Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 3

Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 3
Miðvikudaginn 27. nóv. 1935 MORGUNBLAÐIÐ Vffilengjur og ósvffni Skúla Guðmundssonar Það er varla hægt að gera minni kröfu til opinberra starfs manna í ábyrgðarmiklum stöð- lim, en að þéir kunni að koma fram eins og siðuðum mönnum sæmir. Stjórnarliðið hefir auð- vitað virt þessa lágmarkskröfu að vettugi, því auk> þess, sem það hefir hossað hverjum heimskum gikki, sem á leið þess hefir orðið, þá hefir það ein- mitt valið þesskonar menn til ýmsra hinna mikilvægustu starfa, að þeir hafa undir eins fylst hinum mesta derringi og valdagorgeir og tekið öllum að- finslum að hætti ósiðaðra götu- stráka. Gott dæmi þeirra alifugla, sem rauðliðar hafa tildrað á hænsnaprik sín er Skúli Guð- mundsson, sá er stendur fyrir gjaldeyris- og innflutningsskrif- stofunni. Nýlega var hjer í blaðinu skýrt frá upplýsingum, sem tvær opinberar stofnanir, gjaldeyrisskrifstofan og hag- stofan höfðu gefið um eitt og sama atriðið, — innflutning byggingarefnis til Árnessýslu. Upplýsingar þessar voru mjög ósamhljóða. Morgunblað- ið lagði málið alveg hlutlaust fyrir og sneri sjer, eins og sjálf sagt var, til formanns gjaldeyr- isnefndar, til þess að fá skýr- ingar á því, í hverju þessi mikli mismunur lægi. 1 viðtali, sem ritstjóri blaðs- ins átti við formann nefndar- innar, lofaði hann greiðum svör um. En eins og frá var skýrt í blaðinu í gær, voru þessi svör ekkert annað en útúrsnúningar, vífilengjur og ósvífni. Og það er ekki nóg með það, að Skúli Guðmundsson hafi sig undan þeirri sjálfsögðu skyldu að greiða skilmerkilega úr þeim spurningum, sem fyrir hann voru lagðar, heldur finst hon- um það ganga glæpi næst, að leitast sje við að upplýsa al- menning um það, hvernig á þessu ósamræmi stendur. Ráð- leggur hann ritstjóra Morgun- blaðsins að senda ekki blaðið með þessum fyrirspurnum aust- ur yfir fjall. Viðurkennir Skúli með þessu að hann hafi framið órjettlæti, en ætlar að reyna að fleyta sjer á því, að skjóta máli sínu til þeirra, sem hann telur að hafi hagnast af þessu ranglæti. — Svona er hugsunarháttur og sið menning þessa manns, sem hef- ir það vandasama starf með höndum, að sjá um að vöruinn- flutningi til landsins sje úthlut- að með fullkomnu rjettlæti. I stað þess að sýna iðrun og yfirbót hótar svo Skúli því að endingu, ekki einungis að halda áfram því ranglæti, sem hann hefir játað á sig, heldur og að auka það og margfalda. Valdahafarnir í landinu mega ekki ganga upp í þeirri dul, að almenningur geti borið traust til svona pilta. 3 Franskir fasistar ætla að gera byltingu! Sósíalistar vopnast og búast til varnar. Hvað gerir Daladier? KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Ekbert virðist hfeðan af íí’eta komið i reg fyrir [blóð- uga borgarslyrföld i Frakklandi á íimtudaginu. Fasistar hafa mikinn liðssafnað. Eru þeir al- ráðnir í því, að láta nú til skarar skríða og hrifsa völdin í sínar hendur. Hafa þeir mikinn viðbúnað til þess að ná þinghúsinu og ráðherrabyggingunum á sitt vald á fimtudaginn, þegar þing kemur saman. Vinstrimenn búast hinsvegar til varnar af miklu kappi. Sosíalistablaðið „Populaire'* skorar á alla so- síalista að safna liði og búast til varnar gegi\ uppreisn fasista. „Le Jour“ skýrir frá því, að samfylking sosí- alista og kömmúnista hafi komið sjer upp varn- arsveitum, gráum fyrir vopnum í útborgum Parxsar. Ennfremur hefir hin svonefnda „rauða slökkviliðs- sveit“, skipuð vopnuðum kommúnistum og sósíalistum ver- ið kvödd saman. Vegna þessa uppreisnarundirbúnings öfgaflokkanna var ráðherrafundur kvaddur saman í París í dag. Var á fundi þessum ákveðið að bera fjármálin fram fyrir skjöldu og skora á vinstri flokkana að fella ekki stjórn Lavals, því að þá væri ekki annað framundan en allsherjar hrun og bylting í Frakklandi. Laval lofar að fak- marka frclsi fasista- fjelaganna. Opinber tilkynning var gef- in út . að ráðherrafundinum loknum, og segir stjórnin í til- kynningimni, að þegar hafi ver- ið gerðar ráðstafanir til þess