Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 27. nóv. 1935
•í
?
t
?
r*
4**,I**!**!'v****!**!,*!M!**«,v,**,**,«M*Mi,*******!M!,*t*v*t**t**tM!M******«‘*!***M****,**M»Mt*v****»*v*»**»M*'v***4*,v*»***,**M*,**M«M:
Hafnarf jörðnr.
Úr Hellisgerði.
Bæfarfrfellir.
Þriðjudaginn 26. nóv. 1935.
Hafnaruppfyllingin.
1 morgun var byrjað á að aka
grjóti niður í höfnina, þar sem
stækka á uppfyllinguna. Yerður
verkinu haldið óslitið áfram með-
an ökufæri helst og hagstæð veðr-
átta.
Ur ffelagslífinu.
Skauta- og skíðafjelag Hafnar-
fjarðar ætlar að hafa kynningar-
kvöld að Hótel Björninn á morgun
kl. sy2 síðd. Vefður þar margt til
skemtunar svo sem kaffidrykkja,
spil, dans o. fl.
• Fjelagið Magni heldur fund
axlnað kvöld. Auk framsögu verð-
ur atkvæðagreiðsla um nýja fje-
laga.
Hálfrar aldar
afmæli.
Stúkan „Morgunstjarnan" nr. 11
ætlar að halda hátíðlegt hálfrar
aldar afmæli sitt n. k. lá'ugardag.
Veður síðar skýrt nánar frá til-
högun hátíðarinnar. —
Annað kvöld kl. 8 heldur stúk-
an fund og fer þar fram meðal
annars innsetning embættismanna.
íþróttaffclag verka-
manna.
Fjelagið hóf vetrarstarfsemi sína
í október. Er þetta fimti veturinn,
sem það hefir æft leikfimi. Fer
kenslan nú fram í húsnæði Múll-
ers-skólans í húsi Jóns Mathiesen.
Æft er í þremur flokkum og
eru agfingar á hverju kveldi vik-
unnar nema á sunnudagskvöldum.
Er piltunum skift í tvo flokka
eftir aldri og eru um 10 piltar í
'hvorum flokki. He'fir eldri flokk-
urinn æfingar á mánudögum og
fimtudögum en sá yngri á mið-
vikudögum og laugardögum.
Stúlkurnar, 20 talsins, eru í
eimirrt flokki, er hefir æfingar á
þriðjudögum og föstudögum.
Mikill íþróttaáhugi er ríkjandi
í fjelaginur sjerstaklega hjá stúlk-
unum, og eru leikfimisæfingar
vel sóttar.
Formaður fjelagsins er Þórður
B. Þórðarsön bifreiðarstjóri, en
kennari þe'ss er Gísli Sigurðsson,
lögregluþjónn, og hefir hann verið
það frá byrjun.
Hfónaefni.
Síðastliðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína, ungfrú Sig-
ríður Jónsdóttir, gjaldkeri í. Úti-
búi Landsbankans og Helgi Magn-.
ússon bankaritari, fyrverandi úti-
[bússtjóri hjer.
Hellisgerði.
Einn fegursti og um leið sjer-
kennilegasti, listigarður hjer á
landi, er Hellisgerði í Hafnarfirði.
jGarðurinn er reistúr og starf-
ræktur af málfundafjelaginu
„Magni“, *er var stofnað í nóv.
1920, og er því -um -þessar mundir
jrjettra 15 ára.
Haustið 1922 fekk „Magni“ um-
ráð með Hellisgerði, er þá ' var
ekki annað en hraundrangar og
gróðurlausar gjotur. Árið eftir
ljet fjelagið girða íandið og 1924
var fyrsta Jónsmessúhátíðin hald-
in til ágóða fyrir gerðið óg hefir
það verið gert áríegá siðán némá í
sumar, að það • fell niður söknm
óhagstæðs veðurs. Enda bafa úti-
samkomur þessar, á Jónsmessu-
nótt, verið aðalte'kjulind garðsins;
Bæði trjágræðsla og blómarækt
hefir hepnast mjög vel — og hef-
ir um leið vakið áhuga Hafnfirð-
inga fyrir blóma- og trjágræðslu
við heimahús sín, því garðar eru
nú við fjölmörg hús í Hafnarfirðí.
