lengur og fjeklt lausn 'frá embætti 1923. En með því að starfsþrek hans var þó enn engan "veginn á þrotum, stundaði hann lengi enn lækningar á ýmsum stöðum, þar sem lítil fe'rðalög voru. Á Seyðisfirði var liann starf undi læknir í 4 ár og síðast á Ólafs firði 3 ár og eftir það hjer í 'Reykjavík. Á þessum flutningum •og bústaðaskiftum var frú Esther manni sínum eins og ávalt um- ^yggjsöm og ómetanleg stoð, enda reyndi á það, því að sjálfur var hann veill á heilsu og lá þungar legur. ’Lífsferill hennar var þannig, að hún gat lítt gefið sig við störfum <utan heimilisins, þó að fús hefði viljað, því að gjarnan vildi hún vera öðrum að gagni, var góð hona og góðgjörn, hjartagóð og lijálpfús, vildi ekki vita öðrum líða illa og- lagði engum ilt til. En áhugi hennar og umhyggja hlaut mest að snúast að lieimil- inu, manni hennar og' börnum, að vera honum til aðstoðar í starfi hans og annast og hjúkra börn- tm sínum, því að oft bar veikindi .að garði. Reyndist hin þá hin ástríkasta og umhyggjusamasta móðir. Af sex börnum, sem þáu hjónin áttú, liafa þau inist þrjú. Eitt á barnsaldri, sem Bergljót hjet. Annað, dóttir rúmlega tvítug, er Ester hjet, mesta' efnisstúlka og fóreldrum sínum mjög liárm- dauða; þriðja, fullorðinn sonur, er Haraldur hjet, var úrsmiður, einnig prúður efnismaður. Báðiun þeim mun hvíti dauði hafa orðið að aldurtila. Þrjú böm þeirra hjóna eru á lífi, Laura, gift C. V. Götzsclie lækni í Ringstad á Sjá- landi í Danmörk, Magnús og Sverrir, báðir kvæntir og búsett- ir í Reykjavík. Barnamissirinn og önnur bar- átta og veikindi fengú að vísu mjög á frú Esther, en alt bar hún það þó me'ð rósemi og misti ekki kjark sinn, seiú hún vár ríku- lega gædd, og virtist mjer svo vera fram undir hinstu stund, þótt heilsa liennar væri hin síð- ustu missiri tekin mjög að láta undan. Frú Esther var fríð kona sýnum og að öllu vel gerð, glöð og kát í viðmóti, gestrisin með afbrig-ðum, vinföst og trygg. Marga vini Iief jeg heyrt mínn- ast hetinar með einlægri viður- kenning um mannkosti hennar og Iiluttekningu í söknuði þeim er maður hennar og' börn hafa beðið í láti hennar. Ekki síst er sú hlut- tekning mjer í hug, sem naut að kálla ævilangrar vináttu þeirra lijóna. Sigurður læknir flutti lík konu sinnar ti] Kaupmannahafnar til bálfarar með því að hjer er eím engin bálstofa fyrir þá sem held- ur kjósa þá útfarar aðferð, sem óðum fer fjölgandi. Bálför hennar fer fram í dag. Friður fylgi lienni og endurfimd- ir við undanfarna ástvini og þá eftirlifandi á sínum tíma. Kristinn Ðaníelsson. Um útflutningsgjald af hertum fiskbeinum. í Morgunblaðinu fi*á 6. þ. m. ei* grein frá einhverjum, sem kall- ar sig- „Stjórn fjel. ísl. fiskimjöls- framleiðeúda". Enda þó að grein þessi sje ekki svara verð, þar sem hún er að mestu le’yti ósannindavæl og harmagrátur um framtíð beina- kvarnanna vegna samkepni Norð- manna, þá vil jeg svara nokkuð spurningum þeim, sem beint er tií okkar útgerðarmanna, að því leyti, sem mjer er kunnast. Þjer spyrjið hvers vegna ís- lensku kvarnirnar fái svo mikið af beinum, þar sem Norðmenn hafi aðstöðu til að borga þau kr. 40,00 meira fyrir tonn. Þessu er fljótsvarað. Á síðastliðinni vertíð A'oru hjer stöðugt á ferð umboðsmenn frá liinum íslensku beinakvörnum, til þess að lokka útgerðarmenn til að lofa þeim beinum, og buðu sum- um lán út á beinin, og lofuðu þeim um leið hæsta verði á staðn- um. Þetta hæsta verð varð svo aðeins kr. 95,00 fyrir tonnið, enda þótt að Norðmenn gætu borgað á sama tíma kr. 140,00 á bryggju í Keflavík. Þar sem aðeins