að undirbúa það, að dregið yrði úr starfsemi fasistafjelaganna, og þeim verði gert erfiðara um flokkadrætti og kröfugöngur. Stjórnin hefir ákveðið, að skora á alla föðurlandsvini í þingi, að meta f jármálin meira en nokkurt annað mál. koma í veg fyrir fall Laval- stjórnarinnar. Hefir hann hótað því að leggja niður formensku flokksins, ef Laval verði steypt af stóli. Innan radikalflokksins . ér hinsvegar öflug hreyfing, sem berst með sosíalistum fyrir upp lausn fasistafjelaganna. Daladier er fyrir þess- ari hreyfingu, og ljái hann sósíalistum lið, þá er stjórn Lavals fallin. Hvað þá verður —? PáU. Sósíaliifar crii al- ráðnir að fclla Laval. Jafnaðarmenn eru hinsvegar alráðnir í að láta fjármálin sitja á hakanum, en krefjast þess að fasistaf jelögin verði tafarlaus leyst upp. Hjeðan af ráða því radikal- sosíalistar úrsþtum um það, hvort fyr kemur til umræðu í þinginu á fimtudaginn fjármál- in eða fasistafjelögin. Hcrriot gcgn] Ilaladicr. Herriot, foringi radikal sósí- alista ivill fyrir hvern mun Daladier, foringi róttæka flokksbrotsins innan radikal. sósíala flokksins. Næstl áfangi Japana í Kina MUKDEH CHAHAR Í MANCHUKUO PEíPINö / o 5U/YUAN Y tíentsin^ /\ 'C(HOPE!)/‘ / 4HANTUN0 Kortið er af Norður-Kína. Sjást á kortinu öll hjeruðin, fimm að tölu, sem Japanir ætla að gera sjálfstæð. Hjeruðin eru: Chahar, Suiyuan, Shansi, Shantung og Hopei. Jeng Ju Keng hershöfðingi lýsti j fyrradag hjeraðið Hopei, með borginni Tient- sin óháð ríki. Ægilegt gengis- hrun frankans, ef gullflóttinn heldur ðfram! 7 milj. sterlingspund flúðu land í gær. KAUPMANNAIIÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Svo virðist sem for- vaxtahækkun komi ekki lengur að liði til þess að vernda frankann. Þrátt fyrir 6% for- vexti, nam gullflóttinn 7 milj. sterlingspundum í gær. Þessi gífurlegi gullflótti er meiri en dæmi eru til áður. Af þessu er augljóst, að fianskir innstæðueigendur bera ekki lengur traust til frankans. Verði hinsvegar gullflóttinn ekki stöðvaður, getur afleiðing- in ekki orðið önnur en sú, að frankinn feRur, án þess að franska stjórnin fái við nokkuð ráðið. Vofir þá yfir Frakk- landi ,,inflationf‘ sem ekki verðar hægt að Ifkja við neitt annað en þýsku „inflationina“ miklu árið 1923. Breskir fjármálamenn í kauphöllinni í London eru ekki í nokkrum vafa lengur, að frankinn falli. Segja þeir að ástandið nú sje stórum mun alvarlegra en noKkru sinni fyr. Páll. Álit Ólafs Thors. Framhald af 2. síðu. á þjóðina, a. m. k. 1 milj. kr., og hefir heyrst að enn sje von á nýjum skattafrurnvörpum. Að vísu verða einhverjir út- gjaldaliðir fjárlaganna færðir niður, en aðrir verða hækkaðir að sama skapi, og hinir nýju skattar eru ætlaðir til að bæta upp þá tekjustofna sem bresta vegna hins vonda og versnandi atvinnuárferðis. Jeg tel þessa fjármálastefnu óðs manns æði, og fjármálaráð- herrann mun sanna það, að það mun ekki.reynast haldgott ráð að leggja því þyngri skatta á þjóðina, sem fleiri sligast und- an þeim drápsklyfjum, sem fyrir eru, m. a. af því, að þess- ir skattar, sumir hverjir a. m. k. fást aldrei inn. Jeg er ekki meðal þeirra, sem þessi fregn kemur á óvart. Mjer datt ekki n hug að taka alvarlega sparnaðarhjal og lof- orð formanns Framsóknar- flokksins í skrifum hans um fjármálin í dagblaði Tíma- manna nýverið, m. a. af því, að það eru aðrir sem ráða. Jeg hefi frá öndverðu talið að end- irinn yrði sá, sem raun er á orðin, að sósíalistíjr rjeðu, og notuðu Framsóknarþingmenn- ina til nýrrar skattaálagningar, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Þeirra hlutskifti hefir til þessa verið að hlýða valdboði ’sósíalista, og svo hefir enn orð- ið og verður, meðaji sambúðin helst. Hitt er annað mái hvort só- síalistar gera sjer greiu fyrir því, að afleiðingin af afgreiðslu fjárlaganna í fyrra, fram- kvæmd innflutningshaftanna og þessum nýja boðskap hlýtur óhjákvæmilega að yera fall krónunnar. Knattspyrnufjelagið Fram byrj- ar innanhússæfingar \ kvöld kl. 9 í hina nýja húsi Jóns Þorsteins- sonar. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.