Gæslumaður garðsins hefir frá
öndverðu verið Ingvar Gunnars-
son kennari.
Landið undir garðinum er eign
bæjarfjelagsins, en gerðið e'r rek-
ið á kostnað Magna. Leggist fje-
lagið niður er svo um hnútana
búið, að bærinn verður að starf-
rækja garðinn í sama horfi.
Hellisgerði er sönn bæjárprýði,
og varðveitast þár í öll sjerkenúi
Hafnarfjarðar og hins merkilega
bæjarstæðis.
Stjórn „Magna“ er skipuð
Þorleifi Jónssyni, ritstjóra, Bjama
Snæbjömssyni, lækni og Bimi
Jóhannssyni kennara. Auk þeirra
eru í garðráði Ingvar Gunnarsson,
kennari, og gæslumaður Hellis-
gerðis, og Guðm. Einarsson, verk-
smiðjustjóri, sem er frumkvöðull
að því að Hellisgerði var stofnað.
S.
Stórbrim og hriOarveOur veldur
tjóni á Vestur- og Norðurlandi.
Mannvirki og bátar eyðileggjast
Menn slasast við björgunarstörf,
Aftaka hríðarveður gekk
yfir Vesturland og Húnaflóa
í fyrrinótt og olli töluverð-
um skemdum víða.
Mestar urðu skemdirnar í
Bolungarvík, á Blönduósi og
á Sandi.
Skemáir á mann*
virkftim í Bolungar-
vík.
70 ára er í dag ekkjufrú Oddný
Auðunsdóttir, Suðurgötu 48 í
Hafnarfirði.
ÍSAFIRÐI í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
M ORGUNBLAÐSINS.
Aftaka brim var í Bolungarvík í
nótt og fram undir hádegi í dag.
Brimið braut fremsta hluta
skjólgarðsins á öldubrjótnum.
Eínuig brotnuðu tveir ljósa-
staurar.
Búist er við að meiri skemdir
hafi orðið á öldubrjótnum.
Vjelbáturinn Haukur brotnaði
dálítið og einnig smábátur.
Stórbríð var í nótt og fyrri hluta
dags í dag.
Amgr.
Tvoir smábátar
brofna á Blönduási.
Blönduósi í gær. FÚ.
Síðastliðna nótt gerði norðvestan
stórbrim og hríðarveður við aust-
anverðan Hiinaflóa.
Gekk sjór yfir bryggjuna á
Blönduósi og vörupall, sem varnar
garður hlífir þó fyrir brimi.
Uppskipunarbátar og smærri
bátar fluttust til og 2 smábátar ó-
nýttust
Skemdir urðu og á sumum hinna
stærri báta, en þó ekki verulegar.
Kjöt og gærur
eyðileggjast.
Búið var að flytja þangað kjöt
og gærur frá Magnúsi Stefánssyni
kaupmanni, og átti að senda með
Lagarfossi. Skolaði burtu all-
mikíli af gærum og 5 tunnum af
kjöti.
Einar Thorsteinsson, kaupmað-
ur átti þar einnig kjöt, en því
var bjargað.
Við hjörgun bátanna varð einn
maður, Ólafur Jónsson, á milli
þeirra, er þeir hentust saman og
hlaut úf nokkur meiðsl, en ekki
híptutleg.
Við bryggjuendann hefir brimið
skolað burtu nokkru af veginum
á 2—4 metra vegalengd, svo að
ófært er bílum.
Maður rifbrotnar
við b-jörgun báta.
Á Skagaströnd var álíka sjó-
gangur. Bátar hentust hver á
annan, en skemdust lítið.
Einn maður, Haraldur Nikulás-
son, rifbrotnaði við björgun bát-
anna.
Arabáta fekur út
á Sandi.