kostar kr. 4,00 að flytja tonnið inn í Keflavík, vil jeg eftirláta stjórn beinakvarnanna að svara því, livers vegna að sömu Norðmenn vildu ekki borga nema kr. 95,00 hjer út í Garði. Þeir munu vera því kunnugastir. Þá er spurt hvort sjómenn og útgerðarmenn vilji, að íslensku kvarnirnar hætti störfum. Því svara allir sjómenn og út- gerðarmenn. nú játandi, þar sem upplýst er í grein stjórnar kvarnanna, og sýnt með stað- reyndum nú í ár, að þær þurfa að fá kr. 40,00 af hverju beina- tonni okkar til að geta lifað. Við erum ekki neitt hræddir við b?ina okur frá Norðmönnum, þar sem við getum nú vitað daglega um markaðsverð á beinum í Noregi og öðrum löndum. Ef það skyldi nú vera satt, sem í greininni stendur, að beinamjöl je árlega útflutt fyrir 1—1% milj. króna, þá væri ekki lítið varið í það, að þessar miljónir færu til Þýskalands sem norsk framleiðsla. Við getum þá í þess stað komið mörgum böllum af ull og mörgum togaraförmum af fiski til Þýskalands í þr'ss stað, og á þann hátt bætt stórkostlega hag þjóðarinnar. Að endingu vil jeg segja það, að það eru ekki beinakvarnirnar, sem framleiða þessar 1—iy2 milj. króna, heldur sjómennirnir, og (verðum við í lengstu lög að treysta (því, að aiþingismennirnir ' ljái beinakvörnunum ekki lið sitt, til þe'ss að arðræna okkur kjósend- ur sína um alt að J/g hluta af 'beinaafla 'okkar, Gerðum, 7. nóv. 1935. Guðm. Þórðarson. Kringum landið í bíl, Garðar Guðnason, sonur Guðna skósmiðs í Höfn á Hornafirði, símaði til Morgunblaðsins frá Hólum í Hornafirði í gær og slcýrði blaðinu frá því, að hann hefði nú efnt gamalt heit, að fara í bíl hringinn í kringum landið. Garðar hafði áður farið í bíl frá Hornafirði til Reykjavíkur, sunn- an jökla. Eftir að bílfært, var orðið frá Rvík til Austurlands, var spott- inn frá Skriðdal og til Horna- fjarðar áfanginn, sem Garðar langaði til að freista að fara í bíl. Tækist honum það, hafði hann lokað hringnum. Og nú hefir Garðari tekist þetta. Hann fór í bíl úr Skriðdál yfir Breiðdalsheiði, fram Breiðdalinn, fyrir Strætishorn inn Berufjarðar- strönd og yfir Berufjörð, en þar varð hann að ferja bílinn og á Djúpavog. Frá Djúpavog fór hann svo til Hornafjarðar og kom þangað á sunnudagskvöld. Ekki ljet Garðar vel yfir ferð- inni, fekk oft vonskuveður og margar torfærur þurfti hann að yfirvinna á þessari torsóttu leið. Það var Ford-bíll sem Garðar var í og stóðst þessa miklu raun. EKKI leynftr s)er ánœgfa neytendanna. í dag fæst aftur gómsæta RJÓMABUSSMJÖRIÐ. GERMANIA heldur skemtifund í Oddfellowhúsinu fimtudaginn 28. þ. m. kl. 8*4 síðd. Þýski sendikennarinn, Dr. Iwan, heldur fyrirlestur um tónskáldið Wagner. — Pjetur J.ónsson óperusöhgvari syngur lög eftir Wagner. DANS. Hljómsveit Karls O. Runólfssonar. Aðgangseyrir 1 króna. Greiðist við innganginn. STJÓRNIN. Landsmálafjelagíð Vöríur heldur fund n. k. fimtudagskvöld, kl. 8*4 í Varðarhúsinu. Dagskrá: 1. Jón Guðmundsson, bóndi í Garði, flytur erindi. 2. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segja frjettir frá Alþingi. STJÓRNIN. Dráttarvextir falla á fimta — og síðasta — hluta útsvara yfir- standandi árs um næstu mánaðamót, nóvember og desember. Dráttarvextir af eldri útsvörum og útsvarshlut- um hækka frá sama tíma. BÆJARGJALDKERINN í REYKJAVÍK. Timburverslnii P.W Jacobsen ék SSn. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur timbur í stœrri og smærri sendingum frá Kaup- mannahöfn. — Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við Island í meir en 80 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.