Morgunblaðið - 27.11.1935, Side 8
8
MOROUNBLAÐIÐ
Miðvikudagínn 27. nóv. 193&
Satin í peysuföt frá 5.75 m.
Eínnig ekta silki-satin. Sljett
silki í peysuföt. Prjónasilki í
peysuföt. Spegilflöjel í peysu-
föt. Silkiflöjel á peysuföt.Versl.
Dyngja.
Silki- og ísgamssokkar frá
2.25 par. Bómullarsokkar á
0.95. Silkisokkar í úrvali frá
2.90 par., misl. og 1.75 par.
svartir. Barnasokkar, sjerlega
góðir frá 1.55 par. Hosur á
börn. Versl. Dyngja.
Skotthúfur, flöjelis og prjón-
aðar. Skúfsilki. Slifsi og slifsis-
borðar. Silkisviintuefni, alls-
konar. Versl. Dyngja.-
Millipils við peysuföt. Undir-
líf við peysuföt. Versl. Dyngja.
Upphlutasilki. Upphlutafóð-
ur og alt til upphluta. Efni í
upphlutsskyrtur og svuntur í
miklu úrvali. Versl. Dyngja.
Telpu-peysur, sjerlega fall-
egar og ódýrar. Versl. Dyngja
—------;-;----------!---------—
Ný húseign til sölu á góðum
stað, með öllum þægindum.
Gefur af sjer alt að 7000 kr.
um árið. Tilboð með útborgun-
armöguleika leggist inn á A. S-
í. fyrir 1. desember, merkt „7“.
Nokkrar plötur af gabon
óselt. Innrömmun ódýrust. —1
Versl. Katla, Laugaveg 27.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Hér skeður aldrei neitt
„Mig ... langaði til að finna konuna
mína, það er stofa K — númer sextán.
Það á að ..— Kaupið þessa bók í dag.
Vaupi gamlan kopar. Vald
kÍMppaistig 29.
Sel gull. Kaupi gull. Sigur-
bór Jónsson, Hafnarstræti 5.
Ke.upi ísl. frímerki, hæsta
verði. Gísli Sigurbjömsson, |
Lækjartorgi 1 (opið 1—4síðd).
Landeign í bænum eða í
grend verður keypt í skiftum
fyrir stórt hús við miðbæinn.
Upplýsingar gefur A. S. 1.
. -
Nýkomið, Gabon og kross-
viður. Verslunin Katla, Lauga-
veg 27.
j Skermagrindur Og efni, sem
eftir er, mjög ódýrt í Hatta- &
Skermabúðinni, Austurstræti 8.
Skermar og lugtir Úr silki Og
pergamenti, mjög ódýrt. Hatta-
| & Skermabúðin, Austurstræti 8.
i Standlampar, verð frá 25.00
kr., borðlampar í fjölbreyttu
úrvali, verð frá kr. 5.50. Hatta-
& Skermabúðin, Austurstræti 8.
Höfum fengið nýjan augna-
brúnalit. — Hárgreiðslustofan
Venus, Austurstræti 5. Sími
2637.
______________________________l
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
„Freia“-fiskmeti (fars, boll-1
ur og búðingur), er viðurkent(
fyrir gæðí, hvað það er ljúf-,
fengt og holt. Fæst á eftirfar-
andi stöðum: Laufásveg 2 ,og
Laugaveg 22 b (Pöntunarsími
4745). — Búðum Sláturfjelags
Suðurlands. Versl. Lögberg. —
Einnig eru „Freia“-fiskibollur,
seldar í flestum útsölustöðum
Mjólkursamsölupnar.
Ur dagbókarblöðum
Reykvíkings.
Þegar Kristján níundi var á
ferð austur um sveitir sumarið
1874 og fór til Geysis, var Gull-
foss enginn gaumur gefinn. Þá
voru lanclsmenh ekki farnir að
skoða Gullfoss þess verðan, að
nqenn legðu lýkkju á leið sína til
að skoða hann.
*
Þegar Kristján X. var á ferð
sinni til Geysis og Gullfoss, sum-
arið 1921, gisti lconungsfjölskyld-
an og alt fylgdarliðið við Geysi.
Síðan var farið ríðandi til Gull-
foss.
Þegar mannsöfnuðurinn nálg-
aðist fossinn og fossúðinn sást
greinilega, sem stóð upp af gljúfr
inu, heyrði íslensk kona á tal
tveggja útlendinga, er voru að
tala um hinn merkilega jarðhita,
e'r þeir kyntust við Geysi.
Er þeim var lítið á úðastrókinn
úr fossinum varð öðrum að orði:
— Sjáðu hvað rýkur úr hon-
um, skyldi hann vera heitur!