Sandi í gær. FÚ.
Síðastliðna nótt gerði á vestan-
verðu Snæfellsnesi storm og óvenju
mikið brim í lendingarstöðum og
tók út marga árabáta.
Tveir bátar brotnuðu í spón.
Var annar eign bræðranna Pjeturs
og Gísla Guðbjartssona, en hina
áttu bræðurnir Jóbannes og Krist-
vin Guðbrandssynir.
Aðrir bátar brotnuðu meira og
minna og hefðu flestir árabátar
frá Sandi farist, ef menn hefðu
ekki komið í tæka tíð á vettvang.
Italir segja að rign-
ing hafi stöðvað sðkn
þeirra á suður-
vígstöðvunum.
Abyssiníumenn sigra
á norðurvígstöðv-
unum.
London 26. nóvember.
Itölsku blöðin birta
fregnir um það, að
vegna feikna mikillar úr
komu í Ogadenhjeraði
hafi framsókn ítala
stöðvast.
Segir, að fregnir frá Moda-
gisco hermi, að svo sje úrkom
j an mikil, að vöxtur hafi hlaup-
j ið í ár og læki og sumstaðar
hafi flætt yfir heil svæði.
| (UP—FB).
London 26. nóv. FÚ
Á norðurvígstöðvuúum telja
Abyssiníumenn sig hafa unnið
í tveimur orustum norðan við
ítölsku herlínurnar á norður-
vígstöðvunum.
ítalir eru hræddir
við Ras Seyoum.
London 26. nóv. FÚ.
ítalir leita nú Ras Seyoum,
sem er einhversstaðar nálægt
Addi Addi.
Er ætlun þeirra, að ráðast á
hann og hersveitir hans, ef þeir
komast að því, hvar hann held-
ur sig.
Álit þeirra er, að einn stór-
sigur muni nú hafa meiri ár-
angur en öll framsókn ítala
hingað til, jafn friðsamleg og
hún hefir verið.
lagsins dregur
úr áhuga Banda-
rlkjanna.
ítalir fá olíu eins
og þeir vilja.
London 26. nóv. FÚ.
Rúmenía og Rússland hafa
tilkynt þjóðabandalaginu, að
þau sjeu þess albúin að stöðva
olíuútflutning til Ítalíu. i;
Hik það, sem er á Þjóða-
bandalaginu í þessu máli, hefir
hinsvegar .leitt .til .þess, .að
Bandaríkjamenn eru farnir að
gjalda varhuga við að stöðva
olíuflutning til Italíu.
New York Times segir, að
Bandaríkjastjórn hafi gert sjer
hugmynd um, að hún væri að
vinna í samræmi við Þjóða-
bandalagið, með því að hvetja
olíufjelögin til þess að draga
úr olíusölunni til Ítalíu.
Hafi því Bandaríkin hlaupið
á sig í þessu máli.
Politiken birtir mikla
lofgrein um Skúla
Guðjónsson.
Skúli varð fertugur
í gær.
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Skúli Guðjónsson
læknir í Khöfn, varð
fertugur í dag.
,fPolitiken“ birtir í dag langa
grein um Skúla og starf hans.
Leggur blaðið mikla áherslu
á brautryðjanda starf hans í
baráttúnni gegn atvinnusjúk-
dómum.
Ennfremur bendir blaðið á
ábyrgðarstörf þau, sem hann
vinnur í þágu alþjóða.
Þá getur blaðið am á'it hans
meðal kunnustu heilbrigðissjer-
fræðinga um allau beim, og
segir að lokum, að mikils megi
vænta af Skúla Guðjónssyni í
framtíðinni.
Páll.
Tveggja mánaða
fangelsi fyrir árás
á lögregluþjón.
Dómur er fallinn í máli mann-
anna, sem rjeðust á Leo Sveiússon
lögregluþjón fyrir nokkru.
Var annar þeirra dæmdur f
60 daga fangelsi og fjelagi hans
í 40 daga fangelsi.
Dómarnir voru skilorðshuudnir.