*
Maður að nafni Olsen, búsettur
í Nevv York gekk um daginn í
svefni, út á götu, að brunaboða
og braut liann. Er slökkviliðið
kom að, stóð maðurinn þar hríð-
skjálfandi og steinsofandi. Slökkvi
liðinu tókst að ve'kja manninn.
*
„Matur er mannsins megin“
(Mad er Mande'ns kraft) heitir
bók um mataræði, er dr. Johanne
Christianen nýlega hefir ritað og
Gyldendal gefið út. Þar er kjarn-
inn í matarkenningum höfundar.
*
Áhætta ])jóðliöfðingja er mik-
il, eftir því sem 50 ára gömul yf-
Húllsaumur,
Lokastíg 5.
Gerum við miðstöðvarkatla,
eldavjelar og ofna. Sindri —
Hverfisgötu 42 — sími 4722.
Permanentkrullur fyrir jólin
bestar hjá okkur. Hárgreiðslu-'
stofa J. A. Hobbs, Aðalstræti
^________________________!
Regnhlífar teknar til viðgerð-
ar á Laufásvegi 4. j
Craviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Barnavagnar og kerrur tekn-
ar til viðgerðar. Verksmiðjan
Vagninn, Laufásvegi 4.
Fatapressun vesturbæjar. —
Kemisk fatahreinsún og við-
! gerðrastofa. Föt kemisk hreins-
'uð og pressuð fyrir 7 kr. Föt
^pressuð 3 kr. Vesturgötu 3.
Sími 4923.
SIiÁtftinin (jo&
Hnefaleikaskólinn er byrjað-
xir í Iþróttaskóla Jóiís Þorsteins-
sonar.
2303 er símaiiúmeriö í Búr-
inu Laugaveg 26.
tl
Nýir ka-ipendur að Morgun—
blaðinu fa blaðið ókeypis *i&
næstkomandi mómtðarnói »
j Munið Permanent í Venus„
' Austurstræti 5. Ábyrgð tekín á».
öllu hári.
;--------------------------------
I Slysavarnafjeiagið, skrifstofa.
Hafnarhúsinu við Geirsgötu..
Seld minningarkort, tekið mótii
gjöfum, áheitum, árstillögumi
m. m.
irlitsskýrsla segir. Fram til þe'ss
tíma hafði mannkynssagan sagt
frá 2540 konungum og keisurum
í 64 ríkjum. Af þeim höfðu:
64 lagt, niður völd af sjálfsdáðum
199 verið reknir frá ríkjum.
20 drepnir.
11 orðið brjálaðir.
100 fallið í orustum.
25 hlotið píslarvættisdauða.
145 myrtir með vopnum.
62 drepnir á eitri.
: 108 hengdir eðá hálshöggnir eft-
ir dómi.
Kensla í akstri og meðferðí
bifreiða. Ódýrast og fljótast.
hjá mjer. Einnig undir meira.
'próf. Zophonías' Baldvinsson,,
1 sími 3805.
I
Glæný svið
fást allan daginn í
RISNU, Hafnarstr. 17.
I
Maturinn á Café Svanur, viífl
l Barónsstíg, er, sem fyr, viður--
! kendur fyrir gæði. Verðið get--
ur ekki verið lægra.
Borðið í Ingólfsstræti 16,
sími 1858.
FANGHSW FRA TOBOLSK. 90.
„Nix, ekki trúi jeg því“, sagði Símon. „Jeg vona
bara, að hún grípi ekki til einhvers óyndis úr-
ræðis út úr neyð — en hvað sem öðru líður, —
jeg fer og sæki hana!“
„Nei,“ Richard rauk upp. „Jeg fer sjálfur!“
„Það væri að minsta kosti óviturlegt, að fleiri
en einn færi“, mælti hertoginn spakur.
Símon kinkaði kolli. „Jú, það finst mjer líka.
Bn nú er þetta mjer að kenna, svo að það eina
rjetta er, að jeg reyni að bæta úr því.“
„Kæri vinur, þú gleymir, að þjer er illt í fæt-
inum. Þú gætir alls ekki ekið bíl alla þessa Ieið“.
„Símon getur ekki farið", sagði Rex. „Jeg er
sá eini, sem er fær um það“.
„Nei,“ sagði hertoginn. „Þig megum við ekki
missa, þú verður að hjálpa okkur yfir girðingar
og aðrar torfærur, sem kunna að vera á vegi
okkar".
Richard leit á þá til skiftis, þreytulegur á svip.
„Þetta er útrætt mál. Þið eruð allir flóttamenn og
lögreglan á hælum ykkar. En jeg er ferðamaður
í Rússlandi og hefi gott og gilt vegabrjef — auk
þesa er hún konan mín“.
Þessu varð ekki mótmælt, og það, sem eftir var
máltíðarinnar, sátu þeir allir steinþegjandi. Að
henni lokinni, fóru þeir út á engið og horfðu í
áttína til „hins fyrirheitna lands“.
Nú komú þeir aftur auga á flugvjelina, er flaug
í austurátt. Þeir flýttu sjer að leita sjer skjóls í
aldingárðinum.
„Þetta er sprengjuflugvjel", sagði Rex og gægð-
ist frám á milli greinanna.
„Um“, svaraði Símon. „Og í henni eru auðivtað
hermenn, ekki hefðu óbrotnir flugmenn mikið að
gera í hendumar á okkur“.
„Hvenær eigum við að reyna að komast yfir
landamærin?“, spurði Rex.
„Þegar fer að dimma“, svaraði hertoginn. —
„Þekki jeg Leshkin rjett, hefir hann sett verði
hjer og þar með stuttu millibili. Við höldum hjer
kyrru fyrir í dag. Jeg er búinn að tala við bónd-
ann. Við getum, held jeg, treyst honum, en jeg
ætla að hafa gát á hverri hreyfingu hans, til von-
ar og vara“.
Richard brosti í fyrsta sinn þann dag. „Ef jeg
verð heppinn og finn Maríu Lou á veitingahúsinu,
get jeg verið kominn hingað aftur með flugvjel-
ina í kvöld. Nú líður mjer miklu betur, svo að jeg
ætla að leggja strax af stað“.
„Mig langar til þess að tala nokkur orð við þig
áður“, sagði de Richleau, tók undir handlegg hans
og leiddi hann afsíðis.
„Heyrðu, vinur minn“, sagði hann. „Þú skalt
ekki láta þjer detta í hug, að þú getur komið þess-
um vagni af stað“.
„Nú, hversvegna ekki?“
„Jeg hefi sjeð fyrir því“.
„Hvað á þetta að þýða?“ Það var farið að fjúka
í Richard.
„Ekkert, annað en það, að jeg vil ekki, að neinn
ykkar hætti lífi sínu með kjánalegri fífldirfsku".
„Þú getur ímyndað þjer, að jeg hefi jafn mikinn
hug á að komast yfir landamærin, eins og þið hin-
ir“, sagði Richard þrjóskulega. „En þú virðist hafa
gleymt því, að enginn af ykkur væri hingað kom-
inn, ef María Lou hefði ekki hjálpað ykkur“.
„Þakka upplýsingarnar", svaraði hertoginn
beiskjulega. „Ef þú værir ekki eins ungur og þú
ert, Richard, og mjer þætti ekki eins vænt um þig
og mjer þykir — myndi jeg vera móðgaður. En
jeg læt mjer nægja að biðja þig að vera ekki með
heimskuleg barnalæti“.
„Afsakaðu, jeg ætlaði ekki að særa þig“.
„Nei, jeg veit það vel. En þú hlýtur að sjá það'
sjálfur, að þú kæmist ekki lengra en til Vinnitsa.
Bíllinn er auðþektur — byssukúlurnar hafa merkt
hann. Þú myndir vera kominn undir lás og slá eftir'
fáeina klukkutíma".
„Þú hefir víst rjett fyrir þjer“, stundi Richard,.
enn á báðum áttum. „En jeg get ekki hugsað til
þess að vita af Maríu Lou í Kiev. Guð einn veit,
hvað orðið er af henni. Jeg verð að segja þjer það
— jeg elska hana — og jeg er frávita af ótta,.
hennar vegna“.
de Richleau klappaði glaðlega á öxl hans.
„Já, góði minn. Jeg hefi líka þekt ástina. En
undir þessum kringumstæðum verður þú að vera
rólegur, þú verður að hugsa skynsamlega um málið
og koma yfir landamærin með okkur hinum í
kvöld“.
„Svei mjer, ef jeg geri það!“
„Jú, Richard. Þú reynir að komast til Bukarest
eins fljótt og þú getur. Síðan nærð þú sambandi
við ensku sendiherraskrifstofuna. Ef María Lou er
í vanda stödd, er það henni mikil hjálp, að hún er
breskur þegn“.
„En þetta tekur fleiri daga. Og margt getur
skeð á meðan. Hún veit auðvitað ekki sitt rjúkandi
ráð“.
„Vertu rólegur Richard. Jeg skal gæta hennar.
Jeg fer í kvöld til Kiev“.
>»Þú?“
„Já, jeg er sá eini af ykkur, sem er fær um það..
Jeg kann málið og þekki á fólkið. Jeg fæ lánuð fat
hjá bóndanum hjerna og ek til Vinnitsa í kvöld.
Vagninn skil jeg eftir fyrir utan bæinn og geng
þangað. Þaðan fer jeg svo með lestinni til Kiev,
semma í fyrramálið. Sje María Lou enn í veitin